Angela skrifaði:
Thank you. I recommend all knitters refer to your Q & A. I have knit many Drops patterns and found this helpful. Most problems already have the answers in the pattern. Again thank you for your help.
17.01.2026 - 05:30
Angela skrifaði:
Hello, I have constructed this beautiful jumper for my daughter but have made the body longer. I am now at the final stage of casting off. Can this be cast off using the Kitchener Bind Off method? If so, where would I find detailed instructions on how to do this for a 1 x 2 rib? If I cannot use this method, what would be the best cast off method for this pattern? I would prefer YouTube instructions if at all possible. Thanking you in advance.
15.01.2026 - 01:10DROPS Design svaraði:
Dear Angela, cast off edge should be loose to avoid tightening pieces together, so we suggest here to cast off with a yarn over after approx. every 6th stitch, see this technique in video, here, feel free to use any other technique if you rather. Happy knitting!
16.01.2026 - 07:30
Claudette Podunavac skrifaði:
Bonjour, ce modele classique et moderne a la fois me plait. j ai une laine fine echantillon 28 mailles sur 40 rangs. celle du modele est de 24 mailles 32 rangs. la taille desiree est L Si je tricote en taille XL avec 171 mailles au lieu de 159 mailles est ce que j obtiendrai la bonne taille L ? Merci
02.01.2026 - 11:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Claudette, en faisant comme vous ecrivez, la largeur de votre pull sera env. 52 cm (292/28=10,4, 10,4/2=52 cm). Je ne sais pas si cela vous convient. L'autre probleme est avec les raglans: si l'échantillon n'est pas juste en hauteur et le tricot trop serré, les diminutions du raglan seront trop courtes et les emmanchures trop étroites. On peut ajuster en tricotant à intervalles réguliers 1 tour supplémentaire sans diminution entre les tours avec diminutions. N'avez-vous pas pensé à ajouter du mohair à votre fil et à tricoter avec deux fils ensemble ?
02.01.2026 - 11:55
Martina skrifaði:
Buongiorno, volevo chiedere un consiglio... Se invece di ripiegare il collo all'interno, lo facessi come in foto all'esterno, dovrei evitare il primo giro a diritto dopo l'avvio e partire subito con le coste? Che tipo di avvio consigliate? Grazie
21.10.2025 - 15:39DROPS Design svaraði:
Buonasera Martina, il modello nella foto è lavorato secondo le istruzioni riportate. Buon lavoro!
23.10.2025 - 00:35
Ewa skrifaði:
Schemat A.1. jest prawie zrozumiały. Natomiast zastosowanie schematu A.2. stwarza problem. Korzystanie z Video jest bardzo pomocne. Czy możecie nagrać Video, specjalnie do tego wzoru? To byłoby duże ułatwienie.
17.11.2024 - 11:36
Ingrid Myrstad skrifaði:
Hei! Har noen spørsmål ang strikking av raglan på denne modellen: Består A1 av 2 omganger - den ene med økning og den andre med felling? Strikker man først A1 alle ganger for deretter å begynne med A2? På A2 står det økning i en maske (maske med merking), MEN så står det at man skal starte øking 3 masker før den merka masken ??? Består A2 av 2 omganger eller øker og feller en på samme omgang?
25.10.2024 - 10:54DROPS Design svaraði:
Hei Ingrid. Diagram A.1 består av 4 omganger, 1. omgang økninger (fra 3 masker til 9 masker), 3. omgang fellinger (fra 9 masker til 7 masker). 2. og 4. omgang strikkes rett. Når du har strikket A.1 1 gang i høyden er det økt totalt 16 masker. Deretter strikkes A.2 ( 2 omganger), 1. omgang består både av økninger og fellinger, 2. omgang strikkes rett, og når A.2 er strikket 1 gang i høyden er det økt totalt 8 masker. Der det står: Strikk til det gjenstår 3 masker før merketråden.... er under FELLETIPS. mvh DROPS Design
28.10.2024 - 09:39
Luisa skrifaði:
Sto finendo il collo e devo mettere il segnapunti nel centro. devo lavorare le maglie a maglia rasata fino al centro del lavoro o devo mettere il segnapunto contando le maglie senza lavorarle? la stessa domanda per gli altri segnapunti per la divisione del lavoro. conto le maglie senza lavorarle e metto i segnapunti o conto mentre lavoro? grazie
23.10.2024 - 11:37DROPS Design svaraði:
Buonasera Luisa, può inserire i segnapunti anche durante il lavoro. Buon lavoro!
28.10.2024 - 00:00
Izze skrifaði:
I don't understand: AT THE SAME TIME on the 2nd round begin to increase to RAGLAN – read description above. Increase at each marker by working A.1 over each marker-stitch (middle stitch in A.1 matches the marker-stitch – begin A.1 one stitch before the stitch with the marker).
22.05.2024 - 20:37DROPS Design svaraði:
Hi Izze, This is to make sure that you begin to increase for raglan at the same time as you start working round 2 of stocking stitch. Happy knitting!
23.05.2024 - 06:35
Ans skrifaði:
Hallo, Ik wil mijn vorige opmerking omzetten naar een vraag betreffende het verschil in aantal steken. Hoeveel steken moet ik nu aanhouden?
17.12.2023 - 12:56DROPS Design svaraði:
Dag Ans,
De markeerdraden worden in de steken gevoegd en niet tussen de steken. Waarschijnlijk zit hier het verschil van 4 steken.
17.12.2023 - 17:17
Ans skrifaði:
Hallo, bij de verdeling van de steken voor de markeerdraden in de pas kom ik bij maat L uit op 128 steken, maar na de mindering bij de hals staat dat ik 132 steken moet hebben. Hartelijke groet, Ans
17.12.2023 - 12:48
Chill Chaser Sweater#chillchasersweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca eða DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með tvöföldum kanti í hálsi, laskalínu og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL.
DROPS 227-35 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 147 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 23) = 6,4. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað jafnt yfir með því að prjóna til skiptis ca 5. og 6. hverja lykkju og 6. og 7. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út, er í þessu dæmi slegið 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 6. og 7. hverja lykkju - í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu með því að prjóna A.1 yfir hverja lykkju með prjónamerki í eins og útskýrt er í uppskrift. Þegar A.1 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina við hvert og eitt af 4 prjónamerkjum hafa verið auknar út alls 16 lykkjur. Aukið síðan út með því að prjóna A.2 yfir hverja lykkju með prjónamerki í eins og útskýrt er í uppskrift. Þegar A.2 hefur verið prjónað einu sinni á hæðina við hvert og eitt af 4 prjónamerkjum hafa verið auknar út alls 8 lykkjur. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Tvöfaldur kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður að byrjun á stroffi. Síðan skiptist stykkið í hvorri hlið fyrir klauf og prjónað er stroff á framstykki og bakstykki fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið aðeins laust upp 147-153-159-171-177-183 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með DROPS Alpaca eða DROPS BabyMerino. Prjónið 1 umferð slétt. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 2,5. Prjónið síðan stroff hringinn (= 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 25-25-27-27-29-29 cm, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 23-25-27-27-29-31 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 124-128-132-144-148-152 lykkjur. Síðar á að brjóta kant í hálsmáli saman tvöfalt og við frágang þá verður kanturinn í hálsmáli ca 12-12-13-13-14-14 cm. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð. Prjónið berustykkið eins og útskýrt er að neðan – berustykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3. Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan. Hvert prjónamerki er sett í lykkju – þessi prjónamerki verða að hafa annan lit en prjónamerki sem er á eftir kanti í hálsmáli til að aðgreina þau. Prjónamerkin eru notuð þegar auka á út fyrir laskalínu. Teljið 22-23-24-25-26-27 lykkjur (= ½ bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 16-16-16-20-20-20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 44-46-48-50-52-54 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 16-16-16-20-20-20 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju. Nú eru 22-23-24-25-26-27 lykkjur eftir í umferð á eftir síðasta prjónamerki (= ½ bakstykki). Prjónið sléttprjón hringinn. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í annarri umferð í sléttprjóni byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið er út við hvert og eitt af 4 prjónamerkjum með því að prjóna A.1 yfir hverja lykkju með prjónamerki í (miðjulykkja í A.1 á að passa við lykkju með prjónamerki í – byrjið A.1 einni lykkju á undan lykkju með prjónamerki í). Aukið svona út með því að endurtaka A.1 alls 13-14-16-18-20-21 sinnum á hæðin = 332-352-388-432-468-488 lykkjur. Í næstu umferð er aukið út við hvert og eitt af 4 prjónamerkjum með því að prjóna A.2 yfir hverja lykkju með prjónamerki í (miðjulykkja í A.2 á að passa við lykkju með prjónamerki í – byrjið A.2 þriðju lykkju á undan lykkju með prjónamerki í). Aukið svona út með því að endurtaka A.2 alls 2-3-3-2-2-3 sinnum á hæðina = 348-376-412-448-484-512 lykkjur. Í næstu umferð eru auknar út 4-4-0-4-0-0 lykkjur – útaukningin skiptist þannig að aukið er út um 1 lykkju við hverja laskalínu í stærðum sem aukið er út (prjónið 1 lykkju slétt fram og til baka í lykkju með prjónamerki í) = 352-380-412-452-484-512 lykkjur. Prjónið sléttprjón án útaukninga þar til stykkið mælist 18-20-22-24-26-28 cm frá prjónamerki mitt að framan. Í næstu umferð skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 54-58-62-68-74-80 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 68-74-82-90-94-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 108-116-124-136-148-160 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 68-74-82-90-94-96 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 54-58-62-68-74-80 lykkjur sléttprjón. Klippið þráðinn. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ STYKKIÐ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 232-248-268-292-320-344 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki – mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum. Nú eru 116-124-134-146-160-172 lykkjur á milli prjónamerkja. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – prjónamerkin eru notuð þegar stykkið skiptist fyrir klauf í hvorri hlið. Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið sléttprjón hringinn þar til stykkið mælist 16-16-16-15-15-15 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 12 cm að loka máli – ATH: Stykkið verður ca 3 cm lengra en þetta mál þegar það er mátað – sjá teikningu. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd áður en stykkinu er skipt fyrir klauf. Nú skiptist stykkið við prjónamerkin og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig, þannig að það myndist klauf í hvorri hlið. FRAMSTYKKI: = 116-124-134-146-160-172 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 29-30-32-35-39-42 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 145-154-166-181-199-214 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1 (ranga): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúin brugðið og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (rétta): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúin brugðið og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 49-51-53-55-57-59 cm frá öxl og niður – mælt flatt. BAKSTYKKI: = 116-124-134-146-160-172 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 29-30-32-35-39-42 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 145-154-166-181-199-214 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5 og prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1 (ranga): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúin brugðið og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. UMFERÐ 2 (rétta): 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 4 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúin slétt og endið með 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 12 cm. Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 49-51-53-55-57-59 cm frá öxl og niður – mælt flatt. ERMI: Setjið 68-74-82-90-94-96 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 76-82-92-100-106-108 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu – prjónamerkið er notað þegar fækka á lykkjum undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 4-3-2-1½-1½-1½ cm millibili alls 9-11-15-18-19-19 sinnum = 58-60-62-64-68-70 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 37-35-34-33-31-30 cm frá skiptingu (það er styttra máli í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis). Nú eru eftir ca 8 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 14-12-13-14-13-14 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 72-72-75-78-81-84 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja snúin slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum – sjá AFFELLING. Ermin mælist ca 45-43-42-41-39-38 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfalt uppábrot. Til að kanturinn í hálsmáli dragist ekki saman, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #chillchasersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 227-35
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.