Sylvie skrifaði:
Bonjour Augmente t'on des mailles tous les rangs en faisant le A5 pour arriver a 12 mailles comme dans le diagramme. Merci pour votre aide
30.10.2024 - 06:18DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylvie, A.5 se tricote sur 6 mailles (2 motifs de A.5 = 12 mailles); au 1er rang tricotez (1 m env, 4 m end, 1 m env) et répétez de (à). À l'avant-dernier rang de A.5 (= 7ème symbole au début du rang, puis 4ème symbole dans chaque A.5 suivant jusqu'à la fin du rang et 8ème symbole au dernier A.5), on va augmenter 1 maille qui sera diminuée au rang suivant (= 5ème symbole). Bon tricot!
30.10.2024 - 08:42
Sylvie skrifaði:
Bonjour. Je suis sur le diagramme A5. Dois t'on travailler sur 6 mailles ou 12 mailles. Merci de bien vouloir m'aider. Je bloque a ce niveau
29.10.2024 - 06:32DROPS Design svaraði:
cf réponse ci-dessous.
29.10.2024 - 09:49
Sylvie skrifaði:
Bonjour. Le diagramme A5 comporte t'il 6 mailles ou 12 mailles. Merci de m'aider je suis coincée a cette étape
29.10.2024 - 06:30DROPS Design svaraði:
Bonjour Sylvie, le motif A.5 se tricote sur 6 mailles, on montre 2 motifs dans le diagramme pour montrer comment commencer et terminer ce même motif à l'avant-dernier rang notamment. Bon tricot!
29.10.2024 - 09:48
Silvia skrifaði:
Buenos días, me gustaría saber que talla lleva puesta la modelo en las fotos. Muchas gracias
17.07.2024 - 13:20DROPS Design svaraði:
Hola Silvia, la modelo normalmente lleva una talla M.
21.07.2024 - 18:50
Eleonora skrifaði:
Buonasera, avrei necessità di un chiarimento in merito allo schema A.5: nel quinto ferro dice di inserire il ferro tra le maglie 4 e 5 e di prendere il filo. In che senso? Come si procede? Esiste un tutorial che spieghi questo passaggio? Nell' undicesimo ferro, poi, non ho capito a quale procedimento fa riferimento il simbolo della stella. Grazie per i chiarimenti che potrete darmi. Saluti
22.02.2024 - 16:14DROPS Design svaraði:
Buonasera Eleonora, sul quinto ferro deve sollevare il filo tra la 4° e la 5° maglia, ottenendo ora una nuova maglia. Per il simbolo della stella deve procedere come indicato nella legenda. Buon lavoro!
25.02.2024 - 22:01
Eleonora skrifaði:
Buonasera, vorrei sapere se posso usare solo una tipologia di filato per il progetto, ovvero lavorare tutto il progetto dall'inizio alla fine con lo stesso filato con cui lavoro la parte a coste. Grazie
19.02.2024 - 21:37DROPS Design svaraði:
Buonasera Eleonora, questo modello è particolsre perchè richiede l'uso di filafi di spessore diverso durante la lavorazione. Se cambiano i filati il risultato sarà diverso da quello riportato nella foto. Buon lavoro!
20.02.2024 - 16:13
Angèle skrifaði:
Bonjour, Concernant la rayure A1, je termine le rang avec 2 mailles envers et une lisière. Comment je procède pour le rang 2, comment tricoter ces 3 mailles avant de commencer A1. Merci pour votre aide. Cordialement
16.11.2023 - 17:39DROPS Design svaraði:
Bonjour Angèle, A.1 commence sur l'endroit par 2 mailles envers, donc à la fin du rang sur l'endroit, on termine par 2 mailles envers pour que le motif soit symétrique. Sur l'envers, tricotez ces 2 mailles à l'endroit (et les mailles de la torsade à l'envers, cf légende). Bon tricot!
17.11.2023 - 08:17
Angèle skrifaði:
Bonjour. Merci pour votre réponse. Toutefois ma question portait sur les mailles centrales. Qu'en est-il pour ces 38 mailles ? Merci d'avance. Bonne journée
13.10.2023 - 08:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Angèle, les mailles centrales pour l'encolure sont généralement rabattues ou mises en attente sur un rang sur l'endroit. Bon tricot!
13.10.2023 - 15:16
Angèle skrifaði:
Bonjour, Pour l'encolure, faut il rabattre les mailles sur l'endroit ou l'envers de l'ouvrage étant donné que nous tricotins le point fantaisie A6. D'avance merci. Cordialement.
12.10.2023 - 17:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Angèle, les mailles de l'encolure sont rabattues en début de rang à partir de l'encolure, ce sera en début de rang sur l'endroit pour l'épaule gauche du dos/l'épaule droite du devant et en début de rang sur l'envers pour l'épaule droite du dos/l'épaule gauche du devant. Bon tricot!
13.10.2023 - 08:31
Angèle skrifaði:
Bonjour, Je bloque au rang 11 de A5. Quand vous dîtes sur ce rang tricoter une fois les 3 premières, faut il compter la maille lisière + 2 ou maille lisière + 3 Pareil pour insérer l'aiguille entre le 2eme et la 3eme maille, la maille lisière est comptée ou non. Merci pour votre réponse. Cordialement
10.10.2023 - 14:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Angèle, les mailles lisières ne sont pas comprises dans les diagrammes, autrement dit, quand vous tricotez A.5, et plus particulièrement le rang 11, tricotez comme avant votre maille lisière, puis tricotez les 3 premières mailles du diagramme, répétez ensuite les 6 mailes suivantes jusqu'à ce qu'il reste 4 mailles sur l'aiguille gauche (y compris la m lisière) et terminez par les 3 dernières mailles + la maille lisière. Bon tricot!
10.10.2023 - 16:25
Timeless Textures#timelesstexturessweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Merino Extra Fine og DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað með köðlum og áferðamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 220-18 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI: Rendurnar eru prjónaðar með 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið. RÖND 1: Hefur nú þegar verið prjónuð (= A.1). RÖND 2: (prjónuð með Merino Extra Fine), prjónið A.2 þar til stykkið mælist 18-18-18-19-19-20 cm – stillið af að endað sé eftir 2. eða 4. umferð í mynstri. Prjónið 4 umferðir slétt (= 4 umferðir garðaprjón). RÖND 3: Skiptið yfir í Brushed Alpaca Silk. Prjónið A.3 þar til stykkið mælist 26-27-27-28-28-30 cm – stillið af að endað sé eftir umferð frá röngu. RÖND 4: Skiptið yfir í Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið A.4. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina 2 sinnum, prjónið 4 umferðir garðaprjón. RÖND 5: Prjónið A.5. Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið fyrstu 8 umferðir í mynsturteikningu. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. RÖND 6: Prjónið A.2 þar til stykkið mælist 48-50-50-52-52-55 cm – stillið af að endað sé eftir 2. Eða 4. Umferð í mynstri. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. RÖND 7: Skiptið yfir í Brushed Alpaca Silk. Prjónið A.6 að loka máli. RENDUR ERMI: Rendurnar eru prjónaðar með 1 kantlykkju í hvorri hlið. RÖND 1: Prjónið A.1. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina, prjónið fyrstu 8 umferðir í mynsturteikningu 1 sinni til viðbótar. RÖND 2: Skiptið yfir í Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið A.2 þar til stykkið mælist 25-25-26-25-24-25 cm – stillið af að endað sé eftir 2. eða 4. umferð í mynstri. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. RÖND 3: Skiptið yfir í Brushed Alpaca Silk. Prjónið A.3 þar til stykkið mælist 36-36-37-36-34-35 cm – stillið af að endað sé eftir umferð frá röngu. RÖND 4: Skiptið yfir í Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið A.4 þar til mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina 2 sinnum. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. RÖND 5: Prjónið A.5. Þegar A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina, prjónið fyrstu 8 umferðir í mynsturteikningu. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 87 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan (t.d. 2 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 19) = 4,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 4. og 5. hverja lykkju, ekki er aukið út yfir kantlykkjur að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð í þessu dæmi til skiptis ca 3. og 4. hver lykkja og 4. og 5. hver lykkja slétt saman. ÚTAUKNING (á við um ermar): Aukið út innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í mynstri eins og útskýrt er í uppskrift. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Framstykki, bakstykki og ermar er prjónað fram og til baka í stykkjum og saumað saman í lokin. Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring á stuttan hringprjón. BAKSTYKKI: Fitjið upp 87-95-103-111-121-135 lykkjur á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Prjónið síðan stroff þannig: UMFERÐ (rétta): 1 kantlykkja GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * prjónið 1 lykkju snúið slétt, 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið slétt og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. UMFERÐ 2 (ranga): 1 kantlykkja garðaprjón * prjónið 1 lykkju snúið brugðið, 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið brugðið og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 6 cm – stillið af að síðasta umferð sé prjónuð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 5 og Brushed Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem auknar eru út 19-23-21-25-21-19 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 106-118-124-136-142-154 lykkjur. Prjónið nú mynstur þannig: 1 kantlykkja garðaprjón, A.1 þar til 3 lykkjur eru eftir (= 17-19-20-22-23-25 mynstureiningar með 6 lykkjum), 2 lykkjur brugðið, 1 kantlykkja garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Skiptið yfir í Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 14-14-14-20-14-20 lykkjur jafnt yfir = 92-104-110-116-128-134 lykkjur. Prjónið 3 umferðir slétt til viðbótar (= 4 umferðir garðaprjón). Byrjið með 2. rönd í RENDUR FRAM- OG BAKSTYKKI – sjá útskýringu að ofan og haldið áfram með rendur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 26-27-28-29-30-31 cm, fellið af 3-6-9-9-9-12 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum fyrir handveg = 86-92-92-98-110-110 lykkjur. Þegar stykkið mælist 56-58-60-62-64-66 cm fellið af miðju 32-38-38-44-44-44 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju frá hálsmáli = 26-26-26-26-32-32 lykkjur fyrir öxl. Prjónið mynstur og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 87-95-103-111-121-135 lykkjur á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Prjónið síðan stroff þannig: UMFERÐ 1 (rétta): 1 kantlykkja garðaprjón, * prjónið 1 lykkju snúið slétt, 1 lykkju brugðið *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið slétt og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. UMFERÐ 2 (ranga): 1 kantlykkja garðaprjón * prjónið 1 lykkju snúið brugðið, 1 lykkju slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju snúið brugðið og endið með 1 kantlykkju garðaprjón. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 6 cm – stillið af að síðasta umferð sé prjónuð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 5 og Brushed Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem auknar eru út 19-23-21-25-21-19 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 106-118-124-136-142-154 lykkjur. Prjónið mynstur og fækkið lykkjum jafnt yfir alveg eins og á bakstykki = 92-104-110-116-128-134 lykkjur í umferð þar sem prjónað var upp að handveg. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 26-27-28-29-30-31 cm, fellið af 3-6-9-9-9-12 lykkjur í byrjun á næstu 2 umferðum fyrir handveg = 86-92-92-98-110-110 lykkjur. Þegar stykkið mælist 51-53-55-56-58-59 cm, setjið miðju 26-32-32-38-38-38 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af lykkjur í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 2 sinnum – lykkjurnar sem ekki ganga jafnt upp í mynstri við háls þegar lykkjum er fækkað, eru prjónaðar í sléttprjóni = 26-26-26-26-32-32 lykkjur fyrir öxl. Prjónið mynstur og 1 kantlykkju garðaprjón í hvorri hlið þar til stykkið mælist 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 44-48-50-52-54-56 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja garðaprjón í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð brugðið (= ranga). Prjónið síðan stroff þannig: UMFERÐ 1 (rétta): 1 kantlykkja garðaprjón, * prjónið 1 lykkju snúið slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir í umferð, prjónið 1 kantlykkju garðaprjón. UMFERÐ 2 (ranga): 1 kantlykkja garðaprjón * prjónið 1 lykkju snúið brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir í umferð, prjónið 1 kantlykkju garðaprjón. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 6 cm – stillið af þannig að síðasta umferðin sé prjónuð frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 5 og Brushed Alpaca Silk. Prjónið nú 1 umferð brugðið frá röngu þar sem auknar eru út 18-20-18-22-20-24 lykkjur jafnt yfir = 62-68-68-74-74-80 lykkjur. Prjónið nú RENDUR ERMAR – sjá útskýringu að ofan, jafnframt þegar stykkið mælist 13 cm, byrjar útaukning í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með ca 2-2-1½-2-1½- 1½ cm millibili alls 9-8-10-8-10-9 sinnum = 80-84-88-90-94-98 lykkjur. Prjónið eins margar lykkjur af mynstri og pláss er fyrir að hvorri hlið, aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar ermin mælist 33-32-31-30-28-28 cm, aukið út alveg eins í hverri umferð frá réttu alls 22 sinnum = 124-128-132-134-138-142 lykkjur. Þegar rendur á ermi hafa verið gerðar til loka mælist ermin 53-53-54-53-51-52 cm frá uppfitjunarkanti. Fellið af. Setjið eitt prjónamerki í hvora hlið á ermi 2-3-5-5-5-6 cm niður frá affellingarkanti. Prjónamerkin eru notuð síðar þegar festa á ermi við fram- og bakstykki. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í við fram- og bakstykki – sjá teikningu. Saumið saum undir ermum og síðan niður yfir hliðarsauma innan við 1 kantlykkju garðaprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Byrjið með Brushed Alpaca Silk og stuttum hringprjónum 4. Prjónið upp frá réttu ca 92 til 120 lykkjur innan við 1 lykkju í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan og lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 2). Skiptið yfir í Merino Extra Fine og prjónið stroff (= 1 lykkja snúið slétt, 1 lykkja brugðið) hringinn í 7 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Brjótið stroffið niður efst í hálsmáli að innanverðu á stykki. Saumið stroffið niður þannig að það myndist tvöfaldur kantur í hálsmáli. Til að koma í veg fyrir að kanturinn í hálsmáli dragist saman og beygist út, er mikilvægt að saumurinn sé teygjanlegur. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #timelesstexturessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 36 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 220-18
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.