Jantine Lasonder skrifaði:
In dit stuk is een vertaalfout gemaakt!!! In het engels staat er dat je stopt met meerderen en verder breit tot een aantal cm is bereikt! In de Nederlandse vertaling staat dat je doorgaat met meerderen tot het aantal cm bereikt is! Wat een chaos...
15.09.2022 - 21:54
Welada Albazzaz skrifaði:
I have counted my stitches after the 2 increases for the body (not the sleeves) i have 306 stitches.. does it mean that i have to increase only the v neck because i will increase 9 times* 2 sides which equals 18 stitches.. 306+18 = 324 sts the number of stitches that i have to finish with.. is that right? or i have mistaken somewhere ? thanks for your help
09.09.2022 - 16:51DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Albazzaz, you cast on 74 sts, increase 8 sts in first row in A.1 + increase 27 times 8 sts for the raglan (216 sts) + 4 sts 2 times for the body only (= 8 sts) and increase for neck 2 sts 9 times (= 18 sts) = 74+8+216+8+18=324 sts. Hope it will help. Happy knitting!
12.09.2022 - 09:02
Welada Albazzaz skrifaði:
It is still not clear.. i knitted two rows and in these rows i increased 4 stitches only for the back and front pieces.. now on the sixth row i increase 10 stitches and i will increase 10 stitches every sixth row for 6 times (size L) and after that i will increase 10 stitches every 4th row for 3 times and the rest of the rows i increase 8 stitches for back , front and sleeves
08.09.2022 - 21:05DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Albalazz, you have to increase for the raglan and for the V-neck almost on the same time: on the first row from RS you have to increase 8 sts for the raglan (= 2 sts for each sleeve / back piece + 1 st on each front piece), and you will continue following diagrams (A.1 then repeat A.2 in height) and increasing for the raglan (= 8 sts on every RS row) a total of 2 7times in size L then increase only 2 times on the body (not on the sleeve), at the same time, when working the 3rd row from RS (you have increased 2 times for the raglan), you will also increase for the V-neck and repeat the increase for the V-neck on every 6th row then on every 4th row. Happy knitting!
09.09.2022 - 09:05
Welada Albazzaz skrifaði:
Hi again.. i have reached the part where we increase for v neck.. at the same time which partsshould we also increase? Back and front only or sleeves too or none? Thanks
08.09.2022 - 08:35DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Albazzaz, you will increase for the V-neck at the same time as you increase for the raglan, ie start on 3rd row from RS from the beg of yoke and increase for raglan as before for your size + start increasing for neck as explained (you will increase either 10 sts = raglan + V-neck or only 8 sts = only raglan). Happy knitting!
08.09.2022 - 09:26
Welads Albazzaz skrifaði:
Hi.. i have finished sleeves increases.. now wehave to increase,for thr back and frond pieces only.. at thd same time on 6th rowwe increase fir vneck.. but the 6th row is a ws row .. how can we make an increase on a ws row?
07.09.2022 - 15:18DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Albazzaz, all increases should be worked from RS, so that you will work 5 rows after last increase starting from WS and the next row will be a row from right side (= in other words you will increase on every 3rd row from RS). Happy knitting!
07.09.2022 - 15:54
Quynh skrifaði:
Can I ask which size the model wears in the photo? I plan to cast on a larger size with smaller needle, so I want to know how much positive ease i should opt for. Thank you
07.09.2022 - 06:42DROPS Design svaraði:
Hi, the model on the photo is wearing S or M size. How to choose the right size you will find in the DROPS lesson HERE. Happy knitting!
07.09.2022 - 08:15
Welada Albazzaz skrifaði:
Im making size L and ut's written that we should increase 27 times in total.. in total means including the increases we nade in chart A1? thanks
05.08.2022 - 16:39DROPS Design svaraði:
Yes, that's right. We have to work 2 things at the same time: pattern (A1, A2) and increasing for raglan (AT THE SAME TIME on first row from right side increase for RAGLAN in every transition between body and sleeves – read explanation above). Increasing for raglan have to be done 27 times in total, including the incr. in the first row.
05.08.2022 - 17:25
Welada Albazzaz skrifaði:
When we finish chart A2 we start with A1then A2 again? and so on
05.08.2022 - 15:34DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Albazzaz, after you have finished A.2 in height, repeat A.2 all the way (A.1 is worked only one time) to the end. Happy knitting!
05.08.2022 - 16:30
Welada Albazzaz skrifaði:
When we finish chart A2 we A1again ?
05.08.2022 - 15:32
Welada Albazzaz skrifaði:
But when we increase for the sleeves the stitch count won't be the same as the pattern in A1
04.08.2022 - 16:46DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Albazzaz, A.1 is worked on the middle on top of sleeve one time in height, you then repeat A.2 in height to the end of sleeve. And raglan increases are worked on each side of the stitch with marker, maybe the 5th picture with focus on shoulder can help you vizualizing how it should look, you can see the stitch with marker = raglan stitch and increases on each side of this stitch, and also the wave pattern on mid on top of sleeve. Happy knitting!
05.08.2022 - 08:21
Bronze Summer#bronzesummercardigan |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, gatamynstri og v-hálsmáli. Stærð S - XXXL.
DROPS 221-4 |
|||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 1 lykkju sléttprjón (lykkja með prjónamerki) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. V-HÁLSMÁL: Öll útaukning er gerð frá réttu! Sláið 1 sinni uppá prjóninn innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni (= 1 lykkja fleiri) í hvorri hlið. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. Aukið er út alls 2 lykkjur í hverri útaukningsumferð (1 lykkja í hvorri hlið). ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). HNAPPAGAT (á við um hægri kant að framan þegar flíkin er mátuð): Fellið af fyrir 5 hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2 lykkjur saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt, svo það myndist gat. Neðsta hnappagatið á að vera ca 2 cm frá neðri kanti og næst efsta hnappagatið þar sem v-hálsmálið byrjar. Staðsetjið þau 3 hnappagöt sem eftir eru jafnt yfir með ca 8-8-8-7½-7½-7½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykkið er prjónað fram og til baka hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður. JAFNFRAMT er aukið út fyrir v-hálsmáli og laskalínu. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Að lokum er prjónaður kantur í hálsmáli/kantur að framan í kringum allt opið á peysunni. BERUSTYKKI: Fitjið upp 70-72-74-76-78-80 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið við miðju að framan) á hringprjón 5 með Air. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. YFIRLIT YFIR NÆSTA KAFLA: Nú byrjar mynstrið á ermum, jafnframt því sem aukið er út fyrir laskalínu og v-hálsmáli – lestu þess vegna allan kaflann áður en þú byrjar að prjóna. Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig (þetta er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Teljið 3 lykkjur (= framstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 21 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 18-20-22-24-26-28 lykkjur (= bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 21 lykkjur (= ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, það eru 3 lykkjur á prjóni eftir síðasta prjónamerki (= framstykki). Prjónið síðan sléttprjón yfir lykkjurnar á framstykki og bakstykki og A.1 (= 21 lykkjur) yfir lykkjur á hvorri ermi, JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu er aukið út fyrir LASKALÍNA í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma – sjá útskýringu að ofan. Þegar A.1 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina haldið áfram með A.2 (= 25 lykkjur) yfir lykkjur í A.1. Haldið áfram með útaukningu fyrir laskalínu í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) þar til aukið hefur verið út alls 22-25-27-29-33-36 sinnum hvoru megin við 4 lykkjur með prjónamerki. Nú heldur útaukningin áfram á bakstykki og framstykki 2 sinnum til viðbótar (ekki er aukið út á ermum, það er aukið út alls 24-27-29-31-35-38 sinnum á bakstykki/framstykki). JAFNFRAMT í 6. umferð (þ.e.a.s. í 3. umferð frá réttu) aukið út fyrir V-HÁLSMÁLI í hvorri hlið við miðju að framan – sjá útskýringu að ofan, þannig: Aukið út í 6. hverri umferð alls 4-5-6-7-8-9 sinnum, í 4. hverri umferð alls 3 sinnum (= alls 7-8-9-10-11-12 lykkjur fleiri í hvorri hlið við miðju að framan). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er prjónað áfram án útaukninga þar til stykkið mælist 22-25-27-29-33-36 cm, útaukningu fyrir v-hálsmáli er nú lokið. Nú eru 276-304-324-344-380-408 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 35-39-42-45-50-54 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 69-75-79-83-91-97 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 68-76-82-88-98-106 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 69-75-79-83-91-97 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 35-39-42-45-50-54 lykkjur sem eftir eru (= framstykki). HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 150-166-178-194-218-238 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 25-24-24-24-22-21 cm frá skiptingu, prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 1 lykkju = 151-167-179-195-219-239 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir í umferð, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 1 kantlykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, sjá AFFELLING. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. ERMI: Setjið 69-75-79-83-91-97 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón / sokkaprjóna 5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 75-81-85-91-101-109 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8-10-12 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar fækka á lykkjum. Byrjið umferð við prjónamerkið og haldið áfram með A.2 og sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½-3-2-1½-1-1 cm millibili alls 10-11-13-16-19-21 sinnum = 55-59-59-59-63-67 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 38-36-34-33-29-26 cm frá skiptingu – eða að óskaðri lengd (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Prjónið 1 umferð þar sem fækkað er um 11 lykkjur jafnt yfir lykkjur í A.2 = 44-48-48-48-52-56 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4 og prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 4 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Prjónið hina ermina á sama hátt. KANTUR AÐ FRAMAN/KANTUR Í HÁLSMÁLI: Setjið 1 prjónamerki mitt aftan í hnakka á bakstykki, prjónamerkið er notað þegar helmingur af lykkjum er talinn í kanti að framan/kanti í hálsmáli. Kantur að framan er prjónaður upp innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni á framstykki og það er 1. umferð sem prjónuð er í kringum hálsmál. Byrjið neðst á hægra framstykki frá réttu og prjónið upp ca 119-125-131-137-143-149 lykkjur meðfram öllum kanti að framan og upp að prjónamerki í hnakka, á hringprjón 4 – látið prjónamerkið sitja hér. Haldið áfram með að prjóna upp ca 120-126-132-138-144-150 lykkjur meðfram öllum kanti að framan niður að kanti á vinstra framstykki, alls á lykkjufjöldinn að vera deilanlegur með 2 + 1 = ca 239-251-263-275-287-299 lykkjur. Það er mikilvægt að stroffið verði ekki of laust og með of margar lykkjur, en það má heldur verða of stíft og með of fáar lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 2 lykkjur garðaprjón, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 3 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og endið með 2 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 1 ½ cm fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Haldið áfram þar til stroffið mælist 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, munið eftir affelling. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bronzesummercardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 32 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 221-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.