Jamesknitstoo skrifaði:
My version turned out different especially around the collar and the dropped shoulder. I'm very happy with how it knitted up! Thank you for making this a free pattern!
17.10.2024 - 03:46
Pascale skrifaði:
Ja, voor alle Nederlandse breisters: in de uitleg van het telpatroon, er staan fouten in. De derde steek van boven in de uitleg, moet de kabelnaald niet voor maar achter het werk liggen. Beide steken moeten dan rechts gebreid worden. De steken die daarna worden uitgelegd, daar dienen de woorden voor en achter omgewisseld te worden.
15.12.2023 - 23:58
Pascale skrifaði:
Ja, ik begin links onder naar rechts. En de tweede regel van rechts naar links, etc.
06.11.2023 - 21:39
Pascale skrifaði:
Toen ik het patroon met de aanwijzingen van de legenda ging breien kwamen sommige steken er verkeerd-om uit. Pas toen ik bewust de kabelnaald 'voor' veranderde in 'achter' (inclusief de daarop volgende handelingen) klopte het patroon. Het betreft de kabelsteken over 2 steken (steken nr. 4 en 5 in de legenda) Ik lees hier verder niets over terug, ben ik de enige die deze 'fout' ervaart?
05.11.2023 - 19:10DROPS Design svaraði:
Dag Pascal,
Lees je het patroon, zoals het hoort, van beneden naar boven?
05.11.2023 - 19:44
Mary skrifaði:
Thank you for your help.😊
14.01.2022 - 10:43
Mary skrifaði:
Hi I would like to knit size for 42 inch chest. Could you please tell me which size to knit for a 42inch chest?
13.01.2022 - 13:42DROPS Design svaraði:
Dear Mary, you will find all finished measurements in the chart, measure a garment he like the shape and compare these measurements to those in the chart (in cm) - this is the most accurate way to find out the matching size. Read more here. Happy knitting!
13.01.2022 - 16:13
Andrea skrifaði:
Wo kann ich die Maß-Skizze finden? Ich weiß nicht, welche Größe ich stricken soll!
14.11.2021 - 19:41DROPS Design svaraði:
Liebe Andrea, Maßskizze finden Sie ganz unten nach den Diagrammen. Viel Spaß beim stricken!
15.11.2021 - 08:30
Nadia Bannière Dacremont skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas le triangle sur 3 mailles dans les commentaires j'ai vu double croisement serait t'il possible d'avoir l'explication,de même le triangle a 4 mailles je ne trouve pas l'explication. Vous en remerciant par avance. Cordialement.
30.08.2021 - 12:28DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Bannière Dacremont, il n'y a pas de triangle sur 4 mailles, il s'agit de 2 triangles sur 2 mailles côte à côte (= 5ème + 4ème symbole), quant au 9ème symbole, il s'agit d'une petite torsade qui se fait sur 3 mailles - cette vidéo montre comment procéder. En espérant que ceci puisse vous aider. Bon tricot!
30.08.2021 - 16:00
Van Damme Catherine skrifaði:
Bonsoir Il existe une vue complète des points employés pour le modèle parce que ce n'est vraiment pas très pratique de devoir tourner les pages pour savoir ce que l'on doit faire. Merci d'avance de votre réponse. Bien à vous, Catherine Van Damme
06.07.2021 - 20:42DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Van Damme, il n'existe qu'une seule version de nos modèles, les diagrammes sont souvent séparés en groupes de motifs qui sont à tricoter différemment selon les tailles. Essayez de les imprimer sur des pages différentes pour les avoir bien devant vous, ce peut être plus simple. Bon tricot!
07.07.2021 - 07:31
Lisa skrifaði:
How do I work “ back and forth on circular needle”? I assume I’d be knitting flat pieces that are later sewn together. Couldn’t I just use long straight single pointed needles
30.04.2021 - 20:00DROPS Design svaraði:
Dear Lisa, you can knit the pieces on straight needles, we only suggest curculard, because of teh number of stitches itmight be more comfortable to use them. Happy Knitting!
01.05.2021 - 00:24
Crisp Air#crispairsweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með köðlum úr DROPS Nepal. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-12 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 90 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 24) = 3,75. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 114 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 24) = 4,75. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 4. og 5. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2: Fækkið um 1 lykkju brugðið með því að prjóna 2 lykkjur brugðið saman frá réttu (fækkið lykkjum í brugðnum einingum). MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning A.2 og A.8 á einungis við um stærð XXL og XXXL. ÚTAUKNING (á við um ermar): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum sem saumuð eru saman í lokin. Ermar eru prjónaðar fram og til baka. Kraginn er prjónaður í hring. BAKSTYKKI: Fitjið upp 102-110-118-130-142-154 lykkjur á hringprjón 5 með Nepal. Prjónið stroff fram og til baka þannig – fyrsta umferð er frá réttu: 1 kantlykkja í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni. Prjónið stroff svona þar til stykkið mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið sléttprjón með 1 lykkju garðaprjón í hvorri hlið – í fyrstu umferð er fækkað um 24-24-26-30-32-34 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 78-86-92-100-110-120 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið sléttprjón með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykkið þar til stykkið mælist 16 cm – stillið af eftir umferð frá röngu, skiptið yfir á hringprjón 5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón – í síðustu umferð í garðaprjóni er aukið út um 24-22-22-26-34-30 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 102-108-114-126-144-150 lykkjur. STÆRÐ S-M-L-XL: Skiptið til baka yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan mynstur þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 lykkja sléttprjón, A.1 (= 3 lykkjur) alls 1-2-3-5 sinnum, A.3 (= 26 lykkjur), A.4 (= 5 lykkjur), A.5 (= 30 lykkjur), A.6 (= 5 lykkjur), A.7 (= 26 lykkjur), A.9 (= 3 lykkjur) alls 1-2-3-5 sinnum, 1 lykkja sléttprjón og 1 kantlykkja í garðaprjóni. STÆRÐ XXL-XXXL: Skiptið til baka yfir á hringprjón 5,5. Prjónið síðan mynstur þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 lykkja sléttprjón, A.1 (= 3 lykkjur) alls 5-6 sinnum, A.2 (= 4 lykkjur), A.4 (= 5 lykkjur), A.3 (= 26 lykkjur), A.4 (= 5 lykkjur), A.5 (= 30 lykkjur), A.6 (= 5 lykkjur), A.7 (= 26 lykkjur), A.6 (= 5 lykkjur), A.8 (= 4 lykkjur), A.9 (= 3 lykkjur) alls 5-6 sinnum, 1 lykkja sléttprjón og 1 kantlykkja í garðaprjóni. ALLAR STÆRÐIR: Haldið áfram með þetta mynstur og endurtakið mynsturteikningu á hæðina. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið, aukið út innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Aukið út með 2 cm millibili alls 6 sinnum = 114-120-126-138-156-162 lykkjur. Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í A.1/A.9. Þegar stykkið mælist 42-43-44-45-46-47 cm, fellið af 3-3-3-3-3-3 lykkjur fyrir handveg í byrjun á næstu 2 umferðum = 108-114-120-132-150-156 lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 59-61-63-65-67-69 cm, fækkið um 4 lykkjur brugðið jafnt yfir miðju 22 lykkjur – sjá ÚRTAKA-2 = 104-110-116-128-146-152 lykkjur. Í næstu umferð frá réttu eru felldar af miðju 20-20-22-22-24-24 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig = 42-45-47-53-61-64 lykkjur. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 41-44-46-52-60-63 lykkjur fyrir öxl. Haldið áfram þar til stykkið mælist 61-63-65-67-69-71 cm – stilli af að endað sé eftir umferð frá röngu. Prjónið síðan 2 umferðir garðaprjón þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 37-40-42-48-56-59 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu, fellið af með sléttum lykkjum frá röngu – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki. Þegar stykkið mælist 53-55-57-59-61-63 cm, prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið fyrstu 47-50-52-58-67-70 lykkjur eins og áður, prjónið næstu 14-14-16-16-16-16 lykkjur – jafnframt er fækkað um 4 lykkjur brugðið jafnt yfir þessar lykkjur – síðan eru þessar lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli (= 10-10-12-12-12-12 lykkjur á þræði), prjónið þær 47-50-52-58-67-70 lykkjur sem eftir eru eins og áður. Nú er hvor öxl prjónuð fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkju 2-2-2-2-3-3 sinnum = 41-44-46-52-60-63 lykkjur. Haldið áfram þar til stykkið mælist 61-63-65-67-69-71 cm – stillið af að endað sé eftir umferð frá röngu. Prjónið síðan 2 umferðir garðaprjón þar sem fækkað er um 4 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð = 37-40-42-48-56-59 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu, fellið af með sléttum lykkjum frá röngu. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 38-38-42-42-46-46 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 5 með Nepal. Prjónið stroff fram og til baka þannig – fyrsta umferð er frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* þar til 1 lykkja er eftir og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Prjónið stroff svona þar til stykkið mælist 7 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5,5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu og aukið út 4-6-4-4-2-4 lykkjur jafnt yfir = 42-44-46-46-48-50 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá réttu: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 2-3-4-4-5-6 lykkjur sléttprjón, A.4 (= 5 lykkjur), A.10 (= 26 lykkjur), A.6 (= 5 lykkjur), 2-3-4-4-5-6 lykkjur sléttprjón og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar A.10 er tilbúið á hæðina, eru 46-48-50-50-52-54 lykkjur í umferð. Prjónið síðan A.5 (= 30 lykkjur) yfir A.10, þær lykkjur sem eftir eru halda áfram eins og áður. Endurtakið síðan A.5 á hæðina. Þegar stykkið mælist 9-10-10-10-10-11 cm, aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í hvorri hlið – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-3-2½-2½-2 cm millibili alls 12-13-13-15-15-16 sinnum = 70-74-76-80-82-86 lykkjur. Þegar stykkið mælist 52-51-50-49-47-46 cm, setjið 1 prjónamerki í báðar hliðar á stykki. Prjónamerkin merkja hvar sauma á ermina við handveg á peysu (prjónamerki = hliðarsaumur á peysu). Prjónið áfram þar til stykkið mælist 53-52-51-50-48-47 cm. Fækkið síðan um 4 lykkjur jafnt yfir A.5 frá réttu = 66-70-72-76-78-82 lykkjur. Fellið af næstu umferð frá réttu. Stykkið mælist ca 54-53-52-51-49-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori innan við affellingarkant. Saumið ermar í, saumið botn á handveg (prjónamerki á ermi á að passa við hliðarsauma á fram- og bakstykki). Saumið sauma undir ermum og hliðarsauma í eitt innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. KRAGI: Kraginn er prjónaður í hring. Notið hringprjón 5 og byrjið frá réttu við annan axlasauminn. Prjónið upp 60-60-64-64-68-68 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði að framan). Prjónið stroff með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið í 8 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið kragann út að réttu. Saumið niður affellingarkantinn – saumið með smáu, fallegu spori frá röngu á peysu (passið uppá að saumurinn sjáist ekki frá réttu og að saumurinn verði ekki stífur). |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #crispairsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.