Isabella skrifaði:
I'm not sure. Maybe it's not important, but I was curious - when is a cable needle used in this pattern?
21.04.2025 - 13:41DROPS Design svaraði:
Dear Isabella, the cable needle is not used and will be removed, thanks for feedback. Happy knitting!
22.04.2025 - 15:58
Susie skrifaði:
Hi could you tell me the positive ease for this pattern?:)
18.06.2024 - 11:30DROPS Design svaraði:
Dear Susie, to find the matching size, measure a garment he has and likes the shape and compare these to the chart, that's the best way to find the appropriate size and desired ease. Read more here. Happy knitting!
18.06.2024 - 12:46
Silvia Eisenacher skrifaði:
Man braucht keine Zopfnadel, dieser Pullover hat keinen Zopf.
15.01.2023 - 15:31
Natasa skrifaði:
No short rows are knitted for the back? Thanks
06.12.2022 - 00:58DROPS Design svaraði:
Hi Natasa, No, this pattern has a round yoke so there are no short rows at the back. Happy knitting!
06.12.2022 - 06:44
Karine skrifaði:
Koon M suurust jõudsin kohani kus tuleb varrukad 56 silmust ära tõsta. Pärast kasvatamisi on 58 silmust. Miks need 2 silmust tuleb lisada kehaosale?
21.11.2022 - 17:02DROPS Design svaraði:
Tere Karine! Selleks, et raglaanijooned jookseksid külgedele, mitte varrukatele. Head kudumist!
15.12.2022 - 22:55
Susy skrifaði:
Bonjour, J’aimerais savoir comment tricoter la jeté torse à l’envers, inclinaison à droite et à gauche por réaliser la partie A2. Merci
10.08.2022 - 06:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Susy, dans cette vidéo nous montrons comment tricoter un jeté torse à l'endroit au tour suivant, pour le tricoter torse à l'envers, tricotez simplement le brin arrière à l'envers au lieu de le tricoter à l'endroit. Cette autre vidéo montre une autre façon d'augmenter en orientant les jetés à droite/à gauche, tricotez de la même façon, mais à l'envers au lieu de à l'endroit comme le montre la vidéo. Bon tricot!
10.08.2022 - 09:17
Ximena Ormaza skrifaði:
¡Hola! ¿Por favor cómo puedo hacer para cambiar una lana del grupo C a una del grupo D y manteniendo este mismo patrón de jersey ARTIC TIDE?
28.10.2021 - 19:41DROPS Design svaraði:
Hola Ximena, la tensión será diferente, por lo que el patrón no va a quedar igual. Vas a tener que trabajar menos puntos que los del patrón y recalcular por tu cuenta los números necesarios.
01.11.2021 - 12:44
Christine Zerck skrifaði:
Hallo, meine Frage zu 219/5 Größe L: Müssen auch für die Ärmel je 8 neue Maschen angeschlagen werden? Das ist für mich nicht eindeutig beschrieben. Es heißt bei ÄRMEL "je 1 Masche aus den 8 neu angeschlagenen Machen auffassen" Es steht vorher nur, dass man für den Rumpf je 8 Maschen zusätzlich aufnehmen soll. Schöne Grüße Christine Z.
11.09.2021 - 14:05DROPS Design svaraði:
Liebe Christine, bei den Ärmeln werden die Maschen nicht angeschlagen sondern in den 8 angeschlagenen Maschen bei der Verteilung auffassen - diese Lektion zeigt mit Bild 11) wie diese Maschen angeschlagen werden und im Bild 18)B wie die Maschen hier aufgefassen werden. Viel Spaß beim stricken!
13.09.2021 - 08:27
Erna Christiansen skrifaði:
Der er ikke noget diagram i opskriften.
10.09.2021 - 08:49
Julie skrifaði:
I am having real difficulties with the chart A1 and incorporating the new stitches - do I knit the increases and then incorporate into the pattern on the next round? Do I wait until there are 4 increases, just knitting them each round or somehow try and work out where they sit in the chart. I’ve been knitting for years and this is really confusing me! So far I’ve spent two evenings knitting, unpicking, knitting, unpicking and I am no further forward.
14.06.2021 - 23:38DROPS Design svaraði:
Dear Julie, the stockinett stitches of teh raglan line would show up the best, if you incorporate the increased stitches in the pattern atfter each increase. Since it is a 4 stitch repeat, it isn't very difficult to count back from the already existing pattern stitches what should come nect. Happy Stitching!
15.06.2021 - 00:28
Arctic Tide#arctictidesweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með laskalínu úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með áferðamynstri og sléttprjóni. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-5 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 73 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 12) = 6. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 6. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 2 lykkjur sléttprjón í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar inn í mynstur. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju yfir eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. LEIÐBEININGAR AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kragi og berustykki er prjónað ofan frá og niður, síðan skiptist stykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KRAGI: Fitjið upp 68-72-80-88-88-104 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt, síðan er prjónað stroff hringinn með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið þar til stykkið mælist ca 9 cm. Prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 12 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING í útskýringu að ofan = 80-84-92-100-100-116 lykkjur. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5 og setjið eitt prjónamerki í stykkið í þessa umferð, það er notað síðar til að mæla stykkið frá. Setjið nú 4 prjónamerki í stykki JAFNFRAMT er prjónað þannig (byrjun á umferð er á milli bakstykkis og ermi): Prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið eitt prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið mynstur A.1 yfir 10-10-14-14-14-18 lykkjur (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið eitt prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið mynstur A.1 yfir 26-28-28-32-32-36 lykkjur (= framstykki), prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið eitt prjónamerki á milli þessa 2 lykkja, prjónið mynstur A.1 yfir 10-10-14-14-14-18 lykkjur, prjónið 2 lykkjur sléttprjón og setjið eitt prjónamerki á milli þessa 2 lykkja og prjónið mynstur A.1 yfir 26-28-28-32-32-36 lykkjur (= bakstykki). LESTU ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN ÞÚ PRJÓNAR ÁFRAM! Í næstu umferð byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, haldið áfram með mynstur A.1 sem byrjað. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 9-10-11-12-13-14 cm frá prjónamerki er mynstur A.2 prjónað yfir allar lykkjur – útaukning fyrir laskalínu heldur áfram, en nú eru 2 lykkjur í laskalínu prjónaðar eins og lykkjur í mynstri A.2 (útauknar lykkjur eru einnig prjónaðar inn í mynstur A.2). Þegar mynsturteikning A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er prjónað áfram með mynstur A.1, laskalínu lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur A.1. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út 21-24-26-28-31-33 sinnum alls fyrir laskalínu = 248-276-300-324-348-380 lykkjur í umferð. Prjónið áfram með mynstur eins og áður án útaukninga þar til stykkið mælist 21-23-24-26-28-30 cm frá prjónamerki. Byrjun á umferð er á undan 2 lykkjum í laskalínu á milli bakstykkis og ermi og þegar stykkinu er skipt fyrir ermar og fram- og bakstykki á að prjóna eftir mynsturteikningu A.2 frá byrjun á umferð þannig: Prjónið 4-3-4-4-6-6 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 48-56-62-66-68-72 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 76-82-88-96-106-118 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 48-56-62-66-68-72 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6-6-8-8-8-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið síðustu 72-79-84-92-100-112 lykkjur (= afgangur á bakstykki, það eru alls 76-82-88-96-106-118 lykkjur á bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 164-176-192-208-228-252 lykkjur. Prjónið hringinn eftir mynsturteikningu A.2. Þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina er prjónað áfram í sléttprjóni. Setjið eitt nýtt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist ca 4 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA í útskýringu að ofan. Endurtaki úrtöku með ca 6-8-8-8-8-6 cm millibili alls 4-3-4-4-4-5 sinnum = 148-164-176-192-212-232 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 31-31-32-32-32-32 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 4,5 og prjónið stroff með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið í 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur - sjá AFFELLING. Stykkið mælist ca 62-64-66-68-70-72 cm frá öxl. ERMI: Setjið 48-56-62-66-68-72 lykkjur af öðrum þræðinum á stuttan hringprjón eða sokkaprjóna 5, prjónið að auki upp 6-6-8-8-8-8 lykkjur í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp í hlið á fram- og bakstykki = 54-62-70-74-76-80 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í miðju á 6-6-8-8-8-8 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = byrjun á umferð. Prjónið síðan hringinn eftir mynsturteikningu A.2, þegar mynsturteikning hefur verið prjónuð til loka á hæðina er prjónað áfram í sléttprjóni. Þegar stykki mælist ca 4 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki, endurtakið úrtöku með ca 2-3-2-2-2-2 cm millibili alls 7-11-15-15-16-18 sinnum = 40-40-40-44-44-44 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist ca 44-42-42-41-40-40 cm frá skiptingu (prjónið e.t.v. að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 5 cm að loka máli). Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5 og prjónið stroff með 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið í 5 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur í næstu umferð - sjá AFFELLING. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Brjótið uppá kragann að réttu. Saumið niður uppfitjunarkantinn – saumið með smáu, fallegu spori frá röngu á peysu (passið uppá að saumurinn sjáist ekki frá réttu og að saumurinn verði ekki stífur). |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #arctictidesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.