Moon Mist Cardigan |
|
|
|
Prjónuð peysa úr DROPS Lima og DROPS Kid-Silk. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með laskalínu, tvöföldum kanti í hálsmáli og klauf í hliðum. Stærð S – XXXL.
DROPS 245-8 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. LASKALÍNA-1: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju á undan / eftir 4 lykkjum með prjónamerki í – síðan kölluð laskalínulykkja. Laskalínulykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn eins og útskýrt er að neðan, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni. Uppslátturinn er prjónaður frá röngu á undan og á eftir laskalínulykkju þannig: Á UNDAN laskalínulykkju: Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. Á EFTIR laskalínulykkju: Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt. LASKALÍNA-2: Aukið út um 1 lykkju aukalega á eftir / undan laskalínulykkjum á framstykkjum / bakstykki (ekki á ermum). Laskalína-2 er prjónuð sem viðbót við Laskalína-1. Þetta er gert þannig: Á UNDAN laskalínulykkju: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan laskalínulykkju, notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann, svo ekki myndist gat. Á EFTIR laskalínulykkju: Prjónið 3 lykkjur fram hjá laskalínulykkju (hugsanlega er uppsláttur frá útaukningu í sömu umferð sem er ekki talinn sem lykkja hér), notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann, svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að hálsmáli er lokið. . Fellið síðan af fyrir 4-4-5-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 9½-10-8½-9-9½-10 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst er hálsmál prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður þar sem fitjaðar eru upp nýjar lykkjur í hvorri hlið til að forma hálsmálið. Síðan er berustykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli sem brotinn er saman tvöfaldur. HÁLSMÁL: Fitjið upp 61-63-65-67-69-71 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir). Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig: 1 prjónamerki í fyrstu lykkju, teljið 17 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 23-25-27-29-31-33 lykkjur (bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 17 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í síðustu lykkju. Lykkjur með prjónamerki eru núna kallaðar laskalínulykkjur. Prjónið fram og til baka þannig: UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið brugðið, fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 63-65-67-69-71-73 lykkjur. UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið slétt, aukið út fyrir LASKALÍNA-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur – lesið útskýringu að ofan (8 lykkjur fleiri), fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 73-75-77-79-81-83 lykkjur. UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið brugðið (uppslátturinn er prjónaður snúinn í sitt hvora áttina), fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 75-77-79-81-83-85 lykkjur. UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið slétt, aukið út fyrir laskalína-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur (8 lykkjur fleiri), fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 85-87-89-91-93-95 lykkjur. UMFERÐ 5 (ranga): Prjónið brugðið, fitjið síðan upp 3 nýjar lykkjur í lok umferðar = 88-90-92-94-96-98 lykkjur. UMFERÐ 6 (rétta): Prjónið slétt, aukið út fyrir laskalína-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur (8 lykkjur fleiri), fitjið síðan upp 3 nýjar lykkjur í lok umferðar = 99-101-103-105-107-109 lykkjur. UMFERÐ 7 (ranga): Prjónið brugðið, fitjið síðan upp 10-12-12-14-14-16 nýjar lykkjur í lok umferðar = 109-113-115-119-121-125 lykkjur. UMFERÐ 8 (rétta): Prjónið slétt, aukið út fyrir laskalína-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur (8 lykkjur fleiri), fitjið síðan upp 10-12-12-14-14-16 nýjar lykkjur í lok umferðar = 127-133-135-141-143-149 lykkjur. UMFERÐ 9 (ranga): Prjónið brugðið, en ystu 7 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan. Hálsmálið hefur nú verið prjónað til loka og aukið hefur verið út 4 sinnum fyrir laskalína-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur. Prjónið núna berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón fram og til baka með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan. ATH: Það á núna að auka út fleiri lykkjum á framstykkjum / bakstykki en á ermum, þess vegna er aukið út auka lykkjum á framstykkjum / bakstykki með jöfnu millibili (laskalína-2), til viðbótar við laskalína-1. Lestu því 3 næstu kafla áður en þú prjónar áfram. Aukið út fyrir laskalína-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 3-5-8-13-13-11 sinnum (þ.e.a.s. 7-9-12-17-17-15 sinnum meðtaldar 4 útaukningar í hálsmáli). JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu, aukið út fyrir LASKALÍNA-2 á framstykkjum og bakstykki – lesið útskýringu að ofan (laskalína-2 er prjónuð sem viðbót við laskalína-1). Aukið út fyrir laskalína-2 í 10.-12.-12.-8.-6,-6. hverri umferð alls 3-3-3-5-6-6 sinnum. Þegar aukið hefur verið út fyrir laskalína-1 alls 3-5-8-13-13-11 sinnum eins og útskýrt er að ofan, heldur útaukningin fyrir laskalína-1 áfram í annarri hverri umferð, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á framstykkjum / bakstykki. Þ.e.a.s. aukið er út á framstykkjum / bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 14-14-12-8-10-14 sinnum á framstykkjum / bakstykki (7-7-6-4-5-7 sinnum á ermum) – munið eftir laskalína-2. Nú hefur verið aukið út alls 24-26-27-30-33-35 sinnum á framstykkjum / bakstykki (meðtalin laskalína-2) og 14-16-18-21-22-22 sinnum á ermum. Eftir alla útaukningu fyrir laskalína-1 og laskalína-2 eru 247-269-283-313-331-345 lykkjur í umferð (41-45-46-51-54-58 lykkjur á milli laskalíulykkja á framstykkjum, 45-49-53-59-61-61 lykkjur á milli laskalínulykkja á ermum og 71-77-81-89-97-103 lykkjur á milli laskalínulykkja á bakstykki). Prjónið sléttprjón með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni eins og áður, án þess að auka út þar til stykkið mælist 22-24-25-26-28-30 cm, mælt frá uppfitjunarkanti mitt að aftan. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 42-46-47-52-55-59 lykkjur eina og áður (framstykki), setjið næstu 45-49-53-59-61-61 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 73-79-83-91-99-105 lykkjur sléttprjón (bakstykki), setjið næstu 45-49-53-59-61-61 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 42-46-47-52-55-59 lykkjur sem eftir eru eins og áður (framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt! FRAMSTYKKI: = 173-187-197-215-233-251 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð í hvora hlið á fram- og bakstykki – mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið merkiþræðina fylgja með í stykkinu – merkiþræðirnir eru notaðir þegar stykkinu er skipt upp fyrir klauf í hvorri hlið. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist 21-21-22-23-23-23 cm frá skiptingu – endið eftir umferð frá röngu. Nú skiptist stykkið bið báða merkiþræðina og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig. Setjið lykkjur frá hægra framstykki á þráð og setjið lykkjur frá bakstykki á þráð = 46-50-52-57-61-66 lykkjur á prjóni (vinstra framstykki). VINSTRA FRAMSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 13-13-15-16-18-19 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (ekki er aukið út yfir kant að framan) = 59-63-67-73-79-85 lykkjur. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig (frá hlið): 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm. Fellið af – notið e.t.v. ítalska affellingu. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl. BAKSTYKKI. Setjið 81-87-93-101-111-119 lykkjur af þræði á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 24-26-26-30-32-36 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 105-113-119-131-143-155 lykkjur. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm. Fellið af á sama hátt og á vinstra framstykki. HÆGRA FRAMSTYKKI: Setjið 46-50-52-57-61-66 lykkjur af þræði á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 13-13-15-16-18-19 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING (ekki er aukið út yfir kant að framan) = 59-63-67-73-79-85 lykkjur. Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig (frá miðju að framan): 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm. Fellið af á sama hátt og á vinstra framstykki. ERMI: Setjið 45-49-53-59-61-61 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 53-57-63-69-73-75 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur. Látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Byrjið umferð við merkiþráðinn og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4-4-4-2-2-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 7-5-3½-3-2½-2 cm millibili alls 4-5-7-9-10-10 sinnum = 45-47-49-51-53-55 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 31-29-29-28-27-25 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 12 cm að loka máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 19-21-21-21-23-23 lykkjur jafnt yfir = 64-68-70-72-76-78 lykkjur. Prjónið stroffprjón (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 12 cm. Fellið af á sama hátt og framstykki / bakstykki. Ermin mælist ca 43-41-41-40-39-37 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 111-115-119-127-131-135 lykkjur í kringum hálsmál á stuttan hringprjón 3,5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir) – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4 + 3 – stillið af þannig að stroffið passi þannig að laskalínulykkjur haldi áfram sem slétt lykkja (séð frá réttu) í kanti í hálsmáli. Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 7 cm. Í byrjun á 2 næstu umferðum eru felldar af 6 lykkjur. Haldið áfram með stroff eins og áður með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til kantur í hálsmáli mælist 14 cm. Fellið af aðeins laust. Brjótið stroffið niður að innanverðu á stykki og festið með nokkrum sporum við hverja laskalínu. Saumið saman op mitt að framan í kanti að framan með smáu spori. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|
Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær! Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2024 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Athugasemdir / Spurningar (28)
Myriam skrifaði:
Bonjour, Si je ne m’abuse, il y a une erreur pour les boutonnières, c’est écrit « Ouvrir la première boutonnière quand les côtes du col sont terminées. » sauf que l’on monte le col à la fin. Il faut donc commencer les boutonnières dès le début des bordures en point mousse, n’est-ce pas? Ou y a-t-il qqc que je n’ai pas compris? En vous remerciant
12.07.2024 - 15:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Myriam, vous avez raison. La partie BOUTONNIÈRES est a reformuler. Vous devez commencer les boutonnières dès le début des bordures en point mousse. Bon tricot!
12.07.2024 - 16:42Betty skrifaði:
Hello garnstudio team, me again. When do I start to make the first buttonhole on the right band on the yoke? The hole needs to be incorporated in the first 7 garter stitches, is that right?
24.05.2024 - 00:19DROPS Design svaraði:
Dear Betty, the buttonholes are started on the first row on yoke, ie when you work the first row (with increasing for raglan); they will be worked at the end of row seen from RS = on the right front band stitches. Happy knitting!
24.05.2024 - 08:13Betty skrifaði:
Hi, when is the rib on the neck finished? That's when I start making the first buttonhole but I can't understand the meaning. Is it when I start to make the garter stitch, so in the first 7 stitches of garter stitch, I have to incorporate the buttonhole?
16.05.2024 - 13:15DROPS Design svaraði:
Dear Betty, rib on double neck measures a total of 14 cm, 7 cm with 7 sts in garter stitch on each side and the last 7 cm with just 1 edge stitch in garter stitch on each side (after the 6 sts have been cast off on each side). Happy knitting!
17.05.2024 - 08:48Serena skrifaði:
Hallo zusammen, ich verstehe leider nicht, wie ich in RAGLAN 1 in der 2. Reihe die letzte Raglan Masche stricke, da es ja die allerletzte Masche ist und ich für das "yarn over" raglan keine Masche zum Einstechen habe.
09.05.2024 - 22:47DROPS Design svaraði:
Liebe Serena, beim RAGLAN-1 nehmen Sie mit Umschläge, bei der nächsten Reihe = Rückreihe stricken Sie diese Umschläge wie erklärt VOR bzw NACH der Raglanmasche, dh auch wie in diesem Video gezeigt. Viel Spaß beim Stricken!
10.05.2024 - 08:56Liliane Legrand skrifaði:
Bonjour a nouveau, je me suis trompee dans ma question pour le modele 245-8. Le Raglan 2 si je comprends bien se fait comme suit: une aug. devant le 1er. marqueur a gauche et ensuite apres le 2eme marqueur a drte, ensuite a gche du 3e. marqueur et a gche du dernier marqueur. Merci d'avance. Lily , ensuite a drte du 3eme. marqueur et apres le 4e marqueur.
13.02.2024 - 14:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Legrand, les augmentations-2 se font uniquement sur les devants et le dos, autrement dit, à la fin du devant gauche = avant le 1er marqueur, au début du dos = après le 2ème marqueur, à la fin du dos = avant le 3ème marqueur et au début du devant = après le 4ème marqueur. Bon tricot!
20.02.2024 - 08:58Liliane Legrand skrifaði:
Bonjour, le patron 245.8 Si je comprend bien le Raglan 2 se fait sur les 2e et 3e marqueurs? Merci
13.02.2024 - 13:02Perrone skrifaði:
Bonjour madame Pour le modele Drops 245-8 et concernant la réalisation du col boulé, il est indiqué, après 7 cm de côtes de rabattre 6 m au début des 2 rangs suivants. Cela signifie-t-il 1 fois 6m en début du premier rang (à l’endroit) et 1 fois 6 m en début du rang suivant (à l’envers) ? Merci par avance pour votre retour
22.01.2024 - 18:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Perrone, tout à fait, vous rabattez 6 des mailles de bordure des devants de chaque côté, il reste 1 seule de ces mailles qui est désormais la maille lisière, ainsi quand on double le col, il est moins épais au niveau de la bordure des devants. Bon tricot!
23.01.2024 - 07:20Jeyagowri Ravichandran skrifaði:
Hi, Can the pattern be breakdown in row wise instructions, so that it is easier to follow both the Raglan Increases at the same time?
18.01.2024 - 14:20Diana skrifaði:
Hola, Me podrían explicar cómo hacer los aumentos para los primeros y últimos puntos reglan1, según línea escote, hilera 2? No me queda claro según la explicación. Gracias
13.01.2024 - 12:17DROPS Design svaraði:
Hola Diana, trabajas toda la fila de derecho, pero tienes que aumentar según lo que se indica en RAGLÁN 1. En la 2ª fila, trabajada por el lado derecho, aumentas haciendo 1 hebra simplemente. Estas hebras se trabajarán en la siguiente fila como se indica " por el lado revés". Antes del punto raglán, las hebras se trabajan de revés en el bucle posterior del punto. Después del punto raglán dejar caer la hebra de la fila anterior de la aguja, colocarla de vuelta retorcida y trabajar de revés en el bucle anterior del punto.
14.01.2024 - 19:30BRIGITTE skrifaði:
Bonjour Madame, Une précision s'il vous plait : pour le col et les boutonnières du modèle 245-8, faut-il bien commencer la 1ère boutonnière AVANT d'avoir tricoté le col en côtes ? Merci pour votre aide. Cordialement et tous mes Voeux pour 2024.
10.01.2024 - 12:01DROPS Design svaraði:
Bonjour Brigitte, bonne année 2024 à vous aussi. La 1ère boutonnière se fait au 1er rang sur l'endroit après les côtes, autrement dit, au 1er rang de l'empiècement. Bon tricot!
10.01.2024 - 15:59