-------------------------------------------------------
UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:
-------------------------------------------------------
GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
LASKALÍNA-1:
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Aukið út um 1 lykkju á undan / eftir 4 lykkjum með prjónamerki í – síðan kölluð laskalínulykkja.
Laskalínulykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni.
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn eins og útskýrt er að neðan, síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni.
Uppslátturinn er prjónaður frá röngu á undan og á eftir laskalínulykkju þannig:
Á UNDAN laskalínulykkju:
Prjónið uppsláttinn brugðið í aftari lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt.
Á EFTIR laskalínulykkju:
Lyftið uppslættinum af vinstri prjóni og setjið til baka yfir á vinstri prjón, nema í gagnstæða átt (stingið inn vinstri prjóni aftan frá þegar uppslátturinn er settur til baka á prjóninn). Prjónið uppsláttinn brugðið í fremri lykkjubogann. Það eiga ekki að myndast göt.
LASKALÍNA-2:
Aukið út um 1 lykkju aukalega á eftir / undan laskalínulykkjum á framstykkjum / bakstykki (ekki á ermum). Laskalína-2 er prjónuð sem viðbót við Laskalína-1. Þetta er gert þannig:
Á UNDAN laskalínulykkju:
Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan laskalínulykkju, notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann, svo ekki myndist gat.
Á EFTIR laskalínulykkju:
Prjónið 3 lykkjur fram hjá laskalínulykkju (hugsanlega er uppsláttur frá útaukningu í sömu umferð sem er ekki talinn sem lykkja hér), notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann, svo ekki myndist gat.
ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, svo ekki myndist gat.
ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (séð þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 4 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat.
Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu í fyrstu umferð frá réttu eftir að hálsmáli er lokið. . Fellið síðan af fyrir 4-4-5-5-5-5 næstu hnappagötum með ca 9½-10-8½-9-9½-10 cm millibili.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Fyrst er hálsmál prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður þar sem fitjaðar eru upp nýjar lykkjur í hvorri hlið til að forma hálsmálið. Síðan er berustykkið prjónað fram og til baka á hringprjóna frá miðju að framan. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar.
Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón. Í lokin eru lykkjur prjónaðar upp í kringum hálsmál og prjónaður er kantur í hálsmáli sem brotinn er saman tvöfaldur.
HÁLSMÁL:
Fitjið upp 61-63-65-67-69-71 lykkjur á hringprjón 5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir).
Setjið 4 prjónamerki í stykkið þannig: 1 prjónamerki í fyrstu lykkju, teljið 17 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 23-25-27-29-31-33 lykkjur (bakstykki), setjið 1 prjónamerki í næstu lykkju, teljið 17 lykkjur (ermi), setjið 1 prjónamerki í síðustu lykkju. Lykkjur með prjónamerki eru núna kallaðar laskalínulykkjur.
Prjónið fram og til baka þannig:
UMFERÐ 1 (ranga): Prjónið brugðið, fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 63-65-67-69-71-73 lykkjur.
UMFERÐ 2 (rétta): Prjónið slétt, aukið út fyrir LASKALÍNA-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur – lesið útskýringu að ofan (8 lykkjur fleiri), fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 73-75-77-79-81-83 lykkjur.
UMFERÐ 3 (ranga): Prjónið brugðið (uppslátturinn er prjónaður snúinn í sitt hvora áttina), fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 75-77-79-81-83-85 lykkjur.
UMFERÐ 4 (rétta): Prjónið slétt, aukið út fyrir laskalína-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur (8 lykkjur fleiri), fitjið síðan upp 2 nýjar lykkjur í lok umferðar = 85-87-89-91-93-95 lykkjur.
UMFERÐ 5 (ranga): Prjónið brugðið, fitjið síðan upp 3 nýjar lykkjur í lok umferðar = 88-90-92-94-96-98 lykkjur.
UMFERÐ 6 (rétta): Prjónið slétt, aukið út fyrir laskalína-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur (8 lykkjur fleiri), fitjið síðan upp 3 nýjar lykkjur í lok umferðar = 99-101-103-105-107-109 lykkjur.
UMFERÐ 7 (ranga): Prjónið brugðið, fitjið síðan upp 10-12-12-14-14-16 nýjar lykkjur í lok umferðar = 109-113-115-119-121-125 lykkjur.
UMFERÐ 8 (rétta): Prjónið slétt, aukið út fyrir laskalína-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur (8 lykkjur fleiri), fitjið síðan upp 10-12-12-14-14-16 nýjar lykkjur í lok umferðar = 127-133-135-141-143-149 lykkjur.
UMFERÐ 9 (ranga): Prjónið brugðið, en ystu 7 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan.
Hálsmálið hefur nú verið prjónað til loka og aukið hefur verið út 4 sinnum fyrir laskalína-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur.
Prjónið núna berustykki eins og útskýrt er að neðan.
BERUSTYKKI:
Prjónið sléttprjón fram og til baka með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA og MUNIÐ EFTIR HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan.
ATH: Það á núna að auka út fleiri lykkjum á framstykkjum / bakstykki en á ermum, þess vegna er aukið út auka lykkjum á framstykkjum / bakstykki með jöfnu millibili (laskalína-2), til viðbótar við laskalína-1. Lestu því 3 næstu kafla áður en þú prjónar áfram.
Aukið út fyrir laskalína-1 hvoru megin við 4 laskalínulykkjur í annarri hverri umferð (hverri umferð frá réttu) alls 3-5-8-13-13-11 sinnum (þ.e.a.s. 7-9-12-17-17-15 sinnum meðtaldar 4 útaukningar í hálsmáli).
JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu, aukið út fyrir LASKALÍNA-2 á framstykkjum og bakstykki – lesið útskýringu að ofan (laskalína-2 er prjónuð sem viðbót við laskalína-1). Aukið út fyrir laskalína-2 í 10.-12.-12.-8.-6,-6. hverri umferð alls 3-3-3-5-6-6 sinnum.
Þegar aukið hefur verið út fyrir laskalína-1 alls 3-5-8-13-13-11 sinnum eins og útskýrt er að ofan, heldur útaukningin fyrir laskalína-1 áfram í annarri hverri umferð, en í annað hvert skipti sem aukið er út, er einungis aukið út á framstykkjum / bakstykki. Þ.e.a.s. aukið er út á framstykkjum / bakstykki í annarri hverri umferð og á ermum í 4. hverri umferð. Aukið svona út 14-14-12-8-10-14 sinnum á framstykkjum / bakstykki (7-7-6-4-5-7 sinnum á ermum) – munið eftir laskalína-2.
Nú hefur verið aukið út alls 24-26-27-30-33-35 sinnum á framstykkjum / bakstykki (meðtalin laskalína-2) og 14-16-18-21-22-22 sinnum á ermum.
Eftir alla útaukningu fyrir laskalína-1 og laskalína-2 eru 247-269-283-313-331-345 lykkjur í umferð (41-45-46-51-54-58 lykkjur á milli laskalíulykkja á framstykkjum, 45-49-53-59-61-61 lykkjur á milli laskalínulykkja á ermum og 71-77-81-89-97-103 lykkjur á milli laskalínulykkja á bakstykki).
Prjónið sléttprjón með 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni eins og áður, án þess að auka út þar til stykkið mælist 22-24-25-26-28-30 cm, mælt frá uppfitjunarkanti mitt að aftan.
Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar þannig: Prjónið 42-46-47-52-55-59 lykkjur eina og áður (framstykki), setjið næstu 45-49-53-59-61-61 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið 73-79-83-91-99-105 lykkjur sléttprjón (bakstykki), setjið næstu 45-49-53-59-61-61 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (í hlið undir ermi), prjónið þær 42-46-47-52-55-59 lykkjur sem eftir eru eins og áður (framstykki).
Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. Héðan er nú stykkið mælt!
FRAMSTYKKI:
= 173-187-197-215-233-251 lykkjur.
Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki – mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu – prjónamerkin eru notuð þegar stykkinu er skipt upp fyrir klauf í hvorri hlið.
Prjónið sléttprjón fram og til baka með 7 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan þar til stykkið mælist 21-21-22-23-23-23 cm frá skiptingu – endið eftir umferð frá röngu. Nú skiptist stykkið bið bæði prjónamerkin og hvort stykki er prjónað til loka fyrir sig.
Setjið lykkjur frá hægra framstykki á þráð og setjið lykkjur frá bakstykki á þráð = 46-50-52-57-61-66 lykkjur á prjóni (vinstra framstykki).
VINSTRA FRAMSTYKKI:
Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 13-13-15-16-18-19 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING (ekki er aukið út yfir kant að framan) = 59-63-67-73-79-85 lykkjur.
Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig (frá hlið): 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm. Fellið af – notið e.t.v. ítalska affellingu. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl.
BAKSTYKKI.
Setjið 81-87-93-101-111-119 lykkjur af þræði á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 24-26-26-30-32-36 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING = 105-113-119-131-143-155 lykkjur.
Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig: 1 lykkja í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm. Fellið af á sama hátt og á vinstra framstykki.
HÆGRA FRAMSTYKKI:
Setjið 46-50-52-57-61-66 lykkjur af þræði á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 13-13-15-16-18-19 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING (ekki er aukið út yfir kant að framan) = 59-63-67-73-79-85 lykkjur.
Prjónið fyrstu umferð frá röngu þannig (frá miðju að framan): 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 2 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 1 lykkju í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 8 cm.
Fellið af á sama hátt og á vinstra framstykki.
ERMI:
Setjið 45-49-53-59-61-61 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 53-57-63-69-73-75 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi, þ.e.a.s. mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur. Látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu.
Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn.
Þegar ermin mælist 4-4-4-2-2-3 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA.
Fækkið lykkjum svona með 7-5-3½-3-2½-2 cm millibili alls 4-5-7-9-10-10 sinnum = 45-47-49-51-53-55 lykkjur.
Prjónið þar til ermin mælist 31-29-29-28-27-25 cm frá skiptingu. Nú eru eftir ca 12 cm að loknu máli. Mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd fyrir stroff.
Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 19-21-21-21-23-23 lykkjur jafnt yfir = 64-68-70-72-76-78 lykkjur. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 12 cm. Fellið af á sama hátt og framstykki / bakstykki. Ermin mælist ca 43-41-41-40-39-37 cm frá skiptingu.
Prjónið hina ermina á sama hátt.
TVÖFALDUR KANTUR Í HÁLSMÁLI:
Prjónið upp frá réttu ca 111-115-119-127-131-135 lykkjur í kringum hálsmál á stuttan hringprjón 3,5 með 1 þræði í hvorri tegund (2 þræðir) – lykkjufjöldinn verður að vera deilanlegur með 4 + 3 – stillið af þannig að stroffið passi þannig að laskalínulykkjur haldi áfram sem slétt lykkja (séð frá réttu) í kanti í hálsmáli.
Fyrsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, * 1 lykkja brugðið, 1 lykkja slétt *, prjónið frá *-* þar til 8 lykkjur eru eftir, prjónið 1 lykkju brugðið og 7 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff fram og til baka í 7 cm. Í byrjun á 2 næstu umferðum eru felldar af 6 lykkjur. Haldið áfram með stroff eins og áður með 1 lykkju í garðaprjóni í hvorri hlið þar til kantur í hálsmáli mælist 14 cm. Fellið af aðeins laust. Brjótið stroffið niður að innanverðu á stykki og festið með nokkrum sporum við hverja laskalínu.
Saumið saman op mitt að framan í kanti að framan með smáu spori.
FRÁGANGUR:
Saumið tölur í vinstri kant að framan.
Mynstur
Bonjour, Je voudrais réaliser Moon Mist Cardigan mais remplacer le fil lima. Puis-je le remplacer par 2 fils baby alpaca silk et donc 539g? Je tricoterais ainsi ensemble mais 2 fils de baby alpaca silk + 1 fil de kid silk. Qu'en pensez-vous? Merci
08.09.2023 - 23:04DROPS Design answered:
Bonjour Emmanuelle, Baby Alpaca Silk appartenait au groupe A de nos fils, vous pouvez ainsi tricoter avec 1 fil Baby Alpaca Silk + 1 fil Kid-Silk, mais vous n'aurez pas la même texture que le modèle photographié, car on a ici, avec Lima et kid-Silk une texture plus épaisse. Calculez le métrage nécessaire dans votre taille en Lima et divisez ce métrage par celui d'une pelote Baby Alpaca Silk pour en connaître la quantité. Pensez à bien faire un échantillon au préalable pour vérifier non seulement votre tension mais également si la texture vous convient. Bon tricot!
11.09.2023 kl. 08:34Hallo DROPS, fijn die nieuwe patronen en ook weer mooie foto's . Eerlijk gezegd mis ik daarbij wel iets: er staat soms geen foto van de achterkant bij. Als dat wel zo is, hangt er vaak (wat langer) haar voor, zodat je niet goed ziet hoe de hoogte van het breipatroon in de nek loopt. Het is op het telpatroon wel aangegeven, maar een foto maakt meer duidelijk. Kan er voortaan 1 foto bij waarop het model het haar iets opzij houdt? Vriendelijke groet, Conny
29.08.2023 - 12:30DROPS Design answered:
Dag Conny,
Bedankt voor de tip, ik zal het doorgeven aan de ontwerpafdeling.
04.09.2023 kl. 20:34Fluffy cloud
07.08.2023 - 10:20Snowflake
07.08.2023 - 06:30Schöner Winterpulli
06.08.2023 - 14:16SEA-TIME
05.08.2023 - 19:49👏😍
05.08.2023 - 16:41Style
04.08.2023 - 22:21Outdoorsy and comfortable while still very stylish. Great combo.
03.08.2023 - 16:31North wind
03.08.2023 - 14:48