Tom skrifaði:
Hello, love your designs! Just one question. When it comes to the bottom of the body, and it says to increase X stitches before the waistband, why is this? I would have thought it needed to decrease to give a tapered finish at the bottom, no? If I want a more tapered finish, would you recommend decreasing instead?
08.10.2024 - 14:08DROPS Design svaraði:
Dear Tom, you need more stitches for the same with when working rib with smaller needles than working stocking stithc with larger needles, as we don't want here the bottom edge to tighten piece together, we need to increase before working rib. Happy knitting!
08.10.2024 - 16:35
Tyler skrifaði:
Why does the pattern say to Dec 18 sts after the neck ribbing and then inc 54 sts right after that? Couldn’t I just inc 36sts after the ribbing? Does it affect the structure of the collar?
22.09.2024 - 16:15DROPS Design svaraði:
Dear Tyler, the decreases and increases not only maintain the correct number of stitches but also help shape the piece. You first decrease with a larger needle, used for the rib, so that the pattern won't be too tight when changing to a smaller needle. Then you increase with the smaller needle to get the necessary stitches for the English rib. Since you use different needles for each step, the gauge will be different from directly increasing 36 stitches with the larger needle; the effect from the 18 decreased stitches won't be as noticeable. Happy knitting!
23.09.2024 - 01:36
AH skrifaði:
Is there something amiss with the sleeve length? The sleeves seem very short and wide, and get significantly shorter as the sizes get larger. As written they seem like 3/4 length sleeves.
06.12.2023 - 03:11
Rita Eriksen skrifaði:
Den 3. raden med patentstrikk vrir seg veldig mot høyre, sett i strikkeretning . Hva har jeg gjort galt?
29.08.2023 - 15:04DROPS Design svaraði:
Hei Rita. Ta en titt på hjelpevidoen som viser hvordan man strikker helpatent rundt. Kanskje du da ser hva som blir feil. Videoen: Hvordan strikke helpatent rundt finner du under oppskriften. mvh DROPS Design
11.09.2023 - 12:47
Asveig Synøve Jessen Gschib skrifaði:
Montering,skal halskant brettes og syes ned,\r\nFinner ikke montering på mønsteret
19.12.2022 - 21:35
Maria skrifaði:
Where it says " When piece measures 24-25-26-28-29-30 cm, increase 16-29-32-38-42-49 stitches evenly = 328-368-398-432-462-502 stitches" - should we measure the piece from the marker in the rib or at the beginning of the rib?
25.07.2022 - 14:56DROPS Design svaraði:
Hi Maria, you have to measure from the marker thread in the neck edge. Happy knitting!
25.07.2022 - 16:57
Linn skrifaði:
Enkelt mönster att förstå. Har inte stickat någon tröja förut. Men det var enkelt att följa med iallafall. Tycker dock att inte att man behöver öka maskorna innan man stickar resåren i slutet av plagget. Såg ut som resåren tappat elasticitet när man gjorde så. Ökade inte på armarnas resår. Blev mycket bättre. Bytte garnet mot Drops You 9 recycled cotton.
22.03.2022 - 11:42
Maria G skrifaði:
När jag stickat provlappen i helpatent mäter den 8x8 centimeter. Ska jag byta till rundsticka 3,5 i det partiet. Slätstickningen stämmer med sticka nummer 3. Jag undrar också över varför man först ska minska antalet maskor för att på nästa varv öka dem i början på oket?
31.01.2022 - 10:31DROPS Design svaraði:
Hej Maria, ja du må prøve med en tykkere pind for at få 10 cm. Man gør det for at få en fin overgang. God fornøjelse!
04.02.2022 - 14:32
Helene Karlsson skrifaði:
Det fattas ett stycke i avsnittet Fram- och Bakstycke. Efter meningen "När arbetet mäter 34 cm, ökas det 42-46-50-56-61-67 maskor jämnt fördelat = 252-276-300-330-363-399 maskor." ska man byta till sticka 2,5 och sticka resår. Det saknas information om hur långt man ska sticka fram- och bakstycket innan man börjar med resåren.
02.08.2021 - 19:56DROPS Design svaraði:
Hei Helene. Når arbeidet måler 34 cm økes det masker jevnt fordelt, så byttes det til pinne 2,5 og det strikkes vrangbord. Det kunne ha vært bedre forklart i oppskriften, men om du ser på målskissen er det 34 cm fra der du begynte å strikke bolen (fram-och bakstykket) før man skal starte på vrangborden. mvh DROPS design
12.08.2021 - 08:04
Anna skrifaði:
Interestingly, you cannot comment on the original designer. Appartently mentioning her name, and the name of her design is flagged as forbidden. That's poor business conduct.
09.07.2021 - 16:39
City Glow#cityglowsweater |
|
![]() |
![]() |
Prjónuð peysa fyrir herra með hringlaga berustykki úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í klukkuprjóni á berustykki. Stærð S - XXXL.
DROPS 219-7 |
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð sem fækka á/fjölga eigi út lykkjum (t.d. 126 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 7,8. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 7. og 8. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út, aukið út með því að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja á eftir ca 8. hverja lykkju (þráðurinn er prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat). KLUKKUPRJÓN : UMFERÐ 1: * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið 1 lykkju slétt *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. UMFERÐ 2: * Prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna brugðið saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. UMFERÐ 3. * Sláið 1 sinni uppá prjóninn, lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi brugðið, prjónið uppsláttinn og lyftu lykkjuna slétt saman *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 2 og 3. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stutta hringprjóna/sokkaprjóna. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 126-132-138-144-150-156 lykkjur á hringprjóna 2,5 með Alpaca. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Setjið eitt prjónamerki hér. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! BERUSTYKKI: Haldið áfram með stroff í 4 cm, þar til prjónaðir hafa verið alls 7 cm með stroffi. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 16-17-18-19-20-22 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 110-115-120-125-130-134 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 50-51-54-55-56-62 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 160-166-174-180-186-196 lykkjur. Prjónið eina umferð slétt. Prjónið KLUKKUPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4-5-5-5 cm. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið 1 umferð slétt þar sem uppslátturinn er prjónaður slétt saman með lykkjunni sem tilheyrir – aukið jafnframt út 68-72-80-88-96-104 lykkjur jafnt yfir = 228-238-254-268-282-300 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið nú klukkuprjón í 5-5-5-6-6-6 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem uppslátturinn er prjónaður slétt saman með lykkjunni sem tilheyrir – aukið jafnframt út 68-72-80-88-96-104 lykkjur jafnt yfir = 296-310-334-356-378-404 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið nú klukkuprjón í 6-6-6-7-7-7 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem uppslátturinn er prjónaður slétt saman með lykkjunni sem tilheyrir – aukið jafnframt út 16-29-32-38-42-49 lykkjur = 312-339-366-394-420-453 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón. Þegar stykkið mælist 24-25-26-28-29-30 cm, aukið út 16-29-32-38-42-49 lykkjur jafnt yfir = 328-368-398-432-462-502 lykkjur. Þegar stykkið mælist 26-28-30-32-34-36 cm frá prjónamerki er berustykkið tilbúið. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 47-52-56-62-68-76 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 69-79-86-91-94-99 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 95-105-113-125-137-152 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 69-79-86-91-94-99 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið þær 48-53-57-63-69-76 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 210-230-250-274-302-332 lykkjur fyrir fram- og bakstykki. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 34 cm er aukið út um 42-46-50-56-61-67 lykkjur jafnt yfir = 252-276-300-330-363-399 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 66-68-70-72-74-76 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 69-79-86-91-94-99 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 3 – prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-14 nýjum lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermum = 79-89-98-103-108-113 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt i nýjar lykkjur (= 5-5-6-6-7-7 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 3½-2-1½-1½-1-1 cm millibili alls 10-14-17-19-20-21 sinnum = 59-61-64-65-68-71 lykkjur. Haldið áfram með sléttprjón þar til ermin mælist 40-38-37-35-34-32 cm. Aukið nú út 13-14-14-16-16-16 lykkjur jafnt yfir = 72-75-78-81-84-87 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 2,5. Prjónið stroff (= 1 lykkja slétt, 2 lykkjur brugðið) hringinn í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 43-41-40-38-37-35 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|
![]() |
|
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #cityglowsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 20 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 219-7
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.