DROPS / 190 / 18

Mindy by DROPS Design

Toppur með stroffi, gatamynstri og hringlaga berustykki, prjónaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Paris.

DROPS Design: Mynstur w-727
Garnflokkur C
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
400-450-450-500-550-600 g litur 02, ljós turkos

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 + 60 eða 80 cm) NR 5 – eða þá stærð sem þarf til að 17 lykkjur og 22 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (4)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2464kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 82 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 8,2.
Í þessu dæmi þá er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 8. hverri lykkju, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1.

ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og ermar):
Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat.
----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan og prjónað er ofan frá og niður.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 82-84-88-92-96-102 lykkjur á hringprjón 5 með Paris. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í síðustu umferð með garðaprjóni er aukið út um 10-13-14-18-22-23 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING = 92-97-102-110-118-125 lykkjur. Í næstu umferð er prjónað stroff þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin *, endurtakið frá *-*. Prjónið stroff í 4-5-6-7-7-8 cm. Í næstu umferð er prjónað A.1 yfir allar lykkjur, JAFNFRAMT í fyrstu umferð í A.1 er aukið út um 40-45-50-58-62-65 lykkjur jafnt yfir = 132-142-152-168-180-190 lykkjur.

Prjónið stroff eins og áður í 4-5-6-7-7-8 cm, prjónið síðan A.1, JAFNFRAMT í fyrstu umferð í A.1 er aukið út um 40-45-50-58-62-65 lykkjur jafnt yfir = 172-187-202-226-242-255 lykkjur. ATH! Endið umferð með A.1 með því að slá uppá prjóninn og 2 lykkjur slétt saman, prjónið 0-1-0-0-0-1 lykkjur slétt.
ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!

Prjónið stroff eins og áður í 4-5-6-7-7-8 cm, prjónið síðan A.1, í fyrstu umferð í A.1 er aukið út um 40-45-50-58-62-65 lykkjur jafnt yfir = 212-232-252-284-304-320 lykkjur.

Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 31-34-37-41-45-49 lykkjurnar (= hálft bakstykki), setjið næstu 44-48-52-60-62-62 lykkjurnar á band fyrir kant á ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið 62-68-74-82-90-98 lykkjur slétt (= framstykki), setjið næstu 44-48-52-60-62-62 lykkjur á band fyrir ermi, fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 31-34-37-41-45-49 lykkjur sem eftir eru slétt (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og kantar á ermum er prjónað til loka hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 136-148-164-180-200-220 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er aukið út um 2 lykkjur á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 7-7-6½-5-7-6½ cm millibili alls 5 sinum = 156-168-184-200-220-240 lykkjur. Þegar stykkið mælist 35-34-33-32-34-33 cm prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 24-24-28-30-34-36 lykkjur jafnt yfir = 180-192-212-230-254-276 lykkjur. Prjónið stroff 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin í 3 cm, fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Toppurinn mælist ca 60-62-64-66-68-70 cm frá öxl og niður.

KANTUR Á ERMI:
Setjið til baka 44-48-52-60-62-62 lykkjur af bandi á stuttan hringprjón 5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 50-54-60-68-72-74 lykkjur. Prjónið stroff 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin í 3 cm, fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur.

Prjónið hinn kant á ermi alveg eins.

Mynstur

= slétt
= brugðið
= 2 lykkjur slétt saman
= slegið er uppá prjóninn á milli 2 lykkja

Faiza 05.08.2018 - 22:12:

Hei Hvor mye ekstra garn bør jeg beregne hvis jeg har lyst til å strikke den i str. S med lange ermer?

DROPS Design 14.08.2018 kl. 16:05:

Hej, du skal nok regne med ca 3 nøgler mere :)

Yvonne 24.07.2018 - 16:44:

Hallo, ik kom er niet uit bij het opzetten van de nieuwe steken bij het mouwtje. Doe je dat in de laatste steken van de steken op de draad (horizontaal dus) of in de laatste steek van de steek op de draad en de bovenliggende steken (verticaal dus)?

DROPS Design 26.07.2018 kl. 11:19:

Dag Yvonne, Deze nieuwe steken komen onder de oksel en je zet ze dus horizontaal op. Daarna brei je de mouw in de rondte.

Susi 27.06.2018 - 22:59:

En la talla M, en el canesú , al aumentar quedan 97 puntos, pero al hacer el elástico: 1 punto derecho, 1 punto revés...al finalizar la vuelta quedan 2 puntos juntos del derecho....¿Hay algún error en los números?

DROPS Design 08.07.2018 kl. 18:06:

Hola Susi. Como en el siguiente dibujo, después del punto elástico necesito un número de puntos par, puedes comenzar con el número par el elástico también. De todas formas, tu pregunta ha sido enviada al departamento de diseño para ver si hay algún error.

Monica 23.12.2017 - 08:04:

Mi piace il modello e il colore. Simpatica, sfiziosa, estiva.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-18

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.