Ann Duke skrifaði:
Please disregard my previously sent questions as I misread the pattern. All is well now!
17.03.2021 - 16:01
Ann Duke skrifaði:
Your instructions for the Neckwarmer state to knit in pattern until 11-3/8" and then do the ribbing for 1-1/8" and piece should measure 15" from the shoulder. These numbers do not add up. Can you please verify. Thank you!
17.03.2021 - 15:28DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Duke, the 15" are measured from shoulder towards the bottom edge, while the 11 3/8" were measured from the marker on the neck. Happy knitting!
17.03.2021 - 16:10
Karine skrifaði:
Kasvatamine/kahandamine. Kasvata pärast 4,5 silmust tehes õhksilmus pärast 54 silma? Kas ei peaks olema peale 5 ja 4 silma .
25.02.2021 - 11:09
Lucille skrifaði:
J'ai encore une question ! Sur le diagramme A.4, la répétition du motif A4.b (8 rangs) entraîne la création de 4 jetés. Hors sur les photos du plastron il y a bien 5 jetés lors de la répétition du motif. Comment faire? Je vous remercie
02.02.2021 - 19:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Lucile, les motifs ne se répètent pas sur le même nombre de rangs; les torsades de chaque côté de A.4b se tricotent sur 8 rangs mais le point ajouré se tricote sur 10 rangs. Après le 8ème rang, reprenez les torsades au 1er rang et tricotez le 9ème rang du point ajouré; au rang suivant, vous tricoterez le 2ème rang des torsades et le 10ème rang du point ajouré, et ainsi de suite. Continuez bien les 2 en parallèle. Bon tricot!
03.02.2021 - 08:45
Lucille Coulonges skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas à quoi correspond les 2 rangs de 24 mailles au-dessus de la partie A4.b? A quelle moment doivent elles être tricotées ?
31.01.2021 - 15:16DROPS Design svaraði:
Bonjour Lucille, c'est quand on repete le diagram A.4 pour la derniere fois. Les torsades de 2 cotes ne sont plus a realiser, ces mailles (a doite et a gauche) sont tricotes a l'endroit sur l'endroit (envers sur l'envers). Bon tricot!
31.01.2021 - 19:31
Jenni K-S skrifaði:
Milloin ohjeen mallineuleiden piirrokset lisätään ohjeeseen?
03.01.2021 - 20:05DROPS Design svaraði:
Hei, piirrokset on lisätty ohjeeseen.
12.03.2021 - 14:18
Sofia skrifaði:
Storleken stämmer inte alls! Jag använde rätt garn och stickor nummer 3. Måttade ut att jag behövde st M/L på mössan, gjorde resåren = alldeles för många timmar, innan jag insåg att mössan skulle passa bättre på en 1-åring. Fick repa upp allt. Och ja jag kollade stickfastheten.
16.12.2020 - 20:32
Mari Jaana skrifaði:
From the Finnish instructions are all the pictures of patterns missing. Can we please have them.
12.12.2020 - 23:38
Teresa skrifaði:
È mia intenzione come faccio sempre lavorare il berretto in Piano anziché in tondo però vorrei sapere come devo comportarmi con gli schemi Grazie
05.12.2020 - 14:56DROPS Design svaraði:
Buonasera Teresa, i diagrammi mostrano la lavorazione dal diritto del lavoro: se vuol lavorare in piano deve adattare il motivo. Buon lavoro!
05.12.2020 - 20:16
Maija-Liisa Oksa skrifaði:
Ohjeesta puuttuvat kokonaan mallineuleen ohjekuvat.
09.11.2020 - 17:33
Cool Cables Set#coolcablesset |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa, hálsskjól með axlarsæti og vettlingar úr DROPS Merino Extra Fine. Allt settið er prjónað með köðlum með köntum í stroffprjóni.
DROPS 214-25 |
|||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Hálsskjól: Sjá mynsturteikningu A.3, A.4 og A.5. Vettlingar: Sjá mynsturteikningu A.6, A.7 og A.8. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 108 lykkjur) og deilið þeim lykkjum sem eftir eru með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 24) = 4,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir eftir 4. og 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð í þessu dæmi til skiptis 3. og 4. hver lykkja og 4. og 5. hver lykkja slétt saman. ÚTAUKNING-1 (á við um útaukning fyrir axlarsæti): Á UNDAN PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til hægri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að aftan og lykkjan er prjónuð slétt í fremri lykkjubogann. Á EFTIR PRJÓNAMERKI: Nýja lykkjan verður snúin til vinstri. Notið vinstri prjón til að taka upp þráðinn á milli 2 lykkja frá umferðinni að neðan, þráðurinn er tekinn upp að framan og lykkjan er prjónuð slétt í aftari lykkjubogann. ÚTAUKNING-2 (á við um útaukningu fyrir þumal): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um efst á vettlingum): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri við prjónamerki). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 108-108 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með Merino Extra Fine. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 14-18 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24-24 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 132-132 lykkjur. Prjónið síðan A.1 hringinn (= 6-6 mynsturteikningar með 22 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað alls 5 sinnum á hæðina í báðum stærðum, prjónið A.2 hringinn (= 6-6 mynstureiningar með 22 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, eru 48-48 lykkjur eftir. Prjónið 2 sléttar umferðir þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 í báðum umferðum = 12-12 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 31-35 cm ofan frá og niður. Brjótið uppá neðstu 7-9 cm í stroffi. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, ofan frá og niður. Aukið er út fyrir axlarsæti í hvorri hlið. Lykkjum er síðan fækkað á hvorri öxl og hvort stykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna, hvort fyrir sig til loka. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 128-136 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið stroff hringinn (frá vinstri öxl að aftan, séð þegar hálsskjólið er mátað) þannig: * 2 lykkjur brugðið, 2 sléttar lykkjur *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 7-8 cm. Setjið 1 merkiþráð í umferð. Stykkið er nú mælt frá þessum merkiþræði. Setjið 4 prjónamerki í stykkið eins og útskýrt er að neðan – þetta er gert án þess að auka út fyrir axlarsæti. Setjið 1. prjónamerki í byrjun á umferð, teljið 42-42 lykkjur (= bakstykki), setjið 2. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 22-26 lykkjur (= öxl), setjið 3. prjónamerki á undan næstu lykkju, teljið 42-42 lykkjur (= framstykki) og setjið 4. prjónamerki á undan næstu lykkju. Það eru 22-26 lykkjur eftir í umferð fyrir öxl, á eftir síðasta prjónamerki. Látið þessi 4 prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að auka út við hvert og eitt þeirra. ÚTAUKNING FYRIR AXLARSÆTI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Fyrsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið A.3a (= 1 lykkja), prjónið A.4 (= 40 lykkjur), prjónið A.5a (= 1 lykkja), haldið áfram með stroff eins og áður yfir næstu 22-26 lykkjurnar, prjónið A.3a (= 1 lykkja), prjónið A.4 (= 40 lykkjur), prjónið A.5a (= 1 lykkja) og haldið áfram með stroff eins og áður yfir þær 22-26 lykkjur sem eftir eru. Nú eru 136-144 lykkjur í umferð. Í næstu umferð byrjar útaukning fyrir axlarsæti og aukið er út um 4 lykkjur í hverri umferð eins og útskýrt er að neðan (mynstrið heldur áfram eins og útskýrt er að ofan, en þegar A.4 hefur verið prjónað til loka á hæðina er mynstrið endurtekið alveg eins áfram - sjá A.4b): Aukið út um 1 lykkjur á EFTIR 1. og 3. prjónamerki (þ.e.a.s. á eftir 22-26 lykkjum í stroffi) og aukið út um 1 lykkju á UNDAN 2. og 4. prjónamerki (þ.e.a.s. á undan 22-26 lykkjum í stroffi) – sjá ÚTAUKNING-1 (= 4 lykkjur fleiri í umferð). Þegar aukið er út svona þá kemur fjöldi axlalykkja að haldast óbreyttur, en það verða fleiri lykkjur á framstykki og bakstykki. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út alveg eins í hverri umferð alls 25-31 sinnum (aukið er út til viðbótar alls 24-28 lykkjur í A.3a og A.5a eins og útskýrt er í mynsturteikningu) = 260-296 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu mælist stykkið ca 9-11 cm meðfram öxl mælt frá merkiþræði við háls. Þegar 1 umferð er eftir í A.3a og A.5a, prjónið næstu umferð þannig: Prjónið eins og áður fram að 2. prjónamerki, fellið af 22-26 axlalykkjurnar, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur, prjónið eins og áður fram að 4. prjónamerki og fellið af þær 22-26 axlalykkjur sem eftir eru. Bakstykkið og framstykkið er síðan prjónað hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 108-122 lykkjur. Haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður, þ.e.a.s. fyrsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.3b yfir fyrstu 32-39 lykkjurnar, haldið áfram með A.4 eins og áður yfir næstu 44-44 lykkjurnar eins og áður og prjónið A.5b yfir þær 32-39 lykkjur sem eftir eru. Haldið svona áfram fram og til baka og endurtakið A.3b, A.4b og A.5b á hæðina þar til stykkið mælist ca 33-35 cm frá öxl mælt innst við hálsmál þegar stykkið liggur flatt (stykkið mælist ca 28-29 cm frá prjónamerki við hálsmál) – ATH: stillið af að endað sé eftir síðustu umferð í A.4. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Byrjið frá réttu og prjónið stroff þannig: Prjónið 2 lykkjur í garðaprjóni, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 30-37 lykkjurnar, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 10 lykkjur, 4 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 3 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 4 lykkjur brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 10 lykkjur, prjónið sléttar lykkjur yfir sléttar lykkjur og brugðnar lykkjur yfir brugðnar lykkjur yfir næstu 30-37 lykkjur og endið með 2 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Hálsskjólið mælist ca 36-38 cm frá öxl þegar stykkið liggur flatt. FRAMSTYKKI: = 108-122 lykkjur. Prjónið á sama hátt og bakstykki. ------------------------------------------------------- VETTLINGAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, neðan frá og upp. HÆGRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48-48 lykkjur á sokkaprjón 3 með Merino Extra Fine. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 12-13 cm. Prjónið síðan þannig: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir fyrstu 28 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt, A.6 (= 14 lykkjur), 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið. Þegar A.6 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 52-52 lykkjur í umferð. Setjið eitt prjónamerki í umferð hér. Stykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 27 lykkjur og fækkið jafnframt um 8-6 lykkjur jafnt yfir þessar 27 lykkjur, prjónið 3 lykkjur slétt, A.7 (= 18 lykkjur) yfir A.6 og endið með 4 lykkjur slétt = 44-46 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 1½ cm frá prjónamerki, aukið út fyrir þumal með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við fyrstu lykkju í umferð – sjá ÚTAUKNING-2 (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út hvoru megin við útauknar lykkjur í annarri hverri umferð alls 5-6 sinnum á hæðina = 54-58 lykkjur. Setjið 11-13 þumallykkjur á þráð. Haldið áfram hringinn eins og áður – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fitjuð upp 1 ný lykkja yfir lykkjur á þræði = 44-46 lykkjur. Prjónið áfram þar til vettlingurinn mælist 15-16 cm frá prjónamerki – stillið af að síðasta umferð sé ekki umferð með snúning í kaðli í A.7, þ.e.a.s. ekki umferð 4 eða 8. Nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið nú A.8 yfir A.7 – aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Þegar A.8 hefur verið prjónað til loka á hæðina, eru 40-42 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á vettlingi þannig að það verða 20 lykkjur innan í vettlingi og 20-22 lykkjur ofan á vettlingi. Það eru 3-4 lykkjur slétt á milli prjónamerkja og A.8. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 3 sinnum, síðan í hverri umferð alls 3 sinnum = 16-18 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 8-9 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið enda vel. Vettlingurinn mælist ca 30-32 cm ofan frá og niður. Brjótið e.t.v. uppá neðstu 6-6½ cm á stroffi. ÞUMALL: Setjið 11-13 þumallykkjur frá þræði á sokkaprjóna 3,5. Prjónið að auki upp 4-3 lykkjur í kringum op á þumli = 15-16 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til sjálfur þumallinn mælist ca 5-5½ cm. Nú eru eftir ca ½ cm að loka máli, mátið e.t.v. vettlinginn og prjónið að óskaðri lengd. Prjónið 1-0 lykkjur slétt, prjónið síðan lykkjur slétt saman 2 og 2 = 8 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjur prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 4 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. VINSTRI VETTLINGUR: Fitjið upp 48-48 lykkjur á sokkaprjón 3 með Merino Extra Fine. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 12-13 cm. Prjónið síðan þannig: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir fyrstu 28 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt, A.6 (= 14 lykkjur), 2 lykkjur slétt og 2 lykkjur brugðið. Þegar A.6 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 52-52 lykkjur í umferð. Setjið eitt prjónamerki í umferð hér. Stykkið er nú mælt frá þessu prjónamerki. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3,5. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 27 lykkjur og fækkið jafnframt um 8-6 lykkjur jafnt yfir þessar 27 lykkjur, prjónið 3 lykkjur slétt, A.7 (= 18 lykkjur) yfir A.6 og endið með 4 lykkjur slétt = 44-46 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 1½ cm frá prjónamerki, aukið út fyrir þumal með því að auka út um 1 lykkju hvoru megin við 19.-21. lykkju í umferð – munið eftir ÚTAUKNING-2. Aukið svona út hvoru megin við útauknar lykkjur í annarri hverri umferð alls 5-6 sinnum á hæðina = 54-58 lykkjur. Setjið 11-13 þumallykkjur á þráð. Haldið áfram hringinn eins og áður – JAFNFRAMT í fyrstu umferð er fitjuð upp 1 ný lykkja yfir lykkjur á þræði = 44-46 lykkjur. Afgangur af vettling er prjónað á sama hátt og hægri vettlingur. Prjónið þumal á sama hátt og hægri þumall. |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #coolcablesset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 214-25
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.