Marga skrifaði:
Ik brei maat xl. Bij de hals staat “ Voeg 1 markeerdraad in na de eerste 24-26-27-28-29-30 steken (= ongeveer midden voor).“ Wanneer je 88 steken hebt opgezet, hoe kan het dan dat je “ ongeveer middenvoor “ hebt na de eerste 28 steken? Is mv dan niet na 44 steken?
14.11.2024 - 00:04DROPS Design svaraði:
Dag Marga,
Je hebt steken over het voorpand, steken over het achterpand, maar ook steken over beide schouders. Waar je de markeerdraad voor midden voor plaatst is om straks de lengte afmetingen vanaf te meten.
04.12.2024 - 21:26
Birte Reiss Axelsen skrifaði:
Skal striberne være 2 + 1? jeg synes på modellen det ser ud til at det er 2 + 2. Er det en fejl?
06.11.2024 - 19:10DROPS Design svaraði:
Hej Birte, Det bestemmer du selv :) Vi har lavet dem 2+1 :)
07.11.2024 - 10:59
Christine skrifaði:
Bonjour, je commence mon tricot avec le col en côtes pour 8 cm. Quand je regarde le patron ou la photo, la forme du col est en trapèze et non cylindrique. Est-ce que je dois augmenter mon nombre de mailles initiales avant d'arriver au "yoke"? et est-ce que le début du "yoke" est toujours en côtes ou en point jersey?
10.06.2023 - 12:48DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, tricotez les 8 cm de côtes du col, puis tricotez l'empiècement comme indiqué (en jersey en suivant A.1). Cette forme trapèze se formera automatiquement à la fin. Bon tricot!
12.06.2023 - 09:34
Ingrid Van Den Bosch skrifaði:
Bonjour, si je comprend bien, je dois faire 2 augmentations (2 jetés) toutes les 4 mailles pour commencer les augmentations (2 augmentations par motif de 4 mailles) ? Merci
09.01.2023 - 09:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Van Den Bosch, si vous parlez des diagrammes, suivez bien le diagramme approprié à votre taille en tricotant ainsi: *1 m end, 1 jeté, 1 m end, 1 jeté, 2 m end*, et répétez de *-* tout le tour pour le 1er rang de A.1. bon tricot!
09.01.2023 - 11:00
Christa Böckmann skrifaði:
Es geht um das Modell 213-13 Frage 1. mir ist die strickfolge des Diagramm für die Passe nicht klar genug erklärt. Frage 2. Warum zunehnahmen ab unterer Ärmelmitte ? Der Arm wird doch nach unter enger....
31.10.2022 - 11:29DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Böckmann, bei der Passe strickt und nimmt man zu wie im Diagram gezeichnet, dh A.1 stricken Sie 18 bis 24 Mal (siehe Größe) in der Runde hier lesen Sie mehr über Diagramme; der Pullover hat Puffärmel, so wird es am Anfang der Ärmel zuerst abgenommen dann zugenommen - siehe ÄRMEL. Viel Spaß beim stricken!
31.10.2022 - 13:17
Kitt Helen Dahle skrifaði:
Hei Finnes det flere hvite Drops Air med innfarging7F8636? Da skal jeg ha 2 nøster. Ellers blir det for stor fargeforskjell. Jeg strikker pattern php?id=9719&cid=1. Hilsen Kitt Dahle
19.08.2022 - 17:52DROPS Design svaraði:
Hei Kitt Helen. Vi selger bare kilovis til butikker. Men ta kontakt med en butikk / en nettbutikk og hør om de har denne innfargingen. Du finner alle butikker under: Finn en butikk! Ellers så anbefaler jeg deg å bruke diverse sosiale medier for håndarbeid (f.eks DROPS Workshop), der er det mange brukere som hjelper hverandre med etterlysning av garn og partinr. mvh DROPS design
22.08.2022 - 11:39
Shar skrifaði:
Hello. I am not understanding the diagram A. 1, work A.1 in the round (= 18-20-21-22-23-24 repeats of 4 stitches). What 4 stitches do I repeat ?
02.02.2022 - 16:21DROPS Design svaraði:
Hi Shar, diagram A.1 starts with 4 stitches. You will repeat the diagram 18-20-21-22-23-24 times in the round (number of repetion depends on your size). How to read knitting diagrams you will find HERE. Happy knitting!
02.02.2022 - 18:24
Isabelle Francesconi skrifaði:
Bonjour,\r\nMerci pour votre réponse. Oui, j\'ai bien compris votre explication. Ceci dit, je fais la taille M et le marueur du col ne correspond pas au milieu du devant. A 27 mailles (après le début du tour), le marqueur ne se trouve pas au milieu. Est-ce normal ? Mais, j\'ai pu continuer mon tricot, donc je pense que ca va.\r\nMerci encore.\r\nBonne journée,\r\nIsabelle
31.01.2022 - 17:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Isabelle, les tours commencent au début de la manche, pas au milieu dos, ce marqueur après la 27ème maille est juste "approximativement" au milieu devant, vous allez ensuite mesurer l'empiècement à partir de ce rang, en posant l'ouvrage à plat, comme vous commencez par la manche droite (en rond, de haut en bas), le devant sera juste après la manche, vous tricotez ensuite l'autre manche et le dos en entier (vous aurez donc plus de mailles après le marqueur jusqu'au début du tour). Bonne continuation!
31.01.2022 - 17:56
Francesconi Isabelle skrifaði:
Suite de mon message.... De plus, le marqueur , du coup ,'est pas au milieu du devant, mais un peu sur le côté, pourquoi ? Ou il faut juste le placer après 27 mailles (?) et ne pas tricoter avec lui ? C'est juste pour mesurer l'ouvrage ? Merci beaucoup de votre réponse Bien cordialement, Isabelle
30.01.2022 - 10:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Isabelle, est-ce que la réponse précédente pourrait vous aider à comprendre? Si ce n'est pas le cas, n'hésitez pas à nous le dire, merci!
31.01.2022 - 09:41
Isabelle Francesconi skrifaði:
Je ne comprends pas pourquoi on ne peut pas se servir du marqueur qui indique chaque debut de tour. Pour le col. Je ne comprends pas le marqueur après les 27 premières mailles. Il faut les tricoter ou non ? Pouvez-vous reexpliquer svp ?
30.01.2022 - 00:24DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Francesconi, le marqueur qui indique le changement de tour va suivre l'ouvrage, le marqueur que l'on place après le col sert de repère pour mesurer l'empiècement, celui-ci ne doit pas bouger, il doit se trouver à environ 27 mailles (en taille L) du début du tour, ceci correspondant au milieu du devant du pull, c'est ici que vous allez mesurer la hauteur de l'empiècement plus tard. Ne tricotez pas ces mailles pour placer le marqueur, comptez simplement ces mailles pour le mettre au bon endroit. Bon tricot!
31.01.2022 - 09:24
Caught in the Middle#caughtinthemiddlesweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og röndum. Stærð XS - XXL.
DROPS 213-13 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR (á við um útaukningu í berustykki): Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 216 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 4) = 54. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir 54. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð 53. og 54. hver lykkja slétt saman. RENDUR: * Prjónið 2 umferðir sléttprjón með litnum fjólublá þoka, 1 umferð sléttprjón með litnum natur *, prjónið frá *-* í 15-15-17-17-18-18 cm, prjónið síðan 4 umferðir með litnum fjólublá þoka. Öll einingin með röndum mælist ca 17-17-19-19-20-20 cm á hæðina. ÚRTAKA (á við um mitt undir ermum): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri. ÚTAUKNING (á við um mitt undir ermum): Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo ekki myndist gat. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur þegar fellt er af, er hægt fella af með grófari prjónum. Ef kanturinn er enn stífur, er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 4. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna / stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 72-80-84-88-92-96 lykkjur á stuttan hringprjón 4 með litnum natur. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 8 cm. Prjónið 1 umferð slétt. Setjið 1 prjónamerki eftir fyrstu 24-26-27-28-29-30 lykkjur í umferð (= ca miðja að framan). Prjónið síðan berustykki eins og útskýrt er að neðan – berustykki er mælt frá prjónamerki! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið A.1 hringinn (= 18-20-21-22-23-24 mynstureiningar með 4 lykkjum). Aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 216-240-252-264-299-312 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 13-13-13-16-17-17 cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið síðan sléttprjón með litnum natur (án útaukninga) þar til stykkið mælist 13-13-14-16-17-19 cm frá prjónamerki við hálsmál. Prjónið síðan RENDUR – sjá útskýringu að ofan. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 14-14-15-17-19-19 cm frá prjónamerki við háls, aukið út 4-0-4-8-5-8 lykkjur jafnt yfir í umferð – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 220-240-256-272-304-320 lykkjur. Þegar stykkið mælist 18-18-20-22-24-26 cm frá prjónamerki við hálsmál, skiptist berustykki fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð þannig: Setjið fyrstu 42-46-48-52-60-60 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 68-74-80-84-92-100 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 42-46-48-52-60-60 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8-8-10 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 68-74-80-84-92-100 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= bakstykki). Klippið frá. Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 148-160-172-184-200-220 lykkjur. Byrjið umferð mitt í 6-6-6-8-8-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi í annarri hlið á stykki og haldið áfram hringinn með rendur eins og útskýrt er að ofan. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, prjónið sléttprjón með litnum natur. Prjónið þar til stykkið mælist 23-26-26-26-26-26 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 28-32-32-36-40-44 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 176-192-204-220-240-264 lykkjur. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 49-52-54-56-58-60 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 42-46-48-52-60-60 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 5,5 og prjónið að auki upp 1 nýja lykkju í hverja af 6-6-6-8-8-10 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 48-52-54-60-68-70 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki fyrir miðju í nýjum lykkjum undir ermi. Haldið áfram hringinn með röndum eins og á fram- og bakstykki. Þegar rendur hafa verið prjónaðar til loka, prjónið sléttprjón með litnum natur. JAFNFRAMT þegar ermin mælist 3-3-3-2-2-2 cm frá skiptingu, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 6-3-3-2-1-1 cm millibili alls 2-3-3-5-8-8 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 14 cm frá skiptingu í öllum stærðum. Nú eru auknar út 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 2½-2½-2-2-1½-1½ cm millibili alls 7-7-6-6-6-6 sinnum = 58-60-60-62-64-66 lykkjur. Prjónið þar til ermin mælist 37-37-35-34-32-31 cm frá skiptinu (nú eru eftir ca 4 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðari hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 26-28-24-26-24-26 lykkjur jafnt yfir = 32-32-36-36-40-40 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Ermin mælist ca 41-41-39-38-36-35 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #caughtinthemiddlesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 213-13
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.