LAETITIA skrifaði:
Bonjour, je tricote le modèle en XL. J'arrive bien au nombre de 304 mailles à la fin des augmentations mais la répartition manches et dos/devant n'est pas du tout la même. Il fallait bien augmenter avant A1?
25.10.2024 - 11:46DROPS Design svaraði:
Bonjour Laetitia, il faut bien augmenter de chaque côté de chaque A.1 tout le tour (on augmente 8 m à chaque fois), mais lors de la division, la 1ère maille et la dernière maille de la manche va être attribuée au devant/au dos. Bon tricot!
25.10.2024 - 13:43
Eva Arnström Sundman skrifaði:
Jag stickar tröjan i st XXL med 112 maskor i halskanten. Men maskorna räcker inte till när jag följer beskrivningen. Det saknas 12 maskor för att kunna följa mönstret korrekt. Står det fel i beskrivningen?
03.03.2024 - 19:21DROPS Design svaraði:
Hej Eva,Sticka 1 avigmaska, * 2 rätmaskor, 2 avigmaskor *, sticka *-* över de nästa 12 maskorna, 2 rätmaskor, A.1=8m, 2 rätmaskor, 2 avigmaskor, 2 rätmaskor, 2 avigmaskor, 2 rätmaskor, A.1=8m, * 2 rätmaskor, 2 avigmaskor *, sticka *-* över de nästa 28 maskorna, 2 rätmaskor, A.1=8, 2 rätmaskor, 2 avigmaskor, 2 rätmaskor, 2 avigmaskor, 2 rätmaskor, A.1=8, * 2 rätmaskor, 2 avigmaskor *, sticka *-* över de nästa 8-8-12-12 maskorna, 2 rätmaskor, 1 avigmaska. (1+12+2+8+2+2+2+2+2+8+28+2+8+2+2+2+2+2+8+12+2+1=112 masker)
05.03.2024 - 15:11
Pat Buirski skrifaði:
Help with the sizing of the garment what is Xl or xxl?
16.03.2023 - 10:32
Pat Buirski skrifaði:
How do you know what size to knit s- xxl?
16.03.2023 - 07:43DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Buirski, measure a similar garment you have and like the shape and compare them to the measurements in the chart, this is the best way to find out the appropriate size. Read more here. Happy knitting!
16.03.2023 - 09:15
Josefa Olivares skrifaði:
Hi, when i knit the yoke im confused because i have to increase every other round, but i dont know what to do when i dont have to increase do i just do knits? Hope you are having a great day
12.02.2023 - 04:51DROPS Design svaraði:
Dear Josefa, the increased stitches are knitted in the next round. Happy knitting!
12.02.2023 - 22:45
Catherine skrifaði:
Bonjour, je fais le modèle XL et je suis rendue à mettre les mailles en attente pour les manches donc j'ai 304 mailles et 23 cm depuis le marqueur. Le patron indique: tricoter 45 mailles et glisser 62 mailles en attente. Si je tricote 45 mailles j'arrive à la 7e mailles d'un A1...Question: est-ce que nous poursuivons à tricoter les A1 lorsque nous glissons les mailles en attente et si oui, est-ce normal que je sois sur la 7e maille et non la 8e?
12.11.2022 - 13:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Catherine, vous tricotez les mailles comme avant, autrement dit, tricotez les mailles de A.1 comme auparavant; elles seront ensuite tricotées en jersey pour le bas du pull). Bon tricot!
14.11.2022 - 09:23
Kirsti skrifaði:
Hei! Olen aloittanut mallin Calming moments l- koossa. en pääse alkua pitemmälle, koska en saa pääntien resorin silmukkamäärää mitenkään täsmäämään näillä ohjeilla. Aloituksessa on 96 silmukkaa. Mitä tarkoittaa *2s oikein, 2 s nurin*, toista *-* 8 silmukalla? Tuleeko *-*.stä lopputulokseksi 8 vai 16 silmukkaa? Olen yrittänyt vaikka mitä, enkä saa millään noilla ohjeilla lopputulokseksi 96 silmukkaa. Minkä virheen teen? Mitä en huomaa? Yst. terv. Kirsti
26.04.2022 - 10:47DROPS Design svaraði:
Hei, kun ohjeessa lukee esim. toista *-* 8 silmukalla, tämä tarkoittaa että 8 silmukalla neulotaan näin: 2 s oikein, 2 s nurin, 2 s oikein ja 2 s nurin. Silmukkaluvuksi tulee tällöin lopuksi 96 silmukkaa.
04.05.2022 - 17:38
Céline skrifaði:
Bonjour, Je ne comprends pas quelque chose, je fais la taille L mon échantillon est bon mais je n'ai pas encore fini mes 22 tours d'augmentations que je suis déjà à 22cm depuis le marqueur.... Que dois je faire?
10.04.2022 - 22:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Céline, mesurez bien après les côtes du col, vous augmentez 22 fois tous les 2 rangs soit 44 rangs rangs et donc 22 cm au total (20 rangs = 10 cm). Si votre tension en hauteur n'est pas juste, vous pouvez augmenter plus fréquemment; ainsi, la hauteur de l'empiècement sera juste. Bon tricot!
19.04.2022 - 08:01
Catalina skrifaði:
Hola. Me gustaría intentar hacer una talla XS, la S a veces me queda un poco grande. He empezado el trabajo con los puntos para la talla S, me pregunto si podría hacer menos aumentos en el canesu, por ejemplo en vez de 18 repeticiones hacer 16 , acabar con 216 puntos, le parece correcto?
13.03.2022 - 18:42DROPS Design svaraði:
Hola Catalina. Sí, puedes ajustar las medidas, probandote el jersey a medida que trabajes, hasta alcanzar el largo deseado.
13.03.2022 - 21:55
Ferial skrifaði:
Bonjour Je suis au col qui me rend folle pour la taille XL j aime les pulls super large...mais apres le diagramme etc ca dis " Quand les côtes mesurent 4 cm, placer 1 marqueur. MESURER DÉSORMAIS À PARTIR D'ICI!"...je continue en cote 2 a 2 ou je repete avec le diagramme? ...merci ×××
05.03.2022 - 03:50DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Ferial, en XL, vous tricotez pour le col en côtes 2/2 et A.1 en même temps jusqu'à ce que l'ouvrage mesure 4 cm, puis vous placez un marqueur et tricotez ensuite l'empiècement en tricotant toujours A.1 mais les autres mailles en jersey, en augmentant pour le raglan de chaque côté de chaque A.1. Bon tricot!
07.03.2022 - 08:28
Calming Moments#calmingmomentssweater |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Air. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með stroffprjóni í laskalínu. Stærð S - XXXL.
DROPS 213-14 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. ÚTAUKNING-1 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt í þessum lykkjum), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚTAUKNING-2 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 164 lykkjur) og deilið lykkjum með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 32) = 5,1. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 5. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 8 lykkjur (= A.1) í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 88-96-96-104-112-112 lykkjur á hringprjón 4,5 með Air. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig – frá miðju að aftan. Stærð S og XL: Prjónið 1 lykkju slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 8-12 lykkjur, A.1 (= 8 lykkjur), 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, A.1 * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 16-24 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.1, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, A.1, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 8-12 lykkjur, 1 lykkja slétt. Stærð M-L-XXL og XXXL: Prjónið 1 lykkju brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 8-8-12-12 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.1, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, A.1, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 20-20-28-28 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.1, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, A.1, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 8-8-12-12 lykkjur, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið. Þegar stroffið mælist 4 cm, setjið 1 prjónamerki í stykkið. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 5,5 og prjónið þannig: 9-11-11-13-15-15 lykkjur slétt, A.1, 10 lykkjur slétt, A.1, 18-22-22-26-30-30 lykkjur slétt, A.1, 10 lykkjur slétt, A.1, 9-11-11-13-15-15 lykkjur slétt. Haldið áfram með þetta mynstur, JAFNFRAMT í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvert A.1 (= 8 lykkjur fleiri). Aukið svona út í annarri hverri umferð, alls 18-20-22-25-26-28 sinnum = 232-256-272-304-320-336 lykkjur. Prjónið áfram án útaukninga þar til stykkið mælist 18-20-22-23-25-27 cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 35-39-41-45-49-52 lykkjur eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 46-50-54-62-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 70-78-82-90-98-104 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 46-50-54-62-62-64 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 6-6-8-8-10-12 nýjar lykkjur á prjóni (= í hlið undir ermi), prjónið þær 35-39-41-45-49-52 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= hálft bakstykki). FRAM- OG BAKSTYKKI: = 152-168-180-196-216-232 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í 6-6-8-8-10-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau aðeins síðar þegar auka á út. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 4 cm frá skiptingu aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-1 = 4 lykkjur fleiri. Aukið svona út með 12 cm millibili alls 3 sinnum = 164-180-192-208-228-244 lykkjur. Þegar stykkið mælist 36-36-36-37-37-37 cm frá skiptingu aukið út 32-36-40-40-48-48 lykkjur jafnt yfir – SJÁ ÚTAUKNING-2 = 196-216-232-248-276-292 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4,5. Prjónið stroff 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið yfir allar lykkjur. Prjónið stroff í 6 cm, fellið síðan af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 64-66-68-70-72-74 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 46-50-54-62-62-64 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á hringprjóna/sokkaprjóna 5,5 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-8-8-10-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 52-56-62-70-72-76 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur. Prjónið sléttprjón, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með ca 5-4½-3½-2½-2-2 cm millibili alls 7-8-10-13-14-15 sinnum = 38-40-42-44-44-46 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-38-37-36-34-33 cm aukið út 6-4-6-4-8-6 lykkjur jafnt yfir = 44-44-48-48-52-52 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 4,5. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda. Ermin mælist ca 44-42-41-40-38-37 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #calmingmomentssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 213-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.