Jennifer skrifaði:
I am knitting the Simply Confident sweater. I inserted a marker mid-back when I finished the V neck increases and have now finished the Raglan increases and have 324 stitches. It says to carry on knitting for a further 21cm from the marker. Is this the marker I put in at the end of the V neck? If I measure from there it will be very long before I start removing the stitches for the arms. It measure 14cm from the yoke to the marker and another 21cm would make 36cm and the whole sweater is 56cm!
17.08.2025 - 13:20DROPS Design svaraði:
Hi Jennifer, you had to insert a marker in the middle of the 4 neck-edge stitches on one side. THE PIECE IS NOW MEASURED FROM HERE! It is before the yoke starts. You should knit a further 21cm from this marker. Happy knitting!
17.08.2025 - 21:59
Jennifer skrifaði:
I would like to try and knit the Simply Confident jumper using Drops Sky, yarn group B but not sure how many balls to purchase. It says 250 - does that mean only 5 balls which doesn't seem very much. Thanks
05.08.2025 - 10:58DROPS Design svaraði:
Dear Jennifer, yes, that's correct. For the smallest sizes you only need 250gr, which is 5 balls of DROPS Sky. DROPS Sky is a very light yarn, with a big meterage (190m per 50g ball) so you will have 950 m of yarn, which is enough for working the jumper. Happy knitting!
05.08.2025 - 11:44
Rosemary skrifaði:
I bought A Silk to knit this pullover, and on your yarn substitution it tells me that 2 strands of group A make a group C weight yarn. In the pattern above it says One strand of Group B. Can you clarify, please?
29.07.2025 - 18:10DROPS Design svaraði:
Dear Rosemary, to get the correct tension / a similar texture here, you will have to use either 2 yarns group A as Lace and Kid-Silk here or 1yarn group B as Sky here, as the tension used for this jumper is similar to the tension for yarn group B. Happy knitting!
30.07.2025 - 08:36
Chris skrifaði:
Bonjour, pourquoi ne pas commencer à tricoter en rond là où on est à la fin des allers et retours, c’est à dire au milieu du V de l’encolure devant? Sinon que signifie ‘commencer à tricoter en rond à partir du milieu dos’? On reprend avec un fil nouveau au milieu du dos et on ferme après?
18.04.2025 - 20:02DROPS Design svaraði:
Bonjour Chris, quand l'encolure V est terminée, on choisit de commencer les tours au milieu dos plutôt qu'à l'encolure pour (notamment) que A.1 soit bien au milieu (et pour éviter toute démarcation du point mousse); commencer au milieu dos signifie que vous allez repérer le milieu du dos (divisez les mailles du dos en 2), et glissez les mailles jusqu'au repère que vous aurez mis de l'aiguille gauche sur l'aiguille droite, sans les tricoter. Joignez le fil et commencez ici (marquez le début des tours par un marqueur par exemple). Bon tricot!
22.04.2025 - 14:27
Rodney Riquelme skrifaði:
Hei har nå strikket de 2 ferdige hals kantene og satt de sammen på en pinne men når jeg ser videoen så får man ikke sett hvordan man gjør etter at man har satt begge to hals kantene på en pinne
08.03.2025 - 16:56DROPS Design svaraði:
Hei Rodney. Ja, videoen viser bare de 2 "løse" halskantene. Videoen viser ikke helt nøyaktig hvordan halskantene i 205-14 strikkes, så les oppskriften nøye. Når halskantene er satt sammen og det er satt et merke midt i de 4 maskene i en av sidene, må man følge beskrivelsen under BÆRESTYKKET (det settes 4 merketråder, det økes til raglan og v-hals samtidig). mvh DROPS Design
11.03.2025 - 07:09
Maribé skrifaði:
Hola ¿Podrían colgar un vídeo tutorial sobre cómo hacer el escote en V? No lo he hecho nunca y con las instrucciones del patrón no lo veo claro. Muchas gracias
05.03.2025 - 16:15DROPS Design svaraði:
Hola Maribé, puedes ver cómo se trabajan las cenefas del escote en este video. Los aumentos para el escote-V se trabajan después, según el patrón, aumentando antes o después de las cenefas en punto musgo.
09.03.2025 - 19:39
Magdalena Lizak skrifaði:
Utknęłam po na obszyciu dekoltu mam 76 oczek i nie wiem dalej o co chodzi, czy mam przerobić cztery oczka dodać na końcu i jeszcze raz wrócić ,potem przerobić całość i z drugiej strony to samo . I dalej co to znaczy po środku czterech oczek czyli po dwóch oczkami mam dać znacznik.
26.02.2025 - 17:33DROPS Design svaraði:
Witaj Magdo, masz wszystkie oczka na drucie. teraz wykonujesz 1 rząd na lewej stronie robótki, z każdej jej strony dodając 1 oczko (dodane 2 oczka w tym rzędzie). Następnie będziesz przerabiać karczek na prawej stronie robótki, w tym czasie włóż marker na środku jednego z obszyć dekoltu (na brzegu robótki) - od tego markera będą podawane miary na długość karczku w dalszej części opisu. Pozdrawiamy!
03.03.2025 - 11:40
Criss skrifaði:
Mi-a plăcut foarte mult modelul și e foarte bine explicat. Eu l-am lucrat cu model Andalusian. Mulțumesc!❤️
15.02.2025 - 09:50
Maritha Söderholm skrifaði:
Hej, stickar med alternativ Drops Belle enligt konventeraren, men nu är garnet slut och jag har ärmarna kvar att sticka. Jag beställde 250 g enligt storlek M, varje nysta är 50 g så då beställde jag 5 nystan. Jag stickar enligt rekommenderad stickfasthet. Är mönstret fel? Eller tänker jag fel? Behöver mer garn men känns fel att betala frakt om mönstret är fel. Har ni möjlighet och kontrollera och återkomma? Är i så fall väldigt tacksam. Hälsningar Maritha Söderholm
20.12.2024 - 11:51DROPS Design svaraði:
Hej Maritha, hvis du strikker den mindste størrelse skal du bruge 5 nystan DROPS Sky eller 8 nystan DROPS Belle ifølge konverteraren
20.12.2024 - 12:12
Margunn Ygre skrifaði:
Hva betyr tallene 1,2,3 og 4 på bildet som viser målene/størrelsen i cm?
15.08.2024 - 08:24DROPS Design svaraði:
Hej Margunn, 1cm = nederste 4 retstrikkede pinde i kanten, 4cm = de øverste cm på skulderen, 2 cm = halskanten øverst på skulderen :)
15.08.2024 - 09:44
Simply Confident#simplyconfidentsweater |
||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu og v-hálsmáli úr DROPS Lace og DROPS Kid-Silk eða DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-14 |
||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. STUTTAR UMFERÐIR-1 (á við um hægri kant í hálsmáli): Byrjið frá réttu og prjónið þannig: * 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 3 fyrstu lykkjur, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum. STUTTAR UMFERÐIR-2 (á við um vinstri kant í hálsmáli): Byrjið frá röngu og prjónið þannig: * 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir 3 fyrstu lykkjur, 2 umferðir garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 3 sinnum, prjónið síðan 1 umferð slétt frá röngu yfir allar 4 lykkjur. LASKALÍNA: Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (prjónamerki situr hér), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið við hvert og eitt af prjónamerkjum sem eftir eru (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. V-HÁLSMÁL: Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju innan við 4 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið á stykki með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru allir uppslættirnir prjónaðir snúnir brugðið svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru prjónaðir 2 lausir kantar í hálsmáli. Þeir eru settir inn á hringprjóninn þegar fitjaðar eru upp lykkjur fyrir hálsmáli eins og útskýrt er í uppskrift (kantar í hálsmáli eru síðar saumaðir saman við miðju að aftan og saumaðir síðan við hálsmál aftan í hnakka). Prjónið síðan berustykki fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan, ofan frá og niður, JAFNFRAMT er aukið út fyrir v-hálsmáli og laskalínu. Þegar útaukning fyrir v-hálsmáli er lokið er prjónað áfram í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 4 lykkjur á prjón 3,5 með Lace + Kid-Silk (= 2 þræðir) eða 1 þræði Sky og prjónið GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan (1. umferð = rétta). Þegar kantur í hálsi mælist ca 6-6-6½-6½-7-7½ cm, prjónið STUTTAR UMFERÐIR-1 – sjá útskýringu að ofan. Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar til loka, prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur í 6 cm í öllum stærðum, endið eftir 1 umferð slétt frá röngu (allur hægri kantur í hálsmáli mælist nú ca 14-14-14½-14½-15-15½ cm innst þar sem stykkið er styst). Klippið frá og geymið kantinn í hálsmáli. Prjónið vinstri kant í hálsmáli á sama hátt, en þegar kantur í hálsmáli mælist ca 6-6-6½-6½-7-7½ cm, prjónið STUTTAR UMFERÐIR-2 – sjá útskýringu að ofan. Þegar stuttar umferðir hafa verið prjónaðar til loka eins og útskýrt er að ofan, prjónið garðaprjón fram og til baka yfir allar 4 lykkjur í 6 cm í öllum stærðum, endið eftir 1 umferð slétt frá réttu (allur vinstri kantur í hálsi mælist nú ca 14-14-14½-14½-15-15½ cm innst þar sem stykkið er styst). Setjið lykkjur á hringprjón 4, ekki klippa þráðinn frá, en fitjið nú upp 66-66-68-68-70-72 lykkjur á sama hringprjón strax eftir vinstri kant í hálsmáli og prjónið nú síðan slétt frá röngu yfir 4 lykkjur í hægri kanti í hálsmáli = 74-74-76-76-78-80 lykkjur í umferð. Prjónið næstu umferð frá röngu þannig: 4 lykkjur garðaprjón, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (= 1 lykkja fleiri), prjónið brugðið þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur í næstu lykkju (= 1 lykkja fleiri), prjónið 4 lykkjur garðaprjón = 76-76-78-78-80-82 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í 4 lykkjur fyrir kant í hálsmáli í annarri hliðinni. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú berustykki eins og útskýrt er að neðan. BERUSTYKKI: Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki) þannig: Setjið eitt prjónamerki eftir 5 lykkjur inn frá hvorri hlið, þ.e.a.s. eftir 4 lykkjur garðaprjón + 1 lykkja slétt (= í skiptinguna á milli framstykkis og erma), setjið næstu 2 prjónamerki eftir 16 nýjar lykkjur í hvorri hlið (= í skiptinguna á milli erma og bakstykkis). Nú eru 34-34-36-36-38-40 lykkjur á milli 2 síðustu prjónamerkja sem sett voru í stykkið (= bakstykki). Prjónið sléttprjón með 4 lykkjum garðaprjón í hvorri hlið við v-hálsmáls mitt að framan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! LASKALÍNA: Í fyrstu umferð frá réttu byrjar útaukning fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 24-28-31-34-36-38 sinnum. V-HÁLSMÁL: Í 3. umferð byrjar útaukning fyrir V-HÁLSMÁL – sjá útskýringu að ofan. Aukið svona út í 4. hverri umferð 4-5-6-7-8-8 sinnum, síðan í annarri hverri umferð 10-9-9-8-8-9 sinnum (= alls 14-14-15-15-16-17 lykkjur fleiri fyrir v-hálsmái í hvorri hlið). Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli hefur verið gerð til loka, klippið frá. Setjið eitt prjónamerki mitt aftan á peysuna. Nú er þetta byrjun á umferð. Prjónið nú stykkið áfram hringinn frá réttu og yfir 8 lykkjur í garðaprjóni er prjónað mynstur A.1. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina hefur fækkað um 4 lykkjur í mynsturteikningu. Þegar öll útaukning fyrir v-hálsmáli og laskalínu (+ 4 úrtökur í A.1) er lokið eru 292-324-352-376-396-416 lykkjur í umferð. Prjónið nú áfram í sléttprjóni þar til stykkið mælist 19-21-23-25-28-30 cm frá prjónamerki. Endið umferð mitt á bakstykki. Næsta umferð er prjónuð þannig: ATH: Stykkið skiptist fyrir ermar og fram- og bakstykki og 1-1-1-2-4-6 lykkjur frá hvorri hlið á ermum eru prjónaðar inn á prjóninn fyrir fram- og bakstykki, þannig að skiptingin á milli fram- og bakstykkis og ermar er ekki lengur við prjónamerkin: Prjónið fyrstu 42-46-50-54-59-64 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 62-70-76-80-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 84-92-100-108-118-128 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 62-70-76-80-80-80 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-12-16 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 42-46-50-54-59-64 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). Prjónið síðan fram- og bakstykki og ermar til loka hvort fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-200-220-236-260-288 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn á hringprjón 4. Þegar stykkið mælist 30-30-30-30-29-29 cm, skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 62-70-76-80-80-80 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjón 4. Prjóni að auki upp 1 lykkju í hverja af nýjum 8-8-10-10-12-16 lykkjum sem fitjaðar voru upp í hlið undir ermi = 70-78-86-90-92-96 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki mitt í nýjar lykkjur (= 4-4-5-5-6-8 nýjar lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar ermin mælist 4 cm, fækkið um 2 lykkjur undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½-2½-2-2-1½-1½ cm millibili alls 10-13-16-17-17-18 sinnum = 50-52-54-56-58-60 lykkjur. Þegar ermin mælist 44-43-42-41-38-37 cm, skiptið yfir á sokkaprjón 3,5. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af. Ermin mælist ca 45-44-43-42-39-38 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið saman kant í hálsmáli mitt að aftan þannig að saumurinn komi á röngu. Strekkið aðeins á kantinum í hálsmáli og saumið við hálsmál aftan í hnakka. |
||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||
|
||||||||||
![]() |
||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #simplyconfidentsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-14
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.