Hverrnig á að prjóna kant í hálsi í 2 hlutum

Í þessu DROPS myndbandi sýnum við hvernig hægt er að prjóna kant í hálsi, eins og er m.a. í peysunni Velencia í DROPS 202-10. Við prjónum minnstu stærðina/lykkjufjöldann í DROPS 202-10 og við höfum nú þegar fitjað upp 5 lykkjur og prjónað GARÐAPRJÓN í ca 6 cm. Við byrjum myndbandið á því að sýna STUTTAR UMFERÐIR-1 fyrir fyrri kant í hálsi, eftir það prjónum við GARÐAPRJÓN þar til stykkið mælist ca 14 cm. Klippið frá og geymið kant í hálsi. Við sýnum síðan STUTTAR UMFERÐIR-2 fyrir seinni kant í hálsi (byrjum frá röngu) og endum með 1 umferð slétt frá röngu. Eftir það eru prjónaðir 6 cm í GARÐAPRJÓN. Setjið síðan lykkjur frá kanti í hálsi-2 á hringprjón, fitjið upp 52 nýjar lykkjur og prjónið slétt yfir 5 lykkjur í kanti í hálsi-1. Þegar peysan hefur verið prjónuð til loka er kantur í hálsi saumaður saman við miðju að aftan þannig að saumurinn snúi inn. Strekkið aðeins á kantinum og saumið niður aftan í hálsi. RS = rétta WR = ranga. Við notum garnið DROPS Air í myndbandinu.
Fylgja þarf uppskrift til þess að geta fylgt myndbandinu eftir.
Þú getur séð þetta mynstur með því að smella á myndina að neðan.

Tags: jakkapeysur, kantur,

The video above can be used in the following patterns

Available in:

Skrifa athugasemd við þetta myndband

Your email address will not be published. Required fields are marked *.