Vero skrifaði:
Bonjour, merci pour ce beau modèle. Que signifie "tricoter le diagramme X au dessus des X mailles ? Merci par avance :)
07.02.2025 - 19:11DROPS Design svaraði:
Bonjour Véro, vous devez simplement tricoter les X mailles suivantes comme indiqué dans le diagramme X correspondant. Bon tricot!
10.02.2025 - 09:01
Elena Kalinina skrifaði:
Hi I don’t understand what is meant by knitting the cable stitched together 2 and 2. Could someone please help me understand how to do this technique?
28.02.2023 - 10:20DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Kalinina, cables needs more stitches than stocking stitch for the same width, as you increased at the beginning of cables you will have now to decrease the stitches of the cable - work diagram as before until the 12-16 sts (see size) middle stitches, thenk K2 tog a total of 3-4 times (you decrease 6-8 sts). Happy knitting!
28.02.2023 - 11:12
Joan Shayne skrifaði:
Is there a way I can make the sleeves at the wrist more narrow(like an regular sleeve) rather than bell shaped?
08.08.2022 - 20:51DROPS Design svaraði:
Hi Joan, You can decrease mid-under the sleeve and not work the yarn overs in A.2, making sure the pattern still looks ok down the sleeve. For the decreases under the sleeve, you can read some of our other jumper patterns with normal sleeves. Happy knitting!
09.08.2022 - 07:12
Sophie skrifaði:
Hallo, in welcher Garnvariante und in welcher Größe wurde das Modell im Foto gestrickt? Die Farbe wirkt eher Brushed Alpaka Silk in rostrot aus, die beiden angegebenen Farben sehen beide heller aus. Eine Antwort auf eine Frage aus Kanada zum Garn widerspricht außerdem der Anleitung, dort heißt es, man nehme je einen Faden beider Garne - das könnte auch die farbliche Abweichung erklären. Können Sie meine Verwirrung aufklären? Viele Grüße
24.06.2022 - 14:36DROPS Design svaraði:
Liebe Sophie, ja genau Brushed Alpaca Silk wurde hier gestrickt; wegen Farben wenden Sie sich am besten direkt an Ihrem DROPS Laden, dort wird man Ihnen am besten mit den Farben helfen. Es kann immer "Fehlerquellen" bei der Darstellung von Farben - die Art der Belichtung beim Fotografieren, die Bildschirmeinstellung des Nutzers (hierzu gibt es auch bei den Garnen einen Hinweis), dann auch leichte Farbabweichungen bei den verschiedenen Partien. Viel Spaß beim stricken!
27.06.2022 - 08:17
Filippa skrifaði:
Skulle ni kunna tänka er att göra mönster i storlek xs? Det är så himla synd att ni har så få mönster i min storlek. Hur kan man annars anpassa mönstret så det blir rätt storlek?
23.02.2022 - 21:51DROPS Design svaraði:
Hej Filippa. Vi har ganska många mönster i storlek XS, du kan filtrera på storlek när du söker efter mönster. Här ser du våra mönster på tröjor till dam i storlek XS. Vill du göra om just detta mönster så får du räkna ut antal maskor du ska lägga upp utifrån hur bred du önskar att tröjan ska vara och stickfastheten. Mvh DROPS Design
24.02.2022 - 11:08
Letizia skrifaði:
Come devo lavorare le 12 maglie che vengono messe in attesa sul davanti per lo scollo? Le intreccio e proseguo lavorando separatamente le spalle?
30.04.2020 - 23:32DROPS Design svaraði:
Buongiorno Letizia. Le 12 maglie verranno riprese più avanti per lavorare il collo. Può trasferirle, senza chiuderle, su un filo di scarto/ fermamaglie, oppure può chiuderle e riprendere le maglie successivamente. Buon lavoro!
01.05.2020 - 08:53
Julia Jonas skrifaði:
Autumn trail pattern knitting the sleeve in the round at 49 cm it says to knit back and forth until 52 cm, how do i do this if knitting in the round? or is this a mistake?
03.03.2020 - 19:44DROPS Design svaraði:
Hi Julia, At the top of the sleeve, you will work the sleeve cap, to make sewing the sleeve onto the body easier. So you stop working in the round and work back and forth, at the same time as you decrease for the cap. Happy knitting!
04.03.2020 - 08:17
Vilde skrifaði:
Under bol i oppskriften, hva menes med "avpass etter omgang med oddetall"? Jeg har totalt 202 masker til sammen på pinnen, størrelse M.
16.02.2020 - 20:42DROPS Design svaraði:
Hej Vilde, 1.- 3. - 5. - osv omgang i diagrammet er oddetall. God fornøjelse!
18.02.2020 - 11:22
Julia Jonas skrifaði:
Very strange that the yarn is one strand of drops alpaca silk. It is so thin and doesn't look anything like the sweater in the pattern photo
20.01.2020 - 03:07DROPS Design svaraði:
Dear Juia, for this sweater we used one strand of DROPS Brushed Alpaca Silk (and not the Baby Alpaca silk) and one strand of Kid Silk yarn. If you look at the close up picture you can see, that the resulting material is a haloed, hazy fabric that is very light. Happy knitting!
20.01.2020 - 03:21
Nachisale skrifaði:
Like to knit my blouse. This site seems to be the best to learn how to knit
07.01.2020 - 15:49
Autumn Trails#autumntrailssweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr 2 þráðum DROPS Kid-Silk eða 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykkið er prjónað með köðlum. Stærð S - XXXL.
DROPS 205-8 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 26 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 5) = 5,2. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 4. og 5. hverja lykkju saman. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum. ÚRTAKA-2 (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo að ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón upp að handveg, síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað til loka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 192-212-228-252-276-300 lykkjur á hringprjón 4 með 2 þráðum Kid-Silk eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 26-30-30-38-38-42 lykkjur – fækkið um 5-5-4-7-7-6 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur – sjá ÚRTAKA-1, * A.1 yfir 16-16-20-20-24-24 lykkjur *, prjónið *-* alls 2 sinnum, prjónið A.2 yfir næstu 10-10-10-10-14-14 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir 124-140-148-164-176-196 lykkjur sem eftir eru – fækkið um 19-23-24-25-27-32 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur. Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka eru 186-202-214-234-260-280 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 21-25-26-31-31-36 lykkjur sléttprjón, * A.3 yfir 22-22-24-24-30-30 lykkjur *, prjónið frá *-* alls 2 sinnum, prjónið A.4 yfir næstu 16-16-16-16-20-20 lykkjur, prjónið 105-117-124-139-149-164 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. A.3 og A.4 er endurtekið á hæðina. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið þar til stykkið mælist 36-37-38-39-40-41 cm – stillið af eftir umferð á oddatölu. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af fyrstu 5-7-7-9-9-10 lykkjur fyrir handveg, prjónið næstu 92-96-102-108-124-132 lykkjur eins og áður (= framstykki), fellið af næstu 10-14-14-18-18-20 lykkjur fyrir handveg, prjónið næstu 74-78-84-90-100-108 lykkjur eins og áður (= bakstykki) og fellið af síðustu 5-7-7-9-9-10 lykkjur af fyrir handveg. Prjónið síðan framstykki og bakstykki hvor fyrir sig eins og útskýrt er að neðan. BAKSTYKKI: = 74-78-84-90-100-108 lykkjur. Haldið áfram í sléttprjóni fram og til baka. Þegar stykkið mælist 50-52-54-56-58-60 cm, fellið af miðju 24-24-28-28-30-30 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 24-26-27-30-34-38 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 52-54-56-58-60-62 cm, fellið af – sjá AFFELLING. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 92-96-102-108-124-132 lykkjur. Byrjið frá réttu og haldið áfram með mynstur og sléttprjón fram og til baka. Prjónið þar til stykkið mælist 43-45-46-48-49-51 cm. Í næstu umferð frá réttu eru prjónaðar 12-12-12-12-16-16 lykkjur yfir kaðal við miðju að framan slétt saman 2 og 2 (= 6-6-6-6-8-8 lykkjur færri) = 86-90-96-102-116-124 lykkjur. Í næstu umferð eru miðju 10-10-12-12-12-12 lykkjur settar á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 3 lykkjur alls 1 sinni, 2 lykkjur alls 2 sinnum og síðan 1 lykkju alls 1-1-2-2-3-3 sinnum = 30-32-33-36-42-46 lykkjur eftir á öxl. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 51-53-55-57-59-61 cm. Í næstu umferð frá réttu eru prjónaðar 12-12-12-12-16-16 lykkjur yfir kaðal slétt saman 2 og 2 (= 6-6-6-6-8-8 lykkjur færri) = 24-26-27-30-34-38 lykkjur. Fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp 68-76-84-84-88-96 lykkjur á hringprjón/sokkaprjóna 4 með 2 þráðum Kid-Silk eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 6 cm. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð, prjónamerkið er notað aðeins síðar þegar fækka á lykkjum og auka út. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 30-34-38-38-38-42 lykkjur – fækkið um 8-10-12-11-10-12 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.2 yfir næstu 10-10-10-10-14-14 lykkjur, prjónið sléttprjón yfir 28-32-36-36-36-40 lykkjur sem eftir eru – fækkið um 6-8-10-9-8-10 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 60-64-68-70-76-80 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 22-24-26-27-28-30 lykkjur sléttprjón, prjónið A.4 yfir næstu 16-16-16-16-20-20 lykkjur, prjónið 22-24-26-27-28-30 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. A.4 er endurtekið á hæðina. Þegar stykkið mælist 14 cm, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA-2. Endurtakið úrtöku þegar stykkið mælist 38 cm = 56-60-64-66-72-76 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 42-42-42-41-39-37 cm. Aukið nú út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3 cm millibili alls 2 sinnum = 60-64-68-70-76-80 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 49-48-48-46-44-41 cm – stillið af eftir umferð á oddatölu. Prjónið nú fram og til baka yfir allar lykkjur þar til stykkið mælist 52-52-52-51-49-47 cm. Í næstu umferð frá réttu eru prjónaðar 12-12-12-12-16-16 lykkjur yfir kaðal slétt saman 2 og 2 (= 6-6-6-6-8-8 lykkjur færri) = 54-58-62-64-68-72 lykkjur eftir í umferð. Fellið af. Prjónið hina ermina á sama hátt. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp frá réttu ca 72-72-88-88-92-92 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af bandi að framan) á stuttan hringprjón 4 með 2 þráðum Kid-Silk eða 1 þræði Brushed Alpaca Silk – lykkjufjöldinn á að vera deilanlegur með 4. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið ermar í, þ.e.a.s. saumið affellingarkantinn á ermi við handveg. Opið á neðri hlið á ermi á að sauma niður þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg á fram- og bakstykki. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #autumntrailssweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 205-8
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.