Cecilia Henfridsson skrifaði:
Det är bra om ni skriver i beskrivningen av mössan att mönstret A2 ska läsas uppgift och ner.
20.11.2022 - 13:16
Sabine skrifaði:
Bei dem Musterdiagramm sind für die Farben keine Symbole zu erkennen. Schwierig für die Zuordnung. Wie kann ich die Symbole erhalten? symbols = türkis/grau symbols = gelbgrün symbols = graugrün symbols = natur symbols = indigo dunkel symbols = Zunahme-/Abnahmerunde
20.10.2022 - 17:39DROPS Design svaraði:
Liebe Sabine, wenn Sie alle andere Fotos und alle Diagramme sehen können aber nur nicht die Symbole bei der Zeichenerklärung, versuchen Sie mit einem anderen Browser - im Notfall fragen Sie gerne Ihr DROPS Händler, dort wird man Ihnen helfen können. Viel Spaß beim stricken!
21.10.2022 - 08:24
Marianne Nielsen skrifaði:
Alpaca Er colour 7233 dyelot 302695 det samme som colour 5565 dyelot 302692?
27.06.2022 - 15:20DROPS Design svaraði:
Hej Marianne, nej det er 2 forskellige farver :)
29.06.2022 - 10:09
Kristina Fahlen skrifaði:
Jag stickar denna tröja i drops baby merino och får 27 maskor på 3,5 inte 23. Jag stickar inte löst och är därför rädd att tröjan blir sladdrig om jag går upp en storlek på stickor. Hur gör jag bäst? Vill väldigt gärna ha tröjan då den är så fin.
17.03.2022 - 10:51DROPS Design svaraði:
Hei Kristina. Ettersom Baby Merino er spunnet av flere tynne tråder som gir garnet ekstra elastisitet og et jevnt maskebilde gjør at konstruksjonen av Baby Merino at det er ekstra viktig å ha riktig strikkefasthet i arbeidet ditt. Ville ikke ha gått opp i pinne str. Ville ha prøvd å få den strikkefastheten som er oppgitt. mvh DROPS Design
21.03.2022 - 13:15
GM Lether skrifaði:
Wordt de ondervloer in niet te wijd als je zoveel steken (86) moet meerderen? Of is dit alleen bij alpaca?
10.02.2022 - 13:53DROPS Design svaraði:
Dag GM Lether,
Bedoel je de boord onderaan het lijf? Het is in dit geval de bedoeling dat de boord het lijf niet samentrekt en omdat de boordsteek in combinatie met een dunnere naald daar normaal wel voor zorgt, wordt dit gecompenseerd door steken te meerderen. Het maakt daarbij niet uit welk garen je gebruikt.
11.02.2022 - 14:12
Katharina skrifaði:
Hallo, ich möchte gerne diesen wunderschönen Pullover stricken, allerdings gibt es die in der Anleitung angegebenen Farben nicht alle in den Stores (gelbgrün und graugrün). Sind sie noch irgendwo zu kaufen? Und auf den Beispielbildern ganz unten auf der Seite sieht das türkis grau viel intensiver aus. Kann es sein, dass dort eine andere Farbe verwendet wurde? Ich würde mich sehr über eine baldige Antwort freuen! Danke :-)
20.01.2022 - 16:29DROPS Design svaraði:
Liebe Katharina, beachten Sie, daß einige Farbennamen sind manchmal ab und zu verändert, aber die Farbennummer stimmen immer und sind immer noch in der Farbekarte; Fragen Sie mal einem von den DROPS Superstore (die haben meistens alle Farben). Viel Spaß beim stricken!
20.01.2022 - 17:28
Sonja skrifaði:
Hallo, leider kann ich das Modell mit keinem Gerät (Handy, Tablet, Pc) ausdrucken. Fehler Meldung ist immer "interner Fehler". Andere Modelle lassen sich ausdrucken. Ist die Seite kaputt? Liebe Grüße Sonja
15.12.2021 - 20:10DROPS Design svaraði:
Liebe Sonja, mange Gründe können das erklären, leeren Sie den Cache und versuchen Sie wieder - das können Sie mit jedem Browser machen. Hoffentlich kann es Ihnen helfen. Viel Spaß beim stricken!
17.12.2021 - 08:40
Elke skrifaði:
Vielen Dank für die schnelle Antwort. Leider öffnen sich bei mir nur die ersten 8 Seiten im Drucker, sowohl als PDF als auch beim Ausdrucken
31.08.2021 - 17:10DROPS Design svaraði:
Liebe Elke, schauen Sie mal, daß "alle Seiten" ausgewählt wurden - diese Anleitung könnten wir mit Erfolg komplett ausdrucken - sowie als pdf speichern. Versuchen Sie sonnst mit einem anderen Web-Browser, leeren Sie Ihren Cache und löschen Sie die Cookies, es kann manchmal helfen.
01.09.2021 - 06:56
Elke skrifaði:
Hallo liebes Kundenservice-Team, warum kann ich die Diagramme nicht ausdrucken?
31.08.2021 - 13:33DROPS Design svaraði:
Liebe Elke, also Diagramme sollten Sie normaleweise ausdrucken können, schauen Sie die Druckereinstellungen, damit alle Seiten ausgedruckt werden (= z.B. 12 Seiten für dieses Modell). Viel Spaß beim stricken!
31.08.2021 - 16:11
Marjo Van T Hof skrifaði:
Kan dit zelfde patroon (in andere kleuren) ook gebruikt worden voor en man? Maat 50 Zo ja, welke maat zou ik dan moeten aanhouden Alvast bedankt!
25.08.2021 - 14:19DROPS Design svaraði:
Dag Marjo,
Wat je zou kunnen doen is de maattekening van dit patroon vergelijken met de maattekening van een vergelijkbaar herenpatroon en dan evt. een aantal maten aanpassen, zoals de lengte van de mouw, het lijf, etc.
27.08.2021 - 10:36
Heim#heimsweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa úr DROPS Alpaca. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki og norrænu mynstri. Stærð S - XXXL. Prjónuð húfa með norrænu mynstri úr DROPS Alpaca.
DROPS 207-1 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fjölga/fækka eigi lykkjum jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga/úrtöku sem á að gera (t.d. 34) = 3,1. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 3. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum þá er prjónuð ca önnur hver og 3. hver lykkja slétt saman. UPPHÆKKUN (aftan í hnakka): Til að peysan verði aðeins hærri aftan í hnakka þegar berustykkið er prjónað, er hægt að prjóna upphækkun eins og útskýrt er að neðan. Hoppaðu yfir þennan kafla ef þú vilt ekki hafa upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= miðja að aftan). Byrjið frá réttu með turkos/grár og prjónið 11-12-12-13-13-14 lykkjur slétt framhjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 22-24-24-26-26-28 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 33-36-36-39-39-42 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 44-48-48-52-52-56 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 55-60-60-65-65-70 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 66-72-72-78-78-84 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 77-84-84-91-91-98 lykkjur slétt, snúið herðið á þræði og prjónið 88-96-96-104-104-112 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið til baka frá miðju að aftan. Prjónið síðan BERUSTYKKI eins og útskýrt er í uppskrift. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR (á við um marglitt mynstur): Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðunum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki skitur mitt á milli þessa 6 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri við prjónamerki og alls 4 lykkjur fleiri í umferð). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ÚRTAKA (á við um ermi): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. Eða að slá 1 sinni uppá prjóninn eftir ca 8. hverja lykkju jafnframt því sem fellt er af (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Kantur í hálsmáli og berustykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist fyrir fram- og bakstykki og ermar. Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 104-108-112-116-120-124 lykkjur á stuttan hringprjón 3 með litnum turkos/grár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-3-3-4-4-4 cm. Þegar stroffið er tilbúið, prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 34-36-38-40-42-44 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 138-144-150-156-162-168 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt (uppslátturinn er prjónaður snúinn slétt). Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Setjið 1 prjónamerki mitt í umferð (= miðja að framan) – berustykkið er mælt frá þessu prjónamerki. Nú er hægt að prjóna UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Ef þú vilt ekki prjóna upphækkunina, farðu beint áfram í BERUSTYKKI. BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón hringinn með litnum turkos/grár. Þegar stykkið mælist 1½-1½-2-2-2-2 cm frá prjónamerki við hálsmál, aukið út um 34-36-40-46-48-52 lykkjur jafnt yfir = 172-180-190-202-210-220 lykkjur. Þegar stykkið mælist 2½-2½-3-3-3-3 cm frá prjónamerki við hálsmál, aukið út um 28-36-38-42-46-48 lykkjur jafnt yfir = 200-216-228-244-256-268 lykkjur. Þegar stykkið mælist 3-3-4-4-4-4 cm frá prjónamerki við hálsmál, byrjar mynstur. Þ.e.a.s. Prjónið A.1 hringinn (= 50-54-57-61-64-67 mynstureiningar með 4 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. Sjá LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.1, aukið út lykkjur jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan. Ör-1: Aukið út um 36-36-40-44-44-52 lykkjur jafnt yfir = 236-252-268-288-300-320 lykkjur (nú er pláss fyrir 59-63-67-72-75-80 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjum). Ör-2: Aukið út um 40-42-50-54-60-64 lykkjur jafnt yfir = 276-294-318-342-360-384 lykkjur (nú er pláss fyrir 46-49-53-57-60-64 mynstureiningar A.1 með 6 lykkjum). Ör-3: Aukið út um 20-26-30-34-44-48 lykkjur jafnt yfir = 296-320-348-376-404-432 lykkjur (nú er pláss fyrir 74-80-87-94-101-108 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjum). Ör-4: Aukið út um 12-20-24-24-28-32 lykkjur jafnt yfir = 308-340-372-400-432-464 lykkjur (nú er pláss fyrir 77-85-93-100-108-116 mynstureiningar A.1 með 4 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, prjónið sléttprjón með gulgrænn. JAFNFRAMT í fyrstu umferð eftir A.1, aukið út um 2-6-6-10-6-14 lykkjur jafnt yfir = 310-346-378-410-438-478 lykkjur. Prjónið þar til stykkið mælist 20-22-24-25-27-29 cm frá prjónamerki við hálsmál. Nú skiptist berustykkið fyrir fram- og bakstykki og ermar, þ.e.a.s. næsta umferð er prjónuð með gulgrænn þannig: Prjónið 46-51-54-60-66-73 lykkjur sléttprjón (= ½ bakstykki), setjið næstu 62-70-80-84-86-92 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 93-103-109-121-133-147 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 62-70-80-84-86-92 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-12 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 47-52-55-61-67-74 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= ½ bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 202-222-238-262-290-318 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið á fram- og bakstykki, mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermum. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, þau eru notuð aðeins síðar þegar auka á út í hliðum á fram- og bakstykki. Byrjið umferð við annað prjónamerkið og prjónið sléttprjón hringinn með gulgrænn. Þegar stykkið mælist 5 cm frá skiptingu í öllum stærðum, aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 5-5-5-4-4-4 cm millibili alls 5-5-5-6-6-6 sinnum í hvorri hlið = 222-242-258-286-314-342 lykkjur. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 30 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 3 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 74-82-86-98-106-104 lykkjur jafnt yfir = 296-324-344-384-420-456 lykkjur (það er aukið út til að koma í veg fyrir að stroffið sem á að prjóna, dragi stykkið saman). Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt) í 3 cm. Fellið af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – sjá AFFELLING! Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 62-70-80-84-86-92 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjóna eða stuttan hringprjón 3,5 og prjónið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-12 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 70-78-90-94-98-104 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-12 lykkjur undir ermi og látið prjónamerkið fylgja með í stykkinu. Prjónamerki undir ermi á að nota síðar þegar lykkjum er fækkað mitt undir ermi. Byrjið umferð við prjónamerki og prjónið sléttprjón hringinn með litnum gulgrænn. Þegar ermin mælist 3 cm frá skiptingu í öllum stærðum, fækkið um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3½-2½-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 10-13-19-19-19-22 sinnum = 50-52-52-56-60-60 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 37-36-35-33-32-30 cm frá skiptingu (nú eru eftir ca 7 cm að loka máli, mátið e.t.v. peysuna og prjónið að óskaðri lengd). ATH: Það er styttra mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 18-20-20-20-20-20 lykkjur jafn yfir = 68-72-72-76-80-80 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 7 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur – munið eftir AFFELLING! Ermin mælist ca 44-43-42-40-39-37 cm frá skiptingu og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 116-120-124 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með litnum turkos/grár. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3-4-4 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 24 lykkjur jafnt yfir í öllum stærðum – sjá ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 140-144-148 lykkjur. Prjónið A.2 hringinn (= 35-36-37 mynstureiningar með 4 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT í hverri umferð merktri með ör í A.2, fækkið um lykkjur jafnt yfir eins og útskýrt er að neðan. Ör-1: Fækkið um 8-6-4 lykkjur jafnt yfir = 132-138-144 lykkjur. Haldið áfram með mynstur (nú er pláss fyrir 22-23-24 mynstureiningar með 6 lykkjum). Ör-2: Fækkið um 24-26-28 lykkjur jafnt yfir = 108-112-116 lykkjur. Haldið áfram með mynstur (nú er pláss fyrir 27-28-29 mynstureiningar með 4 lykkjum). Ör-3: Fækkið um 24-24-24 lykkjur jafnt yfir = 84-88-92 lykkjur. Haldi áfram með mynstur (nú er pláss fyrir 21-22-23 mynstureiningar með 4 lykkjum). Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka, prjónið með litnum gulgrænn þannig: Prjónið 3-3-4 umferðir slétt, * prjónið 1 umferð slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2, prjónið 5-5-6 umferðir slétt *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar. Prjónið síðan 1 umferð slétt þar sem allar lykkjur eru prjónaðar slétt saman 2 og 2 = 11-11-12 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á þræði og festið vel. Húfan mælist ca 23-24-25 cm ofan frá og niður. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #heimsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 207-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.