Renee Fellbaum skrifaði:
Hello, I have finished the yoke, of this pattern for size 9/10. However I am at a total loss as to what to do next. I am a novice knitter. I have read the pattern several times, but I am not understanding what my next step is. Thanks
22.06.2020 - 16:25DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Fellbaum, look at this lesson, from point 8) - it shows how to divide piece for sleeves and front/back piece (=body), how to cast on the new stitches mid under sleeve (sides of body) and how to work sleeves later. Happy knitting!
23.06.2020 - 08:56
Donatella Bernardi skrifaði:
Buongiorno! Vorrei eseguire questo modelli per mia figlia, però inserendo i ferri accorciati, dietro; è possibile? se si, in che punto della lavorazione li inserisco?
26.03.2020 - 13:42DROPS Design svaraði:
Buongiorno Donatella. Sì, è possibile aggiungere dei ferri accorciati. Li dovrebbe inserire prima di iniziare a lavorare il diagramma A1. Buon lavoro!
26.03.2020 - 15:03
Patricia skrifaði:
Bonjour Je trouve superbe ce modèle. Ne serait t'il pas possible de le décliner en taille adulte ? Merci beaucoup
26.03.2020 - 11:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Patricia, vous le trouverez en version pull manches longues ou bien gilet manches longues ou bien encore gilet manches courtes en cliquant sur les vignettes ou les liens ci-dessus. Bon tricot!
26.03.2020 - 15:14
Irma DiLullo skrifaði:
Hello I can't find the key & Abbreviations for the sweater Diagram. Also, is there as explanation on how to read the Diagram. Thank you
10.01.2020 - 15:50
Marta skrifaði:
Hola el patrón se teje una vuelta del derecho, y otra del revés? , es que yo cuando tejo en agujas circulares el p. Jersey siempre tejo del derecho
23.12.2019 - 10:19DROPS Design svaraði:
Hola Marta. La parte del jersey en punto musgo se teje 1 vuelta de derecho, 1 vuelta de revés.; la parte en punto jersey se teje todas las vueltas de derecho. Todo el jersey se trabaja en redondo con una aguja circular.
04.01.2020 - 00:33
Michele ZUBER skrifaði:
Bonjour, taille 9/10ans en laine Sky. Pour l empiècement on le démarre a 98 mailles et on répète A1 14 fois avec les augmentations successives on arrive a 254 mailles (98+14+14+14+14) or il est écrit :vous avez 252 mailles, augmentez au tour suivant de 2 mailles pour avoir 254. Est ce une erreur? Merci
06.12.2019 - 15:26DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Zuber, en taille 9/10 ans, on commence effectivement par 98 m et on tricote 14 x les 7 m de A.1 (= 7x14= 98 m), dans A.1, on va augmenter 11 m au total (cf jetés en noir = 5ème symbole), on aura ainsi 18 m quand A.1 est terminé, soit 18 m x 14 = 252 m. Après A.1, on tricote 1 tour end au augmentant 2 m = 254 m. Bon tricot!
06.12.2019 - 16:08
Carrie skrifaði:
When casting on the 6 stitches under the sleeve, do we then join those 6 stitches to the body of the work and include them in the round or are those 6 stitches separate from the body? Also, the stitch count doesn’t add up properly for the size 9/10. 75 + 74 + 53 + 53 = 255, not 254 like the pattern says.
19.11.2019 - 07:59DROPS Design svaraði:
Dear Carrie, you should have 74 sts for back piece (not 75 sts, pattern will be edited) + 53 sts for each sleeve + 74 sts for front piece = 254 sts. Then you replace the 53 sts each sleeve with 8 new stitches = 74+8+74+8= 164 sts. See in this video (for a raglan, but technique for sleeve will be the same here) from time code 07:00 approx. Happy knitting!
19.11.2019 - 09:17
Melanie skrifaði:
The cast on stitches of 62 ,ages 3/4 , does not give a wide enough opening for the neck . What should be the correct cast on number
12.11.2019 - 19:23
Alice skrifaði:
Bonjour, je fais la taille 5/6 ans. Le nombre de mailles de départ (66) réalise une encolure qui me paraît extrêmement petite. Ma fille ne peu pas passer la tête, alors que l'encolure semble bien large sur la photo. Je ne comprends pas. Est ce bien le nombre de maille necessaire ou faut-il en rajouter ?
09.11.2019 - 09:31DROPS Design svaraði:
Bonjour Alice, pensez à bien vérifier votre tension, et si besoin, vous pouvez ajuster le nombre de mailles à la circonférence souhaitée. Bon tricot!
12.11.2019 - 12:23
Elisabeth Mühlböck skrifaði:
Hallo, Agnes sweater, leider kenne ich mich nicht aus beim Zunahmetipp, 1 Umschlag = 2 Maschen zugenommen? bin Anfänger und kämpfe mit die Alnleitungsschritte. Liebe Grüße Elisabeth
24.09.2019 - 18:59DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Mühlböck, in A.1 gibt es 2 unterschiedlichen Umschläge: 4. Symbol = 1 Umschlag für das Lochmuster, den stricken Sie rechts bei der nächsten Runde und 5. Symbol = 1 Umschlag als Zunahme, den stricken Sie rechts verschränkt bei der nächsten Runde. hier lesen Sie mehr über Diagramme. Viel Spaß beim stricken!
25.09.2019 - 07:53
Agnes Sweater#agnessweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með hringlaga berustykki, sléttprjóni og garðaprjóni. Stærð 3-12 ára.
DROPS Children 34-10 |
||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 72 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 17) = 4,2. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður. Stykkið skiptist síðan upp fyrir fram- og bakstykki og ermar, fram og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. BERUSTYKKI: Fitjið upp 76-80-80-84-84 lykkjur á hringprjón 4 með Sky. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 2-4-10-14-21 lykkjur jafnt yfir í umferð sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING = 78-84-90-98-105 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Setjið eitt prjónamerki í þessa umferð og mælið síðan héðan. Í næstu umferð er prjónað eftir mynsturteikningu A.1, (veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð) alls 13-14-15-14-15 sinnum í umferð. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar mynsturteikning A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 208-224-240-252-270 lykkjur í umferð. Í næstu umferð er aukið út um 4-4-2-2-4 lykkjur jafnt yfir í umferð = 212-228-242-254-274 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón þar til stykkið mælist ca 15-15-16-17-18 cm frá prjónamerki. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 62-66-70-74-75 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 44-48-51-53-62 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið 62-66-70-74-75 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið síðustu 44-48-51-53-62 lykkjur á nýjan þráð (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur undir ermi. FRAM- OG BAKSTYKKI: Nú eru 136-144-152-160-162 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6 nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp. Prjónið sléttprjón í hring. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2! Endurtakið útaukningu með 3-4½-5½-6½-7½ cm millibili alls 3 sinnum = 148-156-164-172-174 lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram eins og áður þar til stykkið mælist ca 15-17-20-23-26 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 2 cm að loka máli). Prjónið garðaprjón í 2 cm. Fellið laust af með sléttum lykkjum. Klippið frá og festið enda. ERMI: Setjið til baka lykkjur af öðrum þræðinum yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 (= 44-48-51-53-62 lykkjur), prjónið upp 1 nýja lykkju í hverja af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki (= 50-54-57-59-68 lykkjur). Setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 6 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 3 cm. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Haldið áfram í sléttprjóni og endurtakið úrtöku með 4-4-4-4-3½ cm millibili þar til lykkjum hefur fækkað alls 5-6-7-8-10 sinnum = 40-42-43-43-48 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón þar til ermin mælist 23-28-31-35-38 cm. Prjónið garðaprjón í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum. Klippið frá og festið enda. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #agnessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.