Katrien skrifaði:
Beste, Graag wil ik het patroon breien maar met 2 naalden, kan je mij daar bij helpen? Kan ik gelijk welk patroon breien met 2 naalden? Pulls of vesten of topjes in het rondbreien zie ik niet zitten dit is precies wat te moeilijk voor mij. Ik brei nog steeds op de oude manier met 2 naalden. Je spreekt ook over het patroon van boven naar onder breien, bedoel je dan beginnen bij de hals? Dit is ook iets wat voor mij nieuw is! Graag hoor ik het en alvast bedankt! Groetjes Katrien
26.05.2019 - 22:43DROPS Design svaraði:
Dag Katrien,
Omdat dit patroon van boven naar beneden wordt gebreid (dus inderdaad bij de hals beginnen) heb je heel veel steken op de naald en dus is het niet geschikt om met rechte naalden te breien.
31.05.2019 - 16:11
Sophie skrifaði:
Bonjour , est ce que le dos est aussi en point fantaisie ou bien en jersey ? Merci !
29.04.2019 - 16:51DROPS Design svaraði:
Bonjour Sophie, le point fantaisie se trouve sur le dos et le devant. Bon tricot!
29.04.2019 - 17:23
Joanna skrifaði:
Witam! Moje pytanie dotyczy etapu wykonywania karczku. Czy narzut robimy w każdym okrążeniu powtarzając od *do* (Mam na myśli narzuty, o których mowa w instrukcji. Co do tych robionych w celu dodaniu oczka w kolejnym okrążeniu zgodnie z rozrysowanymi schematami nie mam wątpliwości) czy też robimy go co w co drugim okrążeniu? Skąd liczba 24 oczek (rozmiar S) na reglan dodawanych co dwa okrążenia?
13.04.2019 - 12:06DROPS Design svaraði:
Witaj Joanno! Narzuty na reglan są wykonywane do 2 okrążenia > jest dodanych 8 o. w każdym okrążeniu (od *do* dodane 4 o. x 2=8 o.). Oczka na reglan (na karczku ) są dodawane w rozmiarze S w sumie 24 razy, tzn. w okr. 1 dodajemy 8 o. na reglan, dalej w okr. 3 dodajemy 8 o., itd., a ostatni raz dodajemy o. na reglan w okr. 47 (24x8=192, 192+104=296 o.). Narzuty w schematach, na tyle i przodzie są wykonywane zgodnie ze schematami, np. w schemacie A.1 narzuty są w okr. 9,11,23 i 25, ale narzuty te nie zwiększają ogólnej liczby oczek w okrążeniu, ponieważ jednocześnie jest tam zamknięta taka sama liczba oczek jaka jest dodana. Powodzenia!
16.04.2019 - 00:23
Monica skrifaði:
Buonasera, sono arrivata al punto in cui si rimettono le 65 m sui ferri a doppia punta per le maniche (taglia s) ma riprendendo solo 8m sotto la manica ho dei buchini ai lati, è possibile riprendere più di 8maglie? grazie.
10.04.2019 - 18:57DROPS Design svaraði:
Buonasera Monica, deve distribuire meglio la ripresa delle maglie in modo da avere meno buchi possibili. Se dovessero comunque rimanere si possono chiudere con un ago alla fine del lavoro. Buon lavoro!
10.04.2019 - 19:04
Magda skrifaði:
Hej! To drobiazg, ale zapytam: w schemacie wzoru fantazyjnego A4 w następnym okrążeniu po przerobieniu dwóch oczek razem i narzucie przerabiam oczko przekręcone w miejscu narzutu czy normalnie? Wydaje mi się, że to drugie, żeby powstało ażurowe oczko. Poza tym to świetny wzór. Dzięki!
05.04.2019 - 23:08DROPS Design svaraði:
Witaj Magdo! Każdy drobiazg jest ważny, dobrze, że pytasz. Przerabiasz to oczko normalnie, czyli w następnym okrążeniu przerabiasz narzut na prawo, w tym miejscu powstanie dziurka. Miłej pracy!
06.04.2019 - 11:05
Monica skrifaði:
Grazie, però non capisco come proseguire i diagrammi in verticale una volta completati tutti i ferri..
02.04.2019 - 09:42DROPS Design svaraði:
Buongiorno Monica. Deve assicurarsi che i motivo traforati siano correttamente incolonnati e distanziati tra loro, sia come numero di righe che come numero di maglie tra un motivo e l'altro. Lavora le altre maglie a maglia rasata. Buon lavoro!
02.04.2019 - 10:26
Anne skrifaði:
This is so cute.
02.04.2019 - 02:50
Monica skrifaði:
Buonasera, nello sprone quando vengono completati i diagrammi da A1 a A3 come si fa a proseguire in modo uguale? cioè come proseguono i diagrammi?
01.04.2019 - 21:37DROPS Design svaraði:
Buongiorno Monica. Lavora i diagrammi A1 e A3 ai lati; sulle maglie centrali lavora il diagramma A.2a. Verifichi sempre che il motivo sia correttamente incolonnato con quanto già lavorato. Buon lavoro!
02.04.2019 - 08:36
Kimberly skrifaði:
Når jeg strikker knutene etter diagrammene i rekkefølgen: A.1, A.2a, A.2b og A.3 blir knutene ikke fordelt jevnt, der første og andre knute ligger ganske nær hverandre. Er det feil med oppskriften? Mener det bør heller strikkes i rekkefølge: A.1, A.2b, A.2a og A.3 for å få jevn fordeling av knutene.
09.03.2019 - 20:30DROPS Design svaraði:
Hei Kimberly. Følger du diagrammet for din størrelse? som du kan se er det fler av hvert diagram, avhengig av hvilken størrelse du strikker. I størrelse S-XL er det 13 masker mellom hver knute, mens det størrelse XXL-XXXL er 15 masker mellom hver knute (1 knute på slutten av A.1, 1 knute på slutten av A.2a, ingen knute i A.2b, 1 knute på starten av A.3). God fornøyelse
18.03.2019 - 10:53
Luci skrifaði:
In the A3 diagram, I noticed that it works in one part, like at the beginning of the front part but at the end the knot is put right next to the increase sistch but in the picture it looks like the knot is at least 3 stitches away from the Increase stitch. Do I have to read the A3 backwards when I repeat it at the end of the front/back part?
02.03.2019 - 02:37DROPS Design svaraði:
Dear Luci, at the beg of front/back piece you work A.1, then A.2 and finish with A.3, you should have the same number of sts between beg of A.1 and knot and between knot and end of A.3 - as shown in diagram. Happy knitting!
04.03.2019 - 12:51
Raspberry Kiss Jumper#raspberrykissjumper |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-5 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 18,3. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 17. og 18. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um fram- og bakstykki og ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.4 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.4, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið A.4, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 82 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 20,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 20. og 21. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 3 lykkjur slétt í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni á ermum og prjónað er mynstur á fram- og bakstykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón ofan frá og niður. PEYSA: KANTUR Í HÁLSI: Fitjið upp 105-110-115-120-130-135 lykkjur á hringprjón 3 með Belle. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 1-6-3-8-2-7 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 (jafnt yfir) = 104-104-112-112-128-128 lykkjur. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, þannig: * setjið eitt prjónamerki hér, prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1 yfir næstu 3-3-5-5-7-7 lykkjur, A.2a yfir næstu 14-14-14-14-16-16 lykkjur, A.2b yfir næstu 11-11-11-11-13-13 lykkjur, A.3 yfir næstu 3-3-5-5-7-7 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= bakstykki/framstykki), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 15 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= ermi) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umferð. Nú hefur verið aukið út um 8 lykkjur fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram hringinn og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 24-26-29-32-35-38 sinnum = 296-312-344-368-408-432 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Þegar A.1 til A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina heldur mynstrið áfram alveg eins. Þ.e.a.s. prjónið A.1/A.3 við hverja laskalínu á fram-/bakstykki og það er pláss fyrir 2 mynstureiningar fleiri af A.2a á breiddina. Þegar öll útaukning hefur verið gerð fyrir laskalínu mælist stykkið ca 19-21-23-25-27-29 cm frá uppfitjunarkanti og niður mitt að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: ATH: Í stærð S og L skiptist stykkið nú fyrir ermer og fram- og bakstykki við prjónamerkin. Í stærð M, XL, XXL og XXXL eru nokkrar af lykkjum prjónaðar (= 1-2-1-3 lykkjur) á ermum inn á prjóninn fyrir fram- og bakstykki, þannig að skiptingin á milli fram- og bakstykkis og erma er ekki lengur við prjónamerkin: Prjónið fyrstu 83-88-97-105-118-126 lykkjur, setjið næstu 65-67-75-77-85-87 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-10-12-12-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 83-89-97-107-119-129 lykkjur, setjið næstu 12-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið þær 0-1-0-2-1-3 lykkjur sem eftir eru á prjóninn. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 182-198-218-238-262-286 lykkjur. Prjónið mynstur A.4 (= 8 lykkjur) yfir miðju 8 lykkjur undir ermi og haldið áfram með eins margar mynstureiningar með gatamynstri í A.2a/A.2b eins og pláss er fyrir út að hvorri hlið (mynstrið á að passa yfir mynstur á berustykki), þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við A.4 í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-2 = 178-194-214-234-258-282 lykkjur. Þegar stykkið mælist 15 cm – stillið af þannig að endað sé eftir heilt gatamynstur á hæðina og e.t.v. nokkrar umferðir í sléttprjóni) prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 27-31-36-41-47-48 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 205-225-250-275-305-330 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjón þegar fellt er af. Peysan mælist ca 40-42-44-46-48-50 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 65-67-75-77-85-87 lykkjur af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón/sokkaprjón 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-10-12-12-12-14 lykkjum undir ermi = 73-77-87-89-97-101 lykkjur. Haldið áfram hringinn með sléttprjóni og prjónið A.4 yfir miðju 8 lykkjur undir ermi. Þegar stykkið mælist 4-4-3-3-3-2 cm er fækkað um 2 lykkjur undir ermum – munið eftir ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum í mismunandi stærðum þannig: Stærð S: Fækkið lykkjum svona til skiptis með 2 og 3 cm millibili alls 11 sinnum. Stærð M: Fækkið lykkjum svona með 2 cm millibili alls 12 sinnum. Stærð L: Fækkið lykkjum svona með 1½ cm millibili alls 16 sinnum. Stærð XL: Fækkið lykkjum svona með 1½ cm millibili alls 16 sinnum. Stærð XXL: Fækkið lykkjum svona með 1 cm millibili alls 19 sinnum. Stærð XXXL: Fækkið lykkjum svona með 1 cm millibili alls 20 sinnum. Þegar öll úrtaka fyrir ermi hefur verið gerð til loka eru 51-53-55-57-59-61 lykkjur í umferð. Haldið síðan áfram þar til ermin mælist 32-30-29-27-25-23 cm. Aukið nú um 4-7-5-8-6-9 lykkjur jafnt yfir = 55-60-60-65-65-70 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar fellt er af. Prjónið hina ermina alveg eins. Ermin mælist ca 34-32-31-29-27-25 cm. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #raspberrykissjumper eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.