Mette Elvstrøm skrifaði:
Jeg er nået til A4, kroppen under ærmerne, og er i tvivl om jeg skal fortsætte med at lave et hul på hver 4. pind, eller stoppe efter de 3, der er på mønsteret? Jeg strikker str. L.\r\nVh Mette
21.05.2020 - 15:24DROPS Design svaraði:
Hej Mette, ja du fortsætter med A.4 :)
27.05.2020 - 14:16
Anneliese skrifaði:
„Wenn für 10 cm mehr Maschen als in der Maschenprobe angegeben benötigt werden, zu einer dickeren Nadelstärke wechseln. Wenn für 10 cm weniger Maschen als in der Maschenprobe angegeben benötigt werden, zu einer dünneren Nadelstärke wechseln.“ Bitte schauen Sie sich das an, es ist doch genau umgekehrt: Für 10 cm mehr Maschen nötig = DÜNNERE Nadelstärke nehmen. !!! Ich bin noch am Anfang dieser Anleitung - ich hoffe , es gelingt mir. Ich liebe Drops Design.
06.04.2020 - 15:12
Janet skrifaði:
I am having trouble getting the second round of the yoke to come out right. I keep ending up with extra stitches! I assume that when I knit A.1 and A.3 in the second round, I knit 4 stitches as illustrated in the charts. However, for A.2a and A.2b, I knit the same number of stitches: 14 and 11 respectively. How should the "yarn overs" line up with the "yarn overs" from the previous round? Some description of how the stitches of the rounds match up would be helpful!
18.11.2019 - 02:30DROPS Design svaraði:
Dear Janet, the yarn overs made to increase for raglan are worked as shown in A.1 and A.3; the number of stitches in A.2a/A.2b will not change, the number of stitches for sleeve should increase by 2 on every other round (=marker thread, K1, (increase), K15 (17 on 2nd round), (increase), K1 (marker thread). Happy knitting!
18.11.2019 - 10:54
Johanne Ejby Bidstrup skrifaði:
Det passer stadig ikke.. Hvis jeg kun strikkerA2a x3 i mellem A1 og A3 mangler der 11 masker som jeg går ud fra er de masker der svarer til A2b, så A2b skal vel stadig strikkes for at det går op?? Men hvor henne ift de 3x A2a? Beklager ulejligheden!
02.10.2019 - 15:43DROPS Design svaraði:
Hej Johanne, jo men hvis du feks har haft 12 masker imellem sidste og første omslag i hulmønsteret på en pind, så skal du også have det ude i siderne. Så efterhånden som du får flere masker i siderne, så strikker du hulmønsteret med samme mellemrum som du har haft på resten af pinden. God fornøjelse!
03.10.2019 - 10:48
Johanne skrifaði:
Tak for svar. Men er det udelukkende A2a man strikker mellem A1 og A3 så?
02.10.2019 - 11:20DROPS Design svaraði:
Hej Johanne, ja det stemmer, så det passer med det øvrige mønster :)
02.10.2019 - 12:29
Johanne skrifaði:
Når man har strikket mønsteret i højden siger opskriften at man har plads til to rapporter mere af A2a. Skal de strikkes lige efter hinanden så man får A1, A2a, A2a, A2a, A2b, A3 eller på hver side af A2b...? Og skal der i så fald være to gange A2a før eller efter A2b? Mvh. Johanne
01.10.2019 - 18:56DROPS Design svaraði:
Hej Johanne, du fortsætter med A1 og A3 mod raglan i hver side, og A2 over maskerne imellem raglanen. Hvis du hele tiden sørger for at have samme antal masker imellem de midterste omslag i mønsteret og udgår fra de rapporter du allerede har strikket. Sæt gerne et mærke imellem hver rapport, da vil det blive lettere at se hvornår du skal strikker hulmønsteret. God fornøjelse!
02.10.2019 - 11:18
Odile skrifaði:
Bonjour , J ai du mal avec le raglan , n'y a t'il pas une video qui explique ceci adaptée à ce modèle ? Je ne l'ai pas trouvee. Merci
02.09.2019 - 08:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Odile, cette vidéo montre comment tricoter un raglan de haut en bas. Au lieu d'avoir 4 mailles entre chaque augmentation du raglan comme dans la vidéo, on aura pour ce modèle seulement 3 mailles (= 2 mailles du dos/devant + 1 m de la manche), les augmentation se feront de la même façon, on va juste tricoter le dos et le devant comme dans les diagrammes (les augmentations se tricotent en jersey, puis en point fantaisie), celles des manches se tricotent seulement en jersey. Bon tricot!
02.09.2019 - 11:04
Maeva skrifaði:
Bonjour , J'ai besoin de votre aide :après les côtes du col, j'ai fait le premier tour ou l 'on place les fils marqueurs, et à la fin du tour , il me reste 2 mailles avant le fil marqueur du debut du dos ,est ce normal? et ces 2 mailles doivent elles servir aux 2 mailles endoit , un jeté que l'on fait a chaque debut de dos devant ? Et faut reprendre A1 après cela ? Je susis un peu perdue .Merci
01.08.2019 - 14:08DROPS Design svaraði:
Bonjour Maeva, vérifiez bien votre nombre de mailles avant ce premier tour puis au premier tour, vous devez avoir 3 mailles pour chacun des raglans (2 m end côté dos/devant + 1 m end côté manche). Le tour doit se terminer par 1 m end (maille du raglan manche) et il commence par les 2 m end du raglan du dos. Bon tricot!
07.08.2019 - 09:08
Odile skrifaði:
Bonjour , J ai commencé ce joli modèle mais je suis deja perdue . Par ex quand on tricote en rond, a quelle partie correspond la premiere maille ? Dos ? Devant ? Et les augmentations du raglans , tous les deux tours , ca veut dire quoi ? Puisque dans un tour on fait plusieurs A1 a A3 ? Merci de vis explications , grace a vous j ai déjà pu tricoté 2 jolis gilets ! Cordialeemnt
08.07.2019 - 11:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Odile, on commence par le dos (= 2 m end = raglan, 1 jeté, puis les diagrammes A.1, A.2, A.3, 1 jeté, 2 m raglan, marqueur) puis la manche (= 1 m end, 1 jeté, 15 m end, 1 jeté, 1 m end) et on répète ces mailles pour le devant (= comme pour le dos) et la 2ème manche. Augmenter tous les 2 tours signifie qu'après le 1er tour décrit, on tricote toutes les mailles comme elles se présentent (et comme dans les diagrammes), puis on augmente au tour suivant. Les augmentations se tricotent en jersey sur les manches et comme indiqué dans A.1/A.3 sur le devant et le dos. Bon tricot!
08.07.2019 - 11:29
Elisabeth skrifaði:
I'm knitting size S and I'm confused here: Yoke = room for 2 more repeats of A.2a in width. I do have 28 sts over on both sides but where to put those repeats? I don't seem to get is so it matches the pattern. Is it K2, yo, A1, A.2a, A.2a, A.2b, A.2a, A3, yo, K2? But that doesn't seem to match the pattern... Please help!
05.06.2019 - 21:55DROPS Design svaraði:
Dear Elisabeth, when A.2a, A.2b (= over 11 stitches = one repeat in width), A.3 have been worked one time in height, you will now repeat the diagrams in height: start with A.2a as before, and you have now enough stitches to repeat A.2b a total of 3 times (= 2 more times) before working A.3, ie repeat A.2b a total of 3 times in width, then finish with A.3. Happy knitting!
06.06.2019 - 10:01
Raspberry Kiss Jumper#raspberrykissjumper |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Belle. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 202-5 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 110 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 6) = 18,3. Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 17. og 18. hverja lykkju slétt saman. ÚRTAKA-2 (á við um fram- og bakstykki og ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við A.4 þannig: Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan A.4, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið A.4, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 82 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 4) = 20,5. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 20. og 21. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. LASKALÍNA: Aukið út um 1 lykkju hvoru megin við 3 lykkjur slétt í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 8 lykkjur fleiri í umferð). Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Síðan eru nýjar lykkjur prjónaðar í sléttprjóni á ermum og prjónað er mynstur á fram- og bakstykki. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón ofan frá og niður. PEYSA: KANTUR Í HÁLSI: Fitjið upp 105-110-115-120-130-135 lykkjur á hringprjón 3 með Belle. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 1-6-3-8-2-7 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA-1 (jafnt yfir) = 104-104-112-112-128-128 lykkjur. BERUSTYKKI: Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið MYNSTUR – sjá útskýringu að ofan, þannig: * setjið eitt prjónamerki hér, prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, A.1 yfir næstu 3-3-5-5-7-7 lykkjur, A.2a yfir næstu 14-14-14-14-16-16 lykkjur, A.2b yfir næstu 11-11-11-11-13-13 lykkjur, A.3 yfir næstu 3-3-5-5-7-7 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, setjið eitt prjónamerki hér (= bakstykki/framstykki), 1 lykkja slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 15 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja slétt (= ermi) *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar í umferð. Nú hefur verið aukið út um 8 lykkjur fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Haldið svona áfram hringinn og aukið út fyrir laskalínu í annarri hverri umferð alls 24-26-29-32-35-38 sinnum = 296-312-344-368-408-432 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA. Þegar A.1 til A.3 hefur verið prjónað til loka á hæðina heldur mynstrið áfram alveg eins. Þ.e.a.s. prjónið A.1/A.3 við hverja laskalínu á fram-/bakstykki og það er pláss fyrir 2 mynstureiningar fleiri af A.2a á breiddina. Þegar öll útaukning hefur verið gerð fyrir laskalínu mælist stykkið ca 19-21-23-25-27-29 cm frá uppfitjunarkanti og niður mitt að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: ATH: Í stærð S og L skiptist stykkið nú fyrir ermer og fram- og bakstykki við prjónamerkin. Í stærð M, XL, XXL og XXXL eru nokkrar af lykkjum prjónaðar (= 1-2-1-3 lykkjur) á ermum inn á prjóninn fyrir fram- og bakstykki, þannig að skiptingin á milli fram- og bakstykkis og erma er ekki lengur við prjónamerkin: Prjónið fyrstu 83-88-97-105-118-126 lykkjur, setjið næstu 65-67-75-77-85-87 lykkjur á þráð (= ermi), fitjið upp 8-10-12-12-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 83-89-97-107-119-129 lykkjur, setjið næstu 12-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið þær 0-1-0-2-1-3 lykkjur sem eftir eru á prjóninn. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 182-198-218-238-262-286 lykkjur. Prjónið mynstur A.4 (= 8 lykkjur) yfir miðju 8 lykkjur undir ermi og haldið áfram með eins margar mynstureiningar með gatamynstri í A.2a/A.2b eins og pláss er fyrir út að hvorri hlið (mynstrið á að passa yfir mynstur á berustykki), þær lykkjur sem eftir eru, eru prjónaðar í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 4 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við A.4 í hvorri hlið – sjá ÚRTAKA-2 = 178-194-214-234-258-282 lykkjur. Þegar stykkið mælist 15 cm – stillið af þannig að endað sé eftir heilt gatamynstur á hæðina og e.t.v. nokkrar umferðir í sléttprjóni) prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 27-31-36-41-47-48 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 205-225-250-275-305-330 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjón þegar fellt er af. Peysan mælist ca 40-42-44-46-48-50 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið til baka 65-67-75-77-85-87 lykkjur af þræði í annarri hlið á stuttan hringprjón/sokkaprjón 4. Prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 8-10-12-12-12-14 lykkjum undir ermi = 73-77-87-89-97-101 lykkjur. Haldið áfram hringinn með sléttprjóni og prjónið A.4 yfir miðju 8 lykkjur undir ermi. Þegar stykkið mælist 4-4-3-3-3-2 cm er fækkað um 2 lykkjur undir ermum – munið eftir ÚRTAKA-2. Fækkið lykkjum í mismunandi stærðum þannig: Stærð S: Fækkið lykkjum svona til skiptis með 2 og 3 cm millibili alls 11 sinnum. Stærð M: Fækkið lykkjum svona með 2 cm millibili alls 12 sinnum. Stærð L: Fækkið lykkjum svona með 1½ cm millibili alls 16 sinnum. Stærð XL: Fækkið lykkjum svona með 1½ cm millibili alls 16 sinnum. Stærð XXL: Fækkið lykkjum svona með 1 cm millibili alls 19 sinnum. Stærð XXXL: Fækkið lykkjum svona með 1 cm millibili alls 20 sinnum. Þegar öll úrtaka fyrir ermi hefur verið gerð til loka eru 51-53-55-57-59-61 lykkjur í umferð. Haldið síðan áfram þar til ermin mælist 32-30-29-27-25-23 cm. Aukið nú um 4-7-5-8-6-9 lykkjur jafnt yfir = 55-60-60-65-65-70 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff (3 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 2 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar fellt er af. Prjónið hina ermina alveg eins. Ermin mælist ca 34-32-31-29-27-25 cm. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #raspberrykissjumper eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 202-5
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.