MARIANNE BOIDIN skrifaði:
Je suis arrivée là : Quand A.1 a été tricoté 1 fois en hauteur, on a 230-234-238-246-250-254 mailles. Et quand je compte je 276 mailles en taille m j'ai pris. Je ne comprends pas Que faire ?
08.02.2021 - 13:03DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Boidin, quand A.1 est terminé, vous devez avoir ceci en taille M: 1/2 dos = 31m (= 16 +15 augm.), 2 m jersey, A.1 = 51 m, 2 m jersey, devant = 62 m (= 15augm+32m+15 augm), 2 m jersey, A.1 = 51 m, 2 m jersey, 1/2 dos = 31 m (= 15 augm + 16 m) = 31+2+51+2+62+2+51+2+31= 234 m. En espérant que ceci puisse vous aider. Bon tricot!
08.02.2021 - 15:18
Jojo skrifaði:
Ich verstehe den Tipp zu den Diagrammen nicht. Es wird ja nicht in Hin- und Rückreihen, sondern in Runden gestrickt. Lese ich die Diagramme also in jeder Runde immer von rechts nach links? Oder muss ich bei den ersten Maschen (für den ersten Ärmel) von rechts nach links lesen und bei den Maschen für den zweiten Ärmel dann spiegelverkehrt von links nach rechts lesen?
05.02.2021 - 14:09DROPS Design svaraði:
Liebe Jojo, Tipp wird hier korrigiert danke für den Hinweis, Sie sind ja richtig, hier strickt man in Runden, dh alle Runden werden rechts nach links gelesen (gleich auf beiden Ärmeln). Viel Spaß beim stricken!
05.02.2021 - 15:14
Eva skrifaði:
Det står i mönstret om ärmarna: ” men se till att om det minskas i mönstret ska det också göras ett omslag.” Då blir det ju inte färre maskor på stickan!? Jag förstår inte, kan du hjälpa till?
26.09.2020 - 12:00DROPS Design svaraði:
Hej Eva. Vi menar att mönstret enligt diagrammen ska fortsätta som vanligt så att det minskas och görs omslag för att skapa hålmönstret som tidigare. Så vi menar alltså inte att du ska göra omslag när du gör minskningen mitt under ärmen, då ska antalet maskor minska. Mvh DROPS Design
29.09.2020 - 08:58
Kat skrifaði:
I have a question about the sleeves. when you are doin the decreases how does that effect the pattern? I'm getting decreased stitches at the end of one round and the start of the next. Is this supposed to happen? If so, then do I continue knitting 4 and then following the charts or do I skip the knit 4 once I have decreased 4 stitches at the beginning of the round? I'm sorry if this is kinda unclear.
18.08.2020 - 20:14DROPS Design svaraði:
Dear Kat, The decreases will be worked on either side of the 2 middle stitches under the sleeve. When you have to decrease the sts in lace pattern, work in stocking stitch the stitches that cannot be worked with the lace pattern (just make sure that every yarn over in the lace pattern has a decrease to compensate and that every decreases in the lace pattern is compensated by a yarn over - if you don't have enough sts to work the decrease, then do not work the yarn over there, just work these stitches in stocking st. Happy knitting!
19.08.2020 - 08:02
PATERNOTTE skrifaði:
Quand on a augmenté 32 fois ( taille XL), on ne doit plus faire 1 jeté avant les 2 mailles jersey côté intérieur dos et devant ? Sans quoi j’augmente de 2 mailles tous les deux rangs. Hors il ne semble plus avoir d’augmentation à partir de ce stade -là. Merci pour votre réponse.
16.08.2020 - 15:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Paternotte, quand les augmentations sont terminées, la longueur n'est pas encore atteinte, on va alors tricoter sans augmenter ainsi (en XL): tricoter les 85 m de A.1 ainsi: A.2 (= 2 m), puis, en commençant par le tour avec la flèche appropriée à la taille, tricoter A.3 (= 10 m), A.4 au-dessus des 60 m suivantes (= 6 motifs de 10 m), A.5 (= 11 m), et A.6 (= 2 mailles). Vous conservez ainsi les jours de long des raglans (grâce à A.5 et A.6) sans augmenter davantage. Bon tricot!
17.08.2020 - 08:42
Katrina skrifaði:
So, I am very early on in the pattern. I have completed the two ridges and now I have completed the very first row using the A1 chart. My question is how do I go about continuing the chart? And how do I know how many stitches to knit stockinette for the front and back? Is there a place I could put stitch markers to help me keep track or would that just make things more confusing? Thank you!
11.08.2020 - 05:36DROPS Design svaraði:
Dear Katrina, you can sure add marker in the 2 stitches for the raglan at the transition between sleeves and front/back piece, you increase on each side of these K2 for raglan - as shown in A.1 (read more about diagrams here) - the number of sts on each half back piece will increase of 1 st on every other round and the number of sts on front piece will increase of 2 sts on every other round. The number of sts on each sleeve will also increase of 2 sts on every other round, as shown in diagram. Happy knitting!
11.08.2020 - 08:53
Lana skrifaði:
The pattern says work two ridges - what are these please Love the yarns & pattens
26.07.2020 - 14:29DROPS Design svaraði:
Hi Lana, The 2 ridges are 4 rounds of garter stitch. Happy knitting!
27.07.2020 - 07:20
Hege Olstad skrifaði:
Tips til å unngå at kanten nede ruller seg opp?
26.07.2020 - 12:07DROPS Design svaraði:
Hej, Du kan prøve at dampe kanten forsigtigt :)
27.07.2020 - 15:22
Mamie Rudd skrifaði:
My measurements for the neckline are smaller, and I'm afraid sweater will fall off shoulders. I'm making the large. So, how do I adjust neckline and still make a large size? Thanks!
25.06.2020 - 20:13DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Rudd, does your tension match the 21 sts x 28 rows in stocking stitch = 10 x 10 cm ? You could maybe try to make sure the cast on edge is not too tight and/or try to cast on and work neck with the larger needle. Happy knitting!
26.06.2020 - 07:21
Annette Kjær skrifaði:
Kan man strikke den højere i nakken....
18.06.2020 - 20:46DROPS Design svaraði:
Hei Annette. Du kan evnt strikke slik at det blir flere riller bak med en forhøyning. God Fornøyelse!
22.06.2020 - 11:03
Blue Nostalgia#bluenostalgiasweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri á ermum. Stærð S – XXXL.
DROPS 199-3 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 100 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 10. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 10. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3 til A.5). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki og ermar): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 100-106-110-116-120-126 lykkjur á hringprjón 3,5 með Sky. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-8-8-10-10-8 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 110-114-118-126-130-134 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 15-16-17-19-20-21 lykkjur (= hálft bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 30-32-34-38-40-42 lykkjur sléttprjón (= framstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttprjón yfir þær 15-16-17-19-20-21 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). Nú eru 118-122-126-134-138-142 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur. Þ.e.a.s. á ermum er aukið í hvorri hlið eins og útskýrt er í A.1. Í næstu umferð er uppslátturinn á ermum prjónaður slétt (= gat) og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur eins og útskýrt er í A.1. Á fram- og bakstykki er aukið út með uppslætti á undan/á eftir 2 lykkjum í sléttprjóni í hvorri hlið (það eiga að vera 2 lykkjur sléttprjón á milli hverra laska útaukningar). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (= ekki göt) og útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið svona út í annarri hverri umferð. Aukið út um alls 8 lykkjur í hverri útauknings umferð (= 4 uppslættir + 4 lykkjur fleiri í A.1). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka 1 sinni á hæðina eru 230-234-238-246-250-254 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur alveg eins, þ.e.a.s. mynstrið endurtekur sig eins og útskýrt er í A.1. Í hvert skipti sem prjónaðar hafa verið 20 umferðir eru nú pláss fyrir 1 mynstureiningu fleiri með gatamynstri á breiddina á hvorri ermi. Þegar aukið hefur verið út alls 24-27-29-32-34-38 sinnum eru 302-330-350-382-402-438 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 18-20-22-24-25-28 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Prjónið síðan í sléttprjóni og mynstri eins og áður, en án útaukningar. Þ.e.a.s. yfir 69-75-79-85-89-97 lykkjur í A.1 er prjónað þannig: Prjónið A.2 (= 2 lykkjur), 2-0-2-0-2-1 lykkjur sléttprjón, byrjið á umferð merktri með ör í þinni stærð og prjónið A.3 (= 10 lykkjur), A.4 yfir næstu 40-50-50-60-60-70 lykkjur (= 4-5-5-6-6-7 mynstureiningar með 10 lykkjum), A.5 (= 11 lykkjur), 2-0-2-0-2-1 lykkjur sléttprjón og A.6 (= 2 lykkjur). Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 23-25-26-28-30-32 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 41-45-49-54-59-65 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki), setjið næstu 69-75-77-83-83-89 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 82-90-98-108-118-130 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 69-75-77-83-83-89 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 41-45-49-54-59-65 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-200-220-240-264-288 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í 10-10-12-12-14-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar lykkjum er fækkað/fjölgað. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA = 4 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona með 3 cm millibili alls 4 sinnum = 168-184-204-224-248-272 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 14 cm frá skiptingu. Nú er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 = 4 lykkjur fleiri. Aukið svona út með 2 cm millibili alls 7 sinnum = 196-212-232-252-276-300 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 30-30-31-31-31-31 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið laust af, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með hringprjón 4. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 69-75-77-83-83-89 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 79-85-89-95-97-103 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 10-10-12-12-14-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi og látið prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar lykkjum er fækkað. Byrjið umferð við prjónamerki. Byrjið í réttri umferð í mynsturteikningu þannig að mynstrið haldið áfram frá berustykki og prjónið þannig: Prjónið 4-2-4-2-3-1 lykkjur sléttprjón, A.3 (= 10 lykkjur), A.4 yfir næstu 50-60-60-70-70-80 lykkjur (= 5-6-6-7-7-8 mynsturteikning 10 lykkjur), A.5 (= 11 lykkjur) og 4-2-4-2-3-1 lykkjur sléttprjón. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 3.-3.-3.-2.-2.-2. hverri umferð alls 14-15-15-16-15-16 sinnum = 51-55-59-63-67-71 lykkjur. Þær lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri þegar lykkjum er fækkað eru prjónaðar í sléttprjóni, en passið uppá að þegar lykkjum er fækkað í mynstri verður einnig að slá uppá prjóninn. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 21-19-19-17-15-14 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið laust af, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með sokkaprjón 4. Ermin mælist ca 22-20-20-18-16-15 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluenostalgiasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.