Françoise Lelarge skrifaði:
Bonjour à quoi voit-on que nous avons augmenté 34 fois au total (est-ce au jeté d'un côté manche). Merci
17.03.2019 - 10:53DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lelarge, nous vérifiions quelques détails et revenons vers vous dès que possible, merci d'avance pour votre patience.
18.03.2019 - 11:50
Barbara skrifaði:
Das Modell gefällt mir sehr gut, ich kann nur leider keine Abngabe finden wieviel Wolle ich bei Gr. S Kaufen muss!!
16.03.2019 - 18:48DROPS Design svaraði:
Liebe Barbara, Garnmenge finden Sie unter Kopfteil, dh zusammen mit Nadelgrösse und Maschenprobe - bei Größe S brauchen Sie 250 g DROPS Sky / 50 g das Knäuel = 5 Knäuel. Viel Spaß beim stricken!
18.03.2019 - 08:58
Françoise Lelarge skrifaði:
Bonjour les jetés de chaque côté de la manche dois-je les tricoté tout simplement à l'endroit où torse de manière à former le raglan entre le dos où le devant.Merci
14.03.2019 - 14:33DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Lelarge, oui tout à fait, les jetés de A.1 se tricotent tous à l'endroit au tour suivant pour qu'ils forment des trous (cf légende) - les augmentations du dos/devant se tricotent torse à l'endroit. Bon tricot!
14.03.2019 - 16:14
Karin Jensen skrifaði:
Hej! Tak for jeres gode opskrifter. Jeg er ved at stikke Drop 199-3 i sky. Mit spørgsmål er ved deling af ærmer og ryg forstykke jeg strikker str. L og ærmer har da 79 m. Men ved deling er ærmer på 77m. Ved fortsættelse af ærmer skal der startes med 4 m glatstik så passer det med 79 m. ?? Mvh.
14.03.2019 - 11:14DROPS Design svaraði:
Hei Karin. Du har strikket 79 masker i mønster, men når arbeidet skal deles blir de ytterste maskene (1 i hver side) en del av forstykket/bakstykket. Du strikker altså glattstrikk over de første 49 maskene (dette er de 46 maskene på bakstykket + 2 masker i raglanen + 1 maske fra ermet), de neste 77 maskene settes på en tråd til erme, og det strikkes glattstrikk over de neste 98 maskene (den siset masken på ermet + 2 masker i raglanen + 92 masker fra forstykket + 2 masker i raglanen + den første masken på det andre ermet). Du har altså like mange masker på pinnen, men det er fler masker på bolen og færre masker på ermene enn tidligere. God fornøyelse.
25.03.2019 - 11:44
Renate skrifaði:
Ich habe das gleiche Problem wie Patricia. Ich verstehe nicht genau, wie die Zunahmen zu für die Ärmel gemeint sind. Im Muster A1 wird in jeder 2. Reihe 1M zugenommen, ok. Dann wird zusätzlich in jeder 2.Reihe vor und nach den 2 Raglanmaschen auch noch je 1 M zugenommen? Das wären dann 8 M nur für den Raglan. Oder ist je eine dieser Zunahmen die vom Muster A1? Und noch 4 Maschen für den Raglan? Sorry, aber ich finde die Beschreibung nicht eindeutig.
09.03.2019 - 14:20DROPS Design svaraði:
Liebe Renate, es wird insgesamt 8 Maschen für den Raglan zugenommen: 4 Umschläge (= 2 beim Vorder- + 2 beim Rückenteil) + die 4 Umschläge in A.1 (= Ärmel). Am Anfang bzw Ende vom Vorder- bzw Rückenteil stricken Sie 1 Umschlag nach/vor den 2 Maschen für den Raglan und bei den Ärmeln werden die Umschläge im Diagram gezeichnet. Viel Spaß beim stricken!
11.03.2019 - 10:22
Patricia skrifaði:
Bonjour, ce modèle est magnifique. Je ne comprends pas comment augmenter le tour trois avec les augmentations au début de A1...pouvez vous m'expliquer? Merci d'avance
07.03.2019 - 11:38DROPS Design svaraði:
Bonjour Patricia, A.1 se tricote sur les manches seulement, les augmentations de A.1 sont dans le diagramme: on commence par 1 jeté et on termine par 1 jeté. Sur le dos et le devant, on va augmenter tous les 2 tours, après les 2 m du raglan au début du dos/devant et avant les 2 m du raglan au début du dos/devant = on augmente 8 m par tour d'augmentations. Bon tricot!
07.03.2019 - 12:21
Mickan skrifaði:
Hej Jag undrar vilken storlek modellen har på bilden?
28.02.2019 - 17:55DROPS Design svaraði:
Hei Mickan. Det er en størrelse S eller M. Nederst på siden finner du en målskisse som viser alle plaggets mål i alle størrelser. Denne kan hjelpe deg ved valg av riktig størrelse. God fornøyelse
04.03.2019 - 11:30
Kornelia skrifaði:
Hallo liebe Fachfrauen, ich habe einen 4fädigen Bobbel mit 1000 m LL. Würde der für Gr. XXL reichen?
17.02.2019 - 07:16DROPS Design svaraði:
Liebe Kornelia, wir bitten um Verständnis, dass wir nicht Produkte unserer Konkurrenz empfehlen können und dass der Kauf des Materials uns hilft, weiterhin kostenlose Anleitungen zur Verfügung stellen zu können.
18.02.2019 - 09:56
Ketti Fält skrifaði:
Jag stickar ovanstående, stickar med stickor 4,5 och antal varv på 10 cm stämmer inte, får fler varv. Ska jag göra raglanen längre eller..? Om jag ska sticka 23 cm innan jag delar får jag sticka raglanen rak, utan ökning, många cm.
11.02.2019 - 22:51DROPS Design svaraði:
hei Ketti. Stemmer strikkefastheten din i bredden? Hvis ikke vil de endelige målene på plagget bli annerledes (både lengde og bredde). Juster eventuelt pinnestørrelsen slik at du oppnår den angitte strikkefastheten. Om det kun er høyden som ikke stemmer, kan du kompensere for dette ved å strikke flere omganger. Det gjør ingenting om du strikker noen centimeter uten raglanøkning (etter at økningene er ferdige) før du deler arbeidet til bol og ermer. God fornøyelse
13.02.2019 - 11:36
Genevieve skrifaði:
Est il possible de le faire en commençant par le bas et pas en rond ? Merci
03.02.2019 - 17:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Genvieve. Cela est possible, mais le modele necessitera beaucoup de transformations. Contactez le magasin ou vous achetez la laine pour l'aide, ou bien essayez de faire le modele tel qu'il est avec nos instructions video et lecons. Bon travail!
03.02.2019 - 23:44
Blue Nostalgia#bluenostalgiasweater |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með laskalínu úr DROPS Sky. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með gatamynstri á ermum. Stærð S – XXXL.
DROPS 199-3 |
|||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ÚTAUKNING-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 100 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 10. Í þessu dæmi er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 10. hverja lykkju. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.6. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð (á við um A.3 til A.5). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA (á við um hliðar á fram- og bakstykki og ermar): Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki og fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á stuttan hringprjón/sokkaprjóna, ofan frá og niður. BERUSTYKKI: Fitjið upp 100-106-110-116-120-126 lykkjur á hringprjón 3,5 með Sky. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-8-8-10-10-8 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING-1 = 110-114-118-126-130-134 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið sléttprjón yfir fyrstu 15-16-17-19-20-21 lykkjur (= hálft bakstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 30-32-34-38-40-42 lykkjur sléttprjón (= framstykki), sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur sléttprjón, prjónið A.1 yfir 21 lykkjur (= ermi), prjónið 2 lykkjur sléttprjón, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið sléttprjón yfir þær 15-16-17-19-20-21 lykkjur sem eftir eru (= hálft bakstykki). Nú eru 118-122-126-134-138-142 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur. Þ.e.a.s. á ermum er aukið í hvorri hlið eins og útskýrt er í A.1. Í næstu umferð er uppslátturinn á ermum prjónaður slétt (= gat) og útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í mynstur eins og útskýrt er í A.1. Á fram- og bakstykki er aukið út með uppslætti á undan/á eftir 2 lykkjum í sléttprjóni í hvorri hlið (það eiga að vera 2 lykkjur sléttprjón á milli hverra laska útaukningar). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt (= ekki göt) og útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Aukið svona út í annarri hverri umferð. Aukið út um alls 8 lykkjur í hverri útauknings umferð (= 4 uppslættir + 4 lykkjur fleiri í A.1). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka 1 sinni á hæðina eru 230-234-238-246-250-254 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur alveg eins, þ.e.a.s. mynstrið endurtekur sig eins og útskýrt er í A.1. Í hvert skipti sem prjónaðar hafa verið 20 umferðir eru nú pláss fyrir 1 mynstureiningu fleiri með gatamynstri á breiddina á hvorri ermi. Þegar aukið hefur verið út alls 24-27-29-32-34-38 sinnum eru 302-330-350-382-402-438 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 18-20-22-24-25-28 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Prjónið síðan í sléttprjóni og mynstri eins og áður, en án útaukningar. Þ.e.a.s. yfir 69-75-79-85-89-97 lykkjur í A.1 er prjónað þannig: Prjónið A.2 (= 2 lykkjur), 2-0-2-0-2-1 lykkjur sléttprjón, byrjið á umferð merktri með ör í þinni stærð og prjónið A.3 (= 10 lykkjur), A.4 yfir næstu 40-50-50-60-60-70 lykkjur (= 4-5-5-6-6-7 mynstureiningar með 10 lykkjum), A.5 (= 11 lykkjur), 2-0-2-0-2-1 lykkjur sléttprjón og A.6 (= 2 lykkjur). Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist ca 23-25-26-28-30-32 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið 41-45-49-54-59-65 lykkjur sléttprjón (= hálft bakstykki), setjið næstu 69-75-77-83-83-89 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 82-90-98-108-118-130 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 69-75-77-83-83-89 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 10-10-12-12-14-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 41-45-49-54-59-65 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er síðan prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 184-200-220-240-264-288 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, mitt í 10-10-12-12-14-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi. Látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu, það á að nota þau síðar þegar lykkjum er fækkað/fjölgað. Prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚRTAKA = 4 lykkjur færri. Fækkið lykkjum svona með 3 cm millibili alls 4 sinnum = 168-184-204-224-248-272 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 14 cm frá skiptingu. Nú er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING-2 = 4 lykkjur fleiri. Aukið svona út með 2 cm millibili alls 7 sinnum = 196-212-232-252-276-300 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 30-30-31-31-31-31 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið laust af, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með hringprjón 4. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 69-75-77-83-83-89 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/sokkaprjón 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 10-10-12-12-14-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 79-85-89-95-97-103 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt í 10-10-12-12-14-14 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi og látið prjónamerki fylgja með í stykkinu, það á að nota það síðar þegar lykkjum er fækkað. Byrjið umferð við prjónamerki. Byrjið í réttri umferð í mynsturteikningu þannig að mynstrið haldið áfram frá berustykki og prjónið þannig: Prjónið 4-2-4-2-3-1 lykkjur sléttprjón, A.3 (= 10 lykkjur), A.4 yfir næstu 50-60-60-70-70-80 lykkjur (= 5-6-6-7-7-8 mynsturteikning 10 lykkjur), A.5 (= 11 lykkjur) og 4-2-4-2-3-1 lykkjur sléttprjón. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 2 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – munið eftir ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í 3.-3.-3.-2.-2.-2. hverri umferð alls 14-15-15-16-15-16 sinnum = 51-55-59-63-67-71 lykkjur. Þær lykkjur sem ekki ganga upp í mynstri þegar lykkjum er fækkað eru prjónaðar í sléttprjóni, en passið uppá að þegar lykkjum er fækkað í mynstri verður einnig að slá uppá prjóninn. Prjónið áfram þar til stykkið mælist 21-19-19-17-15-14 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis). Skiptið yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið laust af, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með sokkaprjón 4. Ermin mælist ca 22-20-20-18-16-15 cm frá skiptingu. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #bluenostalgiasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 199-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.