Dagmar skrifaði:
Ich freue mich auf diese Anleitung. Ich hoffe sie wird Top Down gestrickt!
27.07.2018 - 13:43
Ursula skrifaði:
Schöner Pullover ,ich warte jeden Tag auf die Anleitung.
18.07.2018 - 20:00
Hofmann skrifaði:
Total schöner pullover ,tolles muster ,freu mich schon auf die anleitung, ich liebe norwegermusterstricken( und topdown stricken weil man die länge schön anpassen kann)
12.07.2018 - 10:16
Ulli skrifaði:
Toller Pullover ,ich warte auf die Anleitung, möchte ihn gerne im Herbst mit an die See nehmen.
12.07.2018 - 09:38
Decloedt skrifaði:
Zeer mooie pullover hopelijk komt de beschrijving snel
10.07.2018 - 11:14
Hanne skrifaði:
Utroligt flot mønster
06.07.2018 - 13:37
Ulla skrifaði:
Dieser norweger Pullover ist sehr schön, hoffentlich kommt die Anleitung auch.
18.06.2018 - 18:55
Marianne skrifaði:
Grå stjerne
13.06.2018 - 22:49
Michela skrifaði:
Molto bello. Complimenti. Spero di riuscire a farlo.
06.06.2018 - 21:32
Night Shades#nightshadessweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 195-19 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndast göt. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 240 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 40) = 6. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er það gert á eftir ca 6. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki situr hér, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). UPPHÆKKUN AFTAN Í HNAKKA: Til að flíkin passi betur er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka með dökk grár. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju aftan í hnakka. Prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 14-15-16-15-16-18 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 28-30-32-30-32-36 lykkjur brugðið til baka. Snúið og prjónið 42-45-48-45-48-54 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 56-60-64-60-64-72 lykkjur brugðið til baka. Snúið og prjónið 70-75-80-75-80-90 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 84-90-96-90-96-108 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 240-262-282-306-334-366 lykkjur á hringprjón 3 með litnum milligrár. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 7 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 40-44-46-50-56-60 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 200-218-236-256-278-306 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Haldi síðan áfram í sléttprjóni. Í næstu umferð er sett 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 100-109-118-128-139-153 lykkjur (= í hlið). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 30-31-32-32-34-35 cm, fellið af 8-8-10-10-12-14 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 92-101-108-118-127-139 lykkjur eftir á framstykki og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 58-58-64-64-64-72 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum milligrár. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10-10-10-10-12 lykkjur jafnt yfir = 48-48-54-54-54-60 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 9-9-9-7-9-8 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í 7.-6.-7.-6.-5.-5. hverri umferð alls 12-14-12-14-16-16 sinnum = 72-76-78-82-86-92 lykkjur. Þegar stykkið mælist 42-41-41-39-40-39 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið af miðju 8-8-10-10-12-14 lykkjur undir ermi = 64-68-68-72-74-78 lykkjur eftir í umferð. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg = 312-338-352-380-402-434 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Prjónið sléttprjón með litnum milligrár. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 2-2-3-3-3-3 sinnum = 296-322-328-356-378-410 lykkjur. Eftir síðustu umferð með úrtöku er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 24-34-24-32-36-32 lykkjur jafnt yfir = 272-288-304-324-342-378 lykkjur eftir í umferð. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð = 17-18-19-18-19-21 mynstureiningar í umferð). Sjá LEIÐBEININGAR! Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka (endið eftir umferð merktri með ör í mynsturteikningu fyrir rétta stærð) eru 119-126-133-126-133-147 lykkjur eftir í umferð og stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka til þess að flíkin passi betur þannig að berustykkið verði aðeins hærra í hnakka. Hægt er að sleppa upphækkuninni, þá verður hálsmáli alveg eins að framan og að aftan – sjá UPPHÆKKUN. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið 1 umferð slétt með litnum dökk grár þar sem lykkjum fækkar um 25-30-35-26-29-39 jafnt yfir = 94-96-98-100-104-108 lykkjur í kringum kant í hálsmáli. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 22-22-24-26-26-26 lykkjur jafnt yfir = 116-118-122-126-130-134 lykkjur. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 8 cm eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón. Fellið laust af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Brjótið uppá kantinn í hálsmáli saman tvöfaldan og saumið niður að innan verðu, garðaprjón að garðaprjóni. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nightshadessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.