Dalvik Hat by DROPS Design

Prjónuð húfa fyrir börn úr DROPS BabyMerino. Stykkið er prjónað með norrænu mynstri. Stærð 2-12 ára.

Leitarorð: hattar, marglitt, norrænt,

DROPS Design: Mynstur bm-018-bn
Garnflokkur A
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
2/4 - 5/8 - 9/12 ára
Höfuðmál: ca 48/52 – 52/54 – 54/56 cm

EFNI:
DROPS BABYMERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50-50-50-50-50-50 g litur 19, grár
50-50-50-50-50-50 g litur 02, natur
50-50-50-50-50-50 g litur 20, dökk grár
50-50-50-50-50-50 g litur 21, svartur
50-50-50-50-50-50 g litur 22, ljós grár

PRJÓNFESTA:
24 lykkjur á breidd og 32 umferðir á hæð með sléttprjóni og norrænu mynstri = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 40 cm fyrir sléttprjón og norrænt mynstur.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 2,5: lengd 40 cm fyrir stroff.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (0)

100% Ull
frá 486.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 486.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 486.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2430kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

ÚRTAKA (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 138 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 26) = 5,3.
Í þessu dæmi þá er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 4. og 5. hverja lykkju slétt saman.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni.

------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað í hring á stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Skiptið yfir í sokkaprjóna eftir þörf.

HÚFA:
Fitjið upp 138-144-150 lykkjur á stuttan hringprjón 2,5 með dökk grár. Prjónið stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðin) í 4 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 26-28-30 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA = 112-116-120 lykkjur.
Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3. Prjónið A.1 hringinn (= 28-29-30 mynstureiningar með 4 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Í umferð merktri með ör í A.1, fækkið um 1-2-0 lykkjur jafnt yfir = 111-114-120 lykkjur. Haldið áfram með mynstur (nú er pláss fyrir 37-38-40 mynstureiningar með 3 lykkjum). Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka, mælist stykkið ca 11 cm frá uppfitjunarkanti.
Prjónið síðan sléttprjón með grár. Þegar stykkið mælist 13-15-17 cm frá uppfitjunarkanti, prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 1-4-0 lykkjur jafnt yfir = 110-110-120 lykkjur. Setjið nú 10 prjónamerki í stykkið með 11-11-12 lykkjur á milli hverra prjónamerkja. Í næstu umferð er fækkað um 1 lykkju á eftir hverju prjónamerki með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman (= 10 lykkjur færri). Skiptið yfir á sokkaprjóna eftir þörf. Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 9 sinnum í öllum stærðum = 20-20-30 lykkjur eftir. Í næstu umferð eru allar lykkjurnar prjónaðar sléttar saman 2 og 2 = 10-10-15 lykkjur eftir. Prjónið 1 umferð til viðbótar þar sem allar lykkjurnar eru prjónaðar sléttar saman 2 og 2 = 5-5-8 lykkjur eftir.
Klippið frá, dragið bandið í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið á bandi og festið vel. Húfan mælist ca 19-21-23 cm ofan frá og niður.

Mynstur

= dökk grár
= ljós grár
= grár
= svartur
= natur
= úrtöku umferð

There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-19

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.