Encarnita skrifaði:
Mitt arbetet står still ! Längtar att få forsätta men Vill gärna ha svar på frågan innan jag forsätter. Finns det någon som stickat denna tidigare och vet om det stämmer? Tacksam för svar.
19.02.2019 - 12:31
Kerstin Irehjelm skrifaði:
Känner precis som Encarnita tidigare att 30 cm i storlek S innan avmaskning för ärmhål känns väldigt kort. Stämmer detta verkligen med hur plagget ser ut på mönstret? Ärmarna är då rejält mycket längre än livet...
19.02.2019 - 08:35DROPS Design svaraði:
Hei Kerstin. Det stemmer at bolen i størrelse S måler 30 cm når du skal felle av til ermhull. Om du ser på målskissen nederst kan du se alle målene til plagget i cm. Det er ikke noe i veien for at du legger til på lengden om du syntes dette blir for kort. Ermene måler 42 cm før de settes inn på samme rundpinne som bolen. God fornøyelse
20.02.2019 - 15:46
Encarnita skrifaði:
Hej! Håller på och sticka denna Drops 195-19. Kommit fram till avmaskning för ärm, det står ; när arbetet mäter 30 cm ska man avmaska 8 maskor i varje sidan. Min fråga är; tycker tröjan blir för kort! På bilden ser den längre ut. Kan detta stämma? Tacksam för snabb svar. Mvh Encarnita
18.02.2019 - 18:52
Heidi Sveholm-Hammar skrifaði:
Hej! Din beskrivning och ditt garnval är fantastiskt vackra! Gillar flere garn men Drops Karisma finns i flere nyanser och man kan gott hitta sina, tack! Tack till Drops och Tapion lanka, varifrån jag köper mitt garn! Mvh Heidi
18.02.2019 - 13:24
Ulrike Ulrich skrifaði:
Guten Abend, ich stricke den Pullover Night Shades mit 304 Machen. Laut Diagramm wird in Reihe 10 eine Masche abgenommen. ( 303 Maschen) Kann es sein, dass ihnen in Reihe 12 ein Fehler unterlaufen ist, denn ich komme mit dem Muster nicht hin. Stricke ich weiter mit 304 Maschen stimmt das Muster. Oder liegt der Fehler bei mir? Vielen Dank für ihre Antwort. LG Ulrike Ulrich
10.02.2019 - 23:19DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Ulrich, bei der 11. Reihe nehmen Sie 1 Masche in jedem A.1 ab = es sind nur noch 15 M in jedem A.1, dann weiter stricken und immer A.1 19x in der Breite wiederholen. Viel Spaß beim stricken!
11.02.2019 - 11:18
Elbjørg Røsberg skrifaði:
Er i tvil om størrelse. Hva tilsvarer xl?
09.02.2019 - 11:43DROPS Design svaraði:
Hei Elbjørg, Det finnes en målskisse med alle mål for forskjellige størrelsene i bunnen av oppskriften. God fornøyelse!
11.02.2019 - 06:19
Päivi Nietosvaara skrifaði:
Kiva malli. Tein L-koon ja kaipasin, että kainalosta helmaan oleva väli olisi saanut olla pidempi. Helppo ja selkeä ohje.
07.02.2019 - 09:12
Eva Hagen Olsson skrifaði:
Hvilke fargekoder på garnet skal velges for å få Night shades A (blå/grønn)? Trenger svar litt raskt. Takk
30.01.2019 - 22:00DROPS Design svaraði:
Hei Eva. For fargealternativ A trenger du DROPS Karisma farger : 69, 50, 56, 01 og 55. God fornøyelse
31.01.2019 - 11:23
Anu Kuntonen skrifaði:
Mihin ihmeeseen tässä villapaidan teossa tarvitaan 40 cm pyöröpuikkoa?
28.01.2019 - 14:45
Heike Zimdars skrifaði:
Können Sie mir bitte angeben,welche Farbnummer der Wolle bei dem Model A Verwendet werden. Danke Gruß Heike
27.01.2019 - 15:25DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Zimdars, bei der Farbkombination A wurden DROPS Karisma 69, 50, 56, 01, 55 benutzt. Viel Spaß beim stricken!
28.01.2019 - 11:15
Night Shades#nightshadessweater |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Karisma. Stykkið er prjónað neðan frá og upp með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 195-19 |
|||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykkinu. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir snúnir slétt svo ekki myndast göt. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 240 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 40) = 6. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er það gert á eftir ca 6. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LASKALÍNA: Fækkið lykkjum fyrir laskalínu hvoru megin við prjónamerki í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Byrjið 2 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónamerki situr hér, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). UPPHÆKKUN AFTAN Í HNAKKA: Til að flíkin passi betur er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka með dökk grár. Setjið 1 prjónamerki fyrir miðju aftan í hnakka. Prjónið sléttar lykkjur þar til prjónaðar hafa verið 14-15-16-15-16-18 lykkjur fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á þræði og prjónið 28-30-32-30-32-36 lykkjur brugðið til baka. Snúið og prjónið 42-45-48-45-48-54 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 56-60-64-60-64-72 lykkjur brugðið til baka. Snúið og prjónið 70-75-80-75-80-90 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið 84-90-96-90-96-108 lykkjur brugðið til baka. Snúið, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur að miðju að aftan. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA – STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 240-262-282-306-334-366 lykkjur á hringprjón 3 með litnum milligrár. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 7 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 40-44-46-50-56-60 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 200-218-236-256-278-306 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Haldi síðan áfram í sléttprjóni. Í næstu umferð er sett 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 100-109-118-128-139-153 lykkjur (= í hlið). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 30-31-32-32-34-35 cm, fellið af 8-8-10-10-12-14 lykkjur í hvorri hlið fyrir handveg (þ.e.a.s. fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur hvoru megin við bæði prjónamerkin) = 92-101-108-118-127-139 lykkjur eftir á framstykki og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMI: Fitjið upp 58-58-64-64-64-72 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum milligrár. Prjónið stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) í 5 cm. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10-10-10-10-12 lykkjur jafnt yfir = 48-48-54-54-54-60 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 9-9-9-7-9-8 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚTAUKNING. Aukið svona út í 7.-6.-7.-6.-5.-5. hverri umferð alls 12-14-12-14-16-16 sinnum = 72-76-78-82-86-92 lykkjur. Þegar stykkið mælist 42-41-41-39-40-39 cm (ATH: Styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla), fellið af miðju 8-8-10-10-12-14 lykkjur undir ermi = 64-68-68-72-74-78 lykkjur eftir í umferð. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem lykkjur voru felldar af fyrir handveg = 312-338-352-380-402-434 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma (= 4 prjónamerki). Prjónið sléttprjón með litnum milligrár. JAFNFRAMT í fyrstu umferð er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan (= 8 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona í annarri hverri umferð alls 2-2-3-3-3-3 sinnum = 296-322-328-356-378-410 lykkjur. Eftir síðustu umferð með úrtöku er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 24-34-24-32-36-32 lykkjur jafnt yfir = 272-288-304-324-342-378 lykkjur eftir í umferð. Prjónið síðan mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð = 17-18-19-18-19-21 mynstureiningar í umferð). Sjá LEIÐBEININGAR! Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka (endið eftir umferð merktri með ör í mynsturteikningu fyrir rétta stærð) eru 119-126-133-126-133-147 lykkjur eftir í umferð og stykkið mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka til þess að flíkin passi betur þannig að berustykkið verði aðeins hærra í hnakka. Hægt er að sleppa upphækkuninni, þá verður hálsmáli alveg eins að framan og að aftan – sjá UPPHÆKKUN. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið 1 umferð slétt með litnum dökk grár þar sem lykkjum fækkar um 25-30-35-26-29-39 jafnt yfir = 94-96-98-100-104-108 lykkjur í kringum kant í hálsmáli. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 3. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 22-22-24-26-26-26 lykkjur jafnt yfir = 116-118-122-126-130-134 lykkjur. Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 8 cm eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón. Fellið laust af – passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur! Brjótið uppá kantinn í hálsmáli saman tvöfaldan og saumið niður að innan verðu, garðaprjón að garðaprjóni. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #nightshadessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 30 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 195-19
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.