Mary skrifaði:
There is some error in the pattern,,, in the elevation i think that at last it must finish with a knit row to be correct and two sides be the same,,,, and the elevation must be done before increasing some stitches in the neck as you have mentioned size of stitches before increasing, but in the pattern it is written that elevation can be done after increasing in the neck. Please check and if it is true, correct it. Thank you
16.09.2018 - 07:42
Karin skrifaði:
Ang ökning på fram- och bakstycke - Om jag ska öka en maska fyra maskor innan markören och sedan sticka fyra maskor är jag ju framme vid markören. Men i er beskrivning står det ”markören sitter mitt emellan dessa fyra maskorna”. Är det en miss eller missförstår jag?
09.09.2018 - 22:10DROPS Design svaraði:
Hei Karin. Det har du helt rett i! Du skal strikke til det gjenstår 2 masker før merketråden. Dette har nå blitt rettet, takk for beskjed og god fornøyelse.
11.09.2018 - 08:27
Siwan Bowen skrifaði:
I have only just started the Cardigan. When I make the button hole after knitting 3cm rib. Do I continue to knit 2 purl 2? Or is the whole row a knit?
30.08.2018 - 23:53DROPS Design svaraði:
Dear Siwan, th first buttonhole at the necklin should be placed about 1½-2 cm fron the cast on edge. Since the pattern says you need to knit the ribbing for 3 cm-s, if you make the buttonholes where the pattern says, you will have to continue to knit with the rib pattern for a 1½-1 cm. Happy Knitting!
31.08.2018 - 03:13
Sini Marie Næs skrifaði:
Hvorfor skal en først felle, for så å øke etter første knapphull? Mvh Sini Marie
23.08.2018 - 22:14DROPS Design svaraði:
Hei Sini Marie, Du feller og øker etter første knapphull for å få en bedre passform i nakken. God fornøyelse!
24.08.2018 - 08:37
Inner Circle Jacket#innercirclejacket |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Merino Extra Fine eða DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-22 |
|||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Allar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR PRJÓN (á við um marglitt mynstur): Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. LEIÐBEININGAR UPPHÆKKUN: Setjið einn merkiþráð í miðju á stykki (= miðja að aftan) þannig: S: Í 62 lykkju, M: eftir 65 lykkjur, L: eftir 72 lykkjur, XL: í 76 lykkju, XXL: eftir 79 lykkjur, XXXL: eftir 83 lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið brugðið þar til prjónaðar hafa verið 12-12-13-14-14-15 lykkjur framhjá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-24-26-28-28-30 lykkjur slétt. Snúið, herðið á þræði og prjónið 36-36-39-42-42-45 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-48-52-56-56-60 lykkjur slétt. Snúið, herðið á þræði og prjónið 60-60-65-70-70-75 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið 72-72-7884-84-90 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið brugðið út umferðina (kanturinn er prjónaður slétt). LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 124 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 6,3. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju saman og lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan. Ef auka á út þá er það gert á eftir ca 6. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við merkiþráð þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan merkiþræði, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn situr á milli þessa lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, 1 lykkja slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = prjónið frá réttu þar til 3 lykkjur eru efir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og endið með 1 lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt þannig að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kantur í hálsmáli mælist 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 6 næstu hnappagötum með ca 7½-8-8-8-8½-9 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 120-128-132-136-140-144 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjón 3 með litnum ljós grágrænn. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Skiptið yfir í litinn ljós brúnn. Prjónið nú stroff þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til eftir eru 7 lykkjur á prjóni, 2 lykkjur slétt, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 3 cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan! Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 18-21-21-21-21-21 lykkjur jafnt yfir – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 102-107-111-115-119-123 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 21-23-33-36-39-42 lykkjur jafnt yfir = 123-130-144-151-158-165 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Til að flíkin passi betur er prjónuð upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – sjá LEIÐBEININGAR UPPHÆKKUN. BERUSTYKKI: Prjónið nú mynstur þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 16-17-19-20-21-22 mynstureiningar með 7 lykkjum), A.2 (= 1 lykkja), endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni – sjá LEIÐBEININGAR PRJÓN og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur. Þegar allt A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 299-317-353-371-389-407 lykkjur í umferð. Stykkið á nú að mælast 23-24-24-24-24-24 cm frá uppfitjunarkanti. Stærð S er nú lokið – haldið áfram með næsta kafla að neðan. Í stærð M, L, XL, XXL og XXXL er prjónað þannig: Stærð M, L og XL: Prjónið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan með litnum ljós brúnn þar til stykkið mælist 25-27-28 cm frá uppfitjunarkanti, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-24-24 cm er aukið út um 13-5-19 lykkjur jafnt yfir = 330-358-390 lykkjur. Haldið síðan áfram með næsta kafla að neðan. Stærð XXL og XXXL: Prjónið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan með litnum ljós brúnn þar til stykkið mælist 30-32 cm frá uppfitjunarkanti, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-24 cm er aukið út um 11-14 lykkjur jafnt yfir og þegar stykkið mælist 27-29 cm er aukið út um 10-13 lykkjur jafnt yfir = 410-434 lykkjur. Haldið síðan áfram með næsta kafla. ALLAR STÆRÐIR: Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 47-51-55-61-65-70 lykkjur eins og áður (= hægra framstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 85-92-100-112-120-130 lykkjur eins og áður (= bakstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 47-51-55-61-65-70 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað til loka fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 195-210-230-254-274-298 lykkjur. Setjið 1 merkiþráð 51-55-60-66-71-77 lykkjur inn frá hvorri hlið = 93-100-110-122-132-144 lykkjur á milli merkiþráða á bakstykki. Prjónið sléttprjón með litnum ljós brúnn og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem stykkið skiptist upp við ermar er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við báða merkiþræðina – sjá LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 6. hverri umferð (ca öðrum hverjum cm) alls 10 sinnum í hvorri hlið = 235-250-270-294-314-338 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 24-24-24-25-25-25 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð brugðið frá röngu þar sem aukið er út um 57-62-66-74-78-82 lykkjur jafnt yfir = 292-312-336-368-392-420 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt, 5 lykkjur í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm er fellt af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-68-74-78-80-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón/ sokkaprjóna 4 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-76-84-88-92-96 lykkjur í umferð. Setjið 1 merkiþráð fyrir miðju í 8-8-10-10-12-14 lykkjur (= miðja undir ermi). Prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós brúnn. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem stykkið skiptist við ermar er fækkað um 2 lykkjur fyrir miðju undir ermi – sjá LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í ca 8.-6.-5.-4.-4.-4. hverri umferð alls 12-15-18-19-20-21 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Þegar ermin mælist 38-36-35-34-33-31 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-14-16-18-20-22 lykkjur jafnt yfir = 54-60-64-68-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 42-40-39-38-37-35 cm frá þar sem stykkið skiptist við ermar og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #innercirclejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.