Inga Johansson skrifaði:
Går det att få mönster på papper. Dropps 196-22 o 196-23. Jag har ingen skrivare. Inga Johansson Källebergsgatan 12 46462 Brålanda.Det vore bra. Tack
07.09.2025 - 13:33DROPS Design svaraði:
Hej Inga. Vi har dessvärre inte möjlighet att skicka mönster på papper, men vissa av våra återförsäljare kan hjälpa till med detta. Eller eventuellt om du kan skriva ut på ditt närmaste bibliotek. Mvh DROPS Design
09.09.2025 - 08:44
Eleonor skrifaði:
Hej. Jag har ökat och börjat sticka mönster A1 i st M. I slutet på första mönstervarvet får jag kvar 6 maskor (och 5 framkantsmaskor) Ska det inte vara 3 maskor kvar +framkantsmaskorna? Jag har 203 maskor efter ökningarna. Jag hade 144 maskor från början och ökat enligt mönster. Vad blir fel? Tack på förhand!
25.08.2025 - 19:58DROPS Design svaraði:
Hej Eleonor. Om du stickar storlek M och är vid oket så ska du ha 130 maskor. Sedan stickar du 5 framkantsmaskor, 17 rapporter av A.1, A.2 och till sist 5 framkantsmaskor. 5+(17x7)+1+5= 130 maskor. Mvh DROPS Design
26.08.2025 - 11:17
Guðný skrifaði:
Ætla að panta í þessa peysu garn og uppskrift
05.08.2025 - 16:01DROPS Design svaraði:
Garnið kaupir þú hjá DROPS söluaðilum sem þú getur fundið á síðunni okkar og uppskriftin er frí. Gangi þér vel.
05.08.2025 - 17:18
Vivi Møller Larsen skrifaði:
Er det muligt at strikke cardigan mønstret uden at skulle strikkevrangpinde. Kan dette mønster bruges til at strikke opklipningsmasker og derefter strikke knap stolper til og har Drops en beskrivelse af det. Jeg magter ikke strikke fair ile vrang.. Venlig hilsen Vivi
01.02.2025 - 21:51DROPS Design svaraði:
Hei Vivi. Du kan strikke jakken rundt og så klippe opp (ved å legge til oppklippningsmasker), men vi har ingen skriftlig beskrivelse på hvordan det gjøres på denne modellen. mvh DROPS Design
10.02.2025 - 09:20
Lisbeth Gjertsen skrifaði:
Hei. Når man skal ta ut på mønsteret. Hvordan i all verden vil det passe inn så mønsteret passer inn
09.08.2024 - 12:41DROPS Design svaraði:
Hei Lisbeth. Beklager, men her skjønner jeg ikke spørsmålet. Ta ut mønstret / og hvordan det vil passe inn så det vil passe inn? mvh DROPS Design
12.08.2024 - 14:25
Marie Claude PIERARD skrifaði:
Concernant le modèle inner circle jacket est-ce bien 24 cm après la séparation pour commencer les cotes ? Ça me paraît très peu pour une veste qui alors serait très courte. Le modèle paraît beaucoup plus long sur la photo. Merci
03.04.2023 - 11:35DROPS Design svaraði:
Bonjour Marie Claude, si le jacket est trop court pour vous, vous pouvez l'allonger a ce moment, a votre gout. Bon tricot!
04.04.2023 - 07:49
Maria Källström skrifaði:
Hej! När jag har stickat resåren i halsen, varför ska jag då först minska ett antal maskor och sedan på nästa varv ÖKA med maskor? Och ska det vara något varv emellan? Jag tycker det ser lite avigt ut… Tacksam för svar! /Maria
24.11.2021 - 22:13DROPS Design svaraði:
Hej Maria, det er for at få en pæn overgang fra ribben til bærestykket :)
25.11.2021 - 15:42
Petra Sultsi skrifaði:
Ohjeessa sanotaan että luodaan silmukat sisällyttäen napituslistan silmukat. Ovatko ne siis ohjeessa jo laskettuna valmiiksi vai lisäänkö erikseen vielä nappilista silmukat ?
21.09.2021 - 15:11DROPS Design svaraði:
Napituslistan silmukat sisältyvät luotavaan silmukkamäärään.
06.10.2021 - 17:19
Stanzi skrifaði:
Warum nimmt man bei der Halsblende erst 18 M ab und in der nächste Hinreihe gleich wieder 21 M zu?
14.10.2020 - 17:46DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Stanzi, so gibt es einen schönen Übergang zwischen Kragen und Passe. Viel Spaß beim stricken!
15.10.2020 - 09:00
Marianne Fosseli Nygaard skrifaði:
Hei. Hvorfor økes det før vrangbord på armene ? Mvh Marianne.
14.11.2019 - 12:50DROPS Design svaraði:
Vrangborden strikkes på mindre pinner og vrangborden trekker seg sammen, derfor har design valgt å ta et antall masker ut. God fornøyelse!
14.11.2019 - 13:55
Inner Circle Jacket#innercirclejacket |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Merino Extra Fine eða DROPS Karisma. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með norrænu mynstri. Stærð S - XXXL.
DROPS 196-22 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Allar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR (á við um marglitt mynstur): Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist saman. UPPHÆKKUN: Setjið einn merkiþráð í miðju á stykki (= miðja að aftan) þannig: S: Í 62 lykkju, M: eftir 65 lykkjur, L: eftir 72 lykkjur, XL: í 76 lykkju, XXL: eftir 79 lykkjur, XXXL: eftir 83 lykkjur. Byrjið frá röngu og prjónið brugðið þar til prjónaðar hafa verið 12-12-13-14-14-15 lykkjur framhjá merkiþræði, snúið, herðið á þræði og prjónið 24-24-26-28-28-30 lykkjur slétt. Snúið, herðið á þræði og prjónið 36-36-39-42-42-45 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið 48-48-52-56-56-60 lykkjur slétt. Snúið, herðið á þræði og prjónið 60-60-65-70-70-75 lykkjur brugðið, snúið, herðið á þræði og prjónið 72-72-7884-84-90 lykkjur slétt, snúið, herðið á þræði og prjónið brugðið út umferðina (kanturinn er prjónaður slétt). ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 124 lykkjur), mínus kanta að framan (t.d. 10 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 18) = 6,3. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna ca 5. og 6. hverja lykkju saman og lykkjum er ekki fækkað yfir kanta að framan. Ef auka á út þá er það gert á eftir ca 6. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Öll útaukning er gerð frá réttu! Prjónið þar til 2 lykkjur eru eftir á prjóni á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 4 lykkjur slétt (prjónamerki situr mitt á milli þessa 4 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermar): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = prjónið frá réttu þar til 3 lykkjur eru efir á prjóni, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt saman og endið með 1 lykkju slétt. Í næstu umferð (ranga) er uppslátturinn prjónaður slétt þannig að það myndist gat. Fellið af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar kantur í hálsmáli mælist 1½-2 cm. Fellið síðan af fyrir 6 næstu hnappagötum með ca 7½-8-8-8-8½-9 cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón frá miðju að framan og prjónað er ofan frá og niður. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Fitjið upp 120-128-132-136-140-144 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan í hvorri hlið) á hringprjón 3 með litnum ljós grágrænn. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Skiptið yfir í litinn ljós brúnn. Prjónið nú stroff þannig: 5 kantlykkjur að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til eftir eru 7 lykkjur á prjóni, 2 lykkjur slétt, 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff þar til stykkið mælist 3 cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá réttu. Fellið af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – sjá útskýringu að ofan! Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem fækkað er um 18-21-21-21-21-21 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 102-107-111-115-119-123 lykkjur. Prjónið 1 umferð slétt frá réttu þar sem aukið er út um 21-23-33-36-39-42 lykkjur jafnt yfir = 123-130-144-151-158-165 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4. Til að flíkin passi betur er prjónuð upphækkun aftan í hnakka þannig að berustykkið verði aðeins hærra á bakstykki. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – sjá UPPHÆKKUN. BERUSTYKKI: Prjónið nú mynstur þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, prjónið A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni (= 16-17-19-20-21-22 mynstureiningar með 7 lykkjum), A.2 (= 1 lykkja), endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni – sjá LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur. Þegar allt A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina eru 299-317-353-371-389-407 lykkjur í umferð. Stykkið á nú að mælast 23-24-24-24-24-24 cm frá uppfitjunarkanti. Stærð S er nú lokið – haldið áfram með næsta kafla að neðan. Í stærð M, L, XL, XXL og XXXL er prjónað þannig: Stærð M, L og XL: Prjónið áfram í sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan með ljós brúnn þar til stykkið mælist 25-27-28 cm frá uppfitjunarkanti, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-24-24 cm er aukið út um 13-5-19 lykkjur jafnt yfir = 330-358-390 lykkjur. Haldið síðan áfram með næsta kafla að neðan. Stærð XXL og XXXL: Prjónið áfram með sléttprjóni og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan með ljós brúnn þar til stykkið mælist 30-32 cm frá uppfitjunarkanti, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 24-24 cm er aukið út um 11-14 lykkjur jafnt yfir og þegar stykkið mælist 27-29 cm er aukið út um 10-13 lykkjur jafnt yfir = 410-434 lykkjur. Haldið síðan áfram með næsta kafla. ALLAR STÆRÐIR: Næsta umferð er prjónuð frá röngu þannig: Prjónið 47-51-55-61-65-70 lykkjur eins og áður (= hægra framstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 85-92-100-112-120-130 lykkjur (= bakstykki), setjið næstu 60-68-74-78-80-82 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 8-8-10-10-12-14 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið þær 47-51-55-61-65-70 lykkjur sem eftir eru eins og áður (= vinstra framstykki). Fram- og bakstykki og ermar er prjónað til loka fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 195-210-230-254-274-298 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki 51-55-60-66-71-77 lykkjur inn frá hvorri hlið = 93-100-110-122-132-144 lykkjur á milli prjónamerkja á bakstykki. Prjónið sléttprjón með ljós brúnn og 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem stykkið skiptist upp við ermar er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – sjá ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 6. hverri umferð (ca öðrum hverjum cm) alls 10 sinnum í hvorri hlið = 235-250-270-294-314-338 lykkjur í umferð. Þegar stykkið mælist 24-24-24-25-25-25 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð brugðið frá röngu þar sem aukið er út um 57-62-66-74-78-82 lykkjur jafnt yfir = 292-312-336-368-392-420 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið stroff frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, 2 lykkjur slétt, 5 lykkjur í garðaprjóni. Þegar stroffið mælist 4 cm er fellt af með garðaprjón yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Peysan mælist ca 54-56-58-60-62-64 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 60-68-74-78-80-82 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á stuttan hringprjón 4/sokkaprjóna og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-12-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 68-76-84-88-92-96 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki mitt í 8-8-10-10-12-14 lykkjur (= mitt undir ermi). Prjónið sléttprjón hringinn með litnum ljós brúnn. Þegar stykkið mælist 2 cm frá þar sem stykkið skiptist við ermar er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – sjá ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í ca 8.-6.-5.-4.-4.-4. hverri umferð alls 12-15-18-19-20-21 sinnum = 44-46-48-50-52-54 lykkjur. Þegar ermin mælist 38-36-35-34-33-31 cm frá skiptingu (styttra mál í stærri stærðum vegna lengra berustykkis), prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 12-14-16-18-20-22 lykkjur jafnt yfir = 54-60-64-68-72-76 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 4 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur, en til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 4. hverja lykkju (uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja). Ermin mælist ca 42-40-39-38-37-35 cm frá þar sem stykkið skiptist við ermar og niður. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #innercirclejacket eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 196-22
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.