Renate skrifaði:
I think I am not the first person asking this. I started the Sheep Happens pattern, top to bottom with buttons, (cardigan). I am done knitting the neck band but I'm stuck with the yoke. I am also confused with the A1, A2 and A3 charts. I am knitting the size Large. Please explain the yolk, I am good with the divide and rest of the body. If you ever make a video tutorial on the specific pattern, please let me know. Kind regards
19.01.2026 - 15:19DROPS Design svaraði:
Dear Renate, in size L you will work yoke as follows (over 143 sts): 5 garter stitch, 1 st A.1, then work 2 times the 6 sts A.2 (12 sts), then work the 12 sts A.3, then repeat 8 times the 6 sts A.2 (48 sts), the 12 sts A.3, 8 times the 6 sts A.2 and finish with 5 sts in garter st = 5+1+12+12+48+12+48+5=143. From WS work A.2, A.3, A.2, A.3, A.2, A.1 reading diagrams from the left towards the right - read more about diagrams here. Increase in each diagram as shown/drawn so that you will get 281 sts when diagrams are done. Happy knitting!
20.01.2026 - 09:25
Barbara Brodhead skrifaði:
I’m trying to knit the “Sheep Happens” cardigan and am struggling to understand within the Gauge sequence of the jacket when to do the increases. I made the first one no problem so have 131 stitches but when do I do the next increase row and subsequent rows to get to 255 stitches. Please help. Thanks
07.01.2026 - 11:35DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Brodhead, increases are drawn in the different diagrams you will work, if you look at A.2 to A.5 you will find yarn overs either at the beg or at the end of the diagram, these are the increases you work to get always more stitches in each diagram and then finally get the 255 sts when all diagrams/increases are done. Happy knitting!
08.01.2026 - 09:02
Sabrina skrifaði:
Buongiorno, faccio fatica a capire la sequenza dei disegni, quando c è scritto ad es A2 = 6 maglie su 12 per due volte, in pratica sono 4 o 2 pecorelle? I vostri schemi sono sempre chiari e non ho mai avuto difficoltà, stavolta non riesco a capire bene le sequenze , se per favore potete aiutarmi. Grazie
01.10.2025 - 11:41DROPS Design svaraði:
Buonasera Sabrina, deve lavorare A.2 su 12 maglie, quindi ripeterlo 2 volte. Buon lavoro!
03.10.2025 - 00:45
Anne skrifaði:
Det jeg lige har sendt afsted er et spørgsmål som strikkeforretningen heller ikke kan svare på. Hilsen Anne
05.09.2025 - 12:23DROPS Design svaraði:
Hei Anne. Hvor har sendt ditt spørsmål? Jeg kan ikke finne det under denne oppskriften (194-1). mvh DROPS Design
22.09.2025 - 09:31
Anne skrifaði:
Hej. Vedr Sheep Happens Cardigan str. XXL. spørgsmål til jeres mønster. Når jeg kommer til 3. Pind i A2 og A3, kan jeg se at jeg skal lave udtagninger. Men skal jeg følge opskriften som under: \"strik mønstret således fra retsiden\"? Hvis jeg gør det hvordan gør jeg så når jeg kommer op i række 4 ? Der øger jeg maske antallet i diagrammet, men ikke i opskriften. Så jeg forstår ikke hvordan jeg skal læse opskriften. Hilsen Anne
05.09.2025 - 12:22
Marinna skrifaði:
Greetings, in starting to work A1, A2 and A3, the picture of the conpleted sweater implies there is an A3 sheep on both sides of the front, and I do not see how this is achieved when the repeat (for L) is A1, 2x A2, A3, 8x A2, A3 and 8x A2. This puts one A3 on the left side and one A3 in the back and none on the front. What am I misunderstanding?
18.08.2025 - 06:11DROPS Design svaraði:
Dear martina, that's right there is only one A.3 on the left front piece and one another on back piece but not on the right front piece. Happy knitting!
18.08.2025 - 09:29
Sylvia Henderson skrifaði:
What are the body measurements corresponding to the pattern sizes S M L XL and XXl
25.02.2025 - 01:20
Sylvia Henderson skrifaði:
What are the body measurements corresponding to the pattern sizes S M L XL and XXl
25.02.2025 - 01:18DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Henderson, to find out the matching size measure a similar garment you have and like the shape then compare them to the measurements in the chart (= finished garment measurements). Note that they are given in cm - convert into inches here if needed. Read more here. Happy knitting!
26.02.2025 - 10:23
Dea skrifaði:
Ciao, nella spiegazione dello sprone dice "Alla fine di A.4 e A.5, .... il lavoro misura 21-23-24-25-25-25 cm (comprese le coste). Lavorare con il grigio fino alla fine del lavoro. Lavorare a maglia rasata con 5 maglie per il bordo a maglia legaccio fino a quando il lavoro misura 21-23-25-26-28-30 cm (comprese le coste)." Per me non è corretto visto che finiti i diagrammi siamo già ai cm indicati nella seconda frase. Sarebbe da controllare.
28.01.2025 - 18:58DROPS Design svaraði:
Buonasera Dea, per le prime 2 taglie non bisogna lavorare altro, ma passare alla parte successiva. Buon lavoro!
29.01.2025 - 23:21
Dea skrifaði:
Buongiorno. Ho notato che nella spiegazione dello sprone ci sono due frasi molto simili. Dice che alla fine di A4 -A5 il lavoro per la taglia M misura 23 cm e dice di proseguire col grigio ok. La frase dopo dice di lavorare a maglia rasata e bordo a legaccio fino a che il lavoro misura 23 cm compreso il bordo a coste(vedi collo). Mi sembra strano se già prima parla dei cm...per me c'è qualcosa nella spiegazione che non torna. Grazie.
28.01.2025 - 17:10DROPS Design svaraði:
Buonasera Dea, per le prime 2 taglie non bisogna lavorare altro, ma passare alla parte successiva. Buon lavoro!
29.01.2025 - 23:21
Sheep Happens! Cardigan#sheephappenscardigan |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki úr DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður í norrænu mynstri með kindum. Stærð S - XXXL.
DROPS 194-1 |
||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning er prjónuð í sléttprjóni. Þar sem það eru löng hopp á milli litaskipta, verður að tvinna þræðina saman við hvern annan eftir ca 7. hverja lykkju, svo að ekki verði eins langir lausir endar á bakhliðinni. ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 100 lykkjur), mínus kanta að framan (= 10 lykkjur = 90 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 31) = 2,9. Í þessu dæmi þá er aukið út með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 3. hverja lykkju. Ekki er aukið út yfir kanta að framan. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um ermi): Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). Fellið af frá réttu þegar 3 lykkjur eru eftir á prjóni þannig: Sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 næstu lykkjur slétt saman og prjónið síðustu lykkju slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellt er af fyrir fyrsta hnappagatinu þegar stroffið á kraga mælist ca 1½-2 cm. Fellið síðan af 5-5-6-6-7-7 næstu með ca 8½-8½-8-8-7½-7½ cm millibili. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Berustykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna, ofan frá og niður. Berustykkið skiptist við ermar og fram- og bakstykki. Fram- og bakstykki er síðan prjónað fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BERUSTYKKI: Fitjið upp 100-104-108-112-120-128 lykkjur (meðtaldar 5 kantlykkjur að framan í hvorri hlið á stykki) á hringprjón 3 með litnum gráblár. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 5 kantlykkjum að framan í GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í hvorri hlið á stykki. Prjónið 5 kantlykkjur í garðaprjón, stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til 7 lykkjur eru eftir, 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Fellt er af fyrir HNAPPAGAT í hægri kanti að framan – lesið útskýringu að ofan. Prjónið stroff í 3 cm, stillið af að síðasta umferð sé frá réttu. Skiptið yfir á hringprjón 4 Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu með 5 kantlykkjum í garðaprjóni í hvorri hlið og aukið út 31-27-35-33-35-37 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚTAUKNING = 131-131-143-145-155-165 lykkjur. Prjónið mynstur svona frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, A.1 (= 1 lykkja), A.2 (= 6-6-6-5-5-5 lykkjur) yfir næstu 12-12-12-10-10-10 lykkjur (= alls 2 sinnum), A.3 (= 12 lykkjur), A.2 yfir næstu 42-42-48-50-55-60 lykkjur (= alls 7-7-8-10-11-12 sinnum), A.3 yfir næstu 12 lykkjur, A.2 yfir næstu 42-42-48-50-55-60 lykkjur (= alls 7-7-8-10-11-12 sinnum) og endið með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni. Kantur að framan er prjónaður með sama lit og í A.1. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 til A.3 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 255-255-281-333-359-385 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 16 cm (meðtalið stroff). Prjónið 1 umferð brugðið með grár frá röngu með 5 kantlykkjum að framan í garðaprjóni í hvorir hlið og aukið út um 11-11-15-8-12-1 lykkjur jafnt yfir = 266-266-296-341-371-386 lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig (uppsláttur er prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt): Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (kantur að framan er nú prjónaður með litnum grár til loka), A.4 (= 1 lykkja), A.5 (= 15 lykkjur) yfir næstu 255-255-285-330-360-375 lykkjur (= 17-17-19-22-24-25 sinnum á breidd) og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni. Þegar A.4 og A.5 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina eru 317-351-372-407-443-461 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 21-23-24-25-25-25 cm (meðtalið stroff). Stykkið er prjónað með litnum grár til loka. Prjónið sléttprjón með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið þar til stykkið mælist 21-23-25-26-28-30 cm (meðtalið stroff). Nú skiptist stykkið fyrir ermar og fram- og bakstykki þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, 45-49-51-57-63-68 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 64-72-79-84-90-90 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-10-14 lykkjur undir ermi, prjónið 89-99-102-115-127-135 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 64-72-79-84-90-90 lykkjur á þráð fyrir ermi og fitjið upp 8-8-10-10-10-14 lykkjur undir ermi, 45-49-51-57-63-68 lykkjur sléttprjón og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (= framstykki) = 205-223-234-259-283-309 lykkjur. FRAM- OG BAKSTYKKI: Prjónið með sléttprjóni með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni í hvorri hlið á stykki. Þegar stykkið mælist 26-26-26-27-27-27 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist fyrir ermar er aukið út um 27-33-34-33-41-43 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð frá röngu = 232-256-268-292-324-352 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni, stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) þar til eftir eru 7 lykkjur, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni (uppslátturinn er prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast göt). Fellið af með sléttum lykkjum frá réttu þegar stroffið mælist 4 cm (þ.e.a.s. stykkið mælist ca 30-30-30-31-31-31 cm frá þar sem fram- og bakstykki skiptist frá ermum). Peysan mælist alls 54-56-58-60-62-64 cm, mælt frá öxl. ERMI: Setjið 64-72-79-84-90-90 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 4 og takið upp 1 lykkju í hverja af 8-8-10-10-10-14 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 72-80-89-94-100-104 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 8-8-10-10-10-14 lykkja undir ermi. Prjónið í hring í sléttprjóni með litnum grár. Þegar stykkið mælist 1 cm frá þar sem ermarnar skiptu fram- og bakstykki, fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 3-2-1½-1½-1½-1 cm millibili alls 11-15-18-19-22-23 sinnum = 50-50-53-56-56-58 lykkjur. Þegar stykkið mælist 40-38-37-36-35-33 cm frá þar sem ermar skiptu fram- og bakstykki, aukið út um 2-2-3-0-4-2 lykkjur jafnt yfir í næstu umferð = 52-52-56-56-60-60 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjóna 3 og prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Fellið af með sléttum lykkjum þegar stykkið mælist 44-42-41-40-39-37 cm frá þar sem ermin skipti fram- og bakstykki (= ca 4 cm stroff). Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sheephappenscardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 28 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 194-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.