Lamb Dance by DROPS Design

Prjónuð peysa fyrir börn úr DROPS Merino Extra Fine eða DROPS Lima. Stykkið er prjónað ofan frá og niður með kindum, litamynstri, stroffprjóni og sléttprjóni. Stærð 3-12 ára.

DROPS Design: Mynstur me-054-bn
Garnflokkur B
-------------------------------------------------------

STÆRÐ:
3/4 - 5/6 - 7/8 - 9/10 - 11/12 ára
Stærðin jafngildir ca hæð á barni í cm.
98/104 - 110/116 - 122/128 - 134/140 - 146/152

EFNI:
DROPS MERINO EXTRA FINE frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
200-250-250-250-300 g litur 26, pistasía
50-50-100-100-100 g litur 19, ljós gráblár
50-50-50-50-50 g litur 01, natur
50-50-50-50-50 g litur 02, svartur
50-50-50-50-50 g litur 17, kirsuberjarauður

Eða notið:
DROPS LIMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
200-250-250-250-300 g litur 7219, pistasía
50-50-100-100-100 g litur 8112, ísblár
50-50-50-50-50 g litur 0100, natur
50-50-50-50-50 g litur 8903, svartur
50-50-50-50-50 g litur 6273, kirsuberjarauður

PRJÓNFESTA:
21 lykkja á breidd og 28 umferðir á hæð með sléttprjóni = 10 x 10 cm.

PRJÓNAR:
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 4.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 4: lengd 40 cm og 60 cm.
DROPS SOKKAPRJÓNAR NR 3 fyrir stroff.
DROPS HRINGPRJÓNAR NR 3: lengd 60 eða 80 cm fyrir stroff.
Prjónastærð er einungis til leiðbeiningar. Ef þú ert með of margar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á grófari prjóna. Ef þú ert með of fáar lykkjur á 10 cm, skiptu yfir á fínni prjóna.

DROPS TRÉTALA, NR: 513: 6-6-7-7-7 st

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (1)

100% Ull
frá 486.00 kr /50g
DROPS Merino Extra Fine uni colour DROPS Merino Extra Fine uni colour 486.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Merino Extra Fine mix DROPS Merino Extra Fine mix 486.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 3402kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

-------------------------------------------------------

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

-------------------------------------------------------

GARÐAPRJÓN (prð frajónam og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veldu mynsturteikningu fyrir þína stærð.
Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

ÚTAUKNING/ÚRTAKA (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 84 lykkjur), mínus kantlykkjur að framan á framstykkjum (= 10 lykkjur) = 74 og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 7) = 10,5.
Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna til skiptis 9. og 10. hverja lykkju/10. og 11. hverja lykkju saman. Ef auka á út þá er notaður sami útreikningur, en slegið er þá uppá prjóninn til skiptis á eftir 10. og 11. hverja lykkju. Uppslátturinn er prjónaður snúinn í næstu umferð svo að ekki myndist gat.

ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn = 2 lykkjur fleiri. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýju lykkjurnar með sléttprjóni.

ÚRTAKA-2 (á við um ermi):
Fækkið um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki situr á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð = 2 lykkjur færri.

HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = byrjið frá röngu og prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat.
Fellið af fyrir fyrsta hnappagati eftir 2 cm frá kanti í hálsi, síðan er fellt af fyrir næstu 5-5-6-6-6 hnappagötum með 6 -7-6½-7-8 cm millibili.

-------------------------------------------------------

BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:

-------------------------------------------------------

PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður, prjónið síðan fram- og bakstykki fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 84-88-102-106-114 lykkjur á hringprjón 3 með ljós gráblár. Prjónið 4 umferðir umferð brugðnar frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* þar til 7 lykkjur eru eftir, endið með 2 lykkjum slétt og 5 kantlykkjum að framan með garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm – munið eftir HNAPPAGAT á hægri kant að framan – sjá útskýringu að ofan og endið eftir 1 umferð frá réttu (= hægri kantur að framan – sjá útskýringu að ofan og endið eftir 1 umferð frá réttu (= kantur í hálsi). Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð brugðna frá röngu þar sem fækkað er um 7-5-7-4-5 lykkjur jafnt yfir – sjá ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 77-83-95-102-109 lykkjur. Prjónið frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni, prjónið mynstur eftir A.1 þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni – ATH: Veldu mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 11-12-12-13-14 mynstureiningar með 6-6-7-7-7 lykkjum), prjónið A.2 yfir 1 lykkju og endið með 5 kantlykkjum að framan með garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur og aukið út eins og útskýrt er í mynsturteikningu – sjá LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar A.1 og A.2 hefur verið prjónað til loka eru 209-227-251-271-291 lykkjur í umferð. Haldið áfram með pistasía, í næstu umferð frá réttu er prjónað sléttprjón (garðaprjón yfir kanta að farman) og aukið er út um 13-11-5-1-1 lykkjur í umferð = 222-238-256-272-292 lykkjur í umferð.
Prjónið sléttprjón (garðaprjón yfir kanta að framan) þar til stykkið mælist ca 18-18-19-20-21 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan. Næsta umferð frá réttu er prjónuð þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan með GARÐAPRJÓN, prjónið 31-33-36-36-37 lykkjur sléttprjón (= framstykki), setjið næstu 44-48-51-54-62 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur undir ermi, prjónið 62-66-72-82-84 lykkjur sléttprjón (= bakstykki), setjið næstu 44-48-51-54-62 lykkjur á nýjan þráð (= ermi), fitjið upp 6 nýjar lykkjur, prjónið 31-33-36-36-37 lykkjur (= framstykki) og prjónið 5 kantlykkjur að framan með GARÐAPRJÓN.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Nú eru 146-154-166-176-180 lykkjur í umferð. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Setjið 1 prjónamerki mitt á milli 6 nýrra lykkja sem fitjaðar voru upp á hvorri hlið. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 5 kantlykkjum að framan með garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við hvort prjónamerki (= 4 lykkjur fleiri) SJÁ ÚTAUKNING-2! Endurtakið útaukningu með 3-4-5-6-7 cm millibili alls 3 sinnum = 158-166-178-188-192 lykkjur í umferð. Prjónið síðan áfram eins og áður þar til stykkið mælist ca 12-16-19-22-25 cm (eða að óskaðri lengd, nú eru eftir ca 4 cm til loka).
Prjónið 1 umferð sléttprjón frá réttu þar sem aukið er út um 10-6-6-8-12 lykkjur jafnt yfir (ekki auka út yfir kanta að framan) = 168-172-184-196-204 lykkjur.
Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið næstu umferð frá röngu þannig: Prjónið 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni, 2 lykkjur brugðnar, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *. Prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir og prjónið 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni.
Prjónið frá réttu þannig: 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni, 2 lykkjur slétt, * prjónið 2 lykkjur brugðnar, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir og prjónið 5 kantlykkjur að framan með garðaprjóni. Haldið svona áfram þar til stroffið mælist 4 cm. Í næstu umferð frá réttu, fellið laust af með garðaprjóni yfir garðaprjón, sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda.

ERMI:
Setjið til baka lykkjur af öðru bandinu yfir á stuttan hringprjón/sokkaprjóna 4 (= 44-48-51-53-62 lykkjur), prjónið upp 1 nýja lykkju í hverja og eina af 6 lykkjum sem fitjaðar voru upp á fram- og bakstykki (= 50-54-57-59-68 lykkjur). Setjið 1 prjónamerki mitt í þessar 6 lykkjur. Prjónið sléttprjón hringinn þar til ermin mælist 2 cm. Fækkið nú um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki. SJÁ ÚRTAKA-2.
Haldið áfram með sléttprjón og endurtakið úrtöku með 4-3½-4-4-3½ cm millibili þar til lykkjum hefur fækkað alls 5-7-7-8-10 sinnum = 40-40-43-43-48 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón þar til ermin mælist 21-26-29-33-36 cm. Prjónið 1 umferð og aukið út jafnt yfir 4-4-5-4-4 lykkjur í umferð = 44-44-48-48-52 lykkjur. Skiptið yfir í sokkaprjóna 3 og prjónið stroff hringinn með 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar í 4 cm.
Fellið laust af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Klippið frá og festið enda.

Prjónið hina ermina alveg eins.

FRÁGANGUR:
Saumið tölur í vinstri kant að framan.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 10.04.2019
Leiðrétting á efninsmagni: Merino Extra Fine litur 26 og 19, Lima litur nr 7219 og 8112 + leiðrétting á BERUSTYKKI: Prjónið sléttprjón (garðaprjón yfir kantlykkjur) þar til stykkið mælist ca 18-18-19-20-21 cm frá uppfitjunarkanti mitt að framan.

Mynstur

= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með ljós gráblár
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með natur
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með svörtum
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með pistasía
= slétt frá réttu, brugðið frá röngu með kirsuberjarauður
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn, það eiga ekki að myndast götRagnhild Carlsen 21.04.2019 - 15:40:

Jeg strikker denne modellen i Drops Merino Extra Fine som det står oppført i oppskriften. Jeg holdt strikkefastheten og fulgte oppskriften, men fikk et nøste for lite av hovedfargen pistasj. Jeg strikket størrelse 3/4 år.

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 34-1

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.