Zuzana skrifaði:
Are there really more than 20 rows in the beggining? On the picture I see 16 and I have a square after 12 rows, with 24 DC in the row.
08.07.2018 - 10:01DROPS Design svaraði:
Dear Zuzana, you first work 21 rows for the square in the first size. Remember to check your gauge, you should have 24 dc x 22 rows = 10 x 10 cm. Adjust the hook size if required and remember to keep the same tension while crocheting piece. Happy crocheting!
09.07.2018 - 08:32
Waterfront Bikini#waterfrontbikini |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Heklað bikini með sólfjaðramynstri úr DROPS Safran. Stærð S - XXXL.
DROPS 190-6 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. HEKLLEIÐBEININGAR: Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, heklið 1 loftlykkju (loftlykkja kemur ekki í stað fyrstu fastalykkju). Í byrjun á hverri umferð með stuðlum, heklið 3 loftlykkjur (loftlykkjur koma ekki í stað fyrsta stuðuls). MYNSTUR-1 (á við um bikinibuxur): * 1 umferð með fastalykkjum, 1 umferð með stuðlum *, heklið frá *-* til loka. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um bikinibuxur): Fækkið lykkjum í stuðlaumferð þannig: * Heklið 1 stuðul í hvora af fyrstu 2 fastalykkjum, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegnum báða þessa stuðla, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni *, heklið 1 stuðul í hverja fastalykkju þar til 2 fastalykkjur eru eftir, endurtakið frá *-* (= 2 stuðlar færri). Fækkið lykkjum í hverri umferð með fastalykkjum þannig: * Heklið 1 fastalykkju í hvorn af fyrstu 2 stuðlum en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegnum báðar þessar fastalykkjur, bregðið þræðinum um heklunálina og dragið þráðinn í gegnum allar 3 lykkjur á heklunálinni *, heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul þar til 2 stuðlar eru eftir, endurtakið frá *-* (= 2 fastalykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um bikinibuxur): Aukið út um 2 stuðla í hvorri hlið í umferð þannig: Heklið 3 stuðla í fyrsta stuðul, heklið 1 stuðul í hverja fastalykkju þar til 1 fastalykkja er eftir, heklið 3 stuðla í síðustu fastalykkju. Aukið út um 1 stuðul í hvorri hlið í umferð þannig: Heklið 2 stuðla í fyrsta stuðul, heklið 1 stuðul í hverja fastalykkju þar til 1 fastalykkja er eftir, heklið 2 stuðla í síðustu fastalykkju. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- BIKINITOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fyrst eru heklaðar 2 lausar brjóstaskálar. Síðan eru skálarnar heklaðar saman. HÆGRI BRJÓSTASKÁL: Heklið fyrst einn ferning, síðan er heklað áfram fram og til baka meðfram 2 af hliðum á þessum ferningi. FERNINGUR: Heklið 23-25-29-31 lausar loftlykkjur með heklunál 3 með Safran. Snúið og heklið 1 fastalykkju í 2. loftlykkju frá heklunálinni, heklið 1 fastalykkju í hverja af 21-23-27-29 loftlykkjum sem eftir eru = 22-24-28-30 fastalykkjur. Heklið síðan fram og til baka með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju – lesið HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið alls 21-23-27-29 umferðir. Næsta umferð er hekluð þannig (= frá röngu): Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 21-23-27-29 fastalykkjum, 3 fastalykkjur í næstu fastalykkju, 1 fastalykkja um hverja af næstu 21-23-27-29 umferðum = 45-49-57-61 fastalykkjur. EFRI HLUTI: Næsta umferð er hekluð þannig (= frá réttu): Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 22-24-28-30 fastalykkjum, 2-3-3-3 fastalykkjur í næstu fastalykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 22-24-28-30 fastalykkjum neðst meðfram hlið = 46-51-59-63 fastalykkjur. Næsta umferð er hekluð þannig (= frá röngu): heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 23-26-29-31 fastalykkjum, 0-0-3-3 fastalykkjur í næstu fastalykkju, 1 fastalykkja í hverj af næstu 23-25-29-31 = 46-51-61-65 fastalykkjur. Næsta umferð er hekluð þannig (= frá réttu): Heklið 1 fastalykkju í hverja af fyrstu 23-26-31-32 fastalykkjum, 0-0-0-2 fastalykkjur í næstu fastalykkju, 1 fastalykkja í hverja af næstu 23-25-30-32 fastalykkjum = 46-51-61-66 fastalykkjur. Heklið síðan fram og til baka með 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. Heklið alls 14-16-18-20 umferðir. Næsta umferð er hekluð þannig (= frá röngu): Heklið A.1a, A.1b alls 8-9-11-12 sinnum á breidd, A.1c og A.1d. Haldið áfram þar til A.1 er lokið á hæðina. Klippið frá og festið enda. VINSTRI BRJÓSTASKÁL: Heklið á sama hátt og hægri brjóstaskál, en allar umferðir frá réttu = röngu og allar umferðir frá röngu = rétta. KANTUR: Heklið nú 2 brjóstaskálarnar saman í eitt efra stykki. ATH: Passið uppá að hekla yfir báðar brjóstaskálarnar séð frá réttu! Byrjið í horni á hægri brjóstaskál – sjá hring í mynsturteikningu. Heklið 1 fastalykkju um fyrstu umferð, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 3 umferðir, 1 fastalykkja um næstu umferð *, heklið frá *-* meðfram allri hliðinni, setjið 1 prjónamerki í þetta horn, haldið áfram á neðri kanti á brjóstaskál og heklið 1 fastalykkju í hverja af 22-24-28-30 fastalykkjum, 1 fastalykkja um hverja af 14-16-18-20 umferðum, 4 fastalykkjur um ystu umferð á gatamynstri, haldið síðan áfram yfir vinstri brjóstaskál, heklið 4 fastalykkjur um ystu umferð á gatamynstri, heklið 1 fastalykkju um hverja af 14-16-18-20 fastalykkjum, 1 fastalykkja í hverja af 22-24-28-30 fastalykkjum, setjið 1 prjónamerki hér, haldið áfram á hlið á brjóstaskál og heklið 1 fastalykkju um fyrstu umferð, * 3 loftlykkjur, hoppið yfir 3 umferðir, 1 fastalykkja um næstu umferð *, heklið frá *-* meðfram allri hliðinni, haldið áfram upp að horni á vinstri brjóstaskál – sjá þríhyrning á teikningu. Klippið frá og festi enda. Heklið nú yfir fastalykkjur frá prjónamerki að prjónamerki (= 80-88-100-108 fastalykkjur), heklið með byrjun frá röngu þannig: Heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju JAFNFRAMT er lykkjufjöldinn jafnaður til 81-86-96-101 fastalykkjur. Snúið og heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju. Næsta umferð er hekluð þannig (= frá röngu): A.1a, A.1c, A.1b alls 15-16-18-19 sinnum á breidd og A.1d. Haldið áfram þar til A.1 er lokið á hæðina, klippið frá og festið enda. SNÚRA: Heklið eina loftlykkjuröð ca 120-130-150-160 cm. Leggið snúruna saman tvöfalda, þræðið lykkjuna í gegnum loftlykkjuboga í horni efst á brjóstaskálinni, þræðið snúruna í gegnum lykkjuna. Gerið aðra snúru alveg eins og festið í hina brjóstaskálina. Heklið loftlykkjuröð ca 90-100-120-130 cm. Leggið snúruna saman tvöfalda, þræðið lykkjuna í gegnum loftlykkjuboga í horni neðst á brjóstaskál, dragið snúruna í gegnum lykkjuna. Gerið aðra snúru á sama hátt og festið í hina brjóstaskálina. ------------------------------------------------------- BIKINIBUXUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað með stuðlum og fastalykkjum, með kant á fram-/bakstykki og hnýttar saman í hlið. Byrjað er efst á framstykki og heklað er í eitt fyrir bakstykki. BIKINIBUXUR: Heklið 78-90-95-113 loftlykkjur með heklunál 3 með Safran. Snúið og heklið 1 stuðul í 4. loftlykkju frá heklunálinni, heklið síðan 1 stuðul í hverja af næstu 4-1-1-4 loftlykkjum, * hoppið yfir 1 loftlykkju, 1 stuðull í hverja af næstu 4 loftlykkjum *, heklið frá *-* alls 14-17-18-21 sinnum = 61-70-74-89 stuðlar. Lesið HEKLLEIÐBEININGAR! Heklið síðan MYNSTUR-1 – sjá útskýringu að ofan og í næstu umferð er fækkað um 1 stuðul í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona í hverri umferð með stuðlum alls 16-18-19-21 sinnum og í 3.-3.-2.-2. hverri umferð með fastalykkjum alls 5-6-7-11 sinnum = 19-22-22-25 stuðlar/fastalykkjur. Stykkið mælist ca 18-20-22 cm – ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Haldið síðan áfram með mynstur-1 án útaukninga þar til stykkið mælist 22-25-27-29 cm. Í næstu umferð með stuðlum er aukið út um 2 stuðla í hvorri hlið – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverri umferð með stuðlum alls 11-14-16-17 sinnum, síða er aukið út um 1 stuðul í hverri umferð með stuðlum alls 9-6-5-4 sinnum = 81-90-96-101 stuðlar. Haldið síðan áfram með mynstur-1 eins og áður þar til stykkið mælist 45-49-51-54 cm – stillið af að síðasta umferð sé hekluð með stuðlum. KANTUR: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul JAFNFRAMT er aukið út um 0-1-0-0 fastalykkju = 81-91-96-101 fastalykkjur. Næsta umferð er hekluð þannig: Heklið A.1a, A.1b alls 16-18-19-20 sinnum á breidd, A.1c og A.1d. Haldið áfram þar til A.1 er lokið á hæðina. Klippið frá og festið enda. Heklið kant á framstykki á sama hátt – ATH: Hoppið yfir loftlykkjur sem ekki er heklað í. SNÚRA: Heklið loftlykkjuröð ca 70-90-100-110 cm. Leggið snúruna saman tvöfalda, þræðið lykkjuna í gegnum loftlykkjuboga í horni efst á bikinibuxum, þræðið snúruna í gegnum lykkjuna. Gerið alls 4 stykki og þræðið í gegnum hvert horn. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #waterfrontbikini eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 10 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.