DROPS / 190 / 23

Seashore Memories by DROPS Design

Heklaður toppur með sólfjöðrum, heklaður ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er heklað úr DROPS Paris.

DROPS Design: Mynstur w-692
Garnflokkur C eða A + A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
150-150-200-200-200-250 g litur 48, bensín

Einnig er hægt að hekla stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HEKLUNÁL NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 16 tvíbrugðnir stuðlar/fastalykkjur og 9 umferðir í mynstri-2 verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS PERLUTALA, Hringlaga (blá) NR 621: 5-5-5-6-6-7 st.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (5)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 924kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. A.2 sýnir hvernig flíkin er notuð.

MYNSTUR-2:
UMFERÐ 1 (= ranga): 1 fastalykkja í hvern tvíbrugðinn stuðul.
UMFERÐ 2 (= rétta): 1 tvíbrugðinn stuðull í hverja fastalykkju.
Endurtakið síðan umferð 1 og 2.

HEKLLEIÐBEININGAR:
Í byrjun á hverri umferð með fastalykkjum, skiptið út fyrstu fastalykkju með 1 loftlykkju.
Í byrjun á hverri umferð með tvíbrugðnum stuðlum, skiptið út fyrsta tvíbrugðna stuðli út með 4 loftlykkjum.

ÚTAUKNING:
Aukið út um 1 tvíbrugðinn stuðul með því að hekla 2 tvíbrugðna stuðla í sömu fastalykkju.
Aukið út um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur í sama tvíbrugðna stuðul.
----------------------------------------------------------

BIKINITOPPUR:
Stykkið er heklað fram og til baka ofan frá og niður. Fyrst eru heklaðar 2 lausar brjóstaskálar. Síðan eru 2 brjóstaskálarnar heklaðar saman. Toppurinn er lokaður við miðju að aftan – sjá A.2.

BRJÓSTASKÁL:
Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 4,5 með Paris og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið 4-4-4-5-5-5 fastalykkjur um hringinn – lesið HEKLLEIÐBEININGAR. Snúið og heklið 2 tvíbrugðna stuðla í hverja fastalykkju = 8-8-8-10-10-10 tvíbrugðnir stuðlar. Heklið síðan MYNSTUR-2 og aukið jafnframt út um 1 lykkju á hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING. Aukið svona út í hverri umferð alls 11-13-14-16-18-20 sinnum = 30-34-36-42-46-50 lykkjur – ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Stykkið mælist nú ca 12-14-16-18-20-22 cm.
Haldið áfram fram og til baka án útaukningar þar til stykkið mælist 15-16-17-19-20-22 cm – stillið af að endað sé eftir eina umferð með tvíbrugðnum stuðlum (= frá röngu). Klippið frá og festið enda. Heklið aðra brjóstaskál til viðbótar alveg eins.

Heklið nú 2 brjóstaskálarnar saman í eitt efra stykki. ATH: Passið uppá að hekla yfir báðar brjóstaskálarnar séð frá röngu!
Heklið 30-34-36-42-46-50 lausar loftlykkjur, heklið síðan 1 fastalykkju í hverja og eina af 30-34-36-42-46-50 tvíbrugðnu stuðla neðst niðri á annarri brjóstaskálinni, heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af 30-34-36-42-46-50 tvíbrugðnu stuðlum neðst niðri á hinni brjóstaskálinni, heklið síðan 30-34-36-42-46-50 lausar loftlykkjur í lok umferðar = 120-136-144-168-184-200 lykkjur.
Snúið og heklið 1 tvíbrugðinn stuðul í hverja lykkju, endið umferð með 6 loftlykkjum (= lykkja fyrir tölu) = 120-136-144-168-184-200 tvíbrugðnir stuðlar. Haldið áfram með mynstur-2 eins og áður, en endið hverja umferð sem er hekluð með tvíbrugðnum stuðlum með 6 loftlykkjum (fyrir lykkjur) þar til heklaðar hafa verið alls 4-4-4-5-5-6 lykkjur). Þegar allar lykkjurnar hafa verið heklaðar til loka, heklið eina umferð með fastalykkjum JAFNFRAMT er aukið út um 0-2-0-0-2-4 fastalykkjum jafnt yfir = 120-138-144-168-186-204 fastalykkjur. Klippið frá og byrjið næstu umferð frá röngu.
Næsta umferð er hekluð þannig (= frá röngu): Heklið A.1c, A.1b alls 18-21-22-24-29-32 sinnum á breidd og A.1a. Haldið áfram þar til A.1 hefur verið heklað til loka á hæðina. Klippið frá og festið enda.
Heklið síðan kant á hvoru bakstykki (í efri kant á baki), heklið svona á bakstykki með lykkjum: Festið enda með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju, heklið 6 loftlykkjur (= lykkja), heklið 1 fastalykkju í sömu loftlykkju, haldið áfram með 1 fastalykkju í hverja og eina af 29-33-35-41-45-49 loftlykkjum sem eftir eru sem fitjaðar voru upp. Klippið frá og festið enda. Heklið 1 fastalykkju í hverja og eina af 30-34-36-42-46-50 loftlykkjum á hinu bakstykkinu. Klippið frá og festið enda.

BAND FYRIR ÖXL:
Heklið loftlykkjur þar til myndast hefur snúra sem mælist ca 100 cm. Klippið frá og festið enda, gerið hnút á hvorn enda. Þræðið snúruna í gegnum loftlykkjuhring í byrjun á stykki. Gerið aðra snúru til viðbótar og endurtakið á hinni hlið á toppnum. Saumið tölur í vinstri hlið að aftan.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 01.08.2018
BRJÓSTASKÁL:..Haldið áfram fram og til baka án útaukningar þar til stykkið mælist 15-16-17-19-20-22 cm – stillið af að endað sé eftir eina umferð með tvíbrugðnum stuðlum (= frá röngu). Klippið frá og festið enda. Heklið aðra brjóstaskál til viðbótar alveg eins.

Heklið nú 2 brjóstaskálarnar saman í eitt efra stykki. ATH: Passið uppá að hekla yfir báðar brjóstaskálarnar séð frá röngu!

Mynstur

= loftlykkja
= fastalykkja í lykkju
= tvíbrugðinn stuðull um loftlykkjuboga
= umferðin hefur nú þegar verið hekluð - byrjið á næstu umferð
= 1. umferð byrjar hér
= heklið keðjulykkjur fram að miðju á loftlykkjuboga, eftir það eru heklaðar 4 loftlykkjurWiesje 19.03.2019 - 19:01:

Ja inderdaad heb ik niet goed gelezen. Bedankt voor je snelle reactie. Het komt nu vast helemaal goed.

Wiesje 16.03.2019 - 21:42:

Hoe kan het dat er zo'n groot verschil zit tussen de lengte en breedte die in de beschrijving staat. Ik kom uit op 28 cm!!!-ipv 12 cm bij 11 x meerderen en en 30 steken. Ik begrijp niet waar dit grote verschil in zit.

DROPS Design 18.03.2019 kl. 14:10:

Dag Wiesje,

Dat is meer dan 2 keer zo veel. als je patroon 2 volgt, moet je zowel op toer 1 als op toer 2 meerderen. Kan het zijn dat je per ongeluk het dubbele aantal toeren hebt gemaakt?

Pasquet Luce 13.07.2018 - 15:48:

… d'autre part vous dites que pour les augmentations dans le point fantaisie 2 il faut faire une augmentation de chaque côté du rang de double-brides. Mais nous ne dites rien pour le rang des mailles serrée. Je suppose qu'il faut aussi faire une augm. de chaque côté du rang de mailles serrées.

DROPS Design 13.07.2018 kl. 15:54:

Bonjour Mme Pasquet, on augmente soit 1 double-bride (= sur les rangs de double-brides comme c'est le cas pour la 1ère augmentation), soit 1 ms (= sur les rangs de ms) comme indiqué sous AUGMENTATIONS, donc on augmente bien tous les rangs. Bon crochet!

PASQUET 13.07.2018 - 15:36:

Bjr, pour le modèle en taille S, je n'arrive pas à comprendre comment on peut arriver à 12 cm après avoir fait toutes les aug pour obtenir 30 doubles-brides. J'arrive à 20 cm. J'ai changé mon crochet et j'ai refait le même travail avec un cochet n° 4 et là au même endroit j'ai 16 cm. Impossible de diminuer encore la taille du crochet, le fil PARIS n'est pas facile à crocheter, il se dédouble constamment

DROPS Design 13.07.2018 kl. 15:50:

Bonjour Madame Pasquet, avez-vous fait votre échantillon? Vous devez avoir 16 double-brides/maillles serrées en largeur et 9 rangs du point fantaisie-2 en hauteur = 10 x 10 cm. N'hésitez pas à prendre un crochet plus petit si besoin. Bon crochet!

Veronica 03.07.2018 - 20:48:

Brystcupene avsluttes med en rad fastmasker.. Neste del av heklingen er å hekle sammen, men da står det at det skal hekles fastmasker i dobbelstavene nederst på cupen!? Skal det hekles fra vrangen isteden for fra retten? Da vil jo også hempene havne på andre siden?

DROPS Design 05.07.2018 kl. 09:42:

Hei Veronica. Du skal fortsette etter mønster 2 som før. Det ser ut som det er litt uklart forklart i oppskriften, og den er nå blitt sendt til designavdelingen for gjennomgang. Men for øyeblikket: om du avslutter med en rad dobbelstaver fra retten skal du hekle de 2 koppene sammen med en rad fastmasker fra vrangen – slik at mønster 2 fortsetter som vanlig. Om du ser nøye på bildet kan du se at det er slik det er gjort. Det som er viktig er at begge koppene er avsluttet etter samme rad, slik at de blir like. Takk for beskjed og god fornøyelse.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-23

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.