DROPS / 190 / 17

Beach Stripes by DROPS Design

Prjónaður toppur með garðaprjóni og röndum. Stærð XS - XL. Stykkið er prjónað úr DROPS Paris.

Leitarorð: rendur, toppar, v-hálsmál,

DROPS Design: Mynstur w-693
Garnflokkur C
-----------------------------------------------------------
Stærð: XS – S/M – M/L - XL
Efni:
DROPS PARIS frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki C)
200-200-250-250 g litur 16, hvítur
50-50-50-50 g litur 101, ljós blár

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur C)" – sjá tengil að neðan.

DROPS HRINGPRJÓNAR (60 eða 80 cm) NR 5,5 – eða þá stærð sem þarf til að 16 lykkjur og 35 umferðir með garðaprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (0)

100% Bómull
frá 308.00 kr /50g
DROPS Paris uni colour DROPS Paris uni colour 352.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Paris recycled denim DROPS Paris recycled denim 308.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1540kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR:

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

ÚRTAKA:
Öll úrtaka er gerð frá réttu:
Fækkið lykkjum innan við 1 lykkju í hlið. Fækkið um 1 lykkju með því að prjóna 2 lykkjur slétt saman.

RENDUR:
Prjónið 12 umferðir garðaprjón með hvítum og 2 umferðir garðaprjón með ljós bláum – endurtakið þessar rendur upp úr allt stykkið.
------------------------------------------------------------

TOPPUR:
Framstykkið og bakstykkið er prjónað fram og til baka hvort fyrir sig og saumað saman í hlið í lokin. Band fyrir öxl er hnýtt í axlir.

FRAMSTYKKI:
Fitjið upp 56-62-70-78 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja á hvorri hlið) á hringprjón 5,5 með hvítum. Prjónið GARÐAPRJÓN og RENDUR – sjá útskýringu að ofan. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Þegar stykkið mælist 5 og 10 cm er fækkað um 1 lykkju á hvorri hlið – lesið ÚRTAKA = 52-58-66-74 lykkjur.
Þegar stykkið mælist 15 og 19 cm er aukið út um 1 lykkju á hvorri hlið = 56-62-70-78 lykkjur.

Þegar stykkið mælist 22-23-24-25 cm skiptist stykkið við miðju að framan og síðustu 28-31-35-39 lykkjurnar eru settar á band.

HÆGRI HLUTI Á FRAMSTYKKI:
= 28-31-35-39 lykkjur. Haldið áfram með garðaprjón og rendur, JAFNFRAMT byrjar úrtaka fyrir handveg og hálsmáli – munið eftir ÚRTAKA!

HANDVEGUR:
Fækkið um 1 lykkju í byrjun á umferð þannig (frá réttu): Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð alls 2-5-10-15 sinnum, síðan í 4. hverri umferð alls 11-10-8-6 sinnum.

HÁLSMÁL:
Fækkið um 1 lykkju í lok umferðar þannig (frá réttu): Fækkið lykkjum í 4. hverri umferð alls 10-11-12-13 sinnum. Eftir alla úrtöku eru 5 lykkjur eftir á prjóni. Stykkið er nú prjónað til loka með natur. Prjónið garðaprjón yfir þessar 5 lykkjur þar til band fyrir öxl mælist ca 25 cm (frá þar sem úrtöku lauk). Fækkið nú um 1 lykkju á hvorri hlið, prjónið 1 umferð og prjónið síðan 3 síðustu lykkjur saman, klippið frá.

VINSTRI HLUTI Á FRAMSTYKKI:
Prjónið eins og hægri, nema gagnstætt, fækkið lykkjum fyrir handveg í lok umferðar frá réttu og hálsmáli í byrjun á umferð frá réttu.

BAKSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið eins og framstykki.

FRÁGANGUR:
Í frágang á toppi er toppurinn látinn snúa með rönguna út. Saumið hliðarsauma í ystu lykkjubogana, byrjið 4 cm frá neðri kanti, neðstu 4 cm = klauf.

Mynstur


There are no comments to this pattern yet! Leave yours below.

Skrifaðu athugasemd um DROPS 190-17

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.