Adel Pais skrifaði:
Hi O need to do this pattern grey and white like the photo in the end but the patern only have white and other colour Can you help me about that? Thanks Adel
25.02.2024 - 12:54
Myrna Laupland skrifaði:
Drops 191-1 I normally knit one colour patterns in right hand throwing style. I will knit the A1 and A2 patterns holding one colour in my left hand and the other in my right hand. The pattern is a star for the colour and white square for the off white contrast. Which is the dominant pattern & what colour should I carry in my left hand ? Thank You
24.01.2024 - 18:30DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Laupland, the dominant color might change with the rows in the diagrams, you can then work with the dominant color in the right hand and the pattern color with the left hand, just make sure that the strands are not too tight to avoid loosing elasticity. Happy knitting!
25.01.2024 - 08:46
Carol skrifaði:
Hi, I have managed to miss decreasing stitches every 8cm in the body (daft I know). I am knitting size 2 so have 220 stitches on my needle. I have knitted about 31 cm, is there any way can I rescue the project without having to rip it and start again from the first 8cm please?
21.01.2024 - 11:51DROPS Design svaraði:
Dear Carol, if you keep this number of stitches for yoke, body will be much too large for the required size, you might have to rip it and start again from the first 8 cm to keep the A shape. Happy knitting!
22.01.2024 - 10:06
Helga skrifaði:
Leider muss ich nochmal nachfragen. Bitte wie und wo muss ich genau abnehmen beim Diagramm A1 vorletzte Reihe, damit es mir das Muster nicht verschiebt? Ich stricke Größe L. Und wenn es heißt in den hellen Bereichen, muss ich dann jeweils zwei Maschen zusammenstricken und dann nur noch eine helle Masche dazustricken, so dass ich dann bei den Abnahmestellen nur 2 anstatt 3 helle Maschen habe.? Ich bin echt am verzweifeln. Ganz lieben Dank schon mal
11.01.2024 - 19:06DROPS Design svaraði:
Liebe Helga, die Zunahmen sollen Sie so anpassen, damit das Muster nicht verschoben wird, die Zunahmen sollen immer in den Natur Bereich gestrickt werden. Viel Spaß beim stricken!
12.01.2024 - 07:52
Helga skrifaði:
Hallo, ich bin am verzweifeln. Gibt es bitte einen Tipp, wie ich die gleichmäßig verteilten Abnahmen bei Diagramm A1 Reihe 9 hinbekomme? Ich tu mich da echt schwer. Vielleicht stelle ich mich auch einfach nur blöd an. Vielen Dank schonmal und liebe Grüße
11.01.2024 - 11:14DROPS Design svaraði:
Liebe Helga, hier erklären wir, wie man regelmäßig verteilt zu- bzw abnimmt. Viel Spaß beim stricken!
11.01.2024 - 15:39
Helga skrifaði:
An welcher Stelle beginne ich bitte mit der Passe? Hier steht in der hinteren Mitte, wo das Rumpfteil beendet wurde. Aber das Rumpfteil wurde ja unter dem Arm beim abketten beendet.
04.01.2024 - 09:34DROPS Design svaraði:
Liebe Helga, die Runden bei der Passe beginnen in der Mitte vom Ruckenteil, ab der letzten Runde vom Rumpfteil. Viel Spaß beim stricken!
04.01.2024 - 13:09
Koch Jeannette skrifaði:
Bonjour, Est il possible de tricoter ce modèle en top down ? Si oui, avez vous les explications ? Merci
04.12.2023 - 18:25DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Koch, probablement, mais vous devrez alors faire les ajustements en conséquence; vous trouverez tous nos modèles type nordique tricotés de haut en bas ici, l'un d'eux pourra vous inspirer. Bon tricot!
05.12.2023 - 08:45
Luzie skrifaði:
Moin, Ich stricke das erste Mal einen Pulli. Wenn in der Anleitung nach dem 3cm hohen Bündchen glatt rechts gestrickt wird und dann folgendes steht: Glatt rechts in Runden stricken. MASCHENPROBE BEACHTEN! Bei einer Länge von 8 cm je 1 Masche beidseitig... Bedeutet das 8 cm nur glatt rechts gestrickt oder gesamte Höhe des rumpfteils incl. Bündchen? Danke für einen Tipp
08.11.2023 - 17:05DROPS Design svaraði:
Liebe Luzie, die 8 cm werden ab der Anschlagskante gemessen, dh inkl. Bündchen = 5 cm nach Bündchen. Viel Spaß beim stricken!
09.11.2023 - 08:10
Liane skrifaði:
Wie kann ich die Anleitung bestellen?
06.05.2023 - 07:10DROPS Design svaraði:
Liebe Liane, alle unsere Anleitungen sind kostenlos, klicken Sie auf dem Dropdown Menu unter die Fotos um die Sprache zu ändern und so können Sie die deutsche Anleitung finden und drucken. Viel Spaß beim stricken!
08.05.2023 - 07:39
Magda Szasz skrifaði:
Hej! Vad menar ni med "Börja varvet mitt bak där fram- och bakstycket avslutades." ? Kan man inte börja där bakstycket avslutades? Magda
04.05.2023 - 20:11DROPS Design svaraði:
Hei Magda. Man avsluttet bolen midt under ermet. Når man har satt ermene og bolen sammen, starter man midt bak på bolen, slik at omgangens start og slutt blir midt bak. mvh DROPS Design
08.05.2023 - 10:28
Periwinkle#periwinklesweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónuð peysa með hringlaga berustykki, marglitu norrænu mynstri og A-formi. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS 191-1 |
|||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 200 lykkjur) og deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 20. Í þessu dæmi er lykkjum fækkað með því að prjóna ca 19. og 20. hverja lykkju slétt saman. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 5 lykkjum á undan prjónamerki í hlið, prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið 6 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 6 lykkja), lyftið 1 lykkju af prjóni eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið lyftu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan merkiþræði, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (merkiþráðurinn er staðsettur mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð eru uppslættirnir prjónaðir slétt svo ekki myndast göt. LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstur er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjón, neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stuttan hringprjón, neðan frá og upp. Síðan er fram- og bakstykki og ermar prjónað saman og berustykkið er síðan prjónað í hring á hringprjón. Hægt er að prjóna upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur þannig að berustykkið verði hærra í hnakkanum. Hægt er að sleppa við upphækkunina, þá verður hálsmálið alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu á upphækkun neðar í uppskrift. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 200-220-238-258-284-312 lykkjur á hringprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1 = 190-210-226-246-270-298 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð og 1 prjónamerki eftir 95-105-113-123-135-149 lykkjur (= í hliðar), látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón í hring. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 8 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við bæði prjónamerkin – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-2 (= 4 lykkjur færri). Fækkið lykkjum svona með 8 cm millibili alls 4 sinnum í hvorri hlið = 174-194-210-230-254-282 lykkjur. Prjónið síðan þar til stykkið mælist 36 cm í öllum stærðum. Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur fyrir handveg og prjónið 79-89-95-105-115-127 lykkjur slétt (bakstykki), fellið af 8-8-10-10-12-14 lykkjur fyrir handveg, prjónið 79-89-95-105-115-127 lykkjur slétt (= framstykki) og fellið af þær 4-4-5-5-6-7 lykkjur sem eftir eru fyrir handveg. ERMI: Fitjið upp 44-46-48-52-52-54 lykkjur á sokkaprjón 3 með litnum ljós gráblár. Prjónið stroff þannig: UMFERÐ 1: Prjónið slétt. UMFERÐ 2: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Endurtakið umferð 1 og 2 þar til stroffið mælist 3 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4. Setjið 1 merkiþráð í byrjun á umferð (= mitt undir ermi) og látið merkiþráðinn fylgja með í stykkinu. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 9-7-9-7-9-7 cm er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 3½-3-2-2-1½-1½ cm millibili alls 11-13-16-17-19-20 sinnum (skiptið yfir á stuttan hringprjón eftir þörf) = 66-72-80-86-90-94 lykkjur. Prjónið áfram þar til ermin mælist 46-45-43-41-40-38 cm (styttri mál í stærri stærðum vegna víðara hálsmáls og lengra berustykkis). Næsta umferð er prjónuð þannig: Fellið af 4-4-5-5-6-7 lykkjur, prjónið 58-64-70-76-78-80 lykkjur slétt og fellið af þær 4-4-5-5-6-7 lykkjur sem eftir eru. Geymið stykkið og prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handveg = 274-306-330-362-386-414 lykkjur. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Lesið LEIÐBEININGAR! Byrjið umferðina við miðju að aftan þar sem fram- og bakstykki endaði. Haldið áfram með litnum ljós gráblár. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 4-6-0-2-6-4 lykkjur jafnt yfir = 270-300-330-360-380-410 lykkjur – munið eftir LEIÐBEININGAR ÚRTAKA-1. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 1-2-3-3-4-6 cm frá þar sem fram og bakstykki og ermar voru settar saman er prjónað A.1 hringinn (= 27-30-33-36-38-41 mynstureiningar með 10 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT í umferð merktri með ör í A.1 fækkið um 10-0-10-20-20-30 lykkjur jafnt yfir = 260-300-320-340-360-380 lykkjur. ATH: Í stærð S og L er lykkjum fækkað í einingum með litnum natur. Prjónið nú A.2 hringinn (= 13-15-16-17-18-19 mynstureiningar með 20 lykkjum). Haldið svona áfram með mynstur og fækkið lykkjum eins og útskýrt er í A.2. Þegar A.2 hefur verið prjónað til loka eru 130-150-160-170-180-190 lykkjur í umferð. Nú er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka eða farið beint áfram með að prjóna kant í hálsmáli ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Setjið 1 prjónamerki í miðju lykkju í umferð = miðja að aftan. Byrjið frá réttu með litnum natur og prjónið 15-16-17-18-19-20 lykkjur slétt fram hjá lykkju með prjónamerki í, snúið við, herðið á þræði og prjónið 30-32-34-36-38-40 lykkjur brugðið. Snúið, herðið á þræði og prjónið 45-48-51-54-57-60 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 60-64-68-72-76-80 lykkjur brugðið. Snúið við, herðið á þræði og prjónið 75-80-85-90-95-100 lykkjur slétt, snúið við, herðið á þræði og prjónið 90-96-102-108-114-120 lykkjur brugðið, snúið við, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka að miðju að aftan. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið 1 umferð slétt með litnum natur og fækkið jafnframt um 24-40-44-48-54-58 lykkjur jafnt yfir = 106-110-116-122-126-132 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 3. Prjónið stroff þannig: * 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Peysan mælist ca 58-60-62-64-66-68 cm frá öxl og niður. FRÁGANGUR: Saumið saman op undir ermum. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #periwinklesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 31 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 191-1
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.