Dorthe skrifaði:
Hej där är något som inte stämmer, bakstycket , där är 85 m och du skal maska av 35 m för hals så där 50 m kvar men på mönstret står där man skal maska av 1 m till vid halsen och så skal du ha 26 m kvar på ena axeln det stämmer inte man har då 24 m kvar ? Vad är det som jag gör fel???
11.12.2025 - 06:30DROPS Design svaraði:
Hej Dorte, du har 89 masker, lukker 35 masker af = 54 / 2 = 27 masker - 1 = 26 masker :)
12.12.2025 - 08:31
Dorthe skrifaði:
Blev fel i mått jag skrev innan det 111cm i höft mått
04.12.2025 - 11:34
Dorthe skrifaði:
Hejsan jag vil sticka 188-9 men längre och vilken st skal jag använda då jag målet 11cm i höften ? Era skits skriver ängen st.L =106cm och XL.116cm så vilket är bäst??har skrivit i 2 dagar nu och inget svar när svara ni?
04.12.2025 - 11:32DROPS Design svaraði:
Hej Dorthe, Det beror på hur stor du vill ha den.... Se här hur du väljer storlek: Hur man läser en måttskiss
04.12.2025 - 13:24
Dorthe skrifaði:
Kan jag använda bomull muskat istället för detta garn?
03.12.2025 - 18:34DROPS Design svaraði:
Hej Dorthe, Ja prøv vores garnkonverterare, Vælg garnet som står i mønsteret, vælg antal gram i din storlek, vælg 1 tråd - så får du alternativer med antal gram i din storlek :)
04.12.2025 - 13:21
Dorthe skrifaði:
Om jag vill gör den till 58 cm lång hur mycket garn behöver jag
03.12.2025 - 12:02DROPS Design svaraði:
Hej Dorthe, det kommer helt an på hvilken størrelse du vælger.... kan du udgå efter den største størrelse?
04.12.2025 - 13:57
Marlène Tremblay skrifaði:
Lorsque je suis le patron et que je suis rendu au point de fantaisie A4, ligne 3, je dois tricoter 5 mailles ensemble torse à l’endroit. Le problème c’est que le tableau ne montre que 3 mailles. Ou est ce que je prends les 2 mailles manquante pour réaliser cela?
29.10.2025 - 00:00DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Tremblay, au 3ème rang de A.4 vous devez tricoter le 7ème symbole, autrement dit: = glisser 1 maille à l'endroit, tricoter 2 mailles endroit, passer la maille glissée par-dessus les mailles tricotées = il vous reste 2 mailles endroit; au tour suivant, vous ferez 1 jeté entre ces 2 mailles = vous aurez de nouveau 3 mailles. Bon tricot!
03.11.2025 - 09:03
Mireille skrifaði:
Bonjour, Pour le col, est indiqué de "relever 95-105m". A quelles tailles correspondent ces 95-105m ? Ne manquerait-il pas le nb de mailles pour les 4 autres tailles ? Merci à vous de votre aide. Belle soirée. MC
27.09.2025 - 22:29DROPS Design svaraði:
Bonjour Mireille, ce nombre de mailles est approximatif. Ensuite tricotez 1 tour endroit en ajustant le nombre de mailles pour qu’il soit divisible par 3 + 2 (par ex. 95, 98, 101 ou 104 mailles). Bon tricot!
27.09.2025 - 22:35
Swinnen skrifaði:
Bonjour, est-il possible d’avoir les explications pour pouvoir tricoter ce pull avec deux aiguilles à tricoter svp? Merci d'avance pour votre réponse. Cordialement
27.03.2025 - 13:23DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Swinnen, ce pull se tricote en différentes parties tricotées en allers et retours sur aiguille circulaire pour avoir suffisamment de place; vous pouvez ainsi simplement tricoter sur aiguilles droites, pour le col, faites la couture de l'une des épaules seulement avant de relever les mailles du col, puis faites la couture de la 2ème épaule et du col. Retrouvez plus ici d'infos sur les aiguilles circulaires . Bon tricot!
27.03.2025 - 15:43
Celina skrifaði:
"Bei einer Länge von 30-31-32-33-34-35 cm am Anfang jeder Reihe, d.h. beidseitig, wie folgt abketten: 4 Maschen je 1-1-1-2-2-3 x, 2 Maschen 0-2-3-3-4-4 x und 1 Masche 2-2-2-3-4-6 x = 83-83-89-89-95-95 Maschen." Was heißt 4 Maschen 1x, 2 Maschen 2x abketten usw? Passiert das gleichzeitig in jeder Reihe oder zuerst in einer Reihe 4 Maschen beidseitig und in den nächsten 2 jeweils 2 Maschen beidseitig oder wie funktioniert das genau?
10.12.2024 - 19:42DROPS Design svaraði:
Liebe Celina, diese Maschen soll man am Anfang jeder Reihe (Hin- sowie Rückreihe) abketten damit beide Armlöcher (also beide Seiten) gleich sind, so wird man in die 2. Größe 4 Maschen am Anfang der 2 nächsten Reihe abketten (1 Mal 4 Maschen beidseitig), dann 2 Maschen am Anfang der 4 nächsten Reihe (2 Maschen 2 Mal beidseitig), 1 Masche am Anfang der 4 nächsten Reihen (1 Masche 2 Mal beidseitig) abketten. Viel Spaß beim Stricken!
11.12.2024 - 08:41
Kirsten Berner skrifaði:
Tusind tak for hjælpen. Nu tror jeg min bluse bliver flot. Venlig hilsen Kirsten
10.11.2024 - 14:32
Rendez-vous#rendezvoussweater |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með gatamynstri og klauf í hliðum. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS 188-9 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Veljið mynstur fyrir rétta stærð (á við um A.1). Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermar): Öll útaukning er gerð frá réttu! Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á milli 2 lykkja, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum og saumað saman í lokin. Prjónað er neðan frá og upp. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. BAKSTYKKI: Fitjið upp (aðeins laust) 93-101-111-121-133-145 lykkjur á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið mynstur frá réttu þannig: 3 lykkjur garðaprjón, 4-8-10-15-18-24 lykkjur slétt, A.1 (= 17-17-19-19-21-21 lykkjur), A.2 (= 14 lykkjur), A.1, A.3 (= 14 lykkjur), A.1, 4-8-10-15-18-24 lykkjur slétt, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið svona áfram fram og til baka þar til stykkið mælist 10 cm. Í lok næstu 2 umferða er fitjuð upp 1 ný lykkja (merkir klauf) = 95-103-113-123-135-147 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið nú áfram með mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 7-11-13-18-21-27 lykkjur slétt, A.1 (= 17-17-19-19-21-21 lykkjur), A.2 (= 14 lykkjur), A.1, A.3 (= 14 lykkjur), A.1, 7-11-13-18-21-27 lykkjur slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm fellið af fyrir handveg í annarri hverri umferð í hvorri hlið þannig: Fellið af 4 lykkjur 1-1-1-2-2-3 sinnum, 2 lykkjur 0-2-3-3-4-4 sinnum og 1 lykkja 2-2-2-3-4-6 sinnum = 83-83-89-89-95-95 lykkjur. Haldið áfram með mynstur þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, haldið áfram með mynstur eins og áður yfir næstu 79-79-85-85-91-91 lykkjur, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja í sléttprjóni. Þegar stykkið mælist 43-45-47-49-51-53 cm fellið af miðju 33-33-35-35-37-37 lykkjur af fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 24-24-26-26-28-28 lykkjur. Þegar stykkið mælist 45-47-49-51-53-55 cm – stillið af að endað sé eftir 4., 8., 12., 20. eða 24. umferð í mynstri, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið ermar á sama hátt og á bakstykki. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-34-35 cm fellið af fyrir handveg á sama hátt og á bakstykki = 83-83-89-89-95-95 lykkjur. Prjónið nú áfram frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 1 lykkja slétt, haldið áfram með mynstur eins og áður yfir næstu 79-79-85-85-91-91 lykkjur, 1 lykkja slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Þegar stykkið mælist 36-38-40-41-43-45 cm setjið miðju 17-17-19-19-21-21 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: Fellið af 3 lykkjur 2 sinnum, 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkju 1 sinni = 24-24-26-26-28-28 lykkjur. Þegar stykkið mælist 45-47-49-51-53-55 cm – passið uppá að endað sé eftir 4., 8., 12., 20. eða 24. umferð í mynstri og stillið af eftir bakstykki, prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Fellið af, en passið uppá að affellingarkanturinn verði ekki stífur. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Fitjið upp (aðeins laust) 41-45-47-49-51-53 lykkjur á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið síðan mynstur frá réttu þannig: 1 kantlykkja í garðaprjóni, 6-8-8-9-9-10 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, A.4 (= 3 lykkjur), A.1 – veljið mynsturteikningu fyrir rétta stærð (= 17-17-19-19-21-21 lykkjur), A.4, 2 lykkjur brugðið, 6-8-8-9-9-10 lykkjur slétt, 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið svona áfram fram og til baka. Þegar stykkið mælist 8-8-8-7-5-5 cm er aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING! Aukið svona út með 3-3-3-2-2-2 cm millibili 8-8-8-11-14-15 sinnum og með 4-4-2-3-3-1 cm millibili 3-3-5-4-2-3 sinnum = 63-67-73-79-83-89 lykkjur. Þegar stykkið mælist 45-45-44-43-41-41 cm fellið af fyrir handveg í byrjun á hverri umferð í hvorri hið þannig: Fellið af 4 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 4-4-5-5-5-5 sinnum, 1 lykkja 1-2-3-5-7-9 sinnum og 2 lykkjur 5-5-5-5-5-5 sinnum = 17-19-19-21-21-23 lykkjur. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Ermin mælist ca 53-54-54-54-54-55 cm. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma með lykkjuspori. Saumið ermar í við fram- og bakstykki innan við affellingarkantinn á ermum og 1 kantlykkja í garðaprjóni á fram- og bakstykki. Saumið saum undir ermum og síðan niður yfir hliðarsauma niður að klauf (saumið innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið). Endurtakið í hinni hliðinni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Kantur í hálsmáli er prjónaður í hring á stuttan hringprjón. Prjónið upp frá réttu ca 95-105 lykkjur (meðtaldar lykkjur af þræði við miðju að framan) á stuttan hringprjón 4. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður þannig að hann sé deilanlegur með 3 + 2 (t.d. 95, 98, 101 eða 104 lykkjur) – þetta er gert þar sem fellt er af með picot þannig: Prjónið 1 lykkju slétt, (* stingið inn hægri prjón á milli 2 fyrstu lykkjum á vinstri prjón (þ.e.a.s. á milli lykkja á prjóni, ekki í gegnum lykkjurnar), sláið 1 sinni uppá hægri prjóninn, dragið uppsláttinn fram á milli lykkja og setjið uppsláttinn á vinstri prjón *, prjónið frá *-* 2 sinnum til viðbótar (= 3 nýjar lykkjur á vinstri prjón). ** Prjónið fyrstu lykkju á vinstri prjón slétt, takið fyrstu lykkju á hægri prjón yfir síðustu lykkju sem var prjónuð **), prjónið frá **-** alls 6 sinnum og endurtakið frá (-) meðfram öllum kanti í hálsmáli þar til 1 lykkja er eftir. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum síðustu lykkju. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #rendezvoussweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 36 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2026 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 188-9
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.