Nolinia skrifaði:
Est ce que pour le snood on est obligé de tricoter avec des aiguilles circulaires ? J'utilise de la laine mohair et pour cette laine j'ai besoin d'utiliser des aiguilles droites.
30.07.2023 - 16:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Nolinia, vous pouvez probablement tricoter en allers et retours, pensez juste à bien monter 2 mailles en plus pour les coutures. Bon tricot!
31.07.2023 - 11:28
Celine skrifaði:
Re-bonjour, je viens de comprendre que sur le rang suivant, pour chaque double-jeté, l'un des deux jetés devait être lâché et que c'est pour ça qu'on retournait à 14 mailles! Merci pour votre aide!
13.01.2022 - 18:08
Celine skrifaði:
Bonjour, Je suis en train de faire le bonnet et je ne comprends pas comment A3 peut rester à 14 mailles: dans chaque motif aux rangs impairs, il y a 3 mailles env ens, ce qui revient à faire -2 mailles, puis deux fois une double-jeté, ce qui revient à faire 2* +2 mailles. Du coup, à chacun de ces rangs impairs on ajoute 2 mailles au total, non? Merci d'avance! PS: j'ai bien compris qu'il fallait faire les 3 mailles ens (rg impair) avec une maille du rang précédent (rg pair).
12.01.2022 - 22:52DROPS Design svaraði:
Bonjour Céline, à chaque rang impair, vous diminuez 2 mailles et faites 2 jetés = le nombre de mailles reste le même, soit 14 mailles. Au 3ème et 5ème rang de A.3, tricotez la dernière maille du 2ème/4ème tour avec les 2 premières mailles du premier A.3 du tour et tricotez la dernière maille de chaque A.3 avec les 2 premières mailles du A.3 suivant. Bon tricot!
13.01.2022 - 09:10
Vernier skrifaði:
Concernant les mitaines, une petite correction : quant au premier rang de A8, après le diagrame, c’est 28 mailles que l’on tricote à l’endroit et non 26. Merci pour vos beaux modèles et vos explications au top. cordialement, Myriam Vernier
25.03.2020 - 14:37
Julie Masse skrifaði:
Bonjour. Qu'est-ce que cela signifie quand les rangs, comme dans A3 au huitième rang, ne s'aligne pas? Dois-je débuter une maille plus loin?
07.01.2020 - 16:54DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Masse, les 7 premiers tours de A.3 se tricotaient en commençant par la dernière maille du tour (pour que les 4 diminutions soient alignées les unes au-dessus des autres). À partir du 8ème tour, la 1ère m de A.3 est la 1ère m de chaque motif (et du tour au début), autrement dit la diminution faites aux 4 tours précédents. Bon tricot!
08.01.2020 - 08:12
Danielle skrifaði:
Bonjour. Je ne comprends pas les explications pour les côtes de la mitaine gauche : (=1maille envers 3/1 maille endroit). Quelqu'un peut-il m'aider ?
07.12.2019 - 18:40DROPS Design svaraði:
Bonjour Danielle, oups faute de frappe corrigée, on tricote en côtes 3 mailles envers/1 maille endroit, merci pour votre retour. Bon tricot!
09.12.2019 - 08:48
Ros-Marie skrifaði:
Ska börja med A4 i mössan, ska jag sticka likadant med första 3 maskorna, som i A3?
05.11.2019 - 19:31DROPS Design svaraði:
Hei Ros-Marie. Ja, det skal strikkes på sammen måte (När A.3 har stickats 2 ggr på höjden stickas A.4 runt på samma sätt). God Fornøyelse!
11.11.2019 - 09:51
CHRISTINE skrifaði:
Merci pour votre réponse ce qui me gène ce sont les 3 m ensembles au début des rangs. Ça ne tombe toujours pas juste pour moi. J'ai vraiment beaucoup de mal à comprendre vos explications. Bonne journée
02.10.2019 - 11:57DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, dès le 1er tour en fait (échantillon à l'appui), vous gardez la dernière maille du tour sur l'aiguille gauche (la dernière m de A.2), puis tricotez le 1er A.3 ainsi: tricotez la dernière m de A.2 et les 2 mailles suivantes ensemble à l'envers (= 3 m ens à l'env), continuez A.3 = vous avez tricoté 14 m, répétez A.3 tout le tour. À la fin du 2ème tour, gardez la dernière maille sur l'aiguille gauche et tricotez la ensemble à l'envers avec les 2 premières m de A.3, terminez A.3 = 14 m, tricotez la dernière m du 1er A.3 avec les 2 premières m du A.3 suivant et ainsi de suite pour ces tours 1, 3, 5 et 7. Bon tricot!
02.10.2019 - 13:48
CHRISTINE skrifaði:
Vous donnez cette explication mais je je comprends pas le nombre de maille n'est pas bon je n'ai plus 98 mailles ci-dessous l'explication que vous donnez merci DROPS Design 15.11.2018 kl. 14:40: Bonjour Mary, pour tricoter les 3 m ens à l'env au début du tour, vous allez tricoter la dernière m du tour + les 2 premières m du tour suivant pour que ces diminutions soient alignées les unes au-dessus des autres. Bon tricot!
01.10.2019 - 21:47DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, quand vous tricotez A.3, le nombre de mailles doit rester le même pendant les 2 motifs en hauteur jusqu'au début de A.4 (les diminutions se font dans A.4 uniquement). Vous devez donc toujours avoir 14 mailles dans chaque A.3 et ce tout le tour pendant les 2 motifs en hauteur. Tous les 2 rangs, on diminue 2 m par motif et on fait 2 double-jetés (= 1 jeté) = le nombre de mailles doit rester le même. Aux tours 3, 5 et 7, tricotez comme dans la réponse indiquée pour que les A.3 s'alignent. Bon tricot!
02.10.2019 - 08:22
Christine skrifaði:
Les côtes du bonnet 1/1 ou 2/2 et 5 cm je crois merci cdlt
20.09.2019 - 23:41DROPS Design svaraði:
Bonjour Christine, les côtes du bonnet se tricotent en suivant le diagramme A.1 = on va ainsi tricoter en côtes 3 m envers, 1 m endroit pendant 5 cm. Bon tricot!
23.09.2019 - 08:12
Stay Warm#staywarmset |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Sett með: Prjónaðri húfu, hálsskjóli og handstúkum með gatamynstri úr DROPS Lima. Stærð S/M – M/L.
DROPS 182-20 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Húfa: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Hálsskjól: Sjá mynsturteikningu A.5. Handstúkur: Sjá mynsturteikningu A.6 til A.8. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ÚRTAKA (jafnt yfir – á við um hálsskjól og handstúkur): Til þess að reikna út hvernig fækka eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 165 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 10) = 16,5. Í þessu dæmi þá eru prjónaðar til skiptis 15. og 16. hver lykkja og 16. og 17. hver lykkja slétt saman. ÚTAUKNING (á við um handstúkur – op fyrir þumal): Prjónið fram að lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Í næsta skipti sem aukið er út er það gert þannig: Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 3 lykkjur, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). ATH: Allaf er aukið út utanverðu við útauknar lykkjur. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, skiptið yfir á sokkaprjón eftir þörf. HÚFA: Fitjið upp 112 lykkjur á hringprjón 3,5 með Lima. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan A.1 hringinn (= 7 mynstureiningar með 16 lykkjum). Þegar stroffið mælist 5 cm prjónið A.2 (= 7 mynstureiningar með 16 lykkjum sem fækka í 14 lykkjur) = 98 lykkjur. Eftir A.2 er skipt yfir á hringprjón 4. Prjónið A.3 hringinn (= 7 mynstureiningar með 14 lykkjum). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! ATH: Byrjið umferð 3, 5 og 7 í A.3 með því að prjóna síðustu lykkju frá fyrri umferð og 2 fyrstu lykkjur í þessari umferð brugðið saman (= fyrsta tákn í A.3). Haldið áfram með umferð eftir mynsturteikningu. Þegar A.3 hefur verið prjónað 2 sinnum á hæðina er A.4 prjónað hringinn alveg eins. Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka eru 14 lykkjur eftir. Klippið frá, þræðið þráðinn í gegnum þær lykkjur sem eftir eru, herðið að og festið vel. Húfan mælist ca 24 cm ofan frá og niður. ------------------------------------------------------- HÁLSSKJÓL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón. HÁLSSKJÓL: Fitjið upp 151-165 lykkjur á hringprjón 3,5 með Lima. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 10-10 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA = 141-155 lykkjur. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið A.5A (= 9 lykkjur), prjónið A.5B þar til 6 lykkjur eru eftir í umferð (= 9-10 mynstureiningar með 14 lykkjum), prjónið A.5C (= 6 lykkjur). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur þar til stykkið mælist ca 32 cm – endið eftir heila mynstureiningu á hæðina. Skiptið yfir á hringprjón 3,5. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 10-10 lykkjur jafnt yfir = 151-165 lykkjur. Prjónið 6 umferðir garðaprjón og fellið af með sléttum lykkjum. Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. Hálsskjólið mælist ca 34 cm ofan frá og niður. ------------------------------------------------------- HANDSTÚKURSOKKAR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. VINSTRI HANDSTÚKA: Fitjið upp 52-56 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með Lima. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 3 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt). Þegar stroffið mælist 3-4 cm er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 4 lykkjur og fækkið jafnframt um 2-1 lykkju jafnt yfir þessar 4 lykkjur, prjónið fyrstu umferð í A.6 (= 19 lykkjur sem fækka í 17 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur yfir þær 29-33 lykkjur sem eftir eru og fækkið jafnframt um 6-7 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA, yfir þessar lykkjur = 42-46 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið næstu umferð þannig: 2-3 lykkjur sléttprjón, prjónið síðustu umferð í A.6 yfir næstu 17 lykkjur og prjónið 23-26 lykkjur sléttprjón. Prjónið síðan þannig: 2-3 lykkjur sléttprjón, A.7 (= 17 lykkjur), 23-26 lykkjur með sléttprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-11 cm er sett 1 prjónamerki í fyrstu lykkju í umferð. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við þessa fyrstu lykkju – lesið ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 6. hverri umferð alls 4 sinnum (þ.e.a.s. alltaf er aukið út utanverðu við útauknar lykkjur svo að það verði op fyrir þumal) = 50-54 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur og setjið JAFNFRAMT 9 þumallykkjur á þráð, að auki eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn aftan við þumal = 44-48 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.7 hringinn þar til stykkið mælist ca 19-21 cm – endið eftir heila mynstureiningu á hæðina (nú eru eftir 5 cm til loka – mátið e.t.v. handstúkuna og prjónið að óskuðu máli). Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir 2-3 fyrstu lykkjur og aukið jafnframt út um 2-1 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.8 (= 17 lykkjur sem auknar eru til 19 lykkjur) og prjónið sléttar lykkjur yfir næstu 23-26 lykkjur og aukið jafnframt út um 6-7 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur = 52-56 lykkjur í umferð. Nú er prjónað stroff hringinn (= 3 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. Öll handstúkan mælist ca 24-26 cm. ÞUMALL: Setjið til baka 9 þumallykkjur af þræði á sokkaprjón 3 og prjónið upp 7 nýjar lykkjur frá bakhlið á þumli = 16 lykkjur. Prjónið 3 umferðir sléttprjón (passið uppá að þumallinn verði ekki prjónaður of fast). Prjónið síðan stroff hringinn (= 3 lykkjur brugðið, 1 lykkja slétt) í 3-3½ cm (eða að óskuðu máli). Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. HÆGRI HANDSTÚKA: Fitjið upp 52-56 lykkjur á sokkaprjón 2,5 með Lima. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (byrjið stroffið á 1 lykkju slétt, 3 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 3-4 cm er næsta umferð prjónuð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 29-33 lykkjur og fækkið jafnframt um 6-7 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.6 (= 19 lykkjur sem fækka í 17 lykkjur), prjónið sléttar lykkjur yfir síðustu 4 lykkjur og fækkið jafnframt um 2-1 lykkjur jafnt yfir þessar 4 lykkjur = 42-46 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 3. Prjónið næstu umferð þannig: 23-26 lykkjur sléttprjón, prjónið síðustu umferð í A.6 yfir næstu 17 lykkjur og prjónið 2-3 lykkjur sléttprjón. Prjónið síðan þannig: 23-26 lykkjur sléttprjón, A.7 (= 17 lykkjur), 2-3 lykkjur með sléttprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 10-11 cm er sett 1 prjónamerki í síðustu lykkju í umferð. Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við þessa síðustu lykkju – munið eftir ÚTAUKNING (= 2 lykkjur fleiri). Aukið svona út í 6. hverri umferð alls 4 sinnum (þ.e.a.s. alltaf er aukið út utanverðu við útauknar lykkjur svo það verði op fyrir þumal) = 50-54 lykkjur í umferð. Haldið áfram með mynstur og setjið JAFNFRAMT 9 þumallykkjur á þráð, að auki eru fitjaðar upp 3 nýjar lykkjur á prjóninn aftan við þumal = 44-48 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.7 hringinn þar til stykkið mælist ca 19-21 cm – stillið af eftir vinstri handstúku. Skiptið yfir á sokkaprjón 2,5 og prjónið næstu umferð þannig: Prjónið sléttar lykkjur yfir 23-26 fyrstu lykkjur og aukið jafnframt út um 6-7 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur, prjónið A.8 (= 17 lykkjur sem auknar eru til 19 lykkjur) og prjónið sléttar lykkjur yfir 2-3 síðustu lykkjur og aukið jafnframt út um 2-1 lykkjur jafnt yfir þessar lykkjur = 52-56 lykkjur í umferð. Nú er prjónað stroff hringinn (= 1 lykkja slétt, 3 lykkjur brugðið) í 5 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Til að koma í veg fyrir að affelingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með grófari prjónum. Öll handstúkan mælist ca 24-26 cm. ÞUMALL: Prjónið þumal á sama hátt og á vinstri handstúku. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #staywarmset eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 33 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 182-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.