Jette Kock skrifaði:
I opskrift 183-6 i afsnit Ryg - forstykke er der denne uforståelig sætning : Når arbejdet måler 21-22-22-22 cm strikkes der 4 pinde retstrik - se forklaring over, over 6-6-6-8 masker i hver side Mon I kan genfinde de manglende ord i sætningen ?
20.12.2021 - 21:35DROPS Design svaraði:
Hej Jette, du strikker 4 pinde retstrik over de 6-6-6-8 masker i hver side (lige før du deler arbejdet til slids). Når du strikker retstrik på rundpind, så er første omgang vrang, næste ret, næste vrang og sidste ret...
21.12.2021 - 08:08
Hhhalexander skrifaði:
The elevation instructions are very confusing. I know very well how to work a Wrap&Turn. For those who don't, Wrap&Turn instructions should be in a separate section. What I want to know are the stitch positions of the wraps and how many there are, written as a list rather than an essay. Please kindly advise.
16.09.2021 - 12:30DROPS Design svaraði:
Dear Hhhalexander, please understand that we cannot rewrite our patterns for each individual request. If there is a particular question, a point you are stuck, please let us know and we will be happy to answer. Also, HERE you can find a video about how to make teh elevation on the back of sweaters. Furtermore, if you are still need advice, you can always ask (either in person, or over the phone) in the store where you bought your DROPS yarn from. Happy Stitching!
17.09.2021 - 02:28
Yvonne skrifaði:
Hallo, Ik ga deze trui breien en bij het doorlezen van het patroon viel me op dat er geminderd wordt bij de hals. Waarom is dat? Bij de kleinste maat zijn er nog maar 40 steken over. Dat past niet over mijn hoofd. Daarna wordt er weer gemeerderd naar 48 steken, maar ook dat is niet erg ruim. Klopt de beschrijving wel? Vriendelijke groet, Yvonne
09.04.2020 - 16:45DROPS Design svaraði:
Dag Yvonne,
Het patroon klopt wel. Het minderen en meerderen wordt gedaan om de halslijn elastisch te maken. Bij 40 steken heb je een halsomtrek van 40 cm, volgens de stekenverhouding. Als dit te strak is zou je het aantal steken iets aan kunnen passen.
13.04.2020 - 10:44
Alexandra Fischer skrifaði:
Guten Tag, nun für mich entsteht eine Frage bei der Zunahme Grösse XL musterreihe 1 A.1 ... NUN ICH STRICKE 4 Maschen rot 2 weiss 5 rot 2weiss und nun 2 Maschen 2 (1 zunahme) 5 rote Maschen richtig? So wird dann automatisch der Mustersatz nach dem STRICKE folgt aus sehen wen ich zunahme mit zähle 4 maschen rot 2 weiss 5 rot2 weiss 8 maschen rot. Ist das richtig? Wenn ja habichandere zjnahmen zahl... Grüsse Stricksdesignerin
18.01.2019 - 07:25DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Fischer, jedes Rapport wird so gestrickt: *4 M rot, 2 M weiss, 5 M rot, 2 M weiss, 2 M rot, 1 Umschlag, 1 M rot* - zwischen 2 Blumen haben Sie dann: 2 M, 1 Umschlag, 5 M im rot. aber am besten setzen Sie Markierer zwischen jedem Rapport, so können Sie am besten die Blumen nach Diagram prüfen. Viel Spaß beim stricken!
18.01.2019 - 11:24
Anna Maria skrifaði:
Volevo Chiedere come mai finito il collo devo diminuire E dopo per lo sprone devo aumentare Sembra un contro senso O non capisco il lavoro Grazie
13.07.2018 - 08:12DROPS Design svaraði:
Buongiorno Anna Maria. Viene suggerito di diminuire perchè al ferro sucessivo vengono cambiati i ferri. I ferri sono grossi e lavorando sullo stesso numero di maglie il lavoro risulterebbe troppo largo. Buon lavoro!
13.07.2018 - 08:35
Racheal Watmore skrifaði:
Hi, I love this pattern but I want to use an alternative to wool i.e. yarn not derived from an animal. Do you have suggestions please? Thanks, Racheal
17.03.2018 - 10:49DROPS Design svaraði:
Dear Racheal, we don't have plant based yarn or yarn made from man made fibers in this thickness. You might try to double up the DROPS Paris yarn (which is made from cotton), but please make sure you do a gauge swatch, wash and block it and make the necessary adjustments in needle-size and/or stitch count. Happy Knitting!
17.03.2018 - 12:50
Maud Eijben skrifaði:
Mijn dochter wil heel graag deze trui maar ik denk dat de S/M te groot voor haar is. Is het mogelijk om deze trui ook in een kleiner maat te breien is? Ze is 13 jaar. Of is dat niet te doen? Hoor graag van u! groeten Maud
20.01.2018 - 21:07DROPS Design svaraði:
Hallo Maud, Wat je zou kunnen doen is met een kleinere naald breien, zodat de stekenverhouding anders is. Maak even een proeflapje en bereken op basis hiervan hoe groot (breed) de trui dan wordt. Eventueel kun je ook kiezen voor een garen uit garengroep D. Maak altijd een proeflapje en bereken dan hoe het uitkomt met de maten.
23.01.2018 - 09:16
Barbara skrifaði:
Vielen Dank für die tolle Anleitung und die vielen Tipps! Beim Rückenteil in Zeile 3 habe ich einen Tippfehler gefunden. Es sollte heißen: 68- 72 -80-100 (statt 71) Maschen Liebe Grüße, Barbara
16.11.2017 - 14:43
Julerose#julerosesweater |
||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||
Peysa með hringlaga berustykki, háum kraga og marglitu norrænu mynstri, prjónuð ofan frá og niður úr DROPS Snow. Stærð S-XXXL.
DROPS 183-6 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 60 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku sem á að gera (t.d. 20) = 3. Í þessu dæmi er fækkað með því að prjóna aðra hverja og þriðju hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir 3. hverja lykkju, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Veljið mynstur fyrir rétta stærð. Allt mynstrið er prjónað í sléttprjóni. ÚTAUKNING (á við um stroff): Aukið út í brugðnu mynstureiningunum (frá réttu) með því að slá 1 sinni uppá prjóninn í skiptingunni á milli brugðið og slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi): Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón frá miðju að aftan, ofan frá og niður. Það er hægt að prjóna upphækkun aftan í hnakka til þess að flíkin passi betur þannig að berustykkið verði aðeins hærra í hnakka. Hægt er að sleppa þessari upphækkun, þá verður hálsmál alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu að neðan í uppskrift. Eftir berustykki er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón niður að klauf, síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna ofan frá og niður. KRAGI: Fitjið upp 60-64-68-72 lykkjur á stuttan hringprjón 8 með litnum rauður. Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stykkið mælist 12 cm er prjónuð 1 umferð slétt þar sem fækkað er um 20-16-20-16 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 40-48-48-56 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= miðja að aftan). Skiptið yfir á hringprjón 9 og prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan 1 umferð þar sem aukið er út um 8-0-16-8 lykkjur jafnt yfir = 48-48-64-64 lykkjur. Nú er hægt að prjóna upphækkun í hnakka eða að fara áfram í að prjóna berustykki ef ekki er óskað eftir upphækkun. UPPHÆKKUN Í HNAKKA: Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun. Byrjið við miðju að aftan við prjónamerki, prjónið 7-7-8-8 lykkjur slétt, * haldið þræðinum á bakhlið á stykki, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, færið þráðinn að framan á stykki á milli lykkja á hægri og vinstri prjón, steypið óprjónuðu lykkjunni til baka yfir á vinstri prjón, færið þráðinn til baka á bakhlið á stykki, snúið stykkinu (nú myndast “lykkja” í kringum snúningslykkju), prjónið 14-14-16-16 lykkjur brugðið frá röngu, ** haldið þræðinum á framhlið á stykki (að þér), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi brugðið, færið þráðinn að bakhlið á stykki á milli lykkja á hægri og vinstri prjóni, steypið óprjónuðu lykkjunni til baka yfir á vinstri prjón, færið þráðinn til baka að framhlið á stykki, snúið stykkinu (nú myndast “lykkja” í kringum snúningslykkju). Prjónið 21-21-24-24 lykkjur slétt, en yfir snúningslykkjuna er prjónað þannig: Stingið hægri prjón neðan frá og upp inn í lykkjuna í kringum snúningslykkjuna og inn í snúningslykkjuna eins og prjóna eigi hana slétt, steypið bæði lykkjunni og snúningslykkjunni yfir á hægri prjón. Stingið inn vinstri prjón í gegnum báðar lykkjurnar frá framhlið (að þér) og prjónið 2 lykkjur slétt saman, prjónið síðan áfram eins og áður. Endurtakið frá *, en prjónið 28-28-32-32 lykkjur brugðið til baka (í stað 14-14-16-16 lykkjur) og prjónið yfir snúningslykkjuna þannig (passið uppá að þráðurinn haldist á röngu á stykki, að þér): Stingið inn hægri prjón í lykkju í kringum snúningslykkju neðan frá og upp frá bakhlið (eins og prjóna eigi brugðið), steypið lykkjunni yfir á vinstri prjón. Prjónið þessar 2 lykkjur brugðið saman, prjónið síðan áfram eins og áður. Prjónið nú frá ** áður en prjónaðar eru 14-14-16-16 lykkjur slétt til baka að miðju að aftan. Þessi aðferð kallast Wrap and Turn og er prjónuð til þess að sleppa við göt í snúningunum. ATH: Í næstu umferð er prjónað yfir snúningslykkjurnar alveg eins og útskýrt er í upphækkun að ofan. BERUSTYKKI: = 48-48-64-64 lykkjur. UMFERÐ 1: Prjónið slétt og aukið út um 16-16-16-16 lykkjur jafnt yfir (aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn á eftir 3.-3.-4.-4. hverja lykkju) = 64-64-80-80 lykkjur. UMFERÐ 2: Prjónið slétt og aukið út um 0-16-0-16 lykkjur jafnt yfir (aukið út um 1 lykkju á eftir 0.-4.-0.-5. hverja lykkju)= 64-80-80-96 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! UMFERÐ 3: Prjónið slétt og aukið út um 16-0-16-16 lykkjur jafnt yfir (aukið út um 1 lykkju á eftir 4.-0.-5.-6. hverja lykkju) = 80-80-96-112 lykkjur. UMFERÐ 4: Prjónið slétt og aukið út um 0-16-0-0 lykkjur jafnt yfir (aukið út um 1 lykkju á eftir 0.-5.-0.-0. hverja lykkju) = 80-96-96-112 lykkjur. UMFERÐ 5: Prjónið slétt og aukið út um 16-0-16-16 lykkjur jafnt yfir (aukið út um 1 lykkju á eftir 5.-0.-6.-7. hverja lykkju) = 96-96-112-128 lykkjur. Prjónið síðan í hring á eftir mynsturteikningu A.1 (= 6-6-7-8 mynstureiningar með 16 lykkjum) – lesið MYNSTUR að ofan. Þegar A.1 hefur verið prjónað til loka eru 150-162-182-210 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 25-26-28-32 cm frá miðju að framan án stroffs í hálsi. Næsta umferð er prjónuð með litnum rauður þannig: Prjónið 22-23-27-33 lykkjur í sléttprjóni (= hálft bakstykki), setjið næstu 31-35-37-39 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið 44-46-54-62 lykkjur í sléttprjóni (= framstykki), setjið næstu 31-35-37-39 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 6-6-6-8 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi) og prjónið 22-23-27-33 lykkjur sem eftir eru í sléttprjóni (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvert fyrir sig. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 100-104-120-148 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið, þ.e.a.s. mitt í 6-6-6-8 lykkjur sem fitjaðar voru upp undir ermi í hvorri hlið – látið prjónamerkin fylgja með áfram í stykkinu. Prjónið sléttprjón hringinn. Þegar stykkið mælist 21-22-22-22 cm prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, yfir 6-6-6-8 lykkjur í hvorri hlið (þ.e.a.s. yfir 3-3-3-4 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin – aðrar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni). Þegar 4 umferðir í garðaprjóni hafa verið prjónaðar til loka skiptist stykkið við prjónamerki og fram- og bakstykki eru prjónað til loka hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 50-52-60-74 lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 3 kantlykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið (fyrsta umferðin er prjónuð frá röngu). Þegar stykkið mælist 28-29-29-29 cm prjónið 1 umferð brugðið frá röngu þar sem aukið er út um 18-20-20-26 lykkjur jafnt yfir (ekki er aukið út yfir kantlykkjur) = 68-72-80-100 lykkjur á prjóni. Skiptið yfir á hringprjón 8 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, endurtakið frá *-* þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt og endið með 3 kantlykkjum í garðaprjóni. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stroffið mælist 5 cm eru allar 2 lykkjur brugðið (séð frá réttu) auknar út til 3 lykkjur brugðið – lesið ÚTAUKNING = 83-88-98-123 lykkjur. Þegar stroffið mælist 8 cm (stykkið mælist 37-38-38-38 cm frá skiptingu og ca 62-64-66-70 cm frá öxl og niður) fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRAMSTYKKI: Prjónið á sama hátt og bakstykki. ERMI: Setjið 31-35-37-39 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki á sokkaprjón 9 og prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja af 6-6-6-8 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 37-41-43-47 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-8 lykkjur sem prjónaðar voru upp (= mitt undir ermi) og látið prjónamerkin fylgja með áfram í stykkinu. Þegar stykkið mælist 3 cm frá skiptingu er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona með 5½-4½-4-2½ cm millibili alls 6-7-7-9 sinnum = 25-27-29-29 lykkjur. Þegar stykkið mælist 32-32-30-27 cm frá skiptingu er prjónuð 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 3-1-3-3 lykkjur jafnt yfir – munið eftir ÚRTAKA/ÚTAUKNING = 28-28-32-32 lykkjur. Skiptið yfir á sokkaprjón 8 og prjónið stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið). Þegar stroffið mælist 6 cm er 2 lykkjur brugðið auknar út til 3 lykkjur brugðið – munið eftir ÚTAUKNING = 32-32-36-36 lykkjur. Þegar stroffið mælist 8 cm (ermin mælist 41-41-39-36 cm frá skiptingu) fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #julerosesweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 34 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 183-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.