DROPS / 183 / 5

Season Greetings by DROPS Design

Prjónuð peysa fyrir jólin með hringalaga berustykki og norrænu mynstri, prjónuð ofan frá og niður. Stærð S - XXXL. Stykkið er prjónað úr DROPS Karisma.

DROPS Design: Mynstur u-821
Garnflokkur B
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS KARISMA frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki B)
400-450-500-550-600-650 g litur 18, rauður
250-250-300-300-350-350 g litur 01, natur

Einnig er hægt að prjóna stykkið með garni frá: "Garnmöguleiki (Garnflokkur B)" – sjá tengil að neðan.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 4,5 – eða þá stærð sem þarf til að 20 lykkjur og 26 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 80 cm) NR 3,5 fyrir stroff – eða þá stærð sem þarf til að 22 lykkjur og 30 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (9)

100% Ull
frá 528.00 kr /50g
DROPS Karisma uni colour DROPS Karisma uni colour 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Karisma mix DROPS Karisma mix 528.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 6864kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Allt mynstrið er prjónað með sléttprjóni.

ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir):
Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 148 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 16) = 9,3.
Í þessu dæmi er aukið út á eftir ca 9. Hverri lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.
Ef fækka á lykkjum er prjónuð ca 8. Og 9. Hver lykkja slétt saman.

fækkað með því að prjóna til skiptis ca 6. og 7. hverja lykkju og 7. og 8. hverja lykkju slétt saman. Ef auka á út þá er slegið 1 sinni uppá prjóninn til skiptis á eftir ca 7. og 8. hverja lykkju, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn inn í mynstur svo að ekki myndist gat.

LEIÐBEININGAR:
Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á böndum aftan á stykki. Skiptið e.t.v. yfir á grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það strekkist á því.

ÚRTAKA (á við um miðju undir ermi):
Byrjið 3 lykkjum á undan prjónamerki, prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri).
----------------------------------------------------------

PEYSA:
Peysan er prjónuð í hring á hringprjóna, ofan frá og niður. Hægt er að prjóna upphækkun aftan í hnakka til að flíkin passi betur og þá verður berustykkið hærra að aftan. Hægt er að sleppa við upphækkun, þá verður hálsmál alveg eins að framan og að aftan – sjá útskýringu á upphækkun neðar í uppskrift. Eftir berustykki er fram- og bakstykki prjónað í hring á hringprjón. Fram- og bakstykki skiptis við klauf og prjónað er síðan fram og til baka. Ermar eru prjónaðar í hring á hringprjón/sokkaprjóna ofan frá og niður.

KANTUR Í HÁLSI:
Fitjið upp 148-148-152-156-160-164 lykkjur á stuttan hringprjón 3,5 með rauðum. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar (= miðja að aftan). Prjónið 1 umferð slétt. Prjónið síðan stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 6 cm. Skiptið yfir á stuttan hringprjón 4,5 og prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 16-20-20-22-24-26 lykkjur jafnt yfir – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 164-168-172-178-184-190 lykkjur.
Prjónið nú upphækkun aftan í hnakka eða farið áfram í að prjóna berustykki ef ekki er óskað eftir upphækkun.

UPPHÆKKUN Í HNAKKA:
Hoppið yfir þennan kafla ef ekki er óskað eftir upphækkun.
Prjónið 13-13-14-14-15-15 lykkjur slétt fram hjá prjónamerki, snúið, herðið á bandi og prjónið 26-26-28-28-30-30 lykkjur brugðnar til baka. Snúið, herðið á bandi og prjónið 39-39-42-42-45-45 lykkjur slétt, snúið, herðið á bandi og prjónið 52-52-56-56-60-60 lykkjur brugðnar til baka. Haldið áfram með að prjóna yfir 13-13-14-14-15-15 lykkjur fleiri í hvert skipti sem snúið er við þar til prjónað hefur verið yfir alls 104-104-112-112-120-120 lykkjur, snúið og prjónið sléttar lykkjur aftur fram að miðju að aftan.

BERUSTYKKI:
= 164-168-172-178-184-190 lykkjur.
Prjónið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.1 og aukið út jafnt yfir í hverri umferð merktri með ör í mynsturteikningu eins og útskýrt er að neðan – lesið MYNSTUR, LEIÐBEININGAR og ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA!
Ör-1: Aukið um 28-28-32-34-40-44 lykkjur = 192-196-204-212-224-234 lykkjur.
Ör-2: Aukið um 24-28-32-32-40-42 lykkjur = 216-224-236-244-264-276 lykkjur.
Ör-3: Aukið um 20-24-28-34-36-40 lykkjur = 236-248-264-278-300-316 lykkjur.
Ör-4: Aukið um 20-24-24-26-36-36 lykkjur = 256-272-288-304-336-352 lykkjur.
Ör-5: Aukið um 28-28-24-20-24-20 lykkjur = 284-300-312-324-360-372 lykkjur.
Ör-6: Aukið um 22-24-18-24-18-18 lykkjur = 306-324-330-348-378-390 lykkjur.

STÆRÐ S - M:
Lesið áfram frá ALLAR STÆRÐIR.

STÆRÐ L - XL:
ÖR-7: Aukið um 12-18 lykkjur = 342-366 lykkjur.

STÆRÐ XXL:
ÖR-7: Aukið um 18 lykkjur = 396 lykkjur.
ÖR-8: Aukið um 12 lykkjur = 408 lykkjur.

STÆRÐ XXXL:
ÖR-7: Aukið um 18 lykkjur = 408 lykkjur.
ÖR-8: Aukið um 18 lykkjur = 426 lykkjur.
ÖR-9: Aukið um 14 lykkjur = 440 lykkjur.

ALLAR STÆRÐIR:
Prjónið til og með síðustu umferð í þinni stærð. Stykkið mælist ca 24-25-26-28-30-32 cm frá uppfitjunarkanti (ef ekki er náð í þetta mál er haldið áfram án útaukningar að réttu máli – en ekki lengra en að næst síðustu umferð í A.1 – stillið af að næsta umferð sem á að prjóna eftir að réttu máli hefur verið náð sé prjónuð einungis með 1 lit).
Prjónið næstu umferð í A:1 þannig: Prjónið 47-48-50-56-63-68 lykkjur (= hálft bakstykki), setjið næstu 60-66-72-72-78-84 lykkjurnar á band (= ermi), fitjið upp 6-6-6-12-12-12 nýjar lykkjur (= hlið), prjónið 93-96-99-111-126-136 lykkjur (= framstykki), setjið næstu 60-66-72-72-78-84 lykkjur á band (= ermi), fitjið upp 6-6-6-12-12-12 nýjar lykkjur (= hlið) og prjónið síðustu 46-48-49-55-63-68 lykkjurnar (= hálft bakstykki). Fram- og bakstykki og ermar er nú prjónað hvort fyrir sig.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 198-204-210-246-276-296 lykkjur.
Setjið 1 prjónamerki mitt í 6-6-6-12-12-12 nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp á hvorri hlið (= 99-102-105-123-138-147 lykkjur á fram- og bakstykki) – HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Prjónið síðan áfram til og með síðustu umferð í A.1 í öllum stærðum. Þegar A.1 er lokið á hæðina er prjónuð 1 umferð með rauðum þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 196-206-216-246-272-292 lykkjur.
Prjónið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.2 þannig: ** Prjónið A.2a (= 5 lykkjur), * A.2b (= 18 lykkjur), A.2c (= 1 lykkja) *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-1-2-2 sinnum, prjónið A.2b (= 18 lykkjur), prjónið * A.2d (= 5 lykkjur), A.2e (= 5 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 1-2-2-4-1-2 sinnum, prjónið A.2d (= 5 lykkjur) alls 1-0-1-0-1-1 sinni, prjónið A.2f (= 18 lykkjur), prjónið * A.2c (= 1 lykkja), A.2f (= 18 lykkjur) * prjónið frá *-* alls 1-1-1-1-2-2 sinnum og prjónið A.2g (= 4 lykkjur) **, endurtakið frá **-** 1 sinni til viðbótar. Haldið áfram þar til A.2 er lokið á hæðina.
Prjónið 1 umferð með rauðum og jafnið lykkjufjöldann til 198-204-210-246-276-294 lykkjur með því að auka/fækka jafnt yfir.
Prjónið síðan mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.3 (= 33-34-35-41-46-49 mynstureiningar með 6 lykkjum). Í umferð merktri með ör er lykkjufjöldinn jafnaður til 196-204-212-248-276-296. Haldið áfram þar til A.3 er lokið á hæðina (= 49-51-53-62-69-74 mynstureiningar með 4 lykkjum).
Héðan er prjónað sléttprjón með rauðum. Þegar stykkið mælist 30-31-32-33-33-33 cm frá prjónamerki er stykkinu skipt upp í hlið fyrir klauf og fram- og bakstykki er prjónað til loka fram og til baka á hringprjón hvort fyrir sig.

BAKSTYKKI:
= 99-102-105-123-138-147 lykkjur. Prjónið síðan sléttprjón með 4 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, á hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 40-41-42-43-43-43 cm, skiptið yfir á hringprjón 3,5 og prjónið 1 umferð þar sem aukið er út um 23-24-25-31-32-35 lykkjur jafnt yfir = 122-126-130-154-170-182 lykkjur. Prjónið síðan frá réttu þannig: Prjónið 4 lykkjur með garðaprjóni, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar *, prjónið frá *-* þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt og 4 lykkjur með garðaprjóni. Prjónið svona í 2 cm. Skiptið til baka yfir á hringprjón 4,5 og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Stykkið mælist ca 42-43-44-45-45-45 cm.

FRAMSTYKKI:
= 99-102-105-123-138-147 lykkjur. Prjónið alveg eins og bakstykki.

ERMI:
Ermin er prjónuð í hring.
Setjið til baka lykkjur af bandi á stuttan hringprjón/sokkaprjón 4,5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 6-6-6-12-12-12 nýjum lykkjum undir ermi (haldið áfram með mynstureiningu A.1 eins og áður) = 66-72-78-84-90-96 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki mitt undir ermi (= mitt í 6-6-6-12-12-12 lykkjum sem prjónaðar voru upp mitt undir ermi) – hér byrjar næsta umferð.
HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
Þegar stykkið mælist 2 cm er fækkað um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – lesið ÚRTAKA. Fækkið lykkjum með 3-2½-2-2-1½-1½ cm millibili alls 12-14-16-18-20-22 sinnum = 42-44-46-48-50-52 lykkjur. Haldið áfram hringinn eftir A.1 yfir allar lykkju þar til mynstureiningin er lokið á hæðina.
Setjið 1 prjónamerki mitt ofan á ermi = miðju lykkja. ATH: Prjónið nú mynstureiningu A.4, en vegna fækkunar mitt undir ermi verður að stilla mynstrið af, gerið það þannig: Teljið út lykkjurnar hvoru megin við miðju lykkju ofan á ermi og stillið af hversu margar lykkjur eru í fyrstu mynstureiningu af A.4a í umferð og hversu margar lykkjur eru í síðustu mynstureiningu í umferð af A.4c. Þ.e.a.s. prjónið mynstur þannig: Prjónið þann fjölda lykkja sem er pláss fyrir í A.4a, prjónið A.4a (= 19 lykkjur), A.4b (= 9 lykkjur, sjá stjörnu í mynsturteikningu = miðju lykkja), A.4c (= 19 lykkjur) og prjónið þann fjölda lykkja sem er pláss fyrir í A.4c.
Þegar A.4 hefur verið prjónað til loka er prjónað mynstur í hring eftir mynsturteikningu A.3 – stillið af að fyrsta lykkjan í mynsturteikningu verði mitt ofan á ermi. Þegar A.3 er lokið á hæðina er haldið áfram með sléttprjón og rauðum. Þegar stykkið mælist 38-38-38-37-35-34 cm frá prjónamerki mitt undir ermi er skipt yfir á sokkaprjón 3,5 og prjónuð er 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 6-4-6-4-6-4 lykkjur jafnt yfir = 48-48-52-52-56-56 lykkjur. Prjónið stroff (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðnar) í 4 cm. Skiptið yfir á sokkaprjón 4,5 og fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Ermin mælist ca 42-42-42-41-39-38 cm. Prjónið hina ermina alveg eins.

Þetta mynstur hefur verið leiðrétt. .

Yfirfarið á vefsvæði: 06.09.2018
Leiðrétting á mynsturteikningu A.3

Mynstur

= natur
= rauður
= útaukningsumferð
= síðasta umferð áður en prjónuð er 1 umferð að skiptingu á fram- og bakstykki + ermar
= miðjulykkja á ermiWendy 22.01.2019 - 21:43:

Which yarn alternative would you suggest for a person allergic to wool?

DROPS Design 23.01.2019 kl. 09:26:

Dear Wendy, try our yarn converter to see all alternatives - you can then click on each yarn to read more and choose colours. Happy knitting!

Brigitte 23.11.2018 - 13:34:

Auf der deutschen Drops Facebook Seite habe ich ein Foto gepostet mit den Raporten in der Reihenfolge wie es in der Anleitung steht. Völlig falsch. Die Raporte 2 d und 2 e kommen so auf dem Bild gar nicht vor. Stricken lassen und korrigieren. Habe mir alles zusammgebastelt damit es so aussieht wie auf dem Bild.

DROPS Design 23.11.2018 kl. 15:33:

Liebe Brigitte, in allen Grössen haben Sie auf beiden Seiten A.2d und A.2e und 2. A.2d (vor A.2f) nur nicht in den 2. und 4. Grösse. Diese Diagramme kann man auf dem Bild hier nicht sehen, da sie auf die Seiten sind. Viel Spaß beim stricken!

Brigitte 22.11.2018 - 17:30:

Hallo,habe diesen Pullover endlich beendet. Leider ist die Anleitung nach der Ärmeltrennung mit dem Raport Hirsch und Tannenbäume völlig falsch. Habe das Gefühl das ihr die Anleitungen nur ins deutsche übersetzten lässt aber nicht gleichzeitig von der gleichen Person Probestricken lässt. Denn dann würden ihr von den Fehlern wissen. Ihr habt wirklich schöne Anleitungen. Leider habe ich bisher nur Anleitungen von Euch mit Fehlern gehabt.

DROPS Design 23.11.2018 kl. 11:14:

Liebe Brigitte, können Sie uns bitte mehr darüber sagen, welche Grösse Sie gestrickt haben, und wo genau es falsch sein sollte, damit wir die Anleitung neu mal schauen - haben Sie auch gesehen, daß A.3 im September korrigiert wurde?

Sandra 25.10.2018 - 06:01:

Hallo, meine Maschenprobe glatt re gestrickt hat gepasst. Jetzt beim in Runden stricken und mit 2 Farben habe ich eine Maschenzahl von 21 und eine Reihenzahl von 23. Muss das so sein? Lieben Dank im voraus

DROPS Design 25.10.2018 kl. 08:48:

Liebe Sandra, die Maschenprobe muss dieselbe sein, versuchen Sie mit dickeren Nadelstärke, damit die Maschenprobe korrekt bleibt. Viel Spaß beim stricken!

Sandra 22.10.2018 - 13:23:

Hallo, wenn ich bei Größe S Ärmel nach den Abnahmen noch 42 M habe, welche Masche ist dann meine Mittelmasche für A4? Die Mitte wäre ja genau zwischen je 21 M und somit keine Masche die ich in A. 4b stricken kann? Lieben Dank im voraus für die schnelle Hilfe

DROPS Design 22.10.2018 kl. 14:25:

Liebe Sandra, Sie können die 21. Masche als Mittelmasche nehmen, bei der 2. Ärmel spiegleverkehr kalkulieren. Viel Spaß beim stricken!

LauraK 11.10.2018 - 09:16:

Hallo liebes Drops Team, ab wann sollte man denn zur langen Rundnadel 4,5 wechseln? Wozu braucht man die lange 3,5? Und wie ist das bei den Ärmeln zu verstehen? Um auf die 66 Maschen zu kommen muss man die kompletten 6 extra angeschlagenen Maschen mit aufnehmen, oder? Wie funktioniert das? Gibt es hierzu ein Video? Danke und LG

DROPS Design 11.10.2018 kl. 10:12:

Liebe Laura K, Sie fangen mit den 40 cm Rundnadel 4,5 für den Hals, dann werden Sie für die Rundpasse regelmäßig zunehmen - nach und nach bekommen Sie zuviele Masche für die 40 cm Rundnadel, dann wechseln Sie zu der längeren Nadeln. Die 80 cm Rundnadel 3,5 brauchen Sie für das Bündchen unten am Rücken- bzw Vorderteil. Für die Ärmel werden 60 M stillgelegt dann werden 6 neuen Maschen in den 6 am Rumpfteil angeschlagten Maschen aufgenommen = 66 M. Siehe hier (ca 6:35) wie man die Ärmel strickt. Viel Spaß beim stricken!

Henriette Nielsen 16.03.2018 - 18:44:

Men når jeg tager nye masker ud så bliver mønsteret skævt. selve diagrammet ser således ud: 1 omgang: 5 hvide og 1 grå. \\\\r\\\\n2. Omgang: 1 grå, 3 hvide, 3 grå osv og slut omgangen med 2 grå. (På denne omgang skal jeg tage 1 maske ud i første maske og 1 maske i anden sidste maske.\\\\r\\\\n3. Omgang: 2 grå, 1 hvid, 5 grå osv og slut med 3 grå. \\\\r\\\\n4.-6. Omgang: hele omgangen grå. Hvordan skal jeg strikke de nye masker?

Le Floch 14.02.2018 - 21:18:

Bonjour, ce n'est pas forcément sue ce modèle que je me pose des questions mai je cherche des modèles tricot aux aiguilles non circulaires.Y en a t'il sur votre site, je viens de le découvrir et le trouve fabuleux Merci

DROPS Design 15.02.2018 kl. 09:50:

Bonjour Mme Le Floch, tout à fait, en fonction du modèle, on va tricoter en rond sur aiguille circulaire ou bien en allers et retours. Vous trouverez quelques informations utiles ici. Bon tricot!

SWer 05.12.2017 - 21:32:

Hallo, Ich stricke gerade diesen Pullover in Größe L und bin beim Muster A2 und frage mich ob das Muster nicht wie folgt lauten müsste: g,f,c,f,d,e,d,e,d,b,c,b,a und nicht wie folgt in der Anleitung geschrieben: a,b,c,b,d,e,d,e,d,f,c,f,g ?! Freue mich auf eine schnelle Antwort. Viele Grüße!

DROPS Design 06.12.2017 kl. 09:30:

Liebe Frau Swer, die Diagramme sind so richtig, Sie stricken von oben nach unten und von der Mitte am Rückenteil, so beginnt man mit a (Mitte am Ruckenteil) bis g (Mitte am Vorderteil) und noch einmal wiederholen von a bis g wie geschrieben. Viel Spaß beim stricken!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 183-5

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.