Liette skrifaði:
Que voulez-vous dire par: A.2 (= 10 mailles) au-dessus des 30-30-30-40-40-50-50 mailles suivantes (= 3-3-3-4-4-5-5 fois en largeur)
20.02.2022 - 19:44DROPS Design svaraði:
Bonjour Liette, le diagramme A.2 se compose de 10 mailles et vous devez répéter ces 10 mailles 3, 4 ou 5 fois en largeur selon la taille, autrement dit les 30, 40 ou 50 mailles suivantes se composent de 3, 4 ou 5 fois A.2. Bon tricot!
21.02.2022 - 10:00
Petra Pilgram-Melchert skrifaði:
Hallo, ich habe zu den drei Rapporten eine Frage. A1 und A3 haben jeweils 18 Reihen. A2 jedoch 20 Reihen. Wie stricke ich dann ab der 19 Reihe? LG Petra
12.02.2022 - 22:42DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Pilgram-Melchert, wenn A.1 und A.3 in der Höhe fertig sind, dann stricken Sie sie ab 1. Reihe wieder und stricken A.2 wie zuvor weiter, und wenn A.2 fertig ist, dann stricken Sie A.2 von der 1.Reihe wieder - und strickenA.1 und A.3 weiter (= mit einem kleinen Zopf in jeder 2. Reihe und einen grösseren in jeder 6. Reihe). Viel Spaß beim stricken!
14.02.2022 - 09:59
Petra skrifaði:
Hallo, ich stricke den Pullover in der Größe XXL. Nach dem Bund habe ich 312 M. Wie teile ich nun genau die erste Musterreihe mit Rapport ein? LG Petra
07.02.2022 - 17:46DROPS Design svaraði:
Liebe Petra, so stricken Sie diese 312 Maschen: * 31 Maschen glatt rechts, A.1 (= 22 Maschen), A.2 (= 10 Maschen) über die nächsten 50 Maschen (= 5 Rapporte in der Breite), A.3 (= 22 Maschen), 31 Maschen glatt rechts* = 31+22+50+22+31= 156 Maschen/hier ist der 2. Markierer, und noch einmal von *bis* wiederholen = 156*2=312 Maschen. Viel Spaß beim stricken!
08.02.2022 - 08:28
Liliane Dänzer skrifaði:
Merci pour ce modèle également. Réalisé avec plaisir
20.01.2022 - 15:42
Winter skrifaði:
Thank you. Your clarification is very helpful.
07.01.2022 - 17:57
Winter skrifaði:
Hi, for the sleeve, the instructions said to bind off 19 stitches, work 3 rows without decrease and then bind off 1 stitich on the next row =16 stitches left. But I get 41-19-1=21 stitches left. I have 5 extra stitiches left. Did I miss out something? Thanks for your help in advance.
07.01.2022 - 08:44DROPS Design svaraði:
Dear Winter, 41 sts remain, cast off 19 sts (decreasing 8 sts at the same time) = 22 sts remain, then cast off 3 sts 1 time, 2 sts 1 time and 1 st 1 time(also at the beg of RS row / right sleeve) = 22-3-2-1= 16 sts remain. Happy knitting!
07.01.2022 - 15:57
Giedre Bøttcher skrifaði:
Jeg har strikket denne fine model, men byttede garn ud med Merino extra fine. Alt gik fint indtil jeg vaskede den (med uld vaskemiddel og det rigtige program) - så blev den 2 numre for stor... Det har jeg tidligere oplevet med merino extra fine efter vask. Er det kun mig, der oplever de problemer? Med venlig hilsen Giedre
01.01.2022 - 18:35
Maria skrifaði:
Hello, I am knitting the body of the sweater and really enjoying the pattern, hope to finish the sweater before Christmas :) I have a question regarding decreases when casting off (casting off tip), can I skip this step if I am a tight knitter?
14.12.2021 - 23:02DROPS Design svaraði:
Dear Maria, if you are a tight knitter you might have adjusted the needle size to get the correct tension and the desired finished measurements matching the chart. When working cable, you need more stitches than for stocking stitch, reason why you need to decrease and cast off at the same time to avoid a wavy edge when casting off stitches with cables. Maybe this video can help you to visualize. Happy knitting!
15.12.2021 - 08:11
Sheeba skrifaði:
Vous me dites 1x 10 mailles de chaque côté, donc = 2 rangs. mais dans les explications on parle de 10 x 1 maille. ce qui veut donc dire que je fous tricoter 20 rangs ?
15.11.2021 - 14:34DROPS Design svaraði:
oops mal lu hier désolée, effectivement, c'est bien 10 fois 1 maille, donc 20 rangs au total :) Bonne continuation!
16.11.2021 - 08:18
Sheeba skrifaði:
Bonjour, au fait mes questions sont pour la réalisation des diminutions des manches et non pour les emmanchures du dos ou devant. merci
15.11.2021 - 12:27DROPS Design svaraði:
Merci pour ces précisions Sheeba, je reprends donc avec les manches: vous rabattez d'abord 6 m sous la manche, puis 4 fois 2 mailles de chaque côté (= 8 m rabattues de chaque côté soit 4 mailles au début des 8 rangs suivants), puis 1 fois 10 mailles au début des 2 rangs suivants = vous aviez 83 m - 6 - 16-20= il reste 41 mailles et vous avez tricoté 10 rangs au total depuis les 6 mailles rabattues sous la manche. Bon tricot!
15.11.2021 - 13:04
Siberia#siberiasweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með úr DROPS Merino Extra Fine. Stærð 13/14 ára – XXXL.
DROPS 185-2 |
||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 218 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 21,8. Í þessu dæmi er aukið út til skiptis eftir ca 21. og 22. hverja lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum jafnt yfir eru (í þessu dæmi) prjónaðar til skiptis ca 20. og 21. hver lykkja og 21. og 22. hver lykkja slétt saman. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og ermar): Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. AFFELLING: Fækkið um 1 lykkju jafnframt því sem fellt er af þannig: Prjónið 2 lykkjur saman, prjónið 1 lykkju, steypið yfir fyrir affellingu (= 1 auka lykkja færri). STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Ermin er prjónuð upp og heldur áfram upp á öxl og meðfram hnakka efst að aftan. Lykkjur í hálsmáli efst á ermi er fækkað við framstykki og smá hluti af ermi er prjónaður áfram efst á bakstykki sem saumað er saman mitt að aftan, þannig að hálsmálið verðu aðeins hærra í hnakka en á framstykki – sjá mynsturteikningu 1. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handvegi, síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á hringprjóna upp að handvegi, ermin er prjónuð áfram fram og til baka. Að lokum eru ermar saumaðar við handveg, axlir á fram og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 218-230-246-264-280-298-314 lykkjur á hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan! Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 5 cm eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT er aukið út um 10-10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 228-240-256-276-292-312-328. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, eitt í byrjun umferðar og eitt eftir 114-120-128-138-146-156-164 lykkjur (= í hvora hlið). Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið MYNSTUR þannig – sjá útskýringu að ofan: * Prjónið 20-23-27-27-31-31-35 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 22 lykkjur), A.2 (= 10 lykkjur) yfir næstu 30-30-30-40-40-50-50 lykkjur (= 3-3-3-4-4-5-5 mynstureiningar á breidd), A.3 (= 22 lykkjur), 20-23-27-27-31-31-35 lykkjur sléttprjón, prjónamerki er staðsett hér *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur og endurtekningu á mynsturteikningu á hæðina. Þegar stykkið mælist 9 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6-8-8-9-9-9-10 cm millibili alls 5 sinnum = 248-260-276-296-312-332-348 lykkjur. Þegar stykkið mælist 38-47-48-49-50-51-52 cm fellið af 6 lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið (fellið af 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið) og hvort stykki er prjónað fyrir sig. BAKSTYKKI: = 118-124-132-142-150-160-168 lykkjur. Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, JAFNFRAMT er haldið áfram með affellingu fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 3-3-4-4-4-4-5 sinnum og 1 lykkja 1-0-1-1-2-2-2 sinnum = 104-112-114-124-130-140-144 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49-59-61-63-65-67-69 cm fellið af, JAFNFRAMT er fækkað um 20-20-20-22-18-24-24 lykkjur jafnt yfir lykkjurnar í mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3 – lestið AFFELING. FRAMSTYKKI: = 118-124-132-142-150-160-168 lykkjur. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg eins og á bakstykki = 104-112-114-124-130-140-144 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-56-58-60-62-64-66 cm fækkið um 10-10-10-12-12-12-12 lykkjur jafnt yfir miðju 40-40-40-48-48-48-48 lykkjur áður en þessar lykkjur eru settar á þráð fyrir hálsmáli (= 30-30-30-36-36-36-36 lykkjur á þræði fyrir hálsmáli). Prjónið síðan hvora öxl til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsi eru felldar af 2 lykkjur = 30-34-35-36-39-44-46 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49-59-61-63-65-67-69 cm (stillið af eftir bakstykki) fellið af, JAFNFRAMT er fækkað um 5-5-4-5-3-6-6 lykkjur jafnt yfir 15-15-15-16-16-21-21 lykkjur við háls – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRI ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 56-58-60-62-64-66-68 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 10 cm. Prjónið 2 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT er fækkað um 5 lykkjur jafnt yfir = 51-53-55-57-59-61-63 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið mynstur í næstu umferð þannig: Sléttprjón yfir fyrstu 4-5-6-7-8-9-10 lykkjur, prjónið A.4 yfir næstu 42 lykkjur, prjónið fyrstu lykkjuna í A.4, 4-5-6-7-8-9-10 lykkjur sléttprjón. Haldið áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-12-13-12-12-14-13 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – munið eftir ÚTAUKNING! Aukið svona út með 2-2½-2-2-2-1½-1½ cm millibili alls 14-15-16-17-18-19-20 sinnum = 79-83-87-91-95-99-103 lykkjur. Þegar stykkið mælist 45-50-50-49-49-48-48 cm fellið af 6 lykkjur mitt undir ermi (fellið af 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið síðan ermina fram og til baka. JAFNFRAMT er fellt af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð á hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 2-4-6-7-9-10-12 sinnum og 1 lykkja 12-10-8-8-6-6-4 sinnum = 41 lykkja eftir í öllum stærðum. Stykkið mælist nú 55-60-60-60-60-60-60 cm. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með mynstur yfir þær lykkjur sem eftir eru þar til stykkið mælist 12-14-13-15-17-18-19 cm. Fellið síðan af í hægri hlið, í byrjun á hverri umferð frá réttu þannig: 19 lykkjur 1 sinni JAFNFRAMT þar sem 8 af þessum 19 lykkjum eru prjónaðar saman 2 og 2 áður en fellt er af, 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni. Prjónið 3 umferðir án úrtöku. Fækkið um 1 lykkju í næstu umferð = 16 lykkjur eftir í öllum stærðum. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 19-21-22-24-26-27-28 cm. Öll ermin mælist ca 74-81-82-84-86-87-88 cm. VINSTRI ERMI: Prjónið á sama hátt og hægri ermi, en fellt er af efst í gangstæðri hlið, þ.e.a.s. í byrjun hverrar umferðar frá röngu. FRÁGANGUR: Saumið saman ermar við miðju að aftan innan við affellingarkantinn á hvorri ermi. Saumið ermar í við fram- og bakstykki á búk í ystu lykkjubogana þannig: Saumið saum frá handveg og upp meðfram öxl á bakstykki að miðju að aftan. Endurtakið í hinni hliðinni. Saumið alveg eins frá handveg og upp meðfram öxl á framstykki upp að hálsmáli. Endurtakið í hinni hliðinni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp 94-94-108-108-108-108-108 lykkjur í kringum kant í hálsmáli (meðtaldar lykkjur af þræði) á stuttan hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 22-22-26-26-26-26-26 lykkjur jafnt yfir = 116-116-134-134-134-134-134 lykkjur. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 8 cm eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón. Fellið af. Brjótið kantinn í hálsmáli saman tvöfaldan og saumið inn að innanverðu, garðaprjón að garðaprjóni. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #siberiasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 185-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.