Misha skrifaði:
Re: "Hi, I am working on the front piece and I'm unsure if I messed up somewhere or what happened. On the right side I have 24 stockinette stitches including the edge stitch. On the left I have 22. Is this correct or could I have done the armhole decreases wrong? Thank you." Forgot to mention I'm making the size XL and I saw I did the same thing on the back (facing right side has 2 more stitches than the left)
30.11.2025 - 20:22DROPS Design svaraði:
Dear Misha, make sure you have cast off the same number of stitches on each side for armhole, ie at the beginning of both row from RS and from WS, then you should have 130 sts left, decrease 12 sts evenly over the 48 middle stitches and slip the 36 middle stitches on a thread: 130-12-36=82 sts/2 shoulders = 41 sts for each shoulder and cast off 2 sts at the beg of next row from neck = 39 sts left. As you cast off the same number of sts on each side you should have the same number of sts after dividing pieces. Happy knitting!
01.12.2025 - 10:31
Misha skrifaði:
Hi, I am working on the front piece and I'm unsure if I messed up somewhere or what happened. On the right side I have 24 stockinette stitches including the edge stitch. On the left I have 22. Is this correct or could I have done the armhole decreases wrong? Thank you.
30.11.2025 - 18:56DROPS Design svaraði:
Dear Misha, not sure which size/part you are talking about, make sure you worked the same number of sts increased/decreased - feel free to tell us more, giving size and which part/piece of sweater you are working on right now. Thanks for your comprehension.
01.12.2025 - 10:26
Jenni skrifaði:
Mallipiirroksissa A1 ja A3 on 18 riviä, A2 piirroksessa 20. Mitä pitää kutoa A1 ja A3 kohdilla kahden kerroksen ajan, jotta kuvio menee oikein?
29.11.2025 - 21:10DROPS Design svaraði:
Hei, kun olet neulonut piirrosten A.1 ja A.3 18 riviä, aloita uudestaan piirrosten 1. kerrokselta.
01.12.2025 - 17:12
Ghiglione Martine skrifaði:
Pour les 20 mailles alternativement du haut du dos, faut-il rabattre en partant du centre ou des côtés? Merci
25.11.2025 - 12:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Ghiglione, à 45-49-61 cm de hauteur totale, on rabat toutes les mailles du haut du dos, en diminuant en même temps 20 mailles à intervalles réguliers dans les torsades A.1, A.2 et A.3 = il faut moins de mailles pour du jersey que pour des torsades, ainsi, pour éviter que le bord ne gondole, on doit diminuer. Découvrez comment diminuer dans des torsades grâce à cette vidéo. Bon tricot!
26.11.2025 - 08:02
Yolanda skrifaði:
I don't know why I am having so much trouble. Could you explain using diagrams if possible, exactly where I sew the sleeves together in the back? Thank you.
28.10.2025 - 21:36DROPS Design svaraði:
Hi Jolanda, you have to sew the sleeves to front and back piece on body in the outermost stitch as follows: Sew from the armhole and up along shoulder on back piece to mid back. I can send you a photo and mark where are seams. Happy knitting!
17.11.2025 - 09:09
Kim skrifaði:
Hi, starting back piece. It says: continue to bind off for armhole at the beginning of each row in each side. The wording is quite confusing. I'm Making size M. Do I bind off 2 sts on only the RS rows on both ends (4 sts total a row) 4 times? The 1 time on each end (2 sts that row) making 18 sts total to bind off? Then once all the the arm hole sts are binded off, I just continue in pattern like normal till I hit the right length, correct?
27.10.2025 - 21:20DROPS Design svaraði:
Hi Kim, Yes, you bind off at both ends of every 2nd row (4 stitches) x 4, then 1 stitch at both ends x 1 = total of 18 stitches bound off. Then continue working without further binding off to the correct length. Regards, Drops Team.
28.10.2025 - 06:54
Margaretha Lagetdahl skrifaði:
Vad är måtten i cm för st M resp L till Siberia tröjan ? Gärna mått på färdigstickadctröja
14.09.2025 - 10:15DROPS Design svaraði:
Hej Margaretha. Du hittar plaggets mått i cm i alla storlekar på måttskissen längst ner på mönstret. Mvh DROPS Design
15.09.2025 - 14:33
Birgitta Rydell skrifaði:
A 1 innehåller 18 varv, A2 20 varv ,A3 18 varv är detta rätt
24.08.2025 - 20:51DROPS Design svaraði:
Hej Birgitta. Ja det stämmer. Mvh DROPS Design
26.08.2025 - 11:24
Yolanda skrifaði:
I don't understand how you bind off the 19 stitches at the top of the sleeve.
10.08.2025 - 20:34DROPS Design svaraði:
Dear Yolanda, to avoid this cast off row being too wide when casting off and as you need more stitches for a cable than for stocking stitch, you have to decrease the number of stitches, so work 8 times K2 together over the cable and cast off at the same time, see also this video showing how to decrease while casting off. Happy knitting!
11.08.2025 - 08:22
Pia skrifaði:
Når jeg skal strikke frem og tilbage efter indtagning til ærmegab, skal jeg så strikke mønstret fra bagsiden omvendt med garnet foran/bagved arbejdet i forhold til retsiden?
06.08.2025 - 12:15DROPS Design svaraði:
Hej Pia. Är inte helt säker på vad du menar, men när du stickar fram och tillbaka läser du diagrammen åt motsatt håll på vrangen. Mvh DROPS Design
03.09.2025 - 10:43
Siberia#siberiasweater |
||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa fyrir herra með úr DROPS Merino Extra Fine. Stærð 13/14 ára – XXXL.
DROPS 185-2 |
||||||||||||||||||||||
|
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚRTAKA/ÚTAUKNING (jafnt yfir): Til þess að reikna út hvernig fækka/fjölga eigi jafnt í umferð, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 218 lykkjur), deilið þessum lykkjufjölda með fjölda úrtöku/útaukninga sem á að gera (t.d. 10) = 21,8. Í þessu dæmi er aukið út til skiptis eftir ca 21. og 22. hverja lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. Ef fækka á lykkjum jafnt yfir eru (í þessu dæmi) prjónaðar til skiptis ca 20. og 21. hver lykkja og 21. og 22. hver lykkja slétt saman. ÚTAUKNING (á við um hliðar á fram- og bakstykki og ermar): Byrjið einni lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa tveggja lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð eru uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo ekki myndist gat. Prjónið síðan nýjar lykkjur í sléttprjóni. AFFELLING: Fækkið um 1 lykkju jafnframt því sem fellt er af þannig: Prjónið 2 lykkjur saman, prjónið 1 lykkju, steypið yfir fyrir affellingu (= 1 auka lykkja færri). STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Ermin er prjónuð upp og heldur áfram upp á öxl og meðfram hnakka efst að aftan. Lykkjur í hálsmáli efst á ermi er fækkað við framstykki og smá hluti af ermi er prjónaður áfram efst á bakstykki sem saumað er saman mitt að aftan, þannig að hálsmálið verðu aðeins hærra í hnakka en á framstykki – sjá mynsturteikningu 1. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handvegi, síðan er framstykkið og bakstykkið prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á hringprjóna upp að handvegi, ermin er prjónuð áfram fram og til baka. Að lokum eru ermar saumaðar við handveg, axlir á fram og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 218-230-246-264-280-298-314 lykkjur á hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan! Prjónið síðan stroff (1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stykkið mælist 5 cm eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT er aukið út um 10-10-10-12-12-14-14 lykkjur jafnt yfir í fyrstu umferð – lesið ÚTAUKNING/ÚRTAKA = 228-240-256-276-292-312-328. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, eitt í byrjun umferðar og eitt eftir 114-120-128-138-146-156-164 lykkjur (= í hvora hlið). Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið MYNSTUR þannig – sjá útskýringu að ofan: * Prjónið 20-23-27-27-31-31-35 lykkjur sléttprjón, A.1 (= 22 lykkjur), A.2 (= 10 lykkjur) yfir næstu 30-30-30-40-40-50-50 lykkjur (= 3-3-3-4-4-5-5 mynstureiningar á breidd), A.3 (= 22 lykkjur), 20-23-27-27-31-31-35 lykkjur sléttprjón, prjónamerki er staðsett hér *, prjónið frá *-* 1 sinni til viðbótar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið svona áfram með mynstur og endurtekningu á mynsturteikningu á hæðina. Þegar stykkið mælist 9 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6-8-8-9-9-9-10 cm millibili alls 5 sinnum = 248-260-276-296-312-332-348 lykkjur. Þegar stykkið mælist 38-47-48-49-50-51-52 cm fellið af 6 lykkjur fyrir handveg í hvorri hlið (fellið af 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki í hvorri hlið) og hvort stykki er prjónað fyrir sig. BAKSTYKKI: = 118-124-132-142-150-160-168 lykkjur. Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, JAFNFRAMT er haldið áfram með affellingu fyrir handveg í byrjun hverrar umferðar í hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 3-3-4-4-4-4-5 sinnum og 1 lykkja 1-0-1-1-2-2-2 sinnum = 104-112-114-124-130-140-144 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49-59-61-63-65-67-69 cm fellið af, JAFNFRAMT er fækkað um 20-20-20-22-18-24-24 lykkjur jafnt yfir lykkjurnar í mynsturteikningu A.1, A.2 og A.3 – lestið AFFELING. FRAMSTYKKI: = 118-124-132-142-150-160-168 lykkjur. Haldið áfram með mynstur, sléttprjón og 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið, JAFNFRAMT er fellt af fyrir handveg eins og á bakstykki = 104-112-114-124-130-140-144 lykkjur. Þegar stykkið mælist 46-56-58-60-62-64-66 cm fækkið um 10-10-10-12-12-12-12 lykkjur jafnt yfir miðju 40-40-40-48-48-48-48 lykkjur áður en þessar lykkjur eru settar á þráð fyrir hálsmáli (= 30-30-30-36-36-36-36 lykkjur á þræði fyrir hálsmáli). Prjónið síðan hvora öxl til loka fyrir sig. Í næstu umferð frá hálsi eru felldar af 2 lykkjur = 30-34-35-36-39-44-46 lykkjur. Þegar stykkið mælist 49-59-61-63-65-67-69 cm (stillið af eftir bakstykki) fellið af, JAFNFRAMT er fækkað um 5-5-4-5-3-6-6 lykkjur jafnt yfir 15-15-15-16-16-21-21 lykkjur við háls – munið eftir AFFELLING. Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRI ERMI: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna. Fitjið upp 56-58-60-62-64-66-68 lykkjur á sokkaprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið) þar til stykkið mælist 10 cm. Prjónið 2 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT er fækkað um 5 lykkjur jafnt yfir = 51-53-55-57-59-61-63 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið mynstur í næstu umferð þannig: Sléttprjón yfir fyrstu 4-5-6-7-8-9-10 lykkjur, prjónið A.4 yfir næstu 42 lykkjur, prjónið fyrstu lykkjuna í A.4, 4-5-6-7-8-9-10 lykkjur sléttprjón. Haldið áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-12-13-12-12-14-13 cm er aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki – munið eftir ÚTAUKNING! Aukið svona út með 2-2½-2-2-2-1½-1½ cm millibili alls 14-15-16-17-18-19-20 sinnum = 79-83-87-91-95-99-103 lykkjur. Þegar stykkið mælist 45-50-50-49-49-48-48 cm fellið af 6 lykkjur mitt undir ermi (fellið af 3 lykkjur hvoru megin við prjónamerki). Prjónið síðan ermina fram og til baka. JAFNFRAMT er fellt af fyrir ermakúpu í byrjun á hverri umferð á hvorri hlið þannig: 2 lykkjur 2-4-6-7-9-10-12 sinnum og 1 lykkja 12-10-8-8-6-6-4 sinnum = 41 lykkja eftir í öllum stærðum. Stykkið mælist nú 55-60-60-60-60-60-60 cm. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Haldið áfram með mynstur yfir þær lykkjur sem eftir eru þar til stykkið mælist 12-14-13-15-17-18-19 cm. Fellið síðan af í hægri hlið, í byrjun á hverri umferð frá réttu þannig: 19 lykkjur 1 sinni JAFNFRAMT þar sem 8 af þessum 19 lykkjum eru prjónaðar saman 2 og 2 áður en fellt er af, 3 lykkjur 1 sinni, 2 lykkjur 1 sinni. Prjónið 3 umferðir án úrtöku. Fækkið um 1 lykkju í næstu umferð = 16 lykkjur eftir í öllum stærðum. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 19-21-22-24-26-27-28 cm. Öll ermin mælist ca 74-81-82-84-86-87-88 cm. VINSTRI ERMI: Prjónið á sama hátt og hægri ermi, en fellt er af efst í gangstæðri hlið, þ.e.a.s. í byrjun hverrar umferðar frá röngu. FRÁGANGUR: Saumið saman ermar við miðju að aftan innan við affellingarkantinn á hvorri ermi. Saumið ermar í við fram- og bakstykki á búk í ystu lykkjubogana þannig: Saumið saum frá handveg og upp meðfram öxl á bakstykki að miðju að aftan. Endurtakið í hinni hliðinni. Saumið alveg eins frá handveg og upp meðfram öxl á framstykki upp að hálsmáli. Endurtakið í hinni hliðinni. KANTUR Í HÁLSMÁLI: Prjónið upp 94-94-108-108-108-108-108 lykkjur í kringum kant í hálsmáli (meðtaldar lykkjur af þræði) á stuttan hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 4 umferðir garðaprjón, JAFNFRAMT í síðustu umferð er aukið út um 22-22-26-26-26-26-26 lykkjur jafnt yfir = 116-116-134-134-134-134-134 lykkjur. Prjónið síðan stroff (= 1 lykkja slétt, 1 lykkja brugðið). Þegar stroffið mælist 8 cm eru prjónaðar 2 umferðir garðaprjón. Fellið af. Brjótið kantinn í hálsmáli saman tvöfaldan og saumið inn að innanverðu, garðaprjón að garðaprjóni. |
||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #siberiasweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 29 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
||||||||||||||||||||||
Skrifaðu athugasemd um DROPS 185-2
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.