Wilma skrifaði:
Ik vind het een heel leuk en duidelijk beschreven patroon. Zonder moeilijke toestanden, toch een heel leuk resultaat. Ik ben er een blij mee. Hartelijk dank ervoor.
03.03.2024 - 08:28
Darl Jeffries skrifaði:
Can't find how many oz or grams required for 'Sunny Hug"listed in your pattern? I have fingering acrlic/orian washable yarn I would like to use maybe for size 3.
28.02.2024 - 22:33DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Jeffries, you will find the amount of yarn required in each size in the header; you need for example in size 2 years 150 g DROPS Merino Extra Fine / 50 g a ball = 3 balls, read more about this yarn on the shadecard to check if your yarn is suitable for this project; and calculate the new amount of yarn required with this lesson. Happy knitting!
29.02.2024 - 08:22
Ulla Byholm skrifaði:
Kan man sticka Sunny Hug kjolen med två färger? Mönsterdiagram svart och avigt vitt? Alltså lodräta breda ränder. Om det går, hur ska jag göra det bäst? Med vänlig hälsning,
05.03.2023 - 17:24DROPS Design svaraði:
Ja det kan du göra. De smalare ränderna (överst) kan du sticka på vanligt sätt med två färger. Då du stickar de bredare ränderna kan det löna sig att ha ett eget nystan för varje färgfält.
06.03.2023 - 16:54
Jana Nesnídalová skrifaði:
Nejde mi prosím otevřít schéma a tudíž nemohu pokračovat.Jak na to?děkuji
05.02.2023 - 17:04DROPS Design svaraði:
Dobrý den, Jano, děkujeme za upozornění - nyní už je všechno v pořádku. Příjemné pletení! Hana
06.02.2023 - 09:48
Robeno skrifaði:
Novost
05.11.2022 - 21:27
Robxfb skrifaði:
Novost
04.11.2022 - 22:08
Istvanne skrifaði:
Hol találom az A1-A5-ön mintakat?
04.11.2022 - 21:48DROPS Design svaraði:
Kedves Kérdező! A mintát a leírás alatt találja. Egy apró technikai hiba miatt nem volt látható, köszönjük, hogy felhívta rá a figyelmünket. A hibát javítottuk, és most már látnia kell a diagramokat is. Sikeres kézimunkázást!
21.03.2023 - 17:49
Vikilyp skrifaði:
Urenrjrjkvnm
04.11.2022 - 21:20
Vikisnh skrifaði:
Urenrjrjkvnm
04.11.2022 - 10:22
Evaive skrifaði:
Med
31.10.2022 - 14:46
Sunny Hug#sunnyhugskirt |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Prjónað pils fyrir börn með gatamynstri og hekluðum kanti úr DROPS Merino Extra Fine, prjónað ofan frá og niður. Stærð 2-12 ára.
DROPS Children 30-20 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.5. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúin brugðið, svo ekki myndist gat. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PILS - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjón, ofan frá og niður. PILS: Fitjið upp 90-105-120-135-135-150 lykkjur á hringprjón 3,5 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt. Næsta umferð er prjónuð þannig: * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið svona áfram með stroff. Þegar stykkið mælist 4-4-4-5-6-7 cm prjónið gataumferð þannig: * 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* umferðina hringinn. Haldið áfram með stroff þar til stykkið mælist 8-9-9-11-13-15 cm. Skiptið yfir á hringprjón 4. Setjið 1 prjónamerki – HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Prjónið nú þannig: * 6 lykkjur brugðið, A.1 (= 9 lykkjur) *, prjónið frá *-* út umferðina (= 6-7-8-9-9-10 mynstureiningar með A.1). ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Haldið áfram með mynstur þannig: Prjónið A.1 1-1-1-1-2-2 sinnum á hæðina, A.2 1-1-1-1-1-1 sinni á hæðina, A.3 1-1-1-2-2-2 sinnum á hæðina, A.4 1-1-1-1-1-1 sinnum á hæðina og A.5 2-2-3-3-3-4 sinnum á hæðina. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 1 lykkju í byrjun hverrar brugðinnar einingar (= 6-7-8-9-9-10 lykkjur fleiri) - lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 1½-1½-2-2-2-2 cm millibili alls 10-9-9-9-10-11 sinnum, en aukið til skiptis út í lokin og í byrjun hverrar brugðinnar einingar (þ.e.a.s. í næsta skipti sem aukið er út, aukið út í lok hverrar brugðinnar einingar, síðan í byrjun á hverri brugðinni einingu o.s.frv). Þegar A.1 til A.5 hefur verið prjónað til loka eru 174-196-224-252-261-300 lykkjur í umferð. Haldið áfram með A.5 þar til stykkið mælist ca 17-17-21-24-26-29 cm frá prjónamerki (eða að óskuðu máli). Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN yfir allar lykkjur – sjá útskýringu að ofan og fellið af með sléttum lykkjum. Allt pilsið mælist ca 26-27-31-36-40-45 cm frá uppfitjunarkanti og niður. SNÚRA: Klippið 3 þræði Merino Extra Fine ca 3½ metra. Tvinnið þræðina saman þar til þeir taka í, leggið snúruna saman tvöfalda og þá kemur hún til með að tvinna sig aftur saman. Hnýtið hnút á hvorn enda. Byrjið við miðju að framan og þræðið snúruna upp og niður í gegnum gataumferðina. Hnýtið slaufu við miðju að framan. HEKLAÐUR KANTUR: Heklið kant neðst niðri á pilsinu með Extra Fine með heklunál 3,5 þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið fram ca 1½ cm, heklið 1 fastalykkju í næstu lykkju *, heklið frá *-* umferðina hringinn, endið með eina keðjulykkju í fyrstu fastalykkju. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sunnyhugskirt eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 30-20
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.