Romana skrifaði:
Do I knit the shoulders short row first then decrease & bind off neck?
22.03.2025 - 22:58DROPS Design svaraði:
Dear Romana, in the back piece first you start the short rows for the shoulders. As you work these short rows, cast off the neck stitches as indicated. After finishing the neck, we finish off the shoulders. In the front piece first you slip the neck stitches to the stitch holder, then you cast off for the neck. As you cast off for the neck, you start the shoulder short rows as in the back piece. Happy knitting!
23.03.2025 - 20:22
Romana Butt skrifaði:
Hi, I’m stuck at the beginning. I’m knitting a size L. I’ve just finished the rib and the first line of knitting from A.1B-A.7B. I have 114st on the needle. How do I work on the wrong side since the nxt line reads, the next row is worked as follows from the right side: I’m confused with this part
16.02.2025 - 10:29DROPS Design svaraði:
Hi Romana, You work the rib (A.1A to A.7A) back and forth until the piece measures 8 cm, finishing after a row from the wrong side. Then you start the next section from the right side. Happy knitting!
17.02.2025 - 07:17
Bridgit skrifaði:
Can I use drops daisy for this jumper
05.02.2025 - 20:13DROPS Design svaraði:
Dear Bridgit, this jumper is worked with DROPS Air which is yarn group C while Daisy belongs to yarn group B - find jumpers worked bottom up with cables and a yarn group B (use the yarn converter if needed) here, feel free to add/remove filters. Happy knitting!
06.02.2025 - 16:34
Bridgit skrifaði:
Can I knit drops design in extra fine wool
05.02.2025 - 20:04
Lily skrifaði:
Hi! i've re-started the back piece more than five times now because the rib isn't forming, and i have been following the pattern word for word. Please let me know what the problem could be; i'm stressed!
06.04.2024 - 14:49DROPS Design svaraði:
Dear Lily, since we cannot see you knitting, and you did not even tell me which size you are knitting, we can't know what you might be doing wrong. However, do not forget, that you can always ask for help (either on the phone or in person) in the store where you bought your DROPS yarn from. Happy knitting!
06.04.2024 - 20:25
Katalin skrifaði:
Hej! Går det att byta ut garnet till ett tjockare och vilka justeringar behöver man göra för att passformen ska bli rätt i sånna fall?
28.05.2023 - 19:06DROPS Design svaraði:
Hej Katalin, for at få pasformen som på billedet er du nødt til at overholde den strikkefasthed som står i opskriften. Lav en strikkeprøve :)
29.05.2023 - 11:49
Ines skrifaði:
Vielen Dank ! Dank dem Video habe ich meinen Fehler entdeckt. :)
16.01.2023 - 19:11
Ines skrifaði:
Guten Tag, ich stricke dieses Muster in der Grösse XXL und habe ein Problem mit der Maschenzahl . Wenn ich nach den 3 kraus rechts in den 5 M Rippenmuster ein Masche abnehme, fehlt mir eine M im Diagramm A.6C. Kann ich das Problem lösen, indem ich im Rippenmuster keine Masche abnehme, oder habe ich dann später zu viele Maschen?
16.01.2023 - 15:25DROPS Design svaraði:
Liebe Ines, in A.6B muss man 3 Maschen zunehmen- der Umschlag in A.6C gehört zu dem Zopf (siehe dieses Video) - vielleicht kommt es von hier?
16.01.2023 - 16:52
Ann Brown skrifaði:
Firstly why are the pattern diagrams on different scales. Very confusing. Just started the sleeve… hopeless…. The pattern 8,9,10 is 30 sts, one has 42 or 50 sts on the ndls. No mention on pattern placement. Also the garter st on the side panels, only 6 sts ? Then stockingnet ??? And why incr by measuring???? Not one of your best patterns …
22.11.2021 - 15:35DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Brown, maybe you could tell us which size you are working so that we could help you with the full detail of the first rows? And yes correct, increases are repeated in height when measuring (measure your work to get the number of rows you need to can of course work too).
22.11.2021 - 16:26
Sofie skrifaði:
Jeg er gået i stå inden jeg kom igang. \r\n1. Pind går op med diagrammet og mine 92 m (str M). Men når jeg skal til anden har jeg jo flere masker fordi jeg har slået om, hvordan skal jeg fortsætte diagrammerne i træk, når jeg har flere masker end anvist i diagrammerne?
19.10.2020 - 21:23
Midnight Cables#midnightcablessweater |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með köðlum, gatamynstri og klauf úr DROPS Air. Stærð S - XXXL.
DROPS 184-12 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.10. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. ÚTAUKNING (á við um ermi): Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo að ekki myndist gat. Stærð S, M og L: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í garðaprjón þar til alls 6 lykkjur eru í garðaprjóni á undan A.8 og alls 6 lykkjur garðaprjón á eftir A.10, prjónið síðan útauknar lykkjur í sléttprjóni. Stærð XL,XXL og XXXL: Útauknar lykkjur eru prjónaðar jafnóðum inn í sléttprjóni. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna upp að klauf. Síðan er fram- og bakstykki prjónað í hring upp að handveg, fram- og bakstykki er síðan prjónað fram og til baka hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar fram og til baka á hringprjón. BAKSTYKKI: Fitjið upp 88-92-104-112-116-124 lykkjur á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu a ofan, prjónið 2-0-2-2-0-0 lykkjur slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 0-1-2-3-4-5 sinnum, A.1A (= 14 lykkjur), A.2A (= 8 lykkjur), A.3A (= 12 lykkjur), A.4A (= 10 lykkjur), A.5A (= 12 lykkjur), A.6A (= 8 lykkjur), A.7A (= 14 lykkjur), * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 0-1-2-3-4-5 sinnum, prjónið 2-0-2-2-0-0 lykkjur slétt, 3 lykkjur garðaprjón. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 6. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Prjónið nú eftir mismunandi stærðum þannig: STÆRÐ S-M-L-XL: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, 2-4-10-14 lykkjur stroff eins og áður og fækkið um 0-0-2-3 lykkjur yfir þessar, prjónið A.1B yfir A.1A, A.2B yfir A.2A, A.3B yfir A.3A, A.4B yfir A.4A, A.5B yfir A.5A, A.6B yfir A.6A, A.7B yfir A.7A, prjónið 2-4-10-14 lykkjur stroff eins og áður og fækkið um 0-0-2-3 lykkjur yfir þessar og 3 lykkjur garðaprjón. Þegar A.1B-A.7B er lokið eru 102-106-114-120 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, 2-4-8-11 lykkjur sléttprjón, A.1C yfir A.1B, A.2C yfir A.2B, A.3C yfir A.3B, A.4C yfir A.4B, A.5C yfir A.5B, A.6C yfir A.6B, A.7C yfir A.7B, prjónið 2-4-8-11 lykkjur sléttprjón og 3 lykkjur garðaprjón. Nú eru 102-106-114-120 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 18 cm í þessum stærðum. Geymið stykkið. STÆRÐ XXL-XXXL: Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið 5-9 lykkjur stroff eins og áður og fækkið um 1-0 lykkjur yfir þessar, prjónið A.6C (= 11 lykkjur), prjónið A.1B yfir A.1A, A.2B yfir A.2A, A.3B yfir A.3A, A.4B yfir A.4A, A.5B yfir A.5A, A.6B yfir A.6A, A.7B yfir A.7A, prjónið A.2C (= 11 lykkjur), prjónið 5-9 lykkjur lykkjur garðaprjón eins og áður og fækkið um 1-0 lykkjur yfir þessar, 3 lykkjur með garðaprjóni. Þegar A.1B-A.7B er lokið eru 128-138 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 3 lykkjur garðaprjón, prjónið 4-9 lykkjur sléttprjón, haldið áfram með A.6C (= 11 lykkjur), A.1C yfir A.1B, A.2C yfir A.2B, A.3C yfir A.3B, A.4C yfir A.4B, A.5C yfir A.5B, A.6C yfir A.6B, A.7C yfir A.7B, haldið áfram með A.2C (= 11 lykkjur), prjónið 4-9 lykkjur sléttprjón og 3 lykkjur garðaprjóni. Nú eru 128-138 lykkjur í umferð. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 18 cm í báðum stærðum. Geymið stykkið. FRAMSTYKKI: Fitjið upp og prjónið eins og bakstykki. FRAM- OG BAKSTYKKI: Setjið 2 stykkin saman á sama hringprjón 6 = 204-212-228-240-256-276 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í hvora hlið og látið prjónamerkin fylgja áfram með í stykkinu. Prjónið síðan hringinn yfir allar lykkjur eins og áður, en þær lykkjur sem eru í garðaprjóni í hvorri hlið eru nú prjónaðar í sléttprjóni héðan. Þegar stykkið mælist 41-42-43-44-45-46 cm – passið uppá að næsta umferð sé umferð án uppsláttar í mynsturteikningu, fellið af 2-2-4-6-8-10 lykkjur í hvorri hlið (= 1-1-2-3-4-5 lykkjur hvoru megin við hvert prjónamerki). Fram- og bakstykki er nú prjónað áfram hvort fyrir sig. BAKSTYKKI: = 100-104-110-114-120-128 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið). Byrjið frá réttu og haldið áfram með mynstur fram og til baka eins og áður með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm byrjar aflíðandi öxl JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 63-65-67-69-71-73 cm er fellt af fyrir hálsmáli, prjónið þannig: AFLÍÐANDI ÖXL: UMFERÐ 1 (= frá réttu): Prjónið þar til eftir eru 6-6-6-7-7-8 lykkjur á prjóni (að öxl), snúið og herðið á þræði. UMFERÐ 2 (= frá röngu): Prjónið þar til 6-6-6-7-7-8 lykkjur eru eftir á prjóni (að öxl), snúið og herðið á þræði. Endurtakið 1. og 2. umferð 3 sinnum til viðbótar þannig: Prjónið þar til eftir eru 6-6-6-7-7-8 lykkjur fleiri en í fyrri umferð frá sömu hlið, snúið (= 6-8-10-8-10-10 lykkjur eftir á öxl). Prjónið 1 umferð yfir allar 30-32-34-36-38-42 lykkjur, fellið af. HÁLSMÁL: Þegar stykkið mælist 62-64-66-68-70-72 cm fækkið um 3 lykkjur yfir hvern kaðal með 6 lykkjum og fækkið um 7 lykkjur yfir kaðal með 14 lykkjum. Þegar stykkið mælist 63-65-67-69-71-73 cm fellið af miðju 25-25-27-27-29-29 lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsi = 30-32-34-36-38-42 lykkjur eftir á öxl. Prjónið hina öxlina á sama hátt. FRAMSTYKKI: = 100-104-110-114-120-128 lykkjur. Haldið áfram alveg eins og á bakstykki þar til stykkið mælist 59-61-63-65-67-69 cm. Fækkið nú um 3 lykkjur yfir hvern kaðal með 6 lykkjum og fækkið um 7 lykkjur yfir kaðal með 14 lykkjum. Þegar stykkið mælist 60-62-64-66-68-70 cm setjið miðju 21-21-23-23-25-25 lykkjur á þráð fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig JAFNFRAMT er prjónuð aflíðandi öxl eins og á bakstykki. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í byrjun á hverri umverð frá hálsi þannig: 2 lykkjur 1 sinni og 1 lykkja 1 sinni = 30-32-34-36-38-42 lykkjur eftir á öxl. Prjónið 2 umferðir garðaprjón og fellið af. Prjónið hina öxlina á sama hátt. ERMI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón. Fitjið upp 42-42-42-50-50-50 lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 1 lykkja brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, prjónið A.8A (= 12 lykkjur), A.9A (= 6 lykkjur), A.10A (= 12 lykkjur), * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* alls 1-1-1-2-2-2 sinnum, 1 lykkja brugðið og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 8 cm. Skiptið yfir á hringprjón 6. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið A.8B yfir A.8A, A.9B yfir A.9A, A.10B yfir A.10A, aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður. Þegar A.8B-A.10B er lokið eru 46-46-46-54-54-54 lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, 0-0-0-3-3-3 lykkjur sléttprjón, 5-5-5-6-6-6 lykkjur í garðaprjóni, prjónið A.8C yfir A.8B, A.9C yfir A.9B og A.10C yfir A.10B, prjónið 5-5-5-6-6-6 lykkjur í garðaprjóni, 0-0-0-3-3-3 lykkjur í sléttprjóni og 1 kantlykkja í garðaprjóni. Haldið áfram með þetta mynstur. Þegar stykkið mælist 13-15-14-12-15-13 cm er aukið út um 1 lykkju í hvorri hlið – lesið ÚTAUKNING að ofan. Aukið svona út með 4½-3½-2½-3-2½-2½ cm millibili alls 9-11-12-10-11-13 sinnum = 64-68-70-74-76-80 lykkjur. Prjónið síðan áfram þar til stykkið mælist 53-52-51-50-49-48 cm (styttra mál í stærri stærðum vegna breiðari axla). Fækkið nú lykkjum fyrir lítilli ermakúpu í hvorri hlið þannig: Fækkið um 7-7-8-8-9-9 lykkjur 2 sinnum og fækkið um 6-8-7-9-8-10 lykkjur 1 sinni – þegar síðasta úrtaka er gerð er fækkað að auki um 1 lykkju yfir hvern kaðal með gati og fækkað um 3 lykkjur yfir kaðla með 6 lykkjum. Fellið af þær lykkjur sem eftir eru. Stykkið mælist ca 55-54-53-52-51-50 cm með uppábroti. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkant þannig að það verða 4 umferðir garðaprjón ofan á öxl. Saumið ermar í innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni. Brjótið kant á ermum út að hlið. HÁLSMÁL: Prjónið upp frá réttu ca 74-80 lykkjur í kringum hálsmál (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á stuttan hringprjón 5. Prjónið 1 umferð brugðið og jafnið lykkjufjöldanum út til 72-72-76-76-80-80 lykkjur. Prjónið síðan stroff hringinn (= 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 10 cm, fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. Brjótið uppá kant í hálsmáli saman tvöfaldan inn að röngu og saumið niður með smáu fallegu spori – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #midnightcablessweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 35 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 184-12
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.