Gabriela Tzschentke skrifaði:
Fragen entstehen erst beim Stricken.
04.03.2018 - 21:03
Gabriela Tzschentke skrifaði:
Kommentar habe ich schon geschrieben.
04.03.2018 - 21:01
Gabriela Tzschentke skrifaði:
Tolles Tuch, würde es gerne für mich nach stricken, aber ohne Anleitung ist es schwierig. Die Anleitung kostenlos wäre super.
04.03.2018 - 20:59
Gabriela Tzschentke skrifaði:
Tolles Tuch .....😊
04.03.2018 - 20:55
Lyne Larouche skrifaði:
Pour le rang des nope si je n'en veux pas en avoir je peux tricoter tout en endroit .ou bien je commence tout de suite le diagramme ligne 3 merci
27.02.2018 - 18:47DROPS Design svaraði:
Bonsoir, vous pouvez tricoter a l'endroit. Bon tricot!
27.02.2018 - 19:11
Jozefien De Bruijn skrifaði:
Ik heb het helemaal uitgetekend en nu klopt het wel. Kan ik dat ergens naartoe mailen ?
25.02.2018 - 18:48DROPS Design svaraði:
Hallo Jozefien, Heb er nogmaals naar gekeken en het klopt toch, maar het is een kwestie van erg goed opletten waar je de minderingen maakt. Als je de steken gaat tellen in de telpatronen klopt het ook. Ik zal de voorgaande reacties even verwijderen, anders is het verwarrend. Dank voor het meedenken :)
25.02.2018 - 19:28
Alie Booij skrifaði:
Ook ik kom er niet uit volgens het patroon. Denk dat ik het gewoon ga breien en voor de eerste mindering 7 ipv 6 steken brei. En dat ook na de laatste mindering. Misschien ook een idee voor Jozefien
24.02.2018 - 19:16DROPS Design svaraði:
Hallo Alie, Na het maken van een proeflapje en de steken opnieuw te tellen, blijkt het telpatroon toch te kloppen. Je moet erg opletten waar je moet minderen en omslagen moet maken, maar als je het telpatroon precies volgt komt het goed.
25.02.2018 - 18:46
Jozefien De Bruijn skrifaði:
Derde naald van schema A2 t/m A6: van het begin van de rechtse naald tot draad 1 worden 3 steken gemeerderd, van draad 1 tot draad 2 wordt 1 steek gemeerderd, van draad 2 tot draad 3 wordt 1 steek gemeerderd, van draad 3 tot het eind worden weer 3 steken gemeerderd. De averechtse naald geeft in de tekening steeds 2 steken aan tussen eind en draad 3, ook 2 steken tussen de draden 3 en 2, 2 steken tussen draden 2 en 1, en 2 steken tussen draad 1 en het begin van de naald.
20.02.2018 - 05:22DROPS Design svaraði:
25.02.2018 - 18:45
Lyne Larouche skrifaði:
Dans le diagramme A8 au 11 ième rangs entre la première et deuxième maille et la 15 et 16 mailles si il faut faire 2 jetes merci
20.02.2018 - 01:22DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Larouche, tout à fait, on fait 2 jetés au 11ème rang après la 1ère maille et 2 jetés avant la dernière m de A.8. Au rang suivant, tricotez le 1er jeté et lâchez le 2ème = vous augmentez ainsi 2 m dans A.8 et le trou est un peu plus grand. Bon tricot!
20.02.2018 - 08:48
Jozefien De Bruijn skrifaði:
Dat deed ik, maar het resultaat is steeds hetzelfde. Ik moet maar een ander patroon kiezen. Jammer.
20.02.2018 - 00:19DROPS Design svaraði:
Hallo Jozefien, Je kan evt. ook altijd om hulp vragen bij het verkooppunt waar je het garen hebt gekocht.
20.02.2018 - 16:32
Wings of Love#wingsofloveshawl |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Prjónað sjal með gatamynstri í sléttprjóni og garðaprjóni úr DROPS Lace.
DROPS 181-4 |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.12. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. 1. umferð = rétta. FORMUN: Ef skipt er yfir í annað garn frá garnflokki A þarf ekki að strekkja sjalið í rétt mál, en bleytið sjalið og leggið það varlega í rétt form. Látið það þorna. Endurtakið þetta síðan í hvert skipti sem sjalið er þvegið. AFFELLING: Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er hægt að fella af með ½ númeri grófari prjónum. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- SJAL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Prjónið frá miðju á kanti uppi á sjali í sléttprjóni og gataumferð og endið neðst niðri með kant með gatamynstri í garðaprjóni. SJAL: Fitjið upp 3 lykkjur á hringprjón 3 með Lace – lesið PRJÓNFESTA að ofan. Prjónið mynstur eftir mynsturteikningu A.1 (= 3 lykkjur) – lesið MYNSTUR að ofan. Í síðustu umferð eru sett 3 prjónamerki eins og útskýrt er í mynsturteikningu. Þegar öll mynsturteikning A.1 hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 27 lykkjur í umferð. PRJÓNIÐ EFTIR MYNSTURTEIKNINGU A.2 TIL A.6 FRÁ RÉTTU ÞANNIG: Prjónið A.2 (= 4 lykkjur), A.3 (= 5 lykkjur – fyrsta prjónamerki er staðsett í miðju á A.3), A.4 (= 5 lykkjur – annað prjónamerki er staðsett í síðustu lykkju í A.4), A.5 (= 4 lykkjur), A.3 (= 5 lykkjur – þriðja prjónamerki er staðsett í miðju á A.3) og A.6 (= 4 lykkjur). Þegar öll mynsturteikning A.2 til A.6 hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 51 lykkjur í umferð. Endurtakið útaukningu eins og útskýrt er í A.x – aukið síðan út til skiptis 4 og 8 lykkjur í hverri umferð frá réttu (þ.e.a.s. 12 fleiri lykkjur í hverri endurtekningu af A.x á hæðina), útauknar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni hvoru megin við A.3. Endurtakið eins og útskýrt er í A.x alls 24 sinnum á hæðina = 339 lykkjur í umferð. Stykkið mælist ca 36 cm. Í næstu umferð frá réttu er prjónað og aukið út um 4 lykkjur sem útskýrt er í fyrstu umferð í A.x = 343 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu (kantlykkja í hvorri hlið er prjónuð í GARÐAPRJÓN – sjá útskýring að ofan, í gegnum allt stykkið). Prjónið 1 umferð slétt frá réttu og aukið út um 1 lykkju innan við 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið og einungis er aukið út um 1 lykkju við miðjulykkju (= 3 lykkjur fleiri) = 346 lykkjur í umferð og prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Héðan eru 3 prjónamerkin ekki notuð. PRJÓNIÐ EFTIR MYNSTURTEIKNINGU A.7 TIL A.9 FRÁ RÉTTU ÞANNIG: Prjónið 1 kantlykkju í garðaprjóni, A.7 yfir 4 lykkjur, endurtakið A.8 þar til 5 lykkjur eru eftir á prjóni (= 21 mynsturteikning 16 lykkjur), A.9 yfir 4 lykkjur og 1 kantlykkja í garðaprjóni. ATH! Í 11. umferð í mynsturteikningu er aukið út um 2 lykkjur í hverri mynsturteikningu af A.7, A.8 og A.9. Í 17. umferð er aukið út um 2 lykkjur í hverri mynstureiningu A.7 og A.9. Þegar öll mynsturteikning A.7 til A.9 hefur verið prjónuð til loka á hæðina eru 430 lykkjur í umferð. PRJÓNIÐ EFTIR MYNSTURTEIKNINGU A.10 TIL A.12 FRÁ RÉTTU ÞANNIG: Prjónið 1 kantlykkju með garðaprjóni, A.10 yfir 7 lykkjur, endurtakið A.11 þar til 8 lykkjur eru eftir á prjóni (= 23 mynstureiningar 18 lykkjur), A.12 yfir 7 lykkjur og 1 kantlykkja í garðaprjóni. ATH! Í 17. umferð í mynsturteikningu er aukið út um 3 lykkjur í A.10, 1 lykkja í A.11 og 2 lykkjur í A.12. Í 21. umferð er aukið út um 2 lykkjur í A.10 og í A.12. Þegar öll mynstureining A.10 til A.12 hefur verið prjónuð til loka eru 496 lykkjur í umferð – fellið laust af í síðustu umferð frá röngu – lesið AFFELLING að ofan. STREKKING: Leggið sjalið í volgt vatn þar til það er orðið blautt í gegn. Pressið varlega vatnið úr sjalinu – ekki vinda, rúllið síðan sjalinu inn í handklæði og klemmið til þess að ná meira vatni úr sjalinu – sjalið á nú að vera aðeins rakt. Ef þið notið annað garn frá garnflokki A – lesið FORMUN að ofan. Leggið sjalið á mottu eða á dýnu – dragið það varlega út í rétt mál og notið nálar til að festa það með. Látið sjalið þorna. Endurtakið þetta í hvert skipti sem sjalið er þvegið. |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #wingsofloveshawl eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 181-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.