Monica skrifaði:
Är det verkligen meningen att man ska växla mellan stickor nr 3 och 4 när man stickar kanten? Med vänlig hälsning, Monica
17.02.2021 - 17:33DROPS Design svaraði:
Hej Monica, du starter med pind nr 3 og skifter til nr 4 efter de 4 pinde retstrik. God fornøjelse!
18.02.2021 - 08:40
Kaddy skrifaði:
Da ist ein Fehler im Schema A2 für 2jährige. Fünfte Reihe von unten. Hat mich sehr verwirrt. There is an error in pattern A2 for 2years old. Fifth line from the bottom. Very confusing.
01.07.2020 - 13:13
Judy skrifaði:
Thanks for the quick reply. But... 110cm? For a child? That's an adult M/L. If you look at the schematic 35x 2=70. That's reasonable. Now to start! 😛
26.01.2020 - 21:59DROPS Design svaraði:
Dear Judy, 110 cm is the height of the child. The measurements in Kids' patterns are based on the height of the children (up to 170 cm). For example, 110 is for 5 years and 140 for 10 years old. Happy knitting!
26.01.2020 - 22:54
Judy skrifaði:
The measurements given in sizing don't seem right. 110 for a size 5? Could you confirm please? Sizes in cm: 56/62 - 68/74 - 80/86 (92 - 98/104 - 110/116)
25.01.2020 - 20:58DROPS Design svaraði:
Dear Judy. the measurements are correct, 110 cm is for size 5. The size name may vary depending on the country; to pick the right size you should compare the measurements of the person to the measurements below the pattern in the diagram.
26.01.2020 - 20:36
Eileen Popplewell skrifaði:
In the english version of the pattern, directions say to bind off middle 13 stitches when piece measures 12.25 inches. Continue to bind off 1 stitch at neck edge every row until pie measures 12 inches. How can I continue to knit binding off and stop shorter than the original middle bind off? Please help.
02.10.2019 - 21:18DROPS Design svaraði:
Dear Mrs Popplewell, when piece measures 12.20" (= 31 cm) you bind off the middle 13 stitches = 20 sts remain for each shoulder, work each shoulder separately binding off 1 stitch towards neck = 19 sts remain and continue over these 19 sts until piece measures 12.99 " (= 33 cm) US-measurement will be here eidted. Happy knitting!
03.10.2019 - 09:16
Nanou57 skrifaði:
Merci de votre réponse - je n'avais pas pensé à me servir du traducteur…. je le ferai !
18.02.2019 - 20:14
Nanou57 skrifaði:
Bonsoir, quel dommage que les commentaires ne soient pas traduits en Français également ! ils paraissent forts intéressants et je ne comprends pas…. serait-il possible qu'ils y soient un jour ? merci de votre réponse et belle soirée !
16.02.2019 - 21:09DROPS Design svaraði:
Bonjour Nanou57, vous pouvez volontiers utiliser un traducteur en ligne, même si les traductions paraissent parfois fantaisistes, on arrive ainsi à saisir le sens de la question/réponse. Si vous avez vous même une question, n'hésitez pas à utiliser cet espace pour la poser. Bon tricot!
18.02.2019 - 09:49
Jeanine Stevens skrifaði:
Waar kan ik de correcties vinden? Al ik op de rode letters klik gebeurt er niets
18.02.2018 - 12:40DROPS Design svaraði:
Hoi Jeanine, Misschien is het nodig om even je browser te verversen met F5 (of de cache te legen met Ctrl + F5) Dit zijn de correcties: Correcties op zowel voor- als achterpand. Gewijzigd online: 31.10.2017 De correcties zijn reeds doorgevoerd op de online versie van het patroon.
18.02.2018 - 13:54
Linda skrifaði:
Voor dit patroon (maat 2 jaar) heb ik minder dan 4 bollen gebruikt. Niet de aanbevolen 5.
23.01.2018 - 13:20
Sandra skrifaði:
Hoi, Bij het minderen op de voorpanden, staat in het online-patroon een andere instructie dan op de printversie!
16.11.2017 - 11:39DROPS Design svaraði:
Hallo Annelies, Helaas komt het soms voor dat er een fout staat in het patroon, terwijl de breiboeken al uit zijn gekomen. In dat geval kun je correcties vinden in het tabblad 'correcties' rechts van de foto van het patroon online. Bij dit patroon is er op 31 oktober een correctie geweest.
17.11.2017 - 11:58
Adrien#adriencardigan |
|||||||
![]() |
![]() |
||||||
Prjónuð peysa fyrir með áferðamynstri, v-hálsmáli og klauf á hliðum úr DROPS Cotton Merino. Stærð fyrir börn 0-6 ára.
DROPS Children 28-4 |
|||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum. GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.3 – veljið rétta mynsturteikningu fyrir þína stærð. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING (á við um miðju undir ermum): Byrjið 1 lykkju á undan prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa 2 lykkja), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn svo ekki myndist gat. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagati í hægri kanti að framan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = byrjið frá réttu, prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo það myndist gat. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: 1/3 mánaða: 4, 9, 14 og 19 cm. 6/9 mánaða: 5, 10, 15 og 20 cm. 12/18 mánaða: 5, 11, 17 og 23 cm. 2 ára: 5, 10, 15, 20 og 25 cm. 3/4 ára: 5, 11, 17, 23 og 29 cm. 5/6 ára: 5, 12, 19, 26 og 33 cm. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA (á við um hálsmál): Fækkið lykkjum fyrir v-hálsmáli innan við 5 kantlykkjur við miðju að framan í garðaprjóni. Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið lykkjum á eftir 5 kantlykkjum að framan þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri). Fækkið lykkjum á undan 5 kantlykkjum að framan þannig: Prjónið þar til 7 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman og 5 kantlykkjur í garðaprjóni (= 1 lykkja færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað fram og til baka á hringprjóna í stykkjum hvort fyrir sig. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. BAKSTYKKI: Fitjið upp 51-55-59 (65-69-73) lykkjur á hringprjón 3 með Cotton Merino. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN fram og til baka – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni, 13-15-17 (18-20-22) lykkjur í sléttprjóni, A.1 (= 19-19-19 (23-23-23) lykkjur), 13-15-17 (18-20-22) lykkjur í sléttprjóni og 3 kantlykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 18-19-21 (23-26-29) cm prjónið 4 umferðir í garðaprjóni yfir síðustu 6 lykkjur í hvorri hlið (aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir í garðaprjóni í hvorri hlið eru felldar af 3 lykkjur í byrjun á 2 næstu umferðum fyrir handveg = 45-49-53 (59-63-67) lykkjur í umferð. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 3 kantlykkjur í garðaprjóni við handveg, 10-12-14 (15-17-19) lykkjur í sléttprjóni, haldið áfram með A.1 yfir næstu 19-19-19 (23-23-23) lykkjur, 10-12-14 (15-17-19) lykkjur í sléttprjóni og 3 kantlykkjur í garðaprjóni við handveg. Haldið svona áfram með mynstur. Þegar stykkið mælist 26-28-31 (34-38-42) cm fellið af miðju 13-13-13 (17-17-17) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 15-17-19 (20-22-24) lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umferð er eftir þar til stykkið mælist 28-30-33 (36-40-44) cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu! Prjónið hina öxlina á sama hátt. HÆGRA FRAMSTYKKI: Fitjið upp 30-32-34 (37-39-41) lykkjur á hringprjón 3 (meðtaldar 5 kantlykkjur við miðju að framan). Prjónið 4 umferðir í garðaprjóni. Skiptið yfir á hringprjón 4 og prjónið næstu umferð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, A.2 (= 9-9-9 (11-11-11) lykkjur), 13-15-17 (18-20-22) lykkjur í sléttprjóni og 3 kantlykkjur í garðaprjóni við miðju í hlið. Haldið svona áfram með mynstur – munið eftir HNAPPAGAT í kanti að framan – sjá útskýringu að ofan. Þegar stykkið mælist 18-19-21 (23-26-29) cm prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir ystu 6 lykkjur í hlið (aðrar lykkjur eru prjónaðar eins og áður). Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir í garðaprjóni í hlið eru felldar af 3 lykkjur í byrjun næstu umferðar frá hlið fyrir handveg = 27-29-31 (34-36-38) lykkjur. Næsta umferð er prjónuð frá réttu þannig: 5 kantlykkjur í garðaprjóni, haldið áfram með A.2 yfir næstu 9-9-9 (11-11-11) lykkjur, 10-12-14 (15-17-19) lykkjur í sléttprjóni og 3 kantlykkjur í garðaprjóni við handveg. Haldið svona áfram með mynstur. JAFNFRAMT þegar prjónuð hefur verið 1 umferð frá röngu á eftir síðasta hnappagati (stykkið mælist ca 20-21-24 (26-30-34) cm), prjónið 5 kantlykkjur að framan sléttar, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka yfir 5 kantlykkjur að framan (þ.e.a.s. aðrar lykkjur á prjóni eru ekki prjónaðar). Prjónið síðan eins og áður aftur yfir allar lykkjur (þetta er gert til að kantur að framan falli vel við háls). JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli. Fellið af 1 lykkju innan við 5 kantlykkjur að framan í garðaprjóni – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 4 sinnum í öllum stærðum, eftir það í annarri hverri umferð (þ.e.a.s. í hverri umferð frá réttu) alls 3-3-3 (5-5-5) sinnum = 20-22-24 (25-27-29) lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umferð er eftir þar til stykkið mælist 28-30-33 (36-40-44) cm – passið uppá að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, snúið stykkinu, prjónið 5 kantlykkjur slétt og fellið af þær 15-17-19 (20-22-24) lykkjur sem eftir eru á öxl. Klippið frá. HÁLSMÁL: Prjónið garðaprjón fram og til baka yfir 5 kantlykkjur að framan þar til kantur í hálsmáli mælist ca 5-5-5 (6-6-6) cm frá öxl, fellið af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Prjónið eins og hægra, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. prjónið A.3 í stað A.2 (ekki er fellt af fyrir hnappagötum í vinstri kanti að framan). Í fyrstu umferð frá röngu þegar stykkið mælist 20-21-24 (26-30-34) cm) prjónið 5 kantlykkjur að framan slétt, snúið stykkinu, herðið á þræði og prjónið sléttar lykkjur til baka yfir 5 kantlykkjur að framan (aðrar lykkjur á prjóni eru ekki prjónaðar). Prjónið síðan eins og áður aftur yfir allar lykkjur (þetta er get til að kantur að framan falli vel að hálsi). JAFNFRAMT í næstu umferð frá réttu byrjar úrtaka fyrir v-hálsmáli – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA. Prjónið síðan áfram þar til 1 umferð er eftir til loka – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, snúið stykkinu, fellið af fyrstu 15-17-19 (20-22-24) lykkjur og prjónið 5 kantlykkjur að framan slétt. Prjónið síðan garðaprjón fram og til baka yfir 5 kantlykkjur að framan þar til kantur í hálsmáli mælist 5-5-5 (6-6-6) cm frá öxl, fellið af. ERMI: Fitjið upp 32-32-34 (36-38-38) lykkjur á sokkaprjóna 3. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN hringinn – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á sokkaprjón 4 og prjónið sléttprjón. Þegar stykkið mælist 4-4-5 (6-7-8) cm setjið 1 prjónamerki í byrjun á umferð (= mitt undir ermi). Í næstu umferð er aukið út um 2 lykkjur mitt undir ermi – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Aukið svona út með 5½-3½-3 (3-3-3) cm millibili alls 3-5-6 (7-8-10) sinnum = 38-42-46 (50-54-58) lykkjur. Þegar stykkið mælist 18-20-23 (27-31-35) cm skiptist stykkið mitt undir ermi. Setjið 1 prjónamerki, prjónið 3 umferðir sléttprjón fram og til baka yfir allar lykkjur og fellið laust af. Prjónið hina ermina á sama hátt. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma innan við affellingarkantinn. Saumið saman kant í hálsmáli við miðju að aftan – saumurinn á að snúa inn að röngu. Saumið kant í hálsmáli við hálsmál aftan við hnakka. Saumið hliðarsauma kant í kant yst í lykkjuboga frá handveg og niður, en endið þegar eftir eru ca 6 cm neðst niðri í hvorri hlið (= klauf). Saumið ermar í – prjónamerki mitt undir ermi á að passa við hlið á fram- og bakstykki. Saumið tölur í vinstri kant að framan. |
|||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||
|
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
![]() |
|||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #adriencardigan eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 26 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 28-4
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.