Little Mate by DROPS Design

Prjónaður bolur með röndum úr DROPS BabyMerino. Stærð fyrir börn 0 - 6 ára.

Leitarorð: rendur, toppar,

DROPS Design: Mynstur bm-008-bn
Garnflokkur A
----------------------------------------------------------
Stærð: 1/3 - 6/9 - 12/18 mánaða (2 - 3/4 - 5/6 ára)
Stærð í cm: 56/62 - 68/74 - 80/86 (92 - 98/104 - 110/116)
Efni:
DROPS BABY MERINO frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
50 g í allar stærðir af hvorum lit:
02, natur
43, ljós sægrænn

DROPS HRINGPRJÓNAR (40 eða 60 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.
DROPS HRINGPRJÓNAR (40 eða 60 cm) NR 2,5 – fyrir kant með garðaprjóni.
DROPS PERLUTALA, Bogalaga (hvít) NR 521: 3 st í allar stærðir.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Athugasemdir (2)

100% Ull
frá 748.00 kr /50g
DROPS Baby Merino uni colour DROPS Baby Merino uni colour 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
DROPS Baby Merino mix DROPS Baby Merino mix 748.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 1496kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umferðum.

RENDUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Rendurnar eru prjónaðar með sléttprjóni.

ÚRTAKA (á við um handveg):
Öll úrtaka er gerð frá réttu! Fækkið um 1 lykkju innan við 4 kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið.
Fækkið lykkjum á eftir 4 kantlykkjum með garðaprjóni þannig: Takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 1 lykkja færri).
Fækkið lykkjum á undan 4 kantlykkjum með garðaprjóni þannig: Prjónið þar til 6 lykkjur eru eftir á prjóni, prjónið 2 lykkjur slétt saman og 4 kantlykkjur með garðaprjóni (= 1 lykkja færri).

HNAPPAGAT:
Fellið af fyrir hnappagötum á vinstri kant að aftan (þegar flíkin er mátuð). 1 hnappagat = byrjið frá réttu, prjónið 1 lykkju slétt, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og prjónið síðasta hnappagatið slétt. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat.
Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist:
1/3 mánaða: 20, 22 og 24 cm.
6/9 mánaða: 22, 24 og 26 cm.
12/18 mánaða: 24, 26 og 28 cm.
2 ára: 25, 28 og 31 cm.
3/4 ára: 28, 31 og 34 cm.
5/6 ára: 32, 35 og 38 cm.
----------------------------------------------------------

BOLUR:
Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna upp að handveg, síðan er fram- og bakstykki prjónað fram og til baka á hringprjón hvort yfir sig til loka.

FRAM- OG BAKSTYKKI:
Fitjið aðeins laust upp 100-108-120 (128-140-148) lykkjur á hringprjón 2,5 með ljós sægrænum. Prjónið 6 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Skiptið yfir á hringprjón 3 og prjónið sléttprjón. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 7-8-9 (10-12-14) cm prjónið RENDUR – sjá útskýringu að ofan. Endurtakið A.1 á hæðina. Þegar stykkið mælist ca 15- 16-17 (19-21-24) cm prjónið nú með natur til loka. JAFNFRAMT í fyrstu umferð eftir rendur er sett 1 prjónamerki í byrjun umferðar og 1 prjónamerki eftir 50-54-60 (64-70-74) lykkjur (= í hliðar – látið prjónamerkin fylgja með í stykkinu). Þegar stykkið mælist 16-17-18 (20-22-25) cm prjónið 4 umferðir garðaprjón yfir 14 lykkjur á hvorri hlið (þ.e.a.s. 7 lykkjur hvoru megin við bæði prjónamerkin – aðrar lykkjur halda áfram með sléttprjón). Eftir 4 umferð með garðaprjón á hvorri hlið er næsta umferð prjónuð þannig: Fellið af 3 lykkjur fyrir handveg, prjónið 44-48-54 (58-64-68) lykkjur slétt (= framstykki), fellið af 6 lykkjur fyrir handveg, prjónið 44-48-54 (58-64-68) lykkjur slétt (= bakstykki) og fellið af síðustu 3 lykkjurnar fyrir handveg. Klippið frá. Fram- og bakstykki er síðan prjónað hvort fyrir sig.

FRAMSTYKKI:
= 44-48-54 (58-64-68) lykkjur. Prjónið sléttprjón fram og til baka með 4 kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hið (fyrsta umferðin er prjónuð frá röngu). Þegar prjónaðar hafa verið 3 umferðir fram og til baka (þ.e.a.s. síðasta umferðin er prjónuð frá röngu) fækkið lykkjum fyrir handveg á hvorri hlið – LESIÐ ÚRTAKA (= 2 lykkjur færri). Fækkið svona í 4. hverri umferð (þ.e.a.s. í annarri hverri umferð frá réttu) alls 4 sinnum á hvorri hlið = 36-40-46 (50-56-60) lykkju. Haldið áfram með sléttprjón og 4 kantlykkjur með garðaprjóni á hvorri hlið þar til stykkið mælist 23-24-26 (28-30-33) cm. Setjið nú miðju 14-16-16 (16-18-20) lykkjurnar á 1 band fyrir háls og hvor öxl er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið af fyrir hálsmáli í byrjun hverrar umferðar frá hálsi þannig: 2 lykkjur 1 sinni í öllum stærðum og síðan 1 lykkja 2-2-2 (3-3-4) sinnum = 7-8-11 (12-14-14) lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umferð er eftir þar til stykkið mælist 26-28-30 (33-36-40) cm (stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu). Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu. Prjónið hina öxlina alveg eins.

BAKSTYKKI:
= 44-48-54 (58-64-68) lykkjur. Setjið 1 prjónamerki eftir fyrstu 22-24-27 (29-32-34) lykkjurnar (= miðja að aftan). Prjónið síðan alveg eins og á framstykki og fækkið lykkjum á hvorri hlið í 4. hverri umferð. JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 18-20-22 (23-26-30) cm setjið lykkjur á hægri hlið á stykki (séð frá réttu) fram að prjónamerki á band.

VINSTRA BAKSTYKKI (þegar flíkin er mátuð):
Prjónið sléttprjón fram og til baka eins og áður með 4 kantlykkjur með garðaprjóni að handveg og fitjið að auki upp 2 nýjar lykkjur í lok fyrstu umferðar frá röngu að miðju að aftan. Haldið áfram með sléttprjón, 4 kantlykkjur með garðaprjóni við miðju að aftan og 4 kantlykkjur með garðaprjóni að handveg – munið eftir úrtaka/affelling fyrir handveg og HNAPPAGAT í kanti – sjá útskýringu að ofan.
Þegar prjónuð hefur verið 1 umferð á eftir síðasta hnappagati, fellið af fyrstu 11-12-12 (13-14-16) lykkjurnar frá miðju að aftan fyrir hálsmáli. Fellið síðan af 2 lykkjur í næstu umferð frá hálsi = 7-8-11 (12-14-14) lykkjur eftir á öxl. Prjónið síðan áfram þar til 1 umferð er eftir þar til stykkið mælist 26-28-30 (33-36-40) cm – stillið af eftir framstykki. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu og fellið síðan af með sléttum lykkjum frá réttu.

HÆGRA BAKSTYKKI:
Setjið til baka 22-24-27 (29-32-34) lykkjur frá bandi á hringprjón 3, fitjið að auki upp 2 nýjar lykkjur í lok fyrstu umferðar frá réttu að miðju að aftan = 24-26-29 (31-34-36) lykkjur á prjóni. Prjónið síðan eins og vinstra bakstykki, en með úrtöku á gagnstæðri hlið (ekki er fellt af fyrir hnappagötum á hægri kant að framan).

FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma innan við affellingarkant.

HÁLSMÁL:
Byrjið við miðju að aftan og prjónið upp frá réttu ca 60-66-66 (74-82-90) lykkjur í kringum háls (meðtaldar lykkjur af bandi að framan) á hringprjón 2,5 með natur. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, 1 umferð slétt frá réttu og 1 umferð slétt frá röngu. Fellið laust af með sléttum lykkjum frá réttu.

FRÁGANGUR:
Saumið tölur í hægri tölukant að aftan.

Mynstur

= natur
= ljós sægrænn

Benthe Pretorius 25.03.2019 - 16:05:

Jeg har et garn med strikkefasthet 15-23 på pinne nr 5. hvilken oppskrift bør jeg velge? det er til barn.

DROPS Design 02.04.2019 kl. 09:19:

Hei Bente. Det kan høres ut som det tilsvarer en garngruppe D eller E, du kan filtrere etter det når du søker. Når det er sagt så er det DIN strikekfasthet som avgjør hvilke oppskrifter du kan velge, det er viktig at du har den samme strikkefastheten som angitt i oppskriften. Selvom det står pinne 5 på garnet betyr ikke det at du ikke kan bruke oppskrifter med andre pinnestørrelser, det er individuelt hvilke pinnenummer hver av oss må bruke for å oppnå en angitt strikkefasthet. Vi råder alltid kunder til å strikke en prøvelapp å se. God fornøyelse

Christine Giordano 09.06.2017 - 21:49:

Bonjour, J'aime bien ce petit modèle mais pour l'été j'aimerai le faire en coton plutôt qu'en laine qui me parait chaude, que me conseillez vous? Je vous remercie de votre réponse.

DROPS Design 12.06.2017 kl. 09:00:

Bonjour Mme Giordano, vous trouverez ici la liste des qualités alternatives possibles et leur composition, retrouvez plus d'infos sur les alternatives et équivalences ici. Bon tricot!

Skrifaðu athugasemd um DROPS Children 28-3

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.