Svava skrifaði:
Hvað á heklið að mælast þegar búið er að auka 70 - 146 lykkjur í 0-6 manaða stærðinni til að sjá hvort að hekl flestan sé rétt?
28.07.2020 - 21:48DROPS Design svaraði:
Blessuð Svava. Mælingar passa við mælingu sem gefin er upp í mynsturteikningu í mælistikunni þegar þú mælir frá öxl og niður, svo fylgdu þeim 😊
30.07.2020 - 12:40
Sandra skrifaði:
Kjolen 0-6 mrd: Jeg starter med at hækle 94 lm. 1 fastmaske i 2 lm. Og så 1 fastmaske i hver af de 3 næste luftmasker, spring over 1 luftmaske, rækken ud. Når jeg hækler de sidste 3 fm får jeg 1 lm tilbage, som jeg ikke ved hvad jeg skal gøre ved? Med den får jeg 71 fm og ikke 70. Jeg har talt og talt, og bliver ved med at få 71 fm. Hvad gør jeg forkert? Mvh Sandra
19.07.2020 - 22:04DROPS Design svaraði:
Hej Sandra, det er svært at vide hvor det går galt, men du må prøve at flytte en af fm, så du får 70, ellers vil resten af mønstret ikke stemme :)
31.07.2020 - 09:41
Pia Vind skrifaði:
Jeg forstår ikke diagram A.1B. Hvordan skal række 2,3,4 og 5 forståes?
25.05.2020 - 21:07DROPS Design svaraði:
Hej Pia, 2. række starter du med lm ifølge diagrammet hækler 1 fm i toppen af picot, 5 lm, 1 fm i toppen af picot, 5 lm osv. 3. række starter du med lm ifølge diagrammet, 1 fm om lm-buen, 8 stangmasker om lm-buen, 1 fm om næste lm-bue, 6 lm, 1fm om næste lm-bue og så 8 st om næste lm-bue igen osv... God fornøjelse!
27.05.2020 - 13:40
Sarah Terese Wikkelsø Skovmand skrifaði:
Hej. Ved Ryg og forstykke står det at arbejdet måles herfra, som er under ærmegab, men efter diagrammet instruktionen i samme sektion står der at man skal måle fra skulderen, hvilken instruktion er den rigtige?
07.04.2020 - 08:19DROPS Design svaraði:
Hej Sara, jeg kan se at målene stemmer med dem i måleskitsen når der måles fra skulderen og ned, så følg dem :)
21.04.2020 - 13:38
Heidi skrifaði:
I diagrammerne skal man vende arbejde efter hver række eller hækle rundt. På forhånd tak
06.04.2020 - 19:48DROPS Design svaraði:
Hei Heidi. Når du hekler etter diagram A.1 og A.2 (a+b) skal det hekles rundt. A viser hvordan du starter omgangen og avslutter omgangene og B viser hvordan du hekler rundt. God Fornøyelse!
15.04.2020 - 12:44
Elma Rún skrifaði:
Ég er að byrja hekla þennan kjól og á svoltið erfitt með að átta mig á hvar ég byrja, getið þið útskýrt aðeins nánar fyrir mér hvar ég byrja og hvernig ? Takk kærlega. :)
06.04.2020 - 15:50DROPS Design svaraði:
Blessuð! Kjóllinn er heklaður frá hálsmáli og niður. Það er op við miðju að aftan og því er kjólinn heklaður fyrst fram og til baka. Þú fylgir leiðbeiningum um berustykki og setur 4 prjónamerki í stykkið sem merkja útaukningu fyrir laskalínu. Þú byrjar að hekla í hring þegar komið er að fram- og bakstykki og heklar að óskaðri lengd. Í lokin er hekluð smá upphækkun í hálsmáli svo að kjóllinn passi betur. Kantur fyrir tölur er heklaður meðfram opi að aftan í lokin. Gangi þér vel.
06.04.2020 - 17:14
Alies skrifaði:
Goedenavond, Is het ook mogelijk om lange mouwen te haken ipv korte?
02.04.2020 - 20:30DROPS Design svaraði:
Dag Alies,
Er is helaas geen patroon met lange mouwen, maar je bent natuurlijk altijd vrij om het patroon aan te passen. Voordat je de waaiierrand om de mouw haakt, zou je dan extra toeren met stokjes kunnen haken, met evt. minderingen midden onder de mouw.
04.04.2020 - 18:49
Caroline Jørgensen skrifaði:
Hej :-) Jeg er nået til 2. omg i A1 diagrammet og jeg forstår ikke helt hvilke type masker stregerne repræsentere? Mvh Caroline
28.03.2020 - 12:44DROPS Design svaraði:
Hej Caroline, stregerne er luftmasker. God fornøjelse!
31.03.2020 - 11:43
Nadene Saxton skrifaði:
This comment is for SANDRA. I hope you read this. Please email me and I can help you with this. I am currently working on this and have pretty much got it down. Snowgirl underscore 30 where it's hot mail.
13.03.2020 - 07:13
Sandra skrifaði:
I’m working on A1 B it say to repeat 16 times for the size I’m making is that 16 rows what I’m I repeating
22.02.2020 - 16:58
So Charming#socharmingchristeninggown |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Heklaður kjóll fyrir skírn eða nafnagjöf, heklaður ofan frá og niður með laskalínu og opnu sólfjaðramynstri og hekluð húfa með blómaferningum og sólfjaðrakanti úr DROPS Safran. Stærð 0-2 ára.
DROPS Baby 29-3 |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- HEKLLEIÐBEININGAR (á við um kjól): Í byrjun hverrar umferðar með fastalykkjur er fyrstu fastalykkju skipt út fyrir 1 loftlykkju. Þegar heklað er í hring endar umferðin með 1 keðjuluykkju í loftlykkju frá byrjun umferðar. Þegar heklað er fram og til baka endar umferðin með 1 fastalykkju í 3. loftlykkju frá byrjun fyrri umferðar með stuðlum. Í byrjun hverrar umferðar með stuðlum er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkjur. Þegar heklað er í hring endar umferðin með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju frá byrjun umferðar. Þegar heklað er fram og til baka endar umferðin með 1 stuðul í loftlykkju frá byrjun fyrri umferðar með fastalykkju. HEKLLEIÐBEININGAR (á við um húfu): Í byrjun hverrar umferðar með hálfum stuðlum er fyrsta hálfa stuðlinum skipt út fyrir 2 loftlykkjur, umferðin endar með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun umferðar. Í byrjun hverrar umferðar með stuðlum er fyrsta stuðli skipt út fyrir 3 loftlykkju, umferðin endar með 1 keðjulykkju í 3. loftlykkju í byrjun umferðar. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 til A.4. LEIÐBEININGAR ÚRTAKA: Fækkið um 1 fastalykkju með því að hekla 2 fastalykkjur saman þannig: Heklið 1 fastalykkju, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin (= 2 lykkjur á heklunálinni), heklið síðan næstu fastalykkju, en þegar draga á þráðinn í gegn í lokin er þráðurinn dreginn í gegnum allar lykkjur á heklunálinni – nú hefur fækkað um 1 fastalykkju. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: Aukið út um 1 hálfan stuðul með því að hekla 2 hálfa stuðla í sömu lykkju. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1: Aukið út um 1 fastalykkju/stuðul með því að hekla 2 fastalykkjur/stuðla í sömu lykkju. LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 136 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 57) = 2,4. í þessu dæmi þá er aukið út til skiptis í ca aðra hverja og 3. hverja lykkju. ÁFERÐAMYNSTUR: * 1 umferð fastalykkjur, 1 umferð stuðlar *, endurtakið frá *-* (1 umferð fastalykkjur + 1 umferð stuðlar = 1 umferð áferðamynstur). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- KJÓLL - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er heklað ofan frá og niður. Heklað er fram og til baka frá miðju að aftan eftir klauf á baki, síðan er stykkið heklað áfram í hring að óskaðri lengd (venjuleg lengd á kjól eða síður kjóll) – sjá útskýringu að ofan. BERUSTYKKI: Heklið 94-99-104 (104) loftlykkjur (meðtalin 1 loftlykkja til að snúa við með) með heklunál 3,5 með Safran. Fyrsta umferðin er hekluð þannig: 1 fastalykkja í 2. loftlykkju frá heklunálinni, * 1 fastalykkja í hverja af næstu 3 loftlykkjum, hoppið yfir 1 loftlykkju *, endurtakið frá *-* þar til 0-1-2-2 loftlykkjur eru eftir og endið með 1 fastalykkju í hverja af 0-1-2-2 síðustu loftlykkjum = 70-74-78 (78) fastalykkjur í umferð. Setjið nú 4 merki í stykkið fyrir laskalínu þannig (byrjið við miðju að aftan – ATH: EKKI er heklað þegar merkin eru sett í): Hoppið yfir 10-11-12 (12) fastalykkjur (= hægra bakstykki, séð þegar flíkin er mátuð), setjið 1 prjónamerki í næstu fastalykkju, hoppið yfir 13 fastalykkjur (= ermi), setjið 1 merki í næstu fastalykkju, hoppið yfir 20-22-24 (24) fastalykkjur (= framstykki), setjið 1 merki í næstu fastalykkju, hoppið yfir 13 fastalykkjur (= ermi) og setjið síðasta merki í næstu fastalykkju (nú eru 10-11-12 (12) fastalykkjur í vinstra bakstykki á eftir síðasta merki. LESIÐ ALLAN KAFLANN ÁÐUR EN HEKLAÐ ER ÁFRAM! LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR og heklið næstu umferð frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hverja fastalykkju, en í hverja fastalykkju með merki í eru heklaðir 2 stuðlar + 2 loftlykkjur + 2 stuðlar = 82-86-90 (90) stuðlar í umferð. Heklið nú ÁFERÐAMYNSTUR – sjá útskýringu að ofan (heklað er fram og til baka með 1 fastalykkju/stuðul í hverja lykkju frá fyrri umferð, en í hverja umferð með fastalykkjum frá röngu eru heklaðar 2 loftlykkjur yfir 2 loftlykkjur frá fyrri umferð í laskalínu). JAFNFRAMT í fyrstu umferð frá réttu (þ.e.a.s. í umferð með stuðlum) er aukið út fyrir laskalínu þannig: Heklið 2 stuðla + 2 loftlykkjur + 2 stuðla um hvern loftlykkjuboga í hverri laskalínu (= 16 stuðlar fleiri í umferð – ATH: Heklið um báða loftlykkjubogana). Endurtakið útaukningu í hverri umferð frá réttu, alls 4-5-5 (6) sinnum = 146-166-170 (186) lykkjur í umferð. ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu er hekluð 1 umferð með fastalykkjum frá röngu eins og áður (með 2 loftlykkjum yfir 2 loftlykkjur frá fyrri umferð). Næsta umferð er hekluð frá réttu þannig: Heklið 1 stuðul í hvern af fyrstu 20-23-24 (26) stuðlum (= hægra bakstykki), hoppið yfir næstu 33-37-37 (41) fastalykkjur (= ermi), heklið 8-6-10 (10) LAUSAR loftlykkjur, heklið 1 stuðul í hverja af næstu 40-46-48 (52) fastalykkjum (= framstykki), hoppið yfir næstu 33-37-37 (41) fastalykkjur (= ermi), heklið 8-6-10 (10) LAUSAR loftlykkjur og heklið 1 stuðul í hverja af síðustu 20-23-24 (26) fastalykkjum (= vinstra bakstykki). Berustykkið er nú tilbúið og stykkið er nú heklað í hring. FRAM- OG BAKSTYKKI: HÉÐAN ER NÚ MÆLT! Byrjið frá miðju að aftan með réttuna út (byrjun á umferð = miðja að aftan) og heklið 1 umferð með fastalykkjum (heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul frá fyrri umferð og 1 fastalykkju í hverja loftlykkju undir hvorri ermi – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR) = 96-104-116 (124) fastalykkjur í umferð. Heklið nú þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul í hverja fastalykkju, en aukið út 6-4-4 (8) stuðla jafnt yfir – lesið LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-1 og LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING-2 = 102-108-120 (132) stuðlar. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul. UMFERÐ 3 (= gataumferð fyrir silkiborða): * 1 stuðul í fyrstu/næstu fastalykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 fastalykkjur *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 34-36-40 (44) stuðlar með 2 loftlykkjur á milli hverra. UMFERÐ 4: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul og 3 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga = 136-144-160 (176) fastalykkjur. UMFERÐ 5: Heklið fastalykkjur og aukið út 57-61-57 (53) fastalykkjur jafnt yfir = 193-205-217 (229) fastalykkjur. Heklið nú mynstur hringinn eins og útskýrt er í A.1, þ.e.a.s. heklið A.1A yfir fyrstu lykkju, heklið nú 16-17-18 (19) mynstureiningar með A.1B. Þegar umferð 1-5 hefur verið hekluð einu sinni, endurtakið umferð 2-5 þar til stykkið mælist ca 23-28-32 (37) cm frá öxl ef kjólinn er heklaður sem er með venjulegri lengd eða þar til stykkið mælist ca 35-40-44 (49) cm frá öxl ef kjóllinn er heklaður langur – ATH: Passið uppá að endað sé eftir eina heila mynstureiningu á hæðina. Heklið nú þannig (fylgið útskýringum fyrir kjól með venjulegri lengd eða síðum kjól): KJÓLL MEÐ VENJULEGRI LENGD: Endurtakið umferð 2-5 í A.2A og A.2B alveg eins þar til heklaðar hafa verið alls 3 mynstureiningar á hæðina með A.2 (eða að óskaðri lengd). Klippið frá og festið enda. Kjóllinn mælist ca 35-40-44 (49) cm frá öxl og niður. SÍÐUR KJÓLL: Endurtakið nú umferð 2-5 í A.2A og A.2B alveg eins þar til heklaðar hafa verið alls 8 mynstureiningar á hæðina með A.2 (eða að óskaðri lengd). Klippið frá og festið enda. Síður kjóll mælist ca 67-72-76 (81) cm frá öxl og niður. BÁÐIR KJÓLARNIR: UPPHÆKUN Í HÁLSMÁLI: Til að flíkin passi betur er hekluð smá upphækkun aftan við hnakka. Setjið 1 merki í lykkjuna í hverju "horni" í hálsmáli, þ.e.a.s. í byrjun á hverri laskalínu og 1 merki við miðju að framan. Heklið með heklunál 3,5 með Safran þannig: Byrjið við miðju að aftan og heklið 1 fastalykkju í hverja lykkju þar til eftir er 1 lykkja á undan lykkju með merki í, heklið 1 hálfan stuðul í næstu lykkju, 1 stuðul í lykkju með merki í og 1 hálfan stuðul í næstu lykkju, heklið síðan 1 fastalykkju í hverja lykkju þar til eftir er 1 lykkja á undan næstu lykkju með merki í, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju, 1 stuðull í lykkju með merki í og 1 hálfur stuðull í næstu lykkju, heklið nú 1 fastalykkju í hverja lykkju þar til eftir eru 4-5-5 (5) lykkjur á undan merki við miðju að framan. Snúið stykkinu og heklið 1 fastalykkju í hverja fastalykkju til baka að miðju að aftan, en við hvert merki eru heklaðar 3 fastalykkjur saman, þ.e.a.s. heklið 1 fastalykkju í hálfa stuðulinn, en bíðið með að bregða þræðinum um heklunálina og að draga þráðinn í gegn í lokin, heklið 1 fastalykkju í næsta hálfa stuðul, en nú er þráðurinn dreginn í gegnum allar 4 lykkjur á heklunálinni (= 2 fastalykkjur færri). Klippið nú frá og endurtakið frá miðju að aftan að miðju að framan og til baka aftur að miðju að aftan í hinni hliðinni. TÖLUKANTUR AÐ AFTAN: Heklið meðfram vinstra opi við miðju að aftan þannig: 1 fastalykkja um hverja fastalykkjuumferð og 2 fastalykkjur um hverja stuðlaumferð. Heklið alls 4 umferðir fastalykkjur fram og til baka, klippið frá og festið enda. Meðfram hægra opi við miðju að aftan eru hekluð hnappagöt þannig (byrjið frá réttu við hálsmál): Heklið 3 fastalykkjur (1 fastaalykkja í fastalykkjuumferð og 2 fastalykkjur um stuðlaumferð), 4 loftlykkjur (= 1 hnappagat), hoppið yfir ca 1 cm, heklið síðan fastalykkjur að ca miðju á kanti að framan, 4 loftlykkjur, hoppið yfir ca 1 cm, heklið fastalykkjur þar til eftir er 1 cm á kanti að framan, 4 loftlykkjur og festið með 1 fastalykkju í síðustu lykkju. Klippið frá og festið enda. Saumið tölur í kantinn í vinstri hlið. PICOTKANTUR Í KRINGUM HÁLSMÁL: Heklið í kringum hálsmál þannig: 1 fastalykkja í fyrstu lykkju, * 3 loftlykkjur, 1 stuðull í fyrstu loftlykkju sem var hekluð, hoppið yfir 2 lykkjur, 1 fastalykkja í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn, klippið frá og festið enda. SÓLFJAÐRAMYNSTUR Í KRINGUM ERMI: Heklið í kringum op á ermi þannig: 1 fastalykkja í hverja af 8-6-10 (10) lykkjur mitt undir ermi og 1 fastalykkja í hverja og eina af 33-37-37 (41) fastalykkjur yfir ermi = 41-43-47 (51) fastalykkjur í umferð. Heklið síðan þannig: UMFERÐ 1: Heklið 1 stuðul í hverja fastalykkju, en aukið 1-5-1 (0) stuðla jafnt yfir = 42-48-48 (51) stuðla. UMFERÐ 2: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul. UMFERÐ 3 (= gataumferð fyrir silkiborða): * 1 stuðul í fyrstu/næstu fastalykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 2 fastalykkjur *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 14-16-16 (17) stuðlar með 2 loftlykkjum á milli hverra. UMFERÐ 4: Heklið 1 fastalykkju í hvern stuðul og 3 fastalykkjur um hvern loftlykkjuboga, en 7-3-3 (7) sinnum í umferð er einungis heklaðar 2 fastalykkjur um loftlykkjuboga = 49-61-61 (61) fastalykkjur. Heklið nú mynstur hringinn eftir mynsturteikningu A.1A og A.1B alveg eins og á fram- og bakstykki = 4-5-5 (5) sólfjaðrir í umferð. Þegar umferð 1-5 hefur verið hekluð einu sinni, klippið frá og festið enda. Endurtakið í kringum hina ermina. SILKIBORÐI: Þræðið silkiborða upp og niður í gegnum gataumferð undir berustykki – byrjið og endið við miðju að framan og hnýtið slaufu við miðju að framan. ------------------------------------------------------- HÚFA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Húfan samanstendur af 3 blómaferningum sem saumaðir eru saman í lengju. Síðan er heklaður hringur sem verður aftan á húfunni og er saumaður að sjálfri húfunni. Síðan er heklaður kantur neðst á húfuna áður en sólfjaðrakantur er heklaður framan á húfuna. BLÓMAFERNINGUR: Heklið 4 loftlykkjur með heklunál 3 með DROPS Safran og tengið saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið síðan í hring eins og útskýrt er í A.3 – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR OG ATHUGIÐ HEKLFESTUNA! Þegar A.3 hefur verið heklað til loka eru 22 hálfir stuðlar meðfram hverri hlið og 2 loftlykkjur í hverju horni. Ferningurinn mælist ca 11 x 11 cm og endar nú í stærð 0/6 + 6/12 + 12/18 mán. Klippið frá og festið enda í þessum stærðum. Í stærð 2 ára er hekluð ein umferð til viðbótar eins og útskýrt er að neðan. STÆRÐ (2) ÁRA: Heklið 2 loftlykkjur (jafngilda 1 hálfur stuðli), heklið síðan 1 hálfan stuðul í hvern hálfan stuðul frá fyrri umverð (um loftlykkjuboga í horni eru heklaðir 2 hálfir stuðlar + 2 loftlykkjur + 2 hálfir stuðlar), endið umferð með 1 keðjulykkju í 2. loftlykkju í byrjun umferðar. Nú eru 26 hálfir stuðlar meðfram hverri hlið og 2 loftlykkjur í hverju horni. Ferningurinn mælist nú ca 12 x 12 cm. Klippið frá og festið enda. Heklið 2 blómaferninga til viðbótar í öllum stærðum. Leggið 3 ferningana í röð á eftir hverjum öðrum og saumið saman tvo og tvo með smáu, fínlegu spori – saumið með einu spori í hverja lykkju. HRINGUR AFTAN Á HÚFU (þetta stykki er saumað við ferningana): Heklið 4 loftlykkjur og tengið þær saman í hring með 1 keðjulykkju í fyrstu loftlykkju. Heklið síðan þannig – LESIÐ HEKLLEIÐBEININGAR OG LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING: UMFERÐ 1: 9 hálfir stuðlar um hringinn. UMFERÐ 2: 2 hálfir stuðlar í hverja lykkju = 18 hálfir stuðlar. UMFERÐ 3: * 1 hálfur stuðull í fyrstu/næstu lykkju, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 27 hálfir stuðlar. UMFERÐ 4: * 1 hálfur stuðull í hvora af 2 fyrstu/næstu lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 36 hálfir stuðlar. UMFERÐ 5: * 1 hálfur stuðull í fyrstu/næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 18 hálfir stuðlar með 2 loftlykkjum á milli hverra. UMFERÐ 6: * 2 hálfir stuðlar um fyrsta/næsta loftlykkjuboga, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 54 hálfir stuðlar. UMFERÐ 7: * 1 hálfur stuðull í hverja af 5 fyrstu/næstu lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 63 hálfir stuðlar. UMFERÐ 8: * 1 hálfur stuðull í hverja af 6 fyrstu/næstu lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 72 hálfir stuðlar. UMFERÐ 9: * 1 hálfur stuðull í hverja af 7 fyrstu/næstu lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 81 hálfir stuðlar. Stærð 0/6 mánaða endar hér (stykkið mælist ca 10 cm að þvermáli). UMFERÐ 10: * 1 hálfur stuðull í hverja af 8 fyrstu/næstu lykkjum, 2 hálfir stuðlar í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 90 hálfir stuðlar. UMFERÐ 11: * 1 hálfur stuðull í fyrstu/næstu lykkju, 2 loftlykkjur, hoppið yfir 1 lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 45 hálfir stuðlar með 2 loftlykkjum á milli hverra. UMFERÐ 12: Heklið 2 hálfa stuðla um hvern loftlykkjuboga = 90 hálfir stuðlar. Stærð 6/12 + 12/18 mánaða endar hér (stykkið mælist ca 12 cm að þvermáli). STÆRÐ (2) ÁRA: UMFERÐ 13: * 1 hálfur stuðull í hverja af 9 fyrstu/næstu lykkjum, 1 hálfur stuðull í næstu lykkju *, endurtakið frá *-* umferðina hringinn = 99 hálfir stuðlar. Stærð (2) ára endar hér (stykkið mælist ca 13 cm að þvermáli). FRÁGANGUR: Saumið aðra langhliðina á lengjunni með ferningunum við hringinn með 1 spori í hverja lykkju – passið uppá að saumurinn verði ekki stífur. Nú á að vera op neðst niðri á húfunni 9-18-18 (15) lykkjur. KANTUR NEÐST NIÐRI Á HÚFU: Byrjið frá réttu með 1 keðjulykkju í ysta hornið á röðinni með ferningunum og heklið síðan meðfram öllum neðri kantinum á húfunni með 1 fastalykkju í hverja lykkju 57-66-66 (71) fastalykkja, snúið stykkinu. Heklið síðan 0-0-1 (2) umferðir með 1 hálfum stuðli í hverja lykkju JAFNFRAMT er aukið út um 0-0-0 (1) hálfum stuðli jafnt yfir = 57-66-66 (72) hálfur stuðull. Heklið 1 umferð með stuðlum (heklið 1 stuðul í hverja lykkju). Að lokum er hekluð 0-0-1 (2) umferðir með hálfum stuðlum og 1 umferð með fastalykkjum. Klippið frá og festið enda. SÓLFJAÐRAKANTUR FRAMAN Á HÚFU: Byrjið frá röngu neðst niðri í horni framan á húfu og heklið þannig – munið eftir HEKLLEIÐBEININGAR: UMFERÐ 1 (= ranga): 1 keðjulykkja í ystu lykkju, 3 loftlykkjur (jafngilda 1 stuðli), heklið síðan 1 stuðul í hverja lykkju/umferð með hálfum stuðlum, 2 stuðlar um hverja stuðlaumferð neðst niðri á húfu og 1 stuðul um hvern loftlykkjuboga í hornum á ferningum = ca 80-80-84 (100) lykkjur, snúið við. UMFERÐ 2 (= rétta): Heklið eina umferð með fastalykkjum þar sem lykkjufjöldinn er jafnaður til 81-81-81 (99) lykkjur (deilanlegt með 6 + 3) – lesið LEIÐBEININGAR ÚRTAKA og LEIÐBEININGAR ÚTAUKNING. Heklið síðan sólfjaðrakant eins og útskýrt er í A.4. Þegar A.4 hefur verið heklað til loka. Klippið frá og festið enda. Þræðið silkiborða upp og niður í gegnum stuðlaumferð neðst niðri á húfu og alveg út að sólfjaðrakanti. Ef óskað er eftir meiri skreytingu þá er einnig hægt að þræða silkiborða upp og niður í gegnum stuðlaumferð framan á húfu. Þessi silkiborði er ekki hnýttur þannig að endarnir eru brotnir inn í húfuna og saumaðir niður á röngu á stykkinu. |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #socharmingchristeninggown eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 29-3
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.