Hvernig á að hekla hálfan stuðul

Leitarorð: hekllykkjur,
Hvernig á að hekla hálfan stuðul

Hér erum við búin að hekla loftlykkjuröð. Þú byrjar á að hekla hálfanstuðul í 3. loftlykkju frá heklunálinni eða í þá lykkju sem stendur í uppskrift. Sjá hér!

Mynd 1: Bandinu frá vísifingri er brugðið um heklunálina, þá ertu með tvær lykkjur á heklunálinni.

Mynd 2: Oddi heklunálarinnar er stungið í 3. lykkju frá heklunálinni, bandinu frá vísifingri er brugðið um heklunálina og það dregið í gegnum loftlykkjuna. Nú ertu með þrjár lykkjur á heklunálinni.

Mynd 3: Bandinu frá vísifingri er aftur brugðið um heklunálina og það dregið í gegnum allar lykkjurnar á heklunálinni.

Nú er ein lykkja eftir á heklunálinni og þú getur haldið áfram að hekla hálfstuðla í hverja loftlykkju út umferðina. Hálfstuðull er oftast heklaður í gegnum báða lykkjubogana frá fyrri röð. Þú færð mismunandi áferð eftir því hvort þú heklir einungis í aftari lykkjubogann, fremri lykkjubogann eða þá í báða. Ef ekkert er sagt til um þetta í uppskrift er oftast heklað í gegnum báða lykkjubogana.

Athugasemdir (1)

Olga 23.02.2018 - 00:56:

Is that the same as Htsc? That’s the way is written in the pattern..

DROPS Design 23.02.2018 - 09:26:

Dear Olga, can you please give us the pattern number you are crocheting? It would be the best way to check and be sure. Happy crocheting!

Skrifa athugasemd eða spurningu við þetta kennslumyndband

Netfangið þitt verður ekki birt. Það verður að merkja við svæði merktri með *.