Francesca skrifaði:
Potete darmi per favore riscontro alla mia domanda sul raglan del 25 settembre? Grazie
30.09.2024 - 19:40DROPS Design svaraði:
Buonasera Francesca, deve incorporare gli aumenti in A.1, buon lavoro!
02.10.2024 - 23:36
Francesca skrifaði:
Buongiorno, leggendo le istruzioni e i commenti sembra che nel raglan si debbano lavorare le maglie aumentate ai lati del segnapunti con il diagramma A1 solo quando ne abbiamo un numero esatto per il diagramma (quindi 5) mentre vedendo la foto sembra che via via che abbiamo degli aumenti li lavoriamo secondo lo schema anche se parziale. Potreste chiarire questo punto? Grazie
25.09.2024 - 10:54DROPS Design svaraði:
Buonasera Francesca, deve incorporare gli aumenti in A.1, buon lavoro!
02.10.2024 - 23:36
Francesca skrifaði:
Buongiorno, sarebbe utile aggiungere alcune foto sui particolari del lavoro, esempio l’alzata, il cui risultato a legaccio non mi convince. Posso realizzare il modello senza alzata? Grazie
11.09.2024 - 11:22DROPS Design svaraði:
Buonasera Francesca, può eliminare l'alzata se desidera. Buon lavoro!
13.09.2024 - 21:06
Angela skrifaði:
When I work the 5 knit stitches in A1, what do I do with the 2 increased stitches from the previous row?
09.07.2023 - 17:04DROPS Design svaraði:
Dear Angela, the 2 YOs from the previous round we knit - it makes a hole (total number of sts stay the same in A.1 as we increase 2 sts and also decrease 2 sts). Happy knitting!
10.07.2023 - 11:03
Robi skrifaði:
Buongiorno,ma le maglie prima dei segna punti per il raglan devo lavorarle come il motivo A1?Grazie.
26.02.2022 - 07:32DROPS Design svaraði:
Buonasera Robi, sì, deve procedere come indicato nelle spiegazioni. Buon lavoro!
27.02.2022 - 21:17
Annika Vikström skrifaði:
På mönstret står det att jag ska ha 124 maskor. När jag sätter markörer ska jag ha 40 maskor mellan markörerna på fram och bakstycke och 20 maskor mellan markörerna på varje ärm. Det blir 120 maskor totalt. Vad gör jag med de 4 maskorna som blir övertaliga?
24.01.2022 - 07:42DROPS Design svaraði:
Hej Annika. Du ska sätta markörerna i maskorna (inte mellan) så det är de 4 maskorna du inte räknat med. Mvh DROPS Design
24.01.2022 - 07:56
Brigitte Peters skrifaði:
Die Ärmel starten sicherlich mit Nadelspiel Nr. 3, nicht - wie angegeben - mit Nr. 2,5, oder?
10.08.2021 - 08:33DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Peters, Sie sind ja recht, eine Korrektur erfolgt :) Danke für den Hinweis. Viel Spaß beim stricken!
10.08.2021 - 14:21
Anne Carrel skrifaði:
Bonjour, Pouriez-vous me dire ce que vous voulez dire par: " serrer le fil " dans le Re-hausse au debut. Merci!
06.01.2020 - 03:17DROPS Design svaraði:
Bonjour Mme Carrel, vous devez simplement serrer le fil pour éviter que la première maille tricotée ne soit trop lâche. Cette vidéo montre comment tricoter la réhausse (ex. à 1:27 on resserre le fil après avoir tourné la 1ère fois). Bon tricot!
06.01.2020 - 09:43
Kami skrifaði:
Ne tenez pas compte de ma question précédente: on tricote en rond donc le diagramme est correct. Pardon!
30.03.2019 - 17:49
Kami skrifaði:
Bonjour! Au sujet du diagramme A1: les rangs envers comportent des cases blanches= mailles jersey endroit? Est ce que ce ne sont pas plutôt des mailles jersey envers qu'il faut faire ?
30.03.2019 - 17:32DROPS Design svaraði:
Bonjour Kami, ce pull se tricote entièrement en rond sur aiguille circulaire, on va donc tricoter tous les tours sur l'endroit = les tours impairs vont se tricoter en jersey endroit. Bon tricot!
01.04.2019 - 12:29
Orange Dream#orangedreamsweater |
|||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||
Peysa prjónuð ofan frá og niður með laskalínu, gatamynstri á berustykki, ¾ ermum og A-formi úr DROPS Safran. Stærð S - XXXL.
DROPS 178-44 |
|||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. UPPHÆKKUN: Prjónið frá byrjun umferðar (= miðja að aftan), prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 7-7-7-8-8-8 lykkjurnar, snúið við, herðið á þræði og prjónið 14-14-14-16-16-16 sléttar lykkjur, snúið við, herðið á þræði og prjónið 21-21-21-24-24-24 sléttar lykkjur, snúið við, herðið á þræði og prjónið 28-28-28-32-32-32 sléttar lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka með því að prjóna yfir 7-7-7-8-8-8 lykkjur fleiri í hvert skipti þar til miðju 70-70-70-80-80-80 lykkjurnar hafa verið prjónaðar, snúið við og prjónið til baka að byrjun á umferð áður en prjónað er áfram. ÚTAUKNING-1: Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 5,2. Í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 5. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki): Byrjið 2 lykkjur á undan A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt, A.1 (prjónamerki er staðsett mitt í A.1), prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Aukið út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykki og erma. Öll útaukning er gerð frá réttu og útauknu lykkjurnar eru prjónaðar í sléttprjóni þar til þær ganga upp í mynstrið. ÞEGAR AUKIÐ ER ÚT UM 2 LYKKJUR HVORU MEGIN VIÐ LYKKJU MEÐ PRJÓNAMERKI Í ÞÁ ER ÞAÐ GERT ÞANNIG: Byrjið á undan lykkju með prjónamerki í, takið upp liðinn á undan lykkju og prjónið hann snúinn slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið upp liðinn á undan næstu lykkju og prjónið hann snúinn slétt (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. ÞEGAR AUKIÐ ER ÚT UM 1 LYKKJU HVORU MEGIN VIÐ LYKKJU MEÐ PRJÓNAMERKI Í ÞANNIG: Byrjið á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. LEIÐBEININGAR: Þegar aukið er út fyrir laskalínu í 4. hverri umferð koma götin í laskalínu til með að fá lengri fjarlægð á hverra annarra en þegar aukið er út í annarri hverri umferð. Til að koma í veg fyrir þetta eru prjónuð göt í umferðinni frá réttu án útaukninga þannig: Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat. ÚRTAKA (á við um miðju undir ermum): Byrjið 2 lykkjum á undan A.1, prjónið 2 lykkjur slétt saman, A.1 (= 5 lykkjur), takið 1 lykkju óprjónaða eina og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð (= 2 lykkjur færri). ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjón ofan frá og niður. Ermarnar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna. Byrjun umferðar = miðja að aftan. BERUSTYKKI: Fitjið upp 104-104-104-124-124-124 lykkjur á hringprjón 2,5 með Safran. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING-1 = 124-124-124-144-144-144 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið. Til að fá betra form er prjónuð smá UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Þegar upphækkun hefur verið prjónuð til loka er skipt yfir á hringprjón 3. Prjónið 2 umferðir slétt. Setjið 4 prjónamerki í stykkið með byrjun frá byrjun umferðar (það er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Fyrsta prjónamerki er sett í 21.-21.-21.-26.-26.-26. lykkju í umferð, annað prjónamerki er sett í 42.-42.-42.-47.-47.-47. lykkju í umferð, þriðja merkið er sett í 83.-83.-83.-98.-98.-98. lykkju í umferð og fjórða merkið er sett í 104.-104.-104.-119.-119.-119. lykkju í umferð. Á milli lykkja með prjónamerki í eru nú 40-40-40-50-50-50 lykkjur á framstykki og á bakstykki og 20 lykkjur í öllum stærðum fyrir hvora ermi Næsta umferð er prjónuð þannig: A.1 (= 5 lykkjur) yfir næstu 20-20-20-25-25-25 lykkjur á hálft bakstykki (= 4-4-4-5-5-5 mynstureiningar með 5 lykkjur), aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 yfir 20 lykkjur á ermi (= 4 mynstureiningar með 5 lykkjum), aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í, prjónið A.1 yfir 40-40-40-50-50-50 lykkjur á framstykki (= 8-8-8-10-10-10 mynstureiningar með 5 lykkjum), aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í, prjónið A.1 yfir 20 lykkjur á ermi, aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í, prjónið A.1 yfir næstu 20-20-20-25-25-25 lykkjur á hálfu bakstykki Haldið áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig: Aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 6-6-6-8-8-10 sinnum (fyrsta útaukning hefur nú þegar verið prjónuð), aukið síðan um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 8-8-8-9-9-10 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar aukið hefur verið alls út 14-14-14-17-17-20 sinnum eru 284-284-284-344-344-384 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 10-10-10-12-12-14 cm frá uppfitjunarkanti (mælt við miðju að framan). Prjónið síðan slétt. JAFNFRAMT heldur útaukningin áfram fyrir laskalínu og aukið er út um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 0-7-12-4-13-12 sinnum og síðan í 4. hverri umferð alls 6-4-3-7-4-5 sinnum – LESIÐ LEIÐBEININGAR. Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 332-372-404-432-480-520 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 17-19-21-23-25-27 cm frá uppfitjunarkanti (mælt við miðju að framan). Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 47-52-56-62-68-73 lykkjurnar eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 72-82-90-92-104-114 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7-7-9-9-13-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= hlið undir ermi), prjónið næstu 94-104-112-124-136-146 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 72-82-90-92-104-114 lykkjur á þráð fyrir ermi, fitjið upp 7-7-9-9-13-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= á hlið undir ermi) og prjónið þær 47-52-56-62-68-73 lykkjur sem eftir eru eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar eru síðan prjónað hvort fyrir sig. Takið prjónamerkin úr stykkinu. HÉÐAN ER NÚ MÆLT! FRAM- OG BAKSTYKKI: = 202-222-242-266-298-322 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju á 7-7-9-9-13-15 lykkjunum sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi og látið prjónamerkin fylgja áfram með í stykkinu. Haldið áfram hringinn í sléttprjóni, að auki er A.1 prjónað yfir miðju 5 lykkjur í hvorri hlið (lykkja með prjónamerki í er miðju lykkjan í A.1). Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 2 lykkjur í hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6-6-6-5-5-4 cm millibili alls 5-5-5-6-6-7 sinnum = 232-252-272-300-332-360 lykkjur. Þegar stykkið mælist 32 cm er skipt yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 6 umferðir í garðaprjóni yfir allar lykkjur. Skiptið til baka yfir á hringprjón 3 og fellið af með garðaprjóni frá réttu. Peysan mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður. ERMI: Setjið 72-82-90-92-104-114 lykkjur af þræði í annarri hlið á stykki yfir á sokkaprjóna 3, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 7-7-9-9-13-15 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 79-89-99-101-117-129 lykkjur í umferð. Prjónið sléttprjón hringinn, en yfir miðju 5 lykkjur undir ermi er prjónað A.1. Þegar stykkið mælist 3 cm í öllum stærðum er fækkað um 2 lykkjur mitt undir ermi – LESIÐ ÚRTAKA. Fækkið lykkjum svona alls 9-13-17-17-23-28 sinnum í S: Í 10. hverri umferð, í M: Í 6. hverri umferð, í L og XL: Í 4. hverri umferð, í XXL: Í hverri umferð alls 4 sinnum og síðan í 3. hverri umferð alls 19 sinnum og í XXXL: Í hverri umferð alls 8 sinnum og síðan í annarri hverri umferð alls 20 sinnum = 61-63-65-67-71-73 lykkjur. Prjónið síðan þar til ermin mælist 33-32-31-28-27-26 cm frá skiptingu. Skiptið yfir á sokkaprjóna 2,5, prjónið 6 umferðir í garðaprjóni hringinn. Skiptið aftur yfir á sokkaprjóna 3 og fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hina ermina á sama hátt. |
|||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||
|
|||||||||||||
![]() |
|||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #orangedreamsweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 25 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-44
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.