DROPS / 178 / 45

Orange Dream Top by DROPS Design

Toppur prjónaður ofan frá og niður með laskalínu, gatamynstri á berustykki og A-formi úr DROPS Safran. Stærð S - XXXL.

DROPS Design: Mynstur e-255
Garnflokkur A
-----------------------------------------------------------
Stærð: S - M - L - XL - XXL - XXXL
Efni:
DROPS SAFRAN frá Garnstudio (tilheyrir garnflokki A)
300-300-350-350-400-450 g litur 28, appelsínugulur

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 60 eða 80 cm) NR 3 – eða þá stærð sem þarf til að 24 lykkjur og 32 umferðir með sléttprjóni verði 10 cm á breidd og 10 cm á hæð.

DROPS SOKKAPRJÓNAR OG HRINGPRJÓNAR (40 og 60 eða 80 cm) NR 2,5 – fyrir kant með garðaprjóni.
----------------------------------------------------------

Hefur þú gert þessa eða einhverja af annarri hönnun frá okkur? Merktu myndirnar þínar á samfélagsmiðlum með #dropsdesign svo að við séð þær!

Ertu ekki viss hvaða stærð þú þarft? Þá hjálpar það kannski að fyrirsætan á myndinni er ca 170 cm á hæð og notar stærð S eða M. Ef þú gerir peysu, jakkapeysu, kjól eða álíka þá getur þú fundið teikningu með máli neðst í mynstri.
Athugasemdir (9)

100% Bómull
frá 374.00 kr /50g
DROPS Safran uni colour DROPS Safran uni colour 374.00 kr /50g
Gallery Spuni
Panta
Prjónar & Heklunálar
Þú færð garn sem þarf í að gera þetta mynstur frá 2244kr. Sjá hér.

Leiðbeiningar um mynstur

GARÐAPRJÓN (prjónað í hring):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðin*, endurtakið frá *-*.

UPPHÆKKUN:
Prjónið frá byrjun umferðar (= miðja að aftan), prjónið sléttar lykkjur yfir fyrstu 7-7-7-8-8-8 lykkjurnar, snúið við, herðið á bandi og prjónið 14-14-14-16-16-16 sléttar lykkjur, snúið við, herðið á bandi og prjónið 21-21-21-24-24-24 sléttar lykkjur, snúið við, herðið á bandi og prjónið 28-28-28-32-32-32 sléttar lykkjur. Haldið svona áfram fram og til baka með því að prjóna yfir 7-7-7-8-8-8 lykkjur fleiri í hvert skipti þar til miðju 70-70-70-80-80-80 lykkjurnar hafa verið prjónaðar, snúið við og prjónið til baka að byrjun á umferð áður en prjónað er áfram.

ÚTAUKNING-1:
Til þess að reikna út hvernig auka eigi jafnt út, teljið fjölda lykkja í umferð (t.d. 104 lykkjur) og deilið með fjölda útaukninga sem á að gera (t.d. 20) = 5,2. í þessu dæmi þá er aukið út eftir ca 5. hverja lykkju. Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn, í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

ÚTAUKNING-2 (á við um hliðar á fram- og bakstykki):
Byrjið 2 lykkjur á undan A.1, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 2 lykkjur slétt, A.1 (prjónamerki er staðsett mitt í A.1), prjónið 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt svo að ekki myndist gat.

MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.

LASKALÍNA:
Aukið út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykki og erma. Útauknu lykkjurnar eru prjónaðar slétt þar til þær ganga upp í mynstur.

ÞEGAR AUKIÐ ER ÚT UM 2 LYKKJUR HVORU MEGIN VIÐ LYKKJU MEÐ PRJÓNAMERKI Í ÞÁ ER ÞAÐ GERT ÞANNIG:
Byrjið á undan lykkju með prjónamerki í, takið upp liðinn á undan lykkju og prjónið hann snúinn slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið upp liðinn á undan næstu lykkju og prjónið hann snúinn slétt (= 4 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat.

ÞEGAR AUKIÐ ER ÚT UM 1 LYKKJU HVORU MEGIN VIÐ LYKKJU MEÐ PRJÓNAMERKI Í ÞANNIG:
Byrjið á undan lykkju með prjónamerki í, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn (= 2 lykkjur fleiri). Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat.

LEIÐBEININGAR:
Þegar aukið er út fyrir laskalínu í 4. hverri umferð koma götin í laskalínu til með að fá lengri fjarlægð á hverra annarra en þegar aukið er út í annarri hverri umferð. Til að koma í veg fyrir þetta er prjónuð göt í umferðinni (í annarri hverri umferð) án útaukninga þannig:
Byrjið 2 lykkjum á undan lykkju með prjónamerki í, prjónið 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, prjónið 1 lykkju slétt (= lykkja með prjónamerki í), sláið 1 sinni uppá prjóninn, takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð.
Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat.

----------------------------------------------------------

TOPPUR:
Stykkið er prjónað fram og til baka á hringprjóna ofan frá og niður. Kantar á ermum eru prjónaðir í hring á sokkaprjóna. Byrjun umferðar = miðja að aftan.

BERUSTYKKI:
Fitjið upp 104-104-104-124-124-124 lykkjur á hringprjón 2,5 með Safran. Prjónið 4 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan. Prjónið 1 umferð slétt þar sem aukið er út um 20 lykkjur jafnt yfir – LESIÐ ÚTAUKNING-1 = 124-124-124-144-144-144 lykkjur. Prjónið 1 umferð brugðið.
Til að fá betra form er prjónuð smá UPPHÆKKUN aftan í hnakka – sjá útskýringu að ofan. Þegar upphækkun hefur verið prjónuð til loka er skipt yfir á hringprjón 3. Prjónið 2 umferðir slétt.
Setjið 4 prjónamerki í stykkið með byrjun frá byrjun umferðar (það er gert án þess að prjóna lykkjurnar): Fyrsta prjónamerki er sett í 21.-21.-21.-26.-26.-26. lykkju í umferð, annað prjónamerki er sett í 42.-42.-42.-47.-47.-47. lykkju í umferð, þriðja merkið er sett í 83.-83.-83.-98.-98.-98. lykkju í umferð og fjórða merkið er sett í 104.-104.-104.-119.-119.-119. lykkju í umferð. Á milli lykkja með prjónamerki í eru nú 40-40-40-50-50-50 lykkjur á framstykki og á bakstykki og 20 lykkjur í öllum stærðum fyrir hvora ermi
Næsta umferð er prjónuð þannig: A.1 (= 5 lykkjur) yfir næstu 20-20-20-25-25-25 lykkjur á hálfu bakstykki (= 4-4-4-5-5-5 mynstureiningar með 5 lykkjum), aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan, prjónið A.1 yfir 20 lykkjur á ermi (= 4 mynstureiningar með 5 lykkjum), aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í, prjónið A.1 yfir 40-40-40-50-50-50 lykkjur á framstykki (= 8-8-8-10-10-10 mynstureiningar með 5 lykkjum), aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í, prjónið A.1 yfir 20 lykkjur á ermi, aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkju með prjónamerki í, prjónið A.1 yfir næstu 20-20-20-25-25-25 lykkjur á hálfu bakstykki
Haldið áfram með mynstur og aukið út fyrir laskalínu í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma þannig:

Aukið út um 2 lykkjur hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 6-6-6-8-8-10 sinnum (fyrsta útaukning hefur nú þegar verið prjónuð), aukið síðan um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 8-8-8-9-9-10 sinnum. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar aukið hefur verið alls út 14-14-14-17-17-20 sinnum eru 284-284-284-344-344-384 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 10-10-10-12-12-14 cm frá uppfitjunarkanti (mælt við miðju að framan). Prjónið síðan sléttar lykkjur. JAFNFRAMT heldur útaukningin áfram fyrir laskalínu og aukið er út um 1 lykkju hvoru megin við lykkjur með prjónamerki í annarri hverri umferð alls 0-7-12-4-13-12 sinnum og síðan í 4. hverri umferð alls 6-4-3-7-4-5 sinnum – LESIÐ LEIÐBEININGAR.
Á eftir síðustu útaukningu fyrir laskalínu eru 332-372-404-432-480-520 lykkjur í umferð og stykkið mælist ca 17-19-21-23-25-27 cm frá uppfitjunarkanti (mælt við miðju að framan).
Næsta umferð er prjónuð þannig: Prjónið fyrstu 47-52-56-62-68-73 lykkjurnar eins og áður (= hálft bakstykki), setjið næstu 72-82-90-92-104-114 lykkjur á 1 band fyrir ermi, fitjið upp 7-7-9-9-13-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= í hlið undir ermi), prjónið næstu 94-104-112-124-136-146 lykkjur eins og áður (= framstykki), setjið næstu 72-82-90-92-104-114 lykkjur á 1 band fyrir ermi, fitjið upp 7-7-9-9-13-15 nýjar lykkjur á prjóninn (= á hlið undir ermi) og prjónið þær 47-52-56-62-68-73 lykkjur sem eftir eru eins og áður. Fram- og bakstykki og ermar eru síðan prjónað hvort fyrir sig. Takið prjónamerkin úr stykkinu. HÉÐAN ER NÚ MÆLT!

FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 202-222-242-266-298-322 lykkjur. Setjið 1 prjónamerki í miðju á 7-7-9-9-13-15 lykkjunum sem fitjaðar voru upp undir hvorri ermi og látið prjónamerkin fylgja áfram með í stykkinu. Haldið áfram hringinn með sléttprjóni, að auki er A.1 prjónað yfir miðju 5 lykkjurnar á hvorri hlið (lykkja með prjónamerki í er miðju lykkjan í A.1). Þegar stykkið mælist 3 cm er aukið út um 2 lykkjur á hvorri hlið – LESIÐ ÚTAUKNING-2 (= 4 lykkjur fleiri). Aukið svona út með 6-6-6-5-5-4 cm millibili alls 5-5-5-6-6-7 sinnum = 222-242-262-290-322-350 lykkjur. Þegar stykkið mælist 32 cm er skipt yfir á hringprjón 2,5. Prjónið 6 umferðir garðaprjón yfir allar lykkjur. Skiptið til baka yfir á hringprjón 3 og fellið af með sléttum lykkjum. Toppurinn mælist ca 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl og niður.

KANTUR Á ERMUM:
Setjið 72-82-90-92-104-114 lykkjur af bandi á annarri hlið á stykki yfir á sokkaprjóna 2,5, prjónið að auki upp 1 lykkju í hverja og eina af 7-7-9-9-13-15 lykkjum sem fitjaðar voru upp undir ermi = 79-89-99-101-117-129 lykkjur í umferð. Prjónið 6 umferðir garðaprjón hringinn. Skiptið aftur yfir á sokkaprjóna 3 og fellið af með sléttum lykkjum. Prjónið hinn kantinn fyrir ermi alveg eins.

Mynstur

= slétt
= á milli 2 lykkja er slegið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður slétt svo að það myndist gat
= 2 lykkjur slétt saman
= takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, prjónið 1 lykkju slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir lykkjuna sem var prjónuð

Ewa 06.09.2018 - 17:54:

Czy schemat A1 przerabia się ponad pięcioma oczkami na środku z każdej strony, na całej długości boku, aż do dolnego ściągacza ?

DROPS Design 06.09.2018 kl. 18:17:

Witaj Ewo, dokładnie jest tak jak piszesz. Nie jest to jednak widoczne na zdjęciu. Pozdrawiamy!

Antje Fischer 30.07.2018 - 20:10:

Guten Tag, bei den Anleitungsschritten wird ein "ABNAHMETIPP (gilt für die untere Ärmelmitte)" erklärt. Wo kommt denn der zum Einsatz? Ich will gerade die Ärmel stricken und sehe, dass wenn man die stillgelegten Maschen wieder aufgenommen hat, man gleich den Krausrechts-Abschluss stricken soll. Also keine richtigen Ärmel? Vielen Dank für eine Antwort!

DROPS Design 31.07.2018 kl. 09:56:

Liebe Frau Fischer, es gibt keine Abnahmen für den Ärmel zu dem Top (nur zu der Jacke und Pullover), bein den Ärmel werden nur eine Blende von 4 Krausrippen gestrickt. Viel Spaß beim stricken!

Stine 19.07.2018 - 07:52:

Hej Hvor tit skal jeg tage ud til raglan? Hver omgang, hver anden eller hver fjerde? Jeg har ikke prøvet det før :)

DROPS Design 25.07.2018 kl. 16:03:

Hei Stine. Du skal øke til raglan på annenhver omgang. Du øker først 2 masker på hver side av merketråden annenhver omgang totalt 6-6-6-8-8-10 ganger. Dette inkluderer den første økingen som er forklart i oppskriften. Deretter øker du ytterligere 8-8-8-9-9-10 ganger (også annenhver omgang), men nå kun 1 maske på hver side av merketrådene. God fornøyelse.

Feride Ozek 24.05.2018 - 11:00:

I could'nt make the elevation because if turn back to do the 14 stiches the last 7 seven stiches are not suitable for garter stiches. If you knit further pattern went wrong. So?

DROPS Design 24.05.2018 kl. 13:35:

Dear Mrs Ozek, all sts for elevation are worked K both from RS and from WS: on first row K the first 7 sts past marker mid back, turn and K 14 sts (= the 7 sts just worked + 7 sts past marker), and continue back and forth working 7 sts more at the end of each row both from RS and from WS until you have worked 70 sts, then turn and K to beg of round. Happy knitting!

Fabienne Borel 28.04.2018 - 11:12:

Bonjour, j ai vraiment de la peine à m en sortir avec les explications pour le raglan ! On augmente de 4 mailles tous les 2 tours et de 2 mailles tous les 2 tours (av et ap le marqueur), autrement dit on augmente à tous les tours ? Mais si on lit l astuce tricot on nous parle de 4 tours et de tours sans augmentations, je suis paumée :-) c est par ailleurs bien juste qu il faut le même nb de mailles multiplié par deux sur le devant/dos que sur les manches ?

DROPS Design 30.04.2018 kl. 10:00:

Bonjour Mme Borel, on augmente d'abord tous les 2 tours: 2 m de chaque côté des mailles avec un fil marqueur (= on a 4 marqueurs, on va donc augmenter 16 mailles au début) puis on augmente ensuite 1 maille de chaque côté de la m avec un fil marqueur (x 4 marqueur = 8 augmentations). Puis on augmente tous les 2 tours (= 8 augmentations) et enfin tous les 4 tours (= 8 augmentations tous les 4 tours), mais pour conserver l'effet ajouré, on va tricoter comme indiqué sous ASTUCE TRICOT tous les 4 tours sans diminutions. Bon tricot!

Janne V. Dyrhauge 21.04.2018 - 17:29:

Skal man strikke mønster i de masker man tager ud, syntes det er svært at læse sig til, eller skal man vente til man har fem masker til et helt mønster

DROPS Design 24.04.2018 kl. 11:56:

Hej Janne, de nye masker strikkes ret til de går op i mønsteret, det står øverst under forklaringen til RAGLAN. God fornøjelse! :)

Christine Hunter 13.03.2018 - 17:15:

I am looking to get materials for this pattern and need to clarity the needles needed. Do I need two 2.5 mm circular needles one 40 cm and the other either 60 or 80 cm and two 3 mm circular needles one 40 cm and the other either 60 or 80 cm? That is 4 circular needles. Do I change to larger circular needles as the stitches increase as I haven't noticed the length mentioned in the pattern. I understand I also need 3mm and 2.5 mm double pointed needles.

DROPS Design 14.03.2018 kl. 08:10:

Hi Christine, You need 4 circular needles, one of each size in each length (40 and 60/80 cm) for the body and the sleeves, unless you work the sleeves just with double pointed needles, in which case you only need the longer needles, one in each size. I hope this helps and happy knitting!

Lucie 24.11.2017 - 13:19:

Dobrý den, chci se zeptat jakým vzorem se plete zvýšení zadního průkrčníku..tak nějak mi to vychází, že by se mělo plést pořád hladce (tedy že bude vycházet vroubek)? Je to tak nebo jinak? Díky

DROPS Design 27.11.2017 kl. 00:30:

Dobrý den, Lucie, ano, máte pravdu - pleteme stále hladce, tedy vroubkem. Hodně zdaru! Hana

Christina D. Cersosimo 01.08.2017 - 18:39:

Size L - The pattern is cast on 104 st, increase 20 st. evenly at yoke - now 124 stiches - but after the elevation and inserting markers there are only 120 stiches (20 half back, 20 sleeve, 40 full front, 20 sleeve, 20 second half of back) - where did the other 4 stiches go?

DROPS Design 01.08.2017 kl. 19:21:

Dear Christina, the markers are in 4 missing stiches because merkers are in stiches and not between stiches. Happy knitting!

Skrifaðu athugasemd um DROPS 178-45

Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!

Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.