Karin Kalms skrifaði:
Hallo, Nach 2 Norwegewird dies mein nächstes projekt. Habe schon viele Pullis vondrops nachgestellt. Es grüßt vom Bodensee eure Karin-Regina
30.01.2017 - 21:27
Judith skrifaði:
Tolles Muster
18.01.2017 - 06:50
Anita Iren Haraldsen skrifaði:
Denne må man bare ha! Love it!
16.01.2017 - 23:14
Michaela Hochfeld skrifaði:
Wunderschön! Wann gibt es endlich die Anleitung? Kann es kaum erwarten loszulegen!
09.01.2017 - 20:20
Hege Engevold skrifaði:
Klassisk sommergenser man bare må ha!
14.12.2016 - 20:53
Skipper#skippersweater |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
|||||||||||||||||||||||||||
Prjónuð peysa með köðlum og laskalínu úr DROPS Belle. Stærð S - XXXL.
DROPS 177-11 |
||||||||||||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): *1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. LASKALÍNA: Fækkið um 2 lykkjur í hverri skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma. Fækkið frá réttu þannig: Prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á undan næsta prjónamerki. Prjónið 2 lykkjur slétt saman, 2 lykkjur slétt (prjónamerki er staðsett mitt á milli þessa lykkja), takið 1 lykkju óprjónaða eins og prjóna eigi hana slétt, 1 lykkja slétt, steypið óprjónuðu lykkjunni yfir. LEIÐBEININGAR: Ef prjónfestan passar ekki á hæðina og prjónað er of fast þá kemur laskaúrtakan að verða of stutt og handvegurinn of lítill. Þetta er hægt að jafna út með því að prjóna 1 auka umferð án úrtöku með jöfnu millibili á milli umferða með úrtöku. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PEYSA - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Fram- og bakstykki er prjónað í hring á hringprjóna. Ermar eru prjónaðar í hring á sokkaprjóna/stutta hringprjóna. Síðan er fram- og bakstykki og ermar sett á sama hringprjón og prjónað er í hring og laskalína gerð. FRAM- OG BAKSTYKKI: Fitjið upp 184-200-216-236-268-284 lykkjur á hringprjóna 4 með Belle. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan þannig: 1 lykkja brugðið, 2 lykkjur slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt *, prjónið frá *-* yfir næstu 4-8-12-8-16-20 lykkjur, * A.1 A (= 6 lykkjur), A.2 A (= 12 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 4-4-4-5-5-5 sinnum, A.1 A, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 12-20-28-20-36-44 lykkjur, 2 lykkjur slétt, * A.1 A (= 6 lykkjur), A.2 A ( = 12 lykkjur) *, prjónið frá *-* alls 4-4-4-5-5-5 sinnum, A.1 A, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 4-8-12-8-16-20 lykkjur, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 8 cm, haldið síðan áfram með A.1B yfir A.1A og A.2B yfir A.2A og sléttprjón yfir 14-22-30-22-38-46 lykkjur með stroffi í hvorri hlið. Þegar A.1B hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram með A.1 C yfir A.1 B, nú eru 194-210-226-248-280-296 lykkjur í umferð. Setjið 2 prjónamerki í stykkið, 1 í byrjun á umferð og 1 eftir 97-105-113-124-140-148 lykkjur = hliðar. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 34-34-35-35-35-35 cm fellið af 8-8-10-10-12-14 lykkjur á hvorri hlið (= 4-4-5-5-6-7 lykkjur hvoru megin við hvert prjónamerki) = 89-97-103-114-128-134 lykkjur á framstykki og bakstykki. Geymið stykkið og prjónið ermar. ERMAR: Stykkið er prjónað í hring á sokkaprjóna, skiptið yfir á hringprjóna þegar nægilega margar lykkjur eru komnar á prjóninn. Fitjið upp 38-38-42-42-46-46 lykkjur á sokkaprjóna 4 með Belle. Prjónið 1 umferð slétt, prjónið síðan þannig: Stærð S-M-XXL-XXXL: 1 lykkja brugðið, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 4-4-8-8 lykkjur, 2 lykkjur slétt, A.1 A, A.2 A, A.1A, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 4-4-8-8 lykkjur, 2 lykkjur slétt, 1 lykkja brugðið. Stærð L-XL: 1 lykkja slétt, * 2 lykkjur brugðið, 2 lykkjur slétt * prjónið frá *-* yfir næstu 8 lykkjur, A.1 A, A.2 A, A.1A, * 2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið *, prjónið frá *-* yfir næstu 8 lykkjur, 1 lykkja slétt. Haldið áfram með þetta mynstur þar til stykkið mælist 8 cm, haldið síðan áfram með A.1B yfir A.1A og A.2B yfir A.2A og sléttprjón yfir 14-14-18-18-22-22 lykkjur með stroffi. Þegar A.1 B hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er haldið áfram með A.1 C yfir A.1 B, nú eru 40-40-44-44-48-48 lykkjur í umferð. Setjið 1 prjónamerki í byrjun umferðar = mitt undir ermi. Þegar stykkið mælist 10-10-10-12-12-12 cm aukið út um 1 lykkju hvoru megin við prjónamerki, útauknu lykkjurnar eru prjónaðar i sléttprjóni. Aukið út með 2-1½-1½-1-1-1 cm millibili alls 15-19-21-23-23-25 sinnum = 70-78-86-90-94-98 lykkjur. Þegar stykkið mælist 48-47-47-46-44-43 cm, passið uppá að næsta umferð sem er prjónuð sé sama umferð í mynstri og endað var á fram- og bakstykki, í næstu umferð er fellt af 8-8-10-10-12-14 lykkjur mitt undir ermi = 62-70-76-80-82-84 lykkjur. Prjónið hina ermina á sama hátt. BERUSTYKKI: Setjið inn ermar á sama hringprjón og fram- og bakstykki þar sem fellt var af fyrir handvegi = 302-334-358-388-420-436 lykkjur. Setjið eitt prjónamerki í hverja skiptingu á milli fram- og bakstykkis og erma = 4 prjónamerki. Haldið áfram með mynstur eins og áður, JAFNFRAMT er lykkjum fækkað fyrir LASKALÍNA – sjá útskýringu að ofan. Mismunandi er fækkað á fram- og bakstykki og ermum. Fækkið lykkjum þannig: LASKALÍNA ERMI: Fækkið lykkjum í 4. hverri umferð 3-2-0-0-2-4 sinnum, í annarri hverri umferð 17-22-24-28-28-27 sinnum, síðan í hverri umferð 0-0-3-1-0-0 sinnum (alls 20-24-27-29-30-31 sinnum). LASKALÍNA Á FRAM- OG BAKSTYKKI: Fækkið lykkjum í annarri hverri umferð 19-22-22-23-23-26 sinnum og í hverri umferð 5-5-7-11-17-16 sinnum (alls 24-27-29-34-40-42 sinnum). Eftir allar úrtöku eru 126-130-134-136-140-144 lykkjur í umferð. Prjónið 2 umferðir GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan, í fyrstu umferð er fækkað um 34-34-34-32-32-32 lykkjur jafnt yfir = 92-96-100-104-108-112 lykkjur. Prjónið síðan stroff (2 lykkjur slétt, 2 lykkjur brugðið) í 3 cm. Fellið af með sléttum lykkjum yfir sléttar lykkjur og brugðnum lykkjum yfir brugðnar lykkjur. FRÁGANGUR: Saumið saman op fyrir miðju undir ermum. |
||||||||||||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||||||||||||||
|
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #skippersweater eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 27 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 177-11
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.