Lucie skrifaði:
Très beau modèle.
03.06.2015 - 03:27
Heike Kaiser skrifaði:
Superschön!!
02.06.2015 - 20:52
Berth skrifaði:
Magnifique Poncho. A retrouver dans le prochain catalogue nous l' espérons tous!!
01.06.2015 - 19:04Lizzie skrifaði:
Hooded Poncho Yes Yes Yes!!! :D
31.05.2015 - 21:47
Mercedes skrifaði:
Lo confeccionaré este invierno
30.05.2015 - 20:42Tânia skrifaði:
Maravilhoso este modelo!
30.05.2015 - 04:52
Merethe skrifaði:
Denne gleder jeg meg til å strikke!
29.05.2015 - 22:33
Severine skrifaði:
Sa doit être chaud
28.05.2015 - 18:42
Jannicke Thom skrifaði:
Kjempelekker. Vakre farger
27.05.2015 - 19:59
Antje Heinrich skrifaði:
Ein Traum
27.05.2015 - 19:39
Sweet Winter Poncho#sweetwinterponcho |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
Prjónað poncho úr 2 þráðum úr DROPS Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði DROPS Melody með norrænu mynstri og hringlaga hálsmáli, prjónað ofan frá og niður. Stærð S-XXXL.
DROPS 164-6 |
||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- LEIÐBEININGAR: Til að koma í veg fyrir að prjónfestan verði of stíf þegar mynstrið er prjónað er mikilvægt að herða ekki á þráðum á bakhlið á stykki. Notið e.t.v. grófari prjóna þegar mynstrið er prjónað ef það herpist aðeins saman. TVEIR ÞRÆÐIR: Notið endann innan í dokkunni og utan með dokkunni. Þegar skipta á um dokku þá er gott að skipta ekki um báða þræðina í einu – þá verða samskeytin ekki of þykk. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1 - A.2. Mynsturteikning sýnir allar umf í mynstri séð frá réttu. Allar mynsturlykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni með 2 þráðum Brushed Alpaca Silk (BAS) eða 1 þræði Melody (= M). ÚTAUKNING: Aukið út á undan prjónamerki þannig: Prjónið þar til 1 l er eftir að prjónamerki, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Aukið út á eftir prjónamerki þannig: 1 l sl, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umf er uppslátturinn prjónaður snúinn sl (þ.e.a.s. prjónið aftan í lykkjubogann í stað framan) til að koma í veg fyrir göt. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- PONCHO - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað í hring á hringprjóna ofan frá og niður með 2 þráðum – LESIÐ LEIÐBEININGAR og TVEIR ÞRÆÐIR! Byrjun umf = miðja að aftan. PONCHO: Fitjið upp 76-80-80-84 á hringprjóna nr 5,5 með 2 þráðum í litnum grár Brushed Alpaca Silk eða 1 þræði í litnum grár Melody. Prjónið stroff (2 l sl, 2 l br) í 3 cm. Skiptið yfir á hringprjóna nr 6 og prjónið 1 umf sléttprjón, JAFNFRAMT er fækkað um 8-7-5-6 l jafnt yfir = 68-73-75-78 l. Í næstu umf er aukið út um 14-15-17-20 l jafnt yfir = 82-88-92-98 l. ATH: Fækkið lykkjum og aukið svona út til að stykkið passi betur í hálsmáli. Nú eru sett 8 prjónamerki í stykkið þannig: Prjónið fyrstu 6-6-8-10 l, setjið eitt prjónamerki, setjið síðan 7 prjónamerki með 10-11-11-11 l millibili, nú eru 6-5-7-11 l eftir í umf eftir síðasta prjónamerki. Í næstu umf byrjar útaukning – LESIÐ ÚTAUKNING! Endurtakið útaukningu til skiptis hægra og vinstra megin við hvert prjónamerki í annarri hverri umf 7-8-13-14 sinnum til viðbótar og í 4. hverri umf 2-2-0-0 sinnum = 162-176-204-218 l. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 18-19-20-21 cm frá uppfitjunarkanti er haldið áfram með A.1 (= 12 l) yfir allar l JAFNFRAMT er aukið út þannig: Í 2. umf er aukið út um 18-16-12-10 l jafnt yfir = 180-192-216-228 l. (Prjónaðar eru 15-16-18-19 mynstureiningar í umf). Í 10. umf er aukið út um 12-12-12-0 l jafnt yfir = 192-204-228-228 l. (Prjónaðar eru 16-17-19-19 mynstureiningar í umf). Í 23. umf er aukið út um 12 l jafnt yfir í öllum stærðum = 204-216-240-240 l. (Prjónaðar eru 17-18-20-20 mynstureiningar í umf). Í 36. umf er aukið út um 12 l jafnt yfir í öllum stærðum = 216-228-252-252 l. (Prjónaðar eru 18-19-21-21 mynstureiningar í umf). Þegar allt A.1 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram með A.2. Í 1. umf er aukið út um 8-12-4-12 l jafnt yfir = 224-240-256-264 l. (Prjónaðar eru 28-30-32-33 mynstureiningar í umf). Þegar allt A.2 hefur verið prjónað til loka á hæðina er haldið áfram með litnum grár (2 þræðir Brushed Alpaca Silk/1 þráður Melody) til loka. Prjónið 0-3-3-5 umf sléttprjón. Skiptið yfir á hringprjóna nr 5,5, prjónið 1 umf sléttprjón og aukið út um 24-28-40-48 l jafnt yfir = 248-268-296-312 l. Prjónið nú stroff þannig: Prjónið 1 l sl, * 2 l br, 2 l sl *, endurtakið frá *-* þar til 3 l eru eftir, prjónið 2 l br, 1 l sl. Þegar stroffið mælist 3-3-4-4 cm er prjónað þannig: Fellið af með sl yfir sl og br yfir br yfir fyrstu 57-61-69-73 l, prjónið næstu 20 l áður en þær eru settar á þráð (= stroff), fellið af með sl yfir sl og br yfir br yfir næstu 94-106-118-126 l, prjónið næstu 20 l áður en þær eru settar á þráð (= stroff), fellið af með sl yfir sl og br yfir br yfir þær 57-61-69-73 l sem eftir eru. STROFF: Stroffið er prjónað í hring á sokkaprjóna með litnum grár (2 þræðir Brushed Alpaca Silk/1 þráður Melody). Setjið l af öðrum þræðinum á sokkaprjóna nr 5,5 og fitjið upp 12 nýjar l á prjóninn = 32 l. Haldið áfram með stroff hringinn (= 2 l sl, 2 l br). Þegar stroffið mælist 10 cm er fellt af með sl yfir sl og br yfir br. Prjónið hitt stroffið á sama hátt. ---------------------------------------------------------- Húfa og kragi: Sjá DROPS 164-7 ---------------------------------------------------------- |
||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
||||||||||||||||
|
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
![]() |
||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #sweetwinterponcho eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 23 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 164-6
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.