Corinna skrifaði:
Hallo liebes Drops Team, wenn im Muster A2 steht: "1 M auf eine Hilfsnadel hinter die Arbeit legen, 2 M re, 1 M li/re von der Hilfsnadel" bzw. "2 M auf eine Hilfsnadel vor die Arbeit legen, 1 M li/re, 2 M re von der Hilfsnadel" was ist dann mit li/re gemeint. Woher weiß ich, ob ich links oder rechts stricken soll? Vielen Dank vorab :)
20.08.2014 - 22:22DROPS Design svaraði:
Liebe Corinna, das ergibt sich aus dem Muster. Sie stricken die M so, wie sie erscheinen. Also je nachdem, ob Sie eine linke oder rechte M auf die Hilfsnadel gelegt haben, stricken Sie diese links oder rechts.
21.08.2014 - 09:30
Johanna skrifaði:
I finished my pair a few weeks ago and I love them! My husband wants me to make a pair for him and two friends have asked for the pattern, so that they can make their own =) It seems like Drops have created another winner!
07.08.2014 - 14:48
Johanna skrifaði:
Det går inte att se mönstret. Vad gör jag nu?
01.07.2014 - 13:05DROPS Design svaraði:
Hej Johanna. Vi retter det lige til. Pröv igen om lidt igen og det skulle vaere i orden.
01.07.2014 - 13:57
Lene skrifaði:
Jeg synes det er nogle meget lækre sokker, men jeg kan ikke få skrevet mønstrene ud. Den kan ikke åbnes.
01.07.2014 - 11:43DROPS Design svaraði:
Hej Lene. Naar du trykker paa SKRIV UD: OPSKRIFT, kommer der först en pop-up med en reklame. Tryk nu paa skriv ud opskrift överst i höjre hjörne og printversionen af mönstret skulle aabne automatisk. Sker dette ikke, ligger det nok i din printer/internet indstillinger. Her kan jeg desvaerre ikke hjaelpe.
01.07.2014 - 13:53
Heidi Strömberg skrifaði:
Aivan hurmaava malli. Houkuttelee kutomaan ja sukkien valmistuttua tepsuttelemaan syksyn viileinä iltoina kynttilän ja takkatulen loisteessa.
24.06.2014 - 20:37
Ria Kao skrifaði:
Mooi
06.06.2014 - 14:16
Bertina. skrifaði:
Stoere warme sokken daar zou je zo mee beginnen.
04.06.2014 - 21:52
José skrifaði:
Leuk en heerlijk warm! Die zou ik graag maken.
03.06.2014 - 19:40
Selene Franceschi skrifaði:
Mi piacciono tanto! la spiegazione???
03.06.2014 - 19:15
Dea skrifaði:
Che cicciose! :)
03.06.2014 - 15:01
Celtic Dancer#celticdancerslippers |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaðar tátiljur með köðlum úr DROPS Nepal. Stærð 35-43.
DROPS 156-55 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu A.1-A.3. Mynsturteikning sýnir mynstur séð frá réttu. ÚRTAKA: Fækkið um 1 l á undan prjónamerki þannig: Prjónið 2 l slétt saman. Fækkið um 1 l á eftir prjónamerki þannig: Prjónið 2 l snúnar slétt saman. GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar prjónast slétt í öllum umf. PERLUPRJÓN: UMFERÐ 1: * 1 l sl, 1 l br *, endurtakið frá *-*. UMFERÐ 2: sl yfir sl og br yfir br. Endurtakið umf 2. MÆLING: Mælt er fyrir miðju í kaðli A.1/A.3. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- TÁTILJUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Stykkið er prjónað fram og til baka frá miðju að aftan. TÁTILJA: Fitjið upp 33-33-35 l á prjóna nr 5 með Nepal (látið endann vera ca 20 cm langan, hann er notaður fyrir frágang). Prjónið 2 umf GARÐAPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, JAFNFRAMT í síðustu umf er aukið út um 4 l jafnt yfir = 37-37-39 l. Prjónið nú frá réttu þannig: 4 l br, A.3 (= 8 l), 13-13-15 l PERLUPRJÓN – lesið útskýringu að ofan, A.1 (= 8 l), endið á 4 l br. Haldið svona áfram með mynstur, br er prjónað sl frá röngu. A.1 og A.3 er endurtekið til loka. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Þegar stykkið mælist 10½-11½-13 cm – lesið MÆLING að ofan, prjónið nú frá réttu þannig: 4 l br, A.3, 13-13-15 l perluprjón, A.1, 4 l br, fitjið upp 4 nýjar l, prjónið yfir 4 fyrstu l, umf byrjar hér = 41-41-43 l. Stykkið er nú prjónað áfram í hring á sokkaprjóna. Prjónið mynstur eins og áður, en nú er prjónað A.2 (= 12 l) yfir 4 l br í hvorri hlið á stykki og 4 nýjar l. Þegar A.2 hefur verið prjónað 1 sinni á hæðina er A.a prjónað þar til stykkið mælist 17-19-22 cm. Prjónið nú sléttprjón yfir l í A.a, jafnvel er hægt að prjónað sléttprjón aðeins fyrr. A.1 og A.3 heldur áfram til loka. Setjið nú 4 prjónamerki í stykkið þannig: Prjónið A.3, en setjið 1. prjónamerki á milli 1. og 2. l og 2. prjónamerki á milli 7. og 8. l í A.3, prjónið perluprjón eins og áður, prjónið A.1 en setjið 3. prjónamerki á milli 1. og 2. l og 4. prjónamerki á milli 7. og 8. l í A.1, prjónið sl yfir þær l sem eftir eru (= 14 l ofan á fæti, 15-15-17 l undir fæti og 6 l í hvorri hlið á stykki). Fækkið nú lykkjum fyrir tá í næstu umf þannig: Fækkið um 1 l á eftir 2. prjónamerki og 1 l á undan 3. prjónamerki undir fæti alls 0-0-1 sinnum – LESIÐ ÚRTAKA að ofan, prjónið yfir þær l sem efir eru = 14 l ofan á fæti og 15 l undir fæti (= 41 l alls). Í næstu umf er lykkjum fækkað þannig: Fækkið um 1 l á undan 1. og 3. prjónamerki og 1 l á eftir 2. og 4. prjónamerki (= alls 4 úrtökur). Endurtakið úrtöku í hverri umf alls 6 sinnum JAFNFRAMT í síðustu úrtöku er prjónuð kaðlalykkja í A.1 og A.3 þannig: Prjónið 2 l snúnar saman, 2 l slétt saman. Eftir alla úrtöku eru 13 l á prjóni. Stykkið mælist nú ca 20-22-25 cm. Klippið frá og þræðið þráðinn í gegnum þær l sem eftir eru, herðið að og festið vel. FRÁGANGUR: Brjótið uppfitjunarkant saman tvöfaldan (= miðja að aftan), notið enda brá byrjun til að sauma saman fallega við miðju að aftan. KANTUR: Kanturinn er prjónaður í hring á sokkaprjóna, í kringum op á tátiljunni. Prjónið upp 50-50-54 l á sokkaprjóna nr 4 með Nepal. Prjónið 1 umf br. Prjónið síðan 1 umf sl JAFNFRAMT er aukið út um 10 l jafnt yfir = 60-60-64 l. Prjónið stroff (= 2 l sl, 2 l br) þar til stykkið mælist 12-13-14 cm. Fellið laust af með sl yfir sl og br yfir br. Brjótið kantinn saman tvöfaldan. Prjónið aðra tátilju á sama hátt. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #celticdancerslippers eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 22 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS 156-55
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.