May Iren Giil skrifaði:
Når arb måler 44-53-62 (71-82) cm legges det opp nye m til erme på slutten av hver p mot siden som på bakstk = 86-91-100 (112-123) m
07.03.2025 - 12:54
May Iren Giil skrifaði:
Er det riktig at det skal legges opp 100 m til erm i str 6-9 mnd?
07.03.2025 - 12:52DROPS Design svaraði:
Hei May Iren. Usikker på hvor du har 100 masker fra, str. 12/18 mnd vil ha 100 masker på hele det ene forstykket. I str. 6/9 mnd: Opplegg til ermer / bakstykket: Når arb måler x cm legges det opp nye masker til ermer i hver side, legg opp på slutten av hver pinne slik: 4 masker 2 ganger, 8 masker 1 gang, 10 masker 1 gang og 14 masker 1 gang = 4+4+8+10+14 = 40 masker til hvert erme. Så på bakstykket vil da ha 70+74+40=154 masker, mens det på hvert av fremstykkene inkl erme vil du ha 51+40=91 masker. mvh DROPS Design
10.03.2025 - 13:57
Natasha skrifaði:
I've started working on the front piece. Since I'm working flat, I have to read the chart right to left (on RS) and then on the next row ( WS) left to right, correct? And also, the pattern goes: edge st. , M1, M2, purl, M3, M1, edge st., so does the same also apply on the wrong side or is it then edge st., M3, purl, M2, M1, edge st.? Thank you in advance for your help
03.03.2025 - 12:55DROPS Design svaraði:
Dear Natasha, from RS read diagrams from the right towards the left as stated, from the wrong side, read diagrams from the left towards the right: M.1, M.3, K14 (= reversed stocking stitch), M.2, M.1. Happy knitting!
03.03.2025 - 16:12
Jane skrifaði:
Hvorfor bliver strikketøjet skævt, det trækker mod venstre parallelt. Ville gerne sende et billede, men kan ikke finde ud af det😅
08.09.2024 - 15:29
Pirjo Salo skrifaði:
This translation is very poor concerning increases for sleeves. I compared to English version - there must have been idiot making the Finnish version.
08.08.2024 - 17:54
Petra skrifaði:
Die Anleitung ist super, alle Maße stimmen und alles passt perfekt zusammen. Der Doppelkopf wölbt sich an einigen Stellen nach oben. Kann man ihn mit einem feuchten Tuch und Bügeleisen plätten?
19.07.2024 - 06:07DROPS Design svaraði:
Liebe Petra, erst einmal danke für Ihr Lob! :-) - Sie können es auch erst einmal ohne Bügeleisen versuchen, nur mit einem feuchten Tuch, und das Teil darunter liegend trocknen lassen. Viel Erfolg!
23.07.2024 - 09:38
Gunilla Wigren skrifaði:
Jag har köpt garn till Drops Design 19-10 Åkpåse Baby. Vad betyder de två extra raderna med tomma rutor (rätmaska) överst i M2 och M3 i stickbeskrivningen. Tacksam för svar. Mvh Gunilla Wigren
27.04.2024 - 14:07DROPS Design svaraði:
Hei Gunilla. Du strikker etter diagram M.2 og M.3 og skal gjenta diagrammene i høyden. Når du har strikket 4 rader av M.2, må du starte på rad 1 når de 12 første og 8 siste maskene av M.2 skal gjentas i høyden, mens du fortsetter med de 12 midterste maskene 2 rader til, før disse maskene gjentas i høyden. Det samme gjelder M.3. Det kan også forklares med at de ytterste flettene i M.2 og M.3 gjentas på hver 4. rad, men de midterste flettene gjentas på hver 6. rad. mvh DROPS Design
29.04.2024 - 09:55
Delvigne skrifaði:
Bonjour, je ne comprends pas comment réaliser l\'étape pour l\'encolure au côté devant? Je ne sais pas où sont ces mailles et qu\'en fait on par la suite, elles sont en attente . Ensuite où faut-il faire les diminutions?\r\nMerci de votre aide. Françoise
06.04.2024 - 19:49DROPS Design svaraði:
Bonjour Françoise, pour le devant droit, vous mettez en attente les 6 à 9 premières mailles en début de rang sur l'endroit, puis vous rabattez les mailles pour l'encolure en début de rang sur l'endroit comme indiqué pour la taille choisie (pour le devant gauche, mettez en attente les mailles / rabattez les mailles en début de rang sur l'envers). Lorsque vous tricoterez la capuche, vous relèverez les mailles autour de l'encolure en commençant par tricoter les mailles du devant droit en attente et en terminant par les mailles en attente du devant gauche. Bon tricot!
08.04.2024 - 09:18
Nicole Peever skrifaði:
Regarding diagrams, are all the rows read from right to left and bottom up? What do the last two rows in M2 and M3 diagrams mean
29.03.2024 - 00:58DROPS Design svaraði:
Dear Nicole, diagram patterns are always showing the pattern as it would be seen from the right side of the knitted fabric. They are generally (always, unless it is otherwise explicitly stated) read from the bottom up. First row is generally from right to left. If you knit on the round subsequent rows are also read right to left. If you knit back and forth, every odd numbered row is read from right to left, every even numbered rows are read left to right. Happy Kniting.
29.03.2024 - 08:27
Ulrike Schebesta skrifaði:
Habe noch eine Frage - Muster M1 - ist bei dem Diagramm nur die Vorderseite gemeint? Erst in der 4. R versetzt oder nach einer Rückreihe (die Rückreihen werden ja so gestrickt wie sie erscheinen!) oder wird das große Perlmuster gestrickt (weiß ich bin ein bisschen dumm - habe aber schon lange nicht mehr gestrickt)
20.03.2024 - 14:36DROPS Design svaraði:
Liebe Frau Schebesta, die Diagramme zeigen alle Reihen, die Hin- sowie die Rückreihen; in diesem Video zeigen wir, wie man so ein grosses Perlmuster strickt. Viel Spaß beim Stricken!
20.03.2024 - 15:30
Snuggly Bunny#snugglybunnybuntingbag |
|||||||||||||||||||
![]() |
![]() |
||||||||||||||||||
Prjónaður ferðapoki fyrir börn í perluprjóni án sauma á ermum með áferðamynstri og köðlum úr DROPS Merino Extra Fine.
DROPS Baby 19-10 |
|||||||||||||||||||
------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka): Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum. MYNSTUR: Sjá mynsturteikningu M.1 til M.3. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu. Umferð 1 í M.2 og M.3 = rétta. GAT FYRIR ÖRYGGISBELTI Í BÍLSTÓL: Hægt er að fella af fyrir gati á fram- og bakstykki til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegnum pokann. Fellið af fyrir gati þegar stykkið mælist ca 16-20-23 (28-33) cm eða að óskuðu máli með því að fella af miðju 10 lykkjurnar í umferð. Í næstu umferð eru fitjaðar upp 10 nýjar lykkjur yfir þær lykkjur sem felldar voru af og mynstur heldur áfram eins og áður. HNAPPAGAT: Fellið af fyrir hnappagötum í hægri kanti að framan. 1 hnappagat = prjónið 2. og 3. lykkju frá kanti slétt saman og sláið 1 sinni uppá prjóninn. Fellið af fyrir hnappagötum þegar stykkið mælist: Stærð 1/3 mán: 25, 30, 35, 40, 45 og 50 cm. Stærð 6/9 mán: 28, 34, 41, 47, 54 og 60 cm. Stærð 12/18 mán: 30, 38, 46, 54, 62 og 70 cm. Stærð 2 ára: 37, 44, 51, 58, 65, 72 og 79 cm. Stærð 3/4 ára: 40, 48, 57, 65, 74, 82 og 91 cm. ------------------------------------------------------- BYRJIÐ Á STYKKI HÉR: ------------------------------------------------------- FERÐAPOKI - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI: Pokinn er prjónaður í tveimur stykkjum, neðan frá og upp og síðan saumaður saman í hliðum og á öxlum. Til þess að fá pláss fyrir allar lykkjurnar, er hvort stykki prjónað fram og til baka á hringprjón. ATH! Ef óskað er eftir því að hafa göt á pokanum til að geta þrætt öryggisbelti á barnabílstól í gegn – sjá útskýringu að ofan. BAKSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur (meðtalin 1 kantlykkja í hvorri hlið) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan – í 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu. Prjónið síðan M.1 með 1 kantlykkju í garðaprjóni í hvorri hlið (byrjið með 1 lykkju slétt á eftir kantlykkju). Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermar í hvorri hlið, fitjið upp í lokin í hverri umferð þannig: 4 lykkjur 2-2-3 (3-3) sinnum, 8 lykkjur 1-1-1 (1-3) sinnum, 10 lykkjur 1-1-1 (2-1) sinnum og 12-14-15 (15-16) lykkjur 1 sinni = 144-154-172 (196-218) lykkjur á prjóni. ATH! Útauknar lykkjur eru prjónaðar inn í M.1. Þegar fitjaðar hafa verið upp allar lykkjur er haldið áfram með M.1, en ystu 10 lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot á ermum). Þegar stykkið mælist 54-64-74 (84-96) cm fellið af miðju 16-18-22 (24-24) lykkjur fyrir hálsmáli og hvor öxl/ermi er prjónuð til loka fyrir sig. Fellið síðan af 1 lykkju í næstu umferð frá hálsmáli = 63-67-74 (85-96) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Fellið af þegar stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm. Endurtakið í hinni hliðinni. FRAMSTYKKI: Fitjið upp 68-74-82 (86-94) lykkjur eins og á bakstykki og prjónið garðaprjón í 2-2-2 (2½-2½) cm. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 12-13-14 (14-16) lykkjur slétt, *2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 12-13-15 (12-13) lykkjur slétt *, endurtakið frá *-* alls 3-3-3 (4-4) sinnum, 2 lykkjur slétt saman, sláið 1 sinni uppá prjóninn og endið með 12-14-15 (14-16) lykkjur slétt (= 4-4-4 (5-5) hnappagöt). Haldið áfram í garðaprjóni þar til kanturinn mælist 4-4-4 (5-5) cm – stillið af að næsta umferð sé prjónuð frá röngu. Prjónið 1 umferð brugðið frá röngu JAFNFRAMT er aukið út um 22 lykkjur jafnt yfir = 90-96-104 (108-116) lykkjur. Prjónið síðan næstu umferð frá réttu þannig: 1 kantlykkja, M.1 yfir fyrstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (byrjið með 1 lykkju slétt í hlið þannig að mynstrið passi í hlið við bakstykki þar sem hliðarsaumar eru saumaðir), M.2 (= 32 lykkjur), 14 lykkjur brugðið, M.3 (= 32 lykkjur), M.1 yfir næstu 5-8-12 (14-18) lykkjur (stillið af að M.1 endar á 1 lykkju brugðið í hlið á undan kantlykkju þannig að mynstrið passi við bakhlið) og endið á 1 kantlykkju. Haldið svona áfram með mynstur með M.1, M.2 og M.3 og 14 lykkjur sléttprjón með rönguna út við miðju að framan. Þegar stykkið mælist 23-25-28 (33-37) cm setjið fyrstu 42-45-49 (51-55) lykkjur á þráð = 48-51-55 (57-61) lykkjur eftir á prjóni. HÆGRA FRAMSTYKKI: = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Haldið áfram með mynstur eins og áður, en ystu 6 lykkjur við miðju að framan eru prjónaðar í garðaprjóni fyrir kant að framan – munið eftir HNAPPAGAT – sjá útskýringu að ofan! Þegar stykkið mælist 44-53-62 (71-82) cm fitjið upp nýjar lykkjur fyrir ermi í lok hverrar umferðar í hlið eins og á bakstykki = 86-91-100 (112-123) lykkjur. Þegar allar lykkjur hafa verið fitjaðar upp er haldið áfram með mynstur eins og áður en 10 ystu lykkjur í hlið eru prjónaðar í garðaprjóni (= uppábrot). Þegar 1 umferð er eftir áður en stykkið mælist 51-61-71 (80-92) cm – stillið af að þetta sé umferð frá röngu – fækkið um 4 lykkjur yfir ysta kaðal við miðju að framan (þ.e.a.s. fækkið um 2 lykkjur yfir kaðal og 1 lykkju hvoru megin við kaðal). Í næstu umferð frá réttu eru ystu 6-7-8 (9-9) lykkjurnar við miðju að framan settar á þráð fyrir hálsmáli. Fellið síðan af fyrir hálsmáli í hverri umferð frá hálsmáli þannig: 2 lykkjur 2 sinnum og 1 lykkja 2-2-3 (3-3) sinnum = 70-74-81 (92-103) lykkjur eftir á prjóni (= öxl + ermi). Haldið svona áfram með mynstur eins og áður. Þegar eftir er 1 umferð áður en stykkið mælist 56-66-76 (86-98) cm er fækkað um 7 lykkjur jafnt yfir lykkjur í kaðli í M.3 = 63-67-74 (85-96) lykkjur. Í næstu umferð eru allar lykkjur felldar af. VINSTRA FRAMSTYKKI: Setjið til baka lykkjur af þræði á prjóninn og prjónið upp 6 lykkjur aftan við 6 lykkjur garðaprjón í hægri kant að framan = 48-51-55 (57-61) lykkjur. Prjónið á sama hátt og hægra framstykki nema gagnstætt. ATH! Ekki fella af fyrir hnappagötum. FRÁGANGUR: Saumið axlasauma/ermasauma. Saumið saum undir ermum og niður meðfram allri hliðinni innan við 1 kantlykkju. Brjótið upp neðstu 5 cm á hvorri ermi og saumið e.t.v. niður uppábrotið með nokkrum smáum sporum. Saumið 4-4-4 (5-5) tölur neðst á pokann og saumið niður þær tölur sem eftir eru í vinstri kant að framan. HETTA: Takið upp ca 58 til 78 lykkjur í kringum hálsmál frá réttu (meðtaldar lykkjur af þræði að framan) á hringprjón 4 með Merino Extra Fine. Prjónið 1 umferð slétt frá röngu, prjónið síðan 1 umferð slétt frá réttu JAFNFRAMT er aukið út jafnt yfir til 85-89-93 (97-101) lykkjur. Prjónið síðan M.1 en 6 ystu lykkjur í hvorri hlið eru prjónaðar í garðaprjóni. JAFNFRAMT eru fitjaðar upp 6 nýjar lykkjur í lok 2 næstu umferða fyrir uppábrot (= 97-101-105 (109-113) lykkjur) sem eru í garðaprjóni. Haldið áfram með M.1 með 12 lykkjur garðaprjón í hvorri hlið þar til hettan mælist 21-23-25 (27-28) cm og fellið síðan af. Brjótið uppá hettuna og saumið saman að ofan. Brjótið uppá 6 ystu lykkjur í garðaprjóni að réttu og saumið fallega uppábrotið við hálsmál með smáu spori. |
|||||||||||||||||||
Skýringar á teikningu |
|||||||||||||||||||
|
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
![]() |
|||||||||||||||||||
Ertu búin að klára þetta mynstur?Merktu myndirnar þínar með #dropspattern #snugglybunnybuntingbag eða sendu þær inn í #dropsfan gallery. Vantar þig aðstoð með þetta mynstur?Þú finnur 19 kennslumyndbönd, dálk með athugasemdum/spruningum og fleira með því að skoða mynstrið á garnstudio.com © 1982-2025 DROPS Design A/S. Við áskiljum okkur öll réttindi. Þetta skjal ásamt öllum undirhlutum þess, hefur höfundarétt. Lestu meira varðandi hvað þú mátt gera við mynstrin okkar neðst á hverju mynstri á síðunni okkar. |
Skrifaðu athugasemd um DROPS Baby 19-10
Við myndum gjarna vilja fá að heyra hvað þér finnst um þetta mynstur!
Ef þig langar að skifa inn spurningu, vertu þá viss um að velja réttan dálk að neðan, til þess að við getum svarað sem fyrst. Það verður að merkja við svæði merktri með *.